Morgunblaðið - 28.03.1985, Page 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985
fclk í
fréttum
Sade hættir
að reykja í
nálarstungu-
meðferð
Fólk beitir hinum ýmsu brögðum
til að hætta að reykja. Það
minnkar við sig jafnt og þétt, hættir
með öllu skyndilega, undirbýr sig
andlega misjafnlega vel og svo lyktar
málinu með ýmsum hætti; sumir
standa sig með glans en aðrir springa
á limminu og hvort sem er, þá er
næstum alltaf um mikinn bardaga að
ræða þar sem aðstandendur dragast
beint og óbeint inn í glímuna hvort
sem þeir óska þess eða ekki. Miðað við
hvað ein sígaretta er lítil, getur hún
verið ótrúlega stórt vandamál.
Söngkonan þokkafulla, Sade, reykir
ekki lengur, en einu sinni reykti hún
ákaflega. Aðferðin sem hún beitti
telst nýstárleg og þess vegna gerum
við henni skil. Hún fer einu sinni i
viku í nálarstungur. Jú, nálarstungur.
Sérfræðingur nokkur stingur hana 14
sinnum og svo situr Sade með nálarn-
ar lafandi úr líkamanum nokkra
stund. „Ég skil ekki hvernig það má
vera, en þessi meðferð veitir mér þá
ríkulegustu andlegu afslöppun sem ég
hef fundið á ævinni. Streitan hverfur
og með henni löngunin til að tendra
sígarettur. Nú orðið finnst mér þessi
áður ómissandi hlutur beinlínis
ógeðslegur og illa lyktandi," segir
Sade ...
Með Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands í Hallonnsstaðaskógi í júní
1982.
Merkisafmæli Ingiríðar
ekkjudrottningar Dana
Ingiríður ekkjudrottning í Danmörku á merkisafmæli í
dag. Þi eru liðin 50 ár síðan hún gekk að eiga Friðrik
konung og varð þar með krónprinsessa Danmerkur og ekki
nóg með það, krónprinsessa íslands að auki. Var hún
Danadrottning í tíð Friðriks IX, en við frifall hans tók
Margrét við þjóðhöfðingjatigninni, en Ingiríður varð ekkju-
drottning.
Ingiríður er virt, greind og vinsæl í heimalandi sínu og
víðar. Hún hefur ferðast víða og verið glæsilegur fulltrúi
lands og þjóðar. Myndirnar sem hér fylgja eru fri ferðum
hennar i síðari irum.
Egilsstaðir:
Á árshátíð grunnskólanemenda
Nemendur í Egilsstaða-
skóla efndu til árlegrar
árshátíðar fyrir skömmu.
Nemendur 7.-9. bekkjar
settu á svið einþáttung eftir
Dario Fo „Betra er þjófur í
húsi en snuðra á þræði" undir
leikstjórn Arndísar Þorvalds-
dóttur. Þjófinn lék Hjalti Þor-
kelsson, 7. bekk, og er það mál
manna að hann hafi unnið
sinn fyrsta leiksigur. Aðrir
leikendur I einþáttungnum
voru Kjartan Guðmundsson,
Björg Björnsdóttir, Herborg
Eðvaldsdóttir og Frosti Þor-
kelsson í 9. bekk og Kolbrún
Magnúsdóttir í 8. bekk. Hvísl-
ari var Guðrún Marta Ás-
grímsdóttir í 8. bekk.
Arndís Þorvaldsdóttir, sem
er þekkt fyrir störf sín í Leik-
félagi Fljótsdalshéraðs, hefur
ekki fengist við leikstjórn áður
— en segja má með sanni að
hún hafi náð góðum árangri
með hina ungu leikendur i
þessum ærslafarsa eftir Dario
Fo. Ljósameistari var einnig
aðfenginn við þessa sýningu
grunnskólanemendanna. Var
það Kjartan Einarsson og skil-
aði hann hlutverki sínu með
ágætum.
Einþáttungurinn var sýndur
á föstudagskvöld og tvisvar í
gær. Ætlunin er að sýna ein-
þáttunginn aftur á svonefndri
unglingavöku Menningarsam-
taka Héraðsbúa er haldin
verður í ME á sumardaginn
fyrsta. Allir grunnskólar á
Héraði munu taka þátt í ungl-
ingavökunni.
Þá vöktu ýmis önnur atriði á
árshátíð grunnskólanemend-
anna athygli — enda kom hver
bekkjardeild í forskóla og
1.—6. bekk með sitt atriði. Má
þar til nefna þjóðdansahóp úr
6. bekk — er Þráinn Skarphéð-
Leikendur voru Hjalti
Þorkelsson, Kjartan
Guðmundsson, Björg
Björnsdóttir, Herborg
Eðvaldsdóttir, Frosti
Þorkelsson og Kolbrún
Magnúsdóttir. Hvíslari
var Guðrún Marta Ás-
grímsdóttir.
Nemendur 7.-9. bekkjar settu
á svið leikritið „ Betra er þjóf-
ur í húsi en snurða á þræði“,
eftir Dairo Fo.
insson, formaður þjóðdansa-
hópsins Fiðrildanna, hafði að-
stoðað.
Nýlega kom út blað nem-
enda Egilsstaðaskóla, Lag-
arfljótsormurinn, og er það að
venju skrifað af nemendum.