Morgunblaðið - 30.04.1985, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. APRlL 1985
Vöruskiptajöfnuðurinn:
Óhagstæður um
777 milljónir kr. á
fyrsta ársfjórðungi
í MARS var vöniskiptajöfnuðurinn við útlönd óhagstæður um 286
milljónir kr. en var hagstæður um 394 milljónir kr. í sama mánuði í
fyrra. í mánuðinum voru fluttar út vörur fyrir 2.413 milljónir kr. en
inn fyrir tæpar 2.699 milljónir kr. fob.
í fréttatilkynningu frá Hag-
stofu íslands segir að vöruskipta-
jöfnuðurinn hafi verið óhagstæður
um 777 milljónir kr. fyrstu þrjá
mánuði ársins en á sama tima í
fyrra voru vöruskiptin í járnum. Á
þessum tíma voru fluttar út vörur
fyrir 6.841 millj. kr. en inn fyrir
7.618 milljónir kr. fob.
Á föstu gengi var útflutnings-
verðmætið fyrstu þrjá mánuði
ársins 11% meira en á sama tíma
i fyrra. Þar af var verðmæti sjáv-
arafurða 17% meira og kísiljárns
7% meira en verðmæti útflutts áls
þriðjungi minna en á sama tíma í
fyrra. Um þrír fjórðu hlutar út-
flutningsins það sem af er árinu
eru sjávarafurðir og er það heldur
hærra hlutfall en á sama tíma i
fyrra.
Verðmæti vöruinnflutningsins á
fyrsta fjórðungi þessa árs er
rösklega fimmtungi meira en i
fyrra, á föstu gengi reiknað. Við
samanburð af þessu tagi þarf að
hafa i huga, að innflutningur
skipa og flugvéla, innflutningur til
stóriðju og virkjana svo og olíu-
innflutningur er yfirleitt mjög
breytilegur innan árs eða frá einu
ári til annars. Séu þessir liðir frá-
taldir reynist annar innflutningur
hafa verið 16% meiri en á sama
tíma í fyrra.
Mikill fjöldi fólks heimsótti Laugarnesskólann um helgina og skoðaði hátíðarsýningu í skólanum, sem efnt er
til vegna 50 ira afmelis hans i þessu ári. Auk sýningar i vinnu nemenda I skólastofunum voru gamlir
nemendur skólans í heimsókn og endurnýjuðu kynni við gamla bekkjarfélaga.
Læknavaktir á Reykjavíkursvæðinu:
Bók eiginkonu
Arnes Treholt
komin út
á íslensku
ÚT ER komin i íslensku bók Kari
Storekre, eiginkonu Arne Treholt,
og nefnist hún „Góða ferð til París-
ar“.
Bókin, sem gefin er út af Fjölva-
útgáfunni, lýsir því hvernig hand-
takan, réttarhöldin og fangelsis-
vistin komu niður á Kari og syni
þeirra hjóna, Thorstein.
Á næstunni verður kveðinn upp
dómur yfir Arne Treholt eftir að
hann hefur setið í einangrunar-
fangelsi i 15 mánuði og í fréttatil-
kynningu frá útgefenda segir að
Kari, sem var saklaus, hafi jafnvel
mátt líða ennþá meira en maður
hennar. Lýsir hún í bókinni hug-
arástandi sínu og líðaninni t.d.
þegar hún vissi ekki hvort eigin-
maðurinn var sekur eða saklaus.
íslenska útgáfa bókarinnar er
175 blaðsíður og skiptist í 14 kafla:
Á Skansinum i Stokkhólmi sjö
mánuðum síðar, Saga okkar, Reið-
arslagið, Fyrsta heimsóknin í
fangelsið, Arne, uppruni og ævi,
Mín eigin sðk?, Hvað stóð í bréf-
unum?, Undir eftirliti?, Glennon-
hjónin, Tékkneska barnið, Eins og
verzlunarvara, Samheldni fjöl-
skyldunnar og að lokum kafli um
Thorstein.
Helgar- og kvöldvaktir heilsu-
gæzlustöðva felldar niður 3. maí
KVÖLD- og helgarvaktir heilsugæzlustöðvanna á Reykjavíkursvæðinu, þ.e.
við heilsugæzlustöðina í Asparfelli, Fossvogi og i Seltjarnarnesi, verða felld-
ar niður frá og með 3. maí næstkomandi og verða ekki teknar upp fyrr en
samið hefur verið við heilbrigðisyfirvöld um þóknun fyrir þessar vaktir, segir
í fréttatilkynningu fri læknum þessara stöðva. Ástæðan er að kjaradómur
hefur ekki fjallað um efnisatriði sérkjarasamnings Læknafélags íslands,
segir ennfremur í fréttatilkynningunni.
I fréttatilkynningunni segir: „1
um það bil hálfa öld hefur vakt-
þjónusta heimilislækna í Reykja-
vík, Seltjarnamesi og Kópavogi
verið með óbreyttu sniði að mestu.
Það er með hinni svokölluðu bæj-
arvakt.
Eina viðbótin við þessa vakt-
þjónustu er að hin síðari ár hefur
verið tekin upp göngudeildarþjón-
usta heimilislækna 1 klst. á kvöld-
in virka daga og 2 klst. á laugar-
dögum.
Á sama tímabili hefur íbúum
þessa svæðis fjölgað allt að fjór-
falt. Auk þess hafa orðið breyt-
ingar á lækningum sem krefjast
breytinga í vaktformi.
Vaktþjónustan á svæðinu er þvi
löngu orðin ófullnægjandi, og úr-
elt. Hugmyndir um að bæta hana
hafa hins vegar ekki náð fram að
ganga hjá yfirvöldum heilbrigð-
ismála.
Með þetta í huga, auk þess að
vilja bæta þjónustuna við sam-
lagsmenn sína, byrjuðu læknar
heilsugæslustöðvarinnar í Aspar-
felli, haustið 1978 að hafa kvöld-
vaktir og seinna helgarvaktir fyrir
skjólstæðinga sína. Seinna tóku
læknar heilsugæslustöðvanna í
Fossvogi og síðast á Seltjarnar-
nesi upp samskonar vaktþjónustu.
Þessar vaktir eru þannig til-
komnar að frumkvæði læknanna á
þessum stöðvum, en borgarlæknir,
heilbrigðisráð Reykjavfkur og
stjórnir stöðvanna hafa hvatt til
að þetta yrði gert. Þjónusta þessi
hefur verið veitt án umsaminnar
þóknunar fyrir hana nema þeim
óverulegu greiðslum sem koma
fyrir vitjanir og stofuviðtöl
(kvöldvitjun í dag gefur 210 krón-
ur og er því innifalið gjald fyrir
eigin bifreið). Allumfangsmikil
símaráðgjöf er ógreidd.
1 yfirstandandi samningavið-
ræðum heimilislækna við fjár-
málaráðuneytið hefur verið reynt
að fá einhverja þóknun fyrir þessa
vaktþjónustu, en þeim óskum ver-
ið synjað. Heilbrigðisráðherra
hefur þó lýst því yfir að heilsu-
gæslulæknum beri að veita vakt-
þjónustu og styðst þar við ákvæði
laga. Þessu vísa heilsugæslulækn-
ar á bug, þar sem yfirlýst er af
báðum aðilum, að ósamið sé um
vaktþjónustu heilsugæslustöðva á
Reykj avíkursvæðinu.
Að fengnum úrskurði kjara-
dóms í kjaradeilu vegna sérkjara-
samnings Læknafélags Islands
(aðili að BHM-R) og fjármála-
ráðuneytis, þar sem dómurinn
skýtur sér algerlega undan þeirri
skyldu sinni að fjalla um efnisat-
riði sérkjarasamningsins, önnur
en þau að raða mönnum í launa-
flokka, verður séð að ekki mun
koma til þóknunar fyrir vaktþjón-
ustu þessa.
Læknar allra ofangreindra
heilsugæslustöðva hafa því séð sig
nauðbeygða til að hætta vöktum
við stöðvarnar og tekur sú
ákvörðun gildi frá og með 3. maí
næstkomandi, þar til samið hefur
verið. Verður sjúklingum heilsu-
gæslustöðvanna því vísað á bæj-
arvakt Reykjavíkur utan opnun-
artíma stöðvanna virka daga kl.
08-17.“
Búnaðarbankinn og Landsbankinn:
Sameinast um
rekstur hraðbanka
BÚNAÐARBANKINN og Lands-
bankinn hafa tekid upp samvinnu
um uppsetningu og rekstur hrað-
hanka, en það er nafn þeirra yfir
tölvustýrð sjálfsafgreiðsluUeki, sem
Iðnaðarbankinn nefnir tölvubanka.
Byrja bankarnir að setja upp sex
tæki eftir um það bil tvo mánuði, en
staðsetning þeirra er ekki ákveðin.
Síðar er æílunin að fjölga tækjunum
eftir því sem ástæða þykir til.
Brynjólfur Helgason, fram-
kvæmdastjóri markaðssviðs
Landsbankans, sagði i samtali við
Mbl. að Búnaðarbankinn hefði I
Úrslit MúsíktOrauna '85:
Gypsy sigraði
FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 18. aprfl síðastliðinn var haldið úrslitakvöld
Músíktilrauna ’85 í Tónabæ. Hljómsveitirnar sem kepptu til úrslita voru:
Jónas frá Hveragerði, No Time úr Reykjavík, Special Treatment frá
Húsavík, Duo úr Reykjavík, Fásinna frá Egilsstöðum og Gypsy úr
Reykjavík.
Áhorfendur gáfu hljómsveit-
unum stig og giltu atkvæði
áhorfenda helming á móti niður-
stöðu fimm manna dómnefndar.
Úrslitin urðu þau að hljómsveit-
in Gypsy sigraði, hún varð núm-
er eitt hjá áhorfendum og dóm-
nefnd. í öðru sæti varð Special
Treatment og í þriðja sæti varð
Fásinna. Gypsy skipa: Jóhannes
Eiðsson (söngur), Ingólfur Ragn-
arsson (gítar), Hallur Ingólfsson
(trommur), Jón Ari Ingólfsson
(gítar) og Heimir Sverrisson
(bassi).
Mikil stemmning rfkti á úrslitakvöldi Músíktilrauna.
upphafi pantað tækin frá IBM og
síðar boðið Landsbankanum að
taka þátt I rekstrinum. Sagði
hann að með sameiginlegum
rekstri bankanna á þessum tækj-
um yrði um verulegan sparnað að
ræða hjá þeim, auk þess sem slíkt
samstarf yrði til hagræðis fyrir
viðskiptavini þeirra.
Sagði Brynjólfur að með rekstri
hraðbankans væri verið að reyna
að auka þjónustuna við viðskipta-
vinina og flýta fyrir afgreiðslu. í
hraðbankanum verður hægt að
leggja inn á bankareikning og
taka út af honum . Þar verður
hægt að færa á milli reikninga og
greiða reikninga með peningum
eða ávísunum eða með millifærslu
af eigin bankareikningi. Þá verður
hægt að fá þar upplýsingar um
stöðu bankareiknings.
'O
INNLENT