Morgunblaðið - 21.04.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.04.1985, Blaðsíða 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1986 „Hvað er svona asni að stjórna kvik- myndum sem okkur langar ekki til að sjá þegar okkur langar ekki einu sinni til að sjá hann leika?“ Þetta sagði Clint Eastwood nýlega um sjálfan sig og var þá að reyna að segja það í fáum orð- um sem eftir stendur af þeirri gagnrýni sem verk hans hafa hlotið undanfarin 15 ár. Þetta er löng saga. Á forsíðu Life 23. júlí 1971 var mynd af leikaranum ásamt þessum texta: „Eftirlætiskvik- myndaleikari heimsins er — satt að segja — Clint Eastwood.“ Yfirleitt hefur Clint Eastwood komið sjálfum sér og öðrum á óvart. Hann kemur úr þess háttar amerísku umhverfi þar sem það þykir ófínt að taka sjálfan sig há- tíðlega og vera djúpúðugur, um- hverfi sem viðurkennir að vogun vinnur og vogun tapar, en er álfka lítið fyrir látalæti og það að láta segja sér fyrir verkum. Hann talar klukkustundum saman og á þeim tíma kemur orðasambandið „starfsgrundvöllur minn“ aðeins einu sinni fram á varir hans. Þá verður hann líka skömmustulegur og það er eins og hann vilji taka þau ummæli aftur. Svo stórbokka- legt orðalag er honum fjarlægt. Myndir hans eru fyrst og fremst sögur um mannleg samskipti og lifsspeki hans er nokkuð óvenju- leg. Hann segist hugsa í „litlum einingum“ og taka eitt atriði í einu. Þetta er í ættinni, segir hann dálítið háðslega. „Pabba dreymdi um að eignast járnvöruverzlun. Ég er sonur hans.“ Stoltið vantar ekki en það er þó jafnan blandið efa- semdum. Hann var spurður að þessu í París: „Hefurðu lýst sjálfum þér sem róna og iðjuleysingja?“ „Nei,“ svaraði Clint Eastwood. „Hvað ertu þá?“ „Róni og iðjuleysingi." En þetta var sem sé í París. Þegar hann var enn spurður að þessu í Lundúnum varð fátt um svör. Þetta er viðkvæmt mál og hann á ekki von á þvf að geta af- greitt það áður en hann er allur. „Hvaðan svo sem ég er þá kem ég af vinstri vallarhelmingi. Það var ekki búizt við þvf að eitthvað yrði úr mér. Það lá einhvern veg- inn beinast við að ekkert yrði úr pilti. En þegar honum tekst eitt- hvað getur verið að sumum mis- líki, s.s. þeim sem eru á því að svona menn komi alls engu í verk.“ Stolt og réttlætistilfinning eru mjög ríkir þættir f skapgerð hans í alvöru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.