Morgunblaðið - 21.04.1985, Qupperneq 35
MQ&fiUNBkAPIfr SUNNWAGDR-%1 AWUL 1985»,
I*f 3fr>
FRETTAPUNKTAR
Kúrekamyndir hafa átt erfitt uppdráttar undanfarin ár. Engu aö síöur
eru tveir stórir vestrar í gangi: Clint Eastwood er aö gera Pale Rider og
Lawrence Kasdan, sem gerði The Big Chill er að gera Silverado, meö
John Cleese o.fl.
Roman Polanski hefur ekki gert
kvikmynd í fimm ár, eöa síöan
hann lauk viö Tess. En um þessar
mundir vinnur hann aö sjóræn-
ingamynd sem heitir einfaldlega
Prates. Walter Matthau er í aöal-
hlutverki.
Roland Joffé, sem hefur vakiö
heimsathygli fyrir The Killing
Fields, vinnur nú aö myndinni The
Mission, sem gerist á 17. öld í
Suöur-Ameríku. Robert Bolt skrif-
ar handritið og aöalhlutverkiö er í
höndum Roberts De Niro.
Nýjasta James' Bond-myndin
veröur frumsýnd í sumar. Hún
hoitir A View To A Kill, og sem
fyrr er þaö Roger Moore sem leik-
ur spæjarann. Hér er hann meö
einni af mörgum skvísum mynd-
•rinnar.
Ken Russell ætlar næst aö gera
mynd eftir margra alda gamalli
bók DeFoes, Moll Flanders. Pent-
house-kóngurinn Guiccíone fram-
leiðir.
Stanley Kubrick hefur samiö viö
Warner-bræður um aö gera þrjár
myndir. Sú fyrsta nefnist Full Metal
Jacket og fjallar um eftirköst Víet-
nam-stríösins.
Robert Redford, sem hefur dval-
ist í Stjörnubíói undanfarnar vikur,
er þegar byrjaöur á nýrri mynd og
heitir hún Out of Africa. Handritiö
er byggt á bókum eftir dönsku
skáldkonuna og feröalanginn Isak
Dinesen. Meryl Streep leikur á
móti rauöbirkna kvennagullinu, en
Sidney „Tootsie" Pollock leikstýrir.
Meistari Fellini vinnur nú aö
grínmynd sem hann nefnir Ginger
og Fred, og á hún ekkert skylt viö
frægt danspar sem hét ekki ósvip-
aö þessu.
John Landis og Dan Aykroyd
vinna nú saman aö mynd sem þeir
nefna Spæjarar eins og viö. Hver
veit nema spæjarar fái jafn háöu-
lega útreiö þar og draugar og aft-
urgöngur í Ghostbusters. Þá ku
Aykroyd vinna að framhaldinu af
Draugabönunum.
Steven Spielberg er aö vísu ekki
aö gera neina kvikmynd sjálfur um
þessar mundir, en hins vegar hefur
hann í hyggju aö framleiöa nokkrar
í samvinnu viö aöra. Tvær eru þeg-
ar komnar af staö. Sú fyrri heitir
Young Sherlock Holmes, fantasía
um frægasta spæjara aldarinnar,
leikstjóri er Barry Levinson. Hin
nefnist Back To The Future, en
leikstjóri er gamall vinur Spiel-
bergs, Robert Zemeckis, sem
geröi Romancing the Stone.
Þýski kvikmyndaframleiöandinn
Bernd Eichinger, sem hefur staöiö
aö myndum eins og Dýragarös-
börn og Sögunni endalausu, hefur
tryggt sér kvikmyndaréttinn aö
umtöluöustu skáldsögu síöari ára,
Nafni rósarinnar, eftir Umberto
Eco. Leikstjóri hefur veriö ráöinn
Jean-Jacques Annaud, sem geröi
Leitina aö eldinum. Engir leikarar
hafa veriö ráönir enn. Eichinger
hefur ákveöiö aö stór partur
myndarinnar veröi tekinn i þýskum
klaustrum.
