Morgunblaðið - 30.04.1985, Síða 14

Morgunblaðið - 30.04.1985, Síða 14
MOKQÍTNBL'APIÐ, ÞRIDJUDAQUR ðff. APRfL 1985 m Karlakórinn Fóstbræður Tónlist Jón Ásgeirsson Vortónleikar Karlakórsins Fóstbræðra er voru haldnir í Háskólabió sl. fimmtudag voru helgaðir minningu Jóns Hall- dórssonar eins ástsæiasta söng- stjóra kórsins og þess manns er í raun skapaði orðstír kórsins og stýrði samfeilt í 34 ár. Efnisskrá tónleikanna var að nokkru mið- uð við þau viðfangsefni sem í tíð Jóns voru vinsæl, bæði innlend sönglög og norræn. Fyrst söng kórinn tvö lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, en seinna lagið, Sprettur, var flutt í raddskipan Jóns Halldórssonar. Eftir Jón Laxdal söng kórinn, Sjá roðann á hnjúkunum háu og söng Eirík- ur Tryggvason einsönginn. Árni Thorsteinsson átti eitt lag, Sólu særinn skýlir, en það lag er frá- bærlega vel samið. Þá komu tvö lög eftir Sigfús Einarsson, Þei, þei og ró, ró og Ég man þig. Þó þess sé ekki getið í efnisskrá, er líklegt að fyrra lag Sigfúsar hafi ekki verið sungið í upprunalegri gerð. Það sem undirritaður þekkir til þessa lags, samsvarar ekki því sem bar fyrir eyru, þó vel geti verið að hér komi til ókunnugleiki á verkum Sigfúsar. Síðasta íslenska lagið af eldri gerðinni var Kirkjuhvoll eftir Bjarna Þorsteinsson. Söngur kórsins var vel stemmdur, gott jafnvægi á milli radda, fram- burður góður, og mótun laganna vel útfærð af söngstjóranum. Auk Eiríks Tryggvasonar söng Björn Emilsson einsöng í seinna lagi Sigfúsar og skiluðu þeir sínu þokkalega, svo sem reyndum kórmönnum ber að gera. Fjögur ný íslensk lög voru næst á efn- isskránni. Fyrsta var Vögguvísa eftir söngstjórann, gamansamt lag við sorglegt kvæði, nokkuð grálynt til að heita vögguvísa. Sðngstjórinn var einnig höfund- urinn að næsta lagi, sem hann nefnir „Etíða — æfing" og var þessi „æfinga-æfing heldur lang- dregin og ekki vel samin, þó vissulega sé hugsanlegt að gera megi skemmtilegt söngverk úr söngæfingum. Næstu tvö lög voru kynnt sem tónsmíðar eftir Gunnar Reyni Sveinsson, en eru í raun aðeins raddsetningar á erlendum og vel þekktum lögum. Raddsetningar eru þokkalegar og lagaðar að texta eftir Davíð Stefánsson og Hannes Hafstein. Tónlist Jón Ásgeirsson Efnisskrá: Janacek/ Taras Bulba rapsódídan Sibclius/ Impromtu op. 19 Debussy/Þrjú næturljóö Den Falla/ Þríhyrndi hatturinn Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit ís- lands og finnski kvennakórinn Lyran. Kórstjóri Lena von Bons- dorff. Hljómsveitarstjóri: Jean-Pierre Jacquillat Tónleikar þessir voru upphaf- lega á dagskrá 18. október en vegna verkfalla féllu þeir niður. Fyrsta verkið á tónleikunum var Taras Bulba, em er eitt af fræg- ari verkum Janaceks. Verkið er samið eftir lestur á sagnaverki Gogols um kósakkahöfðingjann Taras Bulba, sem talinn er hafa verið uppi á fimmtándu öldinni. Verkið er í þremur þáttum og eru dauðastundir þriggja manna meginuppistaða hvers þáttar. Fyrsti þátturinn heitir Dauði Andrey og greinir frá því að Andrey hefur gerst svikari vegna ástar á pólskri stúlku. Hann er handtekinn og faðir hans, Taras Bulba, depur hann með eigin hendi. Annar þáttur greinir frá því er yngri sