Morgunblaðið - 21.04.1985, Page 14

Morgunblaðið - 21.04.1985, Page 14
14 B MOKGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1985 Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Sumardagurinn Sumardagurinn fyrsti er fyrsti fimmtudagur á bilinu 19.—25. apríl. Hann mun vera séríslenskt fyrirbrigði. Lengi var þá mesta hátíð hér á landi næst jólunum, og er engin furða þótt menn fagni sumri í þessu harðbýla landi. Fyrrum var messað á sumardaginn fyrsta, en í íslenskum þjóðháttum segir „að það hafi verið aftekið með tilskipun 29. maí 1744, 23. gr.“, en þó hafi verið venja að fólk ætti frí þann dag. í mínu minni hefur alltaf verið messað á sumardaginn fyrsta (skátamessa í Reykjavík hin síðari ár) og enn þann dag í dag er gefið frí á sumardaginn fyrsta. Áður var skammtað ríflega á þessum hátíðisdegi, góður íslenskur matur og pottkökur, svokallaðar sunnudagskökur, „stórar sem hálf- tunnubotn og 2—3 þuml. þykkar. Oftast voru þær prýddar á aðra hlið með ýmsum rósum, sem kvenfólkið gerði með spónskafti eða einhverju slíku, eða þær voru mótaðar á brauðmóti. Það var kringlótt fjöl af sömu stærð og kakan átti að vera, voru skornar rósir í mótið og stafir og setningar, t.d. „Gef oss í dag vort daglegt brauð", Maður lifir ekki á einsömlu brauði“ ofl. Þessar rósir urðu svo upphækkaðár á kökunni." Þetta pottbrauð var oftar bakað en á sumardaginn fyrsta, en ætíð þegar meira var haft við. Sumardagskökur voru gefnar í sumargjöf og þóttu kostagjafir á þeim árum, þegar lítið var um brauð hér á landi. I mínu ungdæmi voru börnum aðallega gefnir boltar eða sippubönd í sumargjöf. Ég hefi haldið þeim sið að gefa fjölskyldu minni sumargjafir. Eru þær gjafir fremur smáar í sniðum, en þeim er pakkað inn í blómapappír og þær skreyttar mislitum borðum. Ég legg þess- ar sumargjafir við hvern disk á morgunverð- arborðið sem er skreytt blómum til að minna á komu sumarsins. Kl. 10 að morgni sest öll fjölskyldan til borðs. Á borðum er heitt kakó með þeyttum rjóma, nýbakaðar kleinur og lummur. Kveikt er á útvarpinu og hlustað á íslensk sumarlög ásamt vorsónötu Beethov- ens, leikinni á fiðlu. í þessum þætti er gömul uppskrift af rúg- brauði, sem hugsanlega er í líkingu við gömlu góðu sumardagskökurnar. Auk hennar eru uppskriftirnar af kleinum og lummum. Þessi uppskrift er úr bók frá árinu 1858, „Ný matreiðslubók ásamt ávísun um litun, þvott o.fl.“, eftir Þóru Andreu Nikólinu Jónsdóttur. fyrsti Rúgbrauð Til 32 pd af vel þurru rúgmjöli skal taka frá 6 til 8 potta af sjóðheitu vatni, eina lúku af salti og svo mikið af súr- deigi, sem nemi barnshnefa að stærð. Sje kúmen til, má taka eina lúku af þvf. Súrdeigið má ekki vera of margra daga gamalt, og aldrei eldra en 8 daga. Vatnið má ekki vera heitara en að maður þoli að halda höndunum í, og súrdeigið, sem brjóta skal i smá stykki, skal ekki láta i fyrr en búið er að hnoða deigið nokkuð, svo að hitinn í vatninu er við það farinn að rjena. Deigið skal elta óaflátanlega, þangað til það er orðið fullþétt og seigt, því brauðgæðin fara mjög svo eptir þvi, hvernig deigið er elt, bæði þegar það er lagt niður og tekið upp. Þegar búið er að gagnhnoða það vandlega, skal strá mjöli yfir það, byrgja siðan, og láta standa í yl 8 eða 9 klukkustundir. Þá skal elta það aptur vel með dálitlu af mjöli, slá þvi upp á fjöl, sem mjöli er stráð á, og láta það standa stundarkorn hjá heitum ofninum, svo það bljóti sig. Að því búnu skal leggja brauðin á til þess gjörða trjegrind með skapti á, en hún verður þá að hafa legið í vatni frá því kvöldinu áður, svo að síður kvikni í henni, þegar brúka skal. Á hana skal strá mjöli og væta hliðarnar með vatni og leggja svo brauðin á upp i lopt. Það, sem niður veit á brauðunum og nú snýr upp, skal væta með vatni og halda svo grindinni með brauðunum á inni i ofninum, en þá þarf að vera búið að raka glóðunum til beggja hliða, svo miðbikið sje autt, og leggja spítur ofan á glæðurnar, svo að vel logi, þá skal lypta grindinni upp og niður bangað til brauð- in fara að skorpna, en það má ekki verða meira en svo, að á þau komi ljósbrúnir dílar en ekki svartar blöðrur. Þá skal taka brauðin út, snúa þeim við, grinda þau aptur, eins og áður er sagt, og setja síðan við yl, svo að þau lypti sjer, á með- an verið er að raka eldinum út úr ofnin- um og hreinsa hann að fullu. Siðan skal bera á brauðin nýbæru mjólk eða egg, sem mjólk er hrærð saman við, láta þau undir eins í ofninn og baka eina klukku- stund.“ Flestir steikja kleinur úr jurtafeiti, sem er mjög dýr auk þess að vera óholl feiti þar sem hún er mjög hörð. Hægt er að blanda matarolíu saman við hana með ágætum árangri. Áður voru kleinur steiktar f tólg, en tólgarbragðið finnst okkur ekki gott, þó má drýgja aðra feiti með tólg. Svínafeiti er ágætt að nota saman við jurtafeitina eða olíuna. Farið varlega með alla feiti, hún getur ofhitnað og kviknað i henni. Hafið alltaf hlemm við hendina til að kæfa eldinn, ef hann kviknar. Hellið aldrei vatni á heita feiti. Látið börn ekki vera nálægt þegar steikt er í feiti. Hafið ekki mjög litinn pott og fyllið hann ekki nema til hálfs. Fletjið deigið út fremur þykkt, u.þ.b. 'Æ sm, skerið það siðan i ræmur með kleinuhjóli og síðan skálínu á hinn veginn. Skerið rauf í kleinurnar og snúið upp á. Gott er að nota reglustiku, svo að kleinurnar verði jafnar. Kleinur frá árinu 1913 (Útfærslan er ný) 1 pund (500 g) hveiti 10 kv (50 g) smjör 30 kv (150 g) sykur V< peli mjólk 2 tsk lyftiduft sodapulver á hnifsoddi 1 egg Vi tsk kardimommur eða 10 vanillu— eða sítrónudropar. 1. Blandið þurrefnum í skál, myljið 8mjörið út í. Vætið í með egginu og mjólkinni. Hnoðið saman þar til þetta er sprungulaust. 2. Fletjið út með kökukefli og skerið kleinur með kleinuhjóli. Snúið upp á, leggið á fat, breiðið þurrku yfir. 3. Hitið feitina. Prófið hitann með því að steikja eina kleinu. Kleinurnar eiga að byrja að brúnast um leið og þær koma í feitina. 4. Setjið 5—7 kleinur í pottinn í einu, snúið við þegar þær eru hæfilega brúnar. Leggið á eldhúspappír. Síðari tíma kleinur 4 bollar hveiti 1 bolli sykur 4 tsk lyftiduft 50 g smjör eða smjörlíki xk tsk kardimommudropar 1 ferna kaffirjómi eða samsvarandi magn mjólk 2 egg 1. Setjið hveiti, sykur og lyftiduft í skál, myljið smjörið út í. 2. Hrærið kaffirjómann, eggin og kardi- mommudropana út í. 3. Farið eins að og i uppskriftinni hér að framan. Lummur (Klattar) 2 egg 1 msk sykur Vi dl appelsínuþykkni 2 dl mjólk 1 bolli hveiti 1 msk matarolía 1. Þeytið eggjahvíturnar 2. Hrærið saman eggjarauður og sykur. 3. Setjið appelsínuþykkni, mjólk og hveiti út í. Hrærið vel saman. Hrærið matarolíu saman við. 4. Setjið eggjahvitumar út í með sleikju. 5. Hitið pönnu, hafið fremur vægan hita. Setjið lummurnar með stórri skeið á pönnuna. Rúmlega matskeið í hverri lummu. Látið bakast þar til deigið er farið að þorna örlítið að ofan. Snúið þá við og bakið í 1—2 minútur á siðari hlið- inni. Meðlæti: Sykur, sulta eða þeyttur rjómi og sulta. Athugið: Ágætt er að setja rúsínur út í deigið. sigur á Dönum í landskeppni í matreiðslu íslenskur ÍSLENSKIR matreiAslumeistarar unnu frækinn sigur i Dönum í landskeppni landanna í matreiðslu- listinni í Kaupmannahöfn nú í vik- unni. Fóru leikar þannig að íslensku kokkarnir hirtu öll verðlaunin, og sögðust þar með hafa hefnt 14—2 ósigursins forðum. Haukur Hjaltason matreiðslu- meistari, félagi í Klúbbi mat- reiðslumeistara, fylgdist með keppninni i Kaupmannahöfn og upplýsti hann blm. Mbl. nánar um þessa keppni. „Þetta var lands- keppni á milli Dana og íslendinga í matreiðslu og köldum útstilling- um og frammistaða íslensku matreiðslumeistaranna var i einu orði sagt frábær." Haukur sagði að Danirnir hefðu borið slíkt lof á verk matreiðslu- meistaranna að þeir mættu vera stoltir af. Hefðu þeir fengið sér- stök verðlaun fyrir frumleika. öll stykkin hefðu þótt frábærlega vel unnin og sýna mikla hugkvæmni. Þeir sem kepptu fyrir íslands hönd voru þeir Einar Árnason, matreiðslumeistari hjá Júmbó, Þórarinn Guðmundsson hjá Meistaranum og Gísli Thoroddsen yfirmatreiðslumaður í Brauðbæ. Þeim til fulltingis voru þeir Kristján Sæmundsson, mat- reiðslumeistari hjá Sjónvarpinu og Brynjar Eymundsson hjá Gullna hananum. Dómnefnd var skipuð fjórum Dönum og Kristjáni Sæmunds- syni, og var dómnefndin mjög ein- huga í dóm sínum, að sögn Hauks.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.