Hugh Hudson (Chariots of Fire
og Greystoke) vinnur nú aö mynd-
inni Revolution 1776, sem fjallar
um bandarísku byltinguna. Al
Pachino er í aöalhlutverki.
Ur The Breakfast Club.
w*Æm
Úr Mischief.
Krakkarnir vilja
klúrar myndir
Grínmyndir um unglinga meö unglingum í aöalhlutverkum eru svo
geysivinsælar um þessar mundir að Time Magazine sendi menn út af
örkinni til aö leita svara við spurningunni: eru ungiingamyndir þaö
sem máli skiptir?
Þegar skoöaður er listi yfir vin-
sælustu myndir ákveöins tímabils
stingur i augun hve unglingamynd-
irnar eru margar. Algengt er aö
ársafraksturinn sé fimm til tíu
myndir i Bandaríkjunum og síöar
hér á landi, en fyrsti ársfjóröungur
þessa árs hefur slegiö öll fyrri met.
Á því tímabili einu voru ekki færri
en átta myndir frumsýndar, og þaö
sem meira er, allar mala þær gull.
Meöal þeirra mynda sem hafa
notið mestra vinsælda má nefna
The Breakfast Club (sem Time tel-
ur þá skástu — Laugarásbíó frum-
sýnir um þessa helgi myndina Six-
teen Candles, eftir sama höfund,
Desperatly Seeking Susan, meö
Madonnu í aöalhlutverki, The Sure
Thing, Vision Quest og Flamingo
Kid. Þegar þetta er ritaö er nýbyrj-
aö aö sýna Police Academy 2 (já,
framhaldiö af myndinni í Austur-
bæjarbiói) og Porky's 3. Nýja bíó
sýndi nýlega Steggjapartí, sem var
meö vinsælli myndum siöasta árs.
Og ekki má gleyma eldri myndum
eins og Flashdance, Breakdance
og Footloose.
Ástæöan fyrir því hvers vegna
þessar myndir eru svona vinsælar
sem raun ber vitni er sjálfsagt jafn
flókin og spurningin um tilgang
lífsins. Börn og ungt fólk (á aldrin-
um 12 til 24 ára) er langstærsti
hópurinn sem sækir kvikmynda-
húsin og hann vill myndir sem um-
fram allt eru skemmtilegar, léttar
og helst fyndnar, eilítiö klúrar og
obbolítiö spennandi. Allar fjalla
þær um sama fyrirbæriö, viöur-
kenna þeir menn sem þær gera,
þaö er: strákar eru í stelpuleit og
stelpur eru i strákaleit. Krakkar
vilja klúrar myndir, segir Jerry Par-
is, sem leikstýröi Police Academy
2 en hún var frumsýnd í aprílbyrj-
un. Krakkar fara aö sjá þesskonar
myndir, þeir kunna þær utanaö,
fara aftur til aö hlæja aö uppá-
haldsatriöunum sínum. Jeff Kan-
ew, sem geröi Revenge of the
Nerds, segir aö peningamenn
stóru kvikmyndaveranna biöji um
slíkar myndir, og aö ekkert sé auð-
veldara.
American Graffiti (1974) var
sennilega fyrsta alvarlega myndin
sem gerö var um þennan aldurs-
hóp, en sú mynd sem talin er vera
undanfari þeirra allra er National
Lampoon’s Animal House (Delta-
klíkan) meö John Belushi o.fl. Hún
sló út aösóknarmet Guöfööurins,
150 milljónir dala klingdu i kassan-
um. Síöan kom Porky’s (180 millj-
ónir dala) og svo Police Academy
(150 milijónir dala) og þær hafa
getiö af sér ótal afkvæmi.
Þaö er ekkert eölilegra, segja
menn á Time Magazine, aö fólk
fari í bió og hlæi sig máttlaust, en
þeir telja þaö harla undarlegt þeg-
ar fólk hópast á mynd eftir mynd
sem eru ekki annaö en aum eftir-
öpun af eldri mynd. Hvaö hefur
oröiö af hugmyndafluginu og frum-
leikanum? spyrja þeir.
Tískufyrirbæri koma og fara
eins og íslenskar rigningaskúrir.
