Morgunblaðið - 30.04.1985, Side 1

Morgunblaðið - 30.04.1985, Side 1
80 SÍÐUR MEÐ 12 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 96. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins ísraelar hopæ Brottflutningi frá Týrus lokið Týnin ok Beirnt, 29. mpríl. AP. ÍSRAELSKI herinn hvarf á brott frá líbðnsku borginni Týrus í dag og lét þar með af hendi síðustu borgina sem hann hafði á valdi sínu síðan í innrásinni 1982. Setuliðið í Týrus hvarf að nýrri víglínu skammt frá landamKrunum. Mikil gleði ríkti meðal íbúa Týrus er ísraelar hurfu þaðan, þeir dönsuðu og sungu á göt- um úti og ísraelar bættu á stemmn- inguna með því að varpa marglitum reyksprengjum. Stríðið hélt áfram við „grænu línuna" í Beirút, kristnir og mú- hameðstrúarmenn elduðu þar grátt silfur og í fjallahéraðinu Jezzine undirbjuggu múham- eðstrúarmenn lokasókn gegn vígi kristinna og höfðu sér til fullting- is skriðdreka. Nærri 100 manns féllu á sunnudag og mánudag og á annað hundrað lágu eftir særðir. Ekkert lát á bardögunum var í sjónmáli. Víetnam: Hátíðarhöld á 10 ára afmæli Ho Chi Minb-borg, 29. apríl. AP. TÍU ÁR eru í dag liðin frá því að Saigon, þáverandi höfuðborg Suður- Víetnam, féll í hendur hersveita kommúnista frá Norður-Víetnam og Víet- namstríðinu lauk, að kalla mátti. í tilefni dagsins fara fram margvísleg hátíðarhöld í Ho Chi Minh-borg, en svo heitir Saigon í dag, en höfuðborg sameinaðs Ví- etnam er Hanoi í norðri. Mikill fjöldi fréttamanna er staddur í Ví- etnam um þessar mundir, um 300 frá öllum mögulegum löndum, flestir frá Bandaríkjunum, en Bandaríkjamenn börðust ásamt Suður-Víetnömum gegn Norður- Víetnömum. Háttsettir ráðamenn í Víetnam sögðu í ræðum i dag, að í þágu friðar í heiminum ættu Bandaríkin og Víetnam að taka upp „vinsamleg og eðlileg sam- skipti". Þeir ítrekuðu einnig, að Víetnam, Laos og Kambódía ættu að treysta enn betur vináttubönd sín við Sovétríkin. Sjá nánar blaðsíður 24 og 25. AP/Símamynd Mitterrand við íitrýmingarbúðir Nú er þess minnst víða um Evrópu að 40 ár eru liðin frá uppgjöf nasista. Á þessari símamynd frá AP, sem tekin var á sunnudaginn, sést Franco- is Mitterrand Frakklandsforseti á gangi á snævi þakinni jörð við girð- inguna umhverfis Struthof-dauðabúðirnar í Austur-Frakkiandi. Þetta voru einu útrýmingarbúðirnar sem reistar voru í Frakklandi í síðari heimsstyrjöldinni. Um 12.000 manns týndu þar lífi á árunum 1941 til 1944. ■■ : »;♦- % Reagan breytir ekki áætl- un um Bitburg-ferðina Wuhinton og Bonn, 29. nprfl. AP. RONALD REAGAN, forseti Banda- ríkjanna, áréttaði í dag, að hann myndi í engu skeika frá ákvörðun sinni að heimsækja grafreit þýskra hermanna í Bitburg og leggja þar blómsveig á minnisvarða hinn 5. maí næstkomandi. Reagan staðfesti jafn- framt, að fyrrum forseti Baudaríkj- anna, Richard Nixon, hefði gefið sér holl ráð í máli þessu og hefði hann haft þau til hliðsjónar í ákvörðun sinni um að láta slag standa þrátt fyrir mikið fjaðrafok vegna fyrirhug- aðrar athafnar í kirkjugarðinum. Aðspurður hvort athöfnin í Bit- burg myndi ekki skaða 7-landa leiðtogafund sem verður haldinn næstu daga eftir hana svaraði Re- agan: „Nei.“ Hvort hann myndi fara til Bitburg þrátt fyrir allt? „Já.“ Peter Bönisch, talsmaður vestur-þýsku stjórnarinnar, sagði í dag, að með ólíkindum mætti heita hve mikiö bandarísk dagblöð gerðu úr málinu. Þar væri talað um „hneyksli" og „háðung", en þó væru 40 ár síðan siðari heimsstyrjöld- inni lauk og Vestur-Þjóðverjar væru nú bandamenn Bandarikj- anna og Vesturlanda. Þar tók hann í sama streng og Reagan hefur gert, að ekki sé hægt að hírast að eilífu ofan í skotgröfunum. Gyðingar hafa leitt gagnrýn- endahópinn og farið hörðum orðum um ætlun Reagans. Shimon Peres, forsætisráðherra ísrael, tók af- stöðu til þessa máls í dag í fyrsta skipti. Hann sagði að þó að „Reag- an hefði gert alvarlega skyssu, mætti ekki horfa fram hjá öllu því sem hann hefði gert fyrir Israel og því yrði hann áfram vinur gyðinga. öllum getur orðið á í messunni." Sjá nánar frétt á bls. 30. Skipulögðu Svíar kjarn- orkuárás á Sovétríkin? Stokkhólmi, 29. aprfl. AP. S/ENSKA DAGBLAÐIÐ greindi frá því í dag og bar fyrir sig leyniskjölum frá 1961 sem blaðamaður þess hafði komist yfir, að Svíar hefðu haft kunnáttu til að smíða einfaldar kjarnorkusprengjur snemma á sjöunda áratugnum og ýmis varnarbrögð hefðu þá verið rædd og skipulögð, meðal annars árásir með slíkum vopnum á sovéskar hafnarborgir. Blaðið greinir frá því að Svíar hafi á þessum árum haft áhyggj- ur af Sovétmönnum og umsvifum þeirra og því verið vel á verði gegn hugsanlegri árás úr þeirri átt. Kjarnorkuárásir á borgir í Eistlandi, Lettlandi og Litháen voru skipulagðar ef nauðsyn krefði. Talið er að þessi frétt blaðsins muni skerpa mjög alla þá um- ræðu sem hófst fyrir um 10 dög- um, er tímaritið „Ny Teknik“ full- yrti að hinir hlutlausu Svíar hefðu verið með kjarnorkuvopna- rannsóknir allt fram til ársins 1972. Olof Palme hefur neitað því að fótur sé fyrir þessari fregn og spjótunum verður beint að hon- um að nýju við frétt „Svenska Dagbladet", því flokkur Palmes, Sósíaldemókrataflokkurinn, var við völd snemma á sjöunda ára- tugnum alveg eins og nú. Pólland: Walesa ræðst harkalega að stjórnvöldum Varsji, 29. aprfl. AP. „Verkalýðurinn verður að halda áfram baráttunni fyrir auknum mannréttindum og frjálsræði, hér er slíkt enn fótum troðið, ekkert frelsi, ekkert réttlæti," sagði Lech Walesa í tilkynningu sem hann sendi frá sér í tilefni af því að verkalýðsdagurinn 1. maí er á næstu grösum. Þá hafa stjórnvöld í Póllandi skipulagt umfangsmikil há- tíðarhöld, en leiðtogar Sam- stöðu hafa boðað mótaðgerð- ir. Walesa tók ekki afstöðu til hvatninga Samstöðuleiðtoganna í tilkynningu sinni, en réðst þeim mun harkalegar á stjórnsýslu landsins og ráðamenn. Yfirvöld í Póllandi hafa látið berast að mikill viðbúnaður verði ef and- stæðingar stjórnarinnar ætli að gangast fyrir mótmælaaðgerð- um. Arne Treholt: Varnarmála- háskólinn eða Island? Frá Tom Rakkrli, rrrtumanni f Osló. NORSKA sjónvarpið greindi frá því í fréttaskýringu í kvöld, að ónafn- greindir embættismenn hefðu íhug- að að veita Arne Treholt stöðu sendiráðunautar við norska sendi- ráðið í Reykjavík árið 1982, eða ann- ars staðar þar sem hann gæti ekki gert óskunda með njósnastarfsemi. Þetta á að hafa verið er Treholt var kominn til síns heima eftir Bandaríkjadvöl og hafði hann sótt um setu í háskóla norska varn- armálaráðuneytisins. Eftirlit með honum var þá hafið vegna meintra njósna og þeir sem um það sáu töldu óæskilegt að hann fengi þar skólavist með hliðsjón af því hversu mikils hann gæti orðið vís- ari um varnarmál landsins. Arne Treholt fyrir rétti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.