Eina stundina eru bílamyndir vin-
sælastar, aöra geimvisindamyndir,
og enn aörar stelpu- og stráka-
myndir. Hvaö gerist næst? Gæti
þaö gerst aö leikrit og bækur
kæmust í tísku? Ekki meöan ungl-
ingar eru unglingar, því í þeirra
augum, segja þeir á Time Maga-
zine, er hiö forboöna alltaf vinsæl-
ast og í augum unglinganna er
skemmtilegra aö fríka út á laug-
ardagskvöldi heldur en aö sitja
heima hjá pabba og mömmu.
HJÓ
Frakkland:
SIGNORET
skrifar skáldsögu
Franska leikkonan Simone Signoret hefur skrifaö stóra skáldsögu
sem heitir „Adieu Volodia" (Bless, Volodia). Signoret, sem er 63 ára og
á afarglæsilegan feril aö baki innan kvikmyndanna, hefur komist á
metsölulísta f Frakklandi meö bók sína. Bókin er önnur í rööinni frá
hendi leikkonunnar og fjallar um tvær innflytjendafjölskyldur af gyö-
ingaættum í París á árunum 1921 til 1944.
Sjón Signoret hefur hrakaö
mjög hin síöari ár og sérstaklega á
meöan á ritun bókarinnar stóö þar
til svo var komiö aö hún gat varla
séö sína eigin skrift. „Augu min
héldu þaö út þangaö til ég lauk viö
bókina. Ég haföi þaö á tilfinning-
unni aö þau þyrftu á frii aö halda
en, því miður, hafa þau ekki snúiö
til baka.”
Signoret fæddist í Wiesbaden i
Þýskalandi en ólst upp i úthverfi
Parísar. Fortíö hennar á lítið sam-
eiginlegt meö fátæku innflytjend-
unum, sem bókin hennar segir frá,
en í henni eru þó atriöi úr lífi henn-
ar og eiginmanns, Yves Montand.
Leikkonan franska
Simone Signoret
Skáldsöguna skrifaöi leikkonan
á 18 mánuöum á sveitasetri í
Normandy. „Ég var sífellt aö ónáöa
fjölskyldu mina og biöja hana aö
lesa hvern kafla eftir því sem ég
lauk viö þá,“ segir Signoret í
blaöaviötali. „Ég var aldrei viss um
hvort óg væri með bók í höndun-
um eöa ekki. Svo var þaö einn
daginn aö nágranni minn, indæl
kona, sem haföi lesið handritiö í
pörtum aö minni ósk, kom til mín
og sagöi aö hún hugsaöi ekki um
annaö en gyöingafjölskyldurnar í
sögunni. Þá vissi ég aö óg var
komin meö skáldsögu.“
Sá Volodia, sem nefndur er í titl-
inum, er ein persóna bókarinnar
en önnur fjölskyldan í sögunni,
Guttmansfólkiö, heldur aö hann sé
látinn. Svo er þó ekki því einn dag-
inn skýtur hann upp kollinum í Par-
ís. Hann nær þó aldrei aö heilsa
upp á fjölskylduna. Yfirvöld gruna
hann um eitt og annaö og hann
hverfur aftur. Mörgum árum
seinna fróttir fjölskyldan aö hann
heföi dáiö í Síberiu skömmu eftir
aö hann fór frá París. „Þetta er
nákvæmlega þaö sama og kom
fyrir frænda minn einn frá Brati-
slava, sem ekki var leyft aö hitta
mig,“ sagöi Signoret. „Þaö sýnir
hversu nákvæmlega hlutirnir eru
skipulagöir svo fólk finni ekki hvort
annaö, hittist og tali saman“.
Signoret sagöi nýlega í sjón-
varpsþætti: „Fólk er alltaf undr-
andi þegar leikari sýnir aö hann
hefur hæfileika til aö skrifa skáld-
sögur. En ég hef sökkt mér niöur í
skáldsagnapersónur — sköpunar-
verk annarra — allt mitt líf svo
skáldskapurinn varö mér auöveld-
ur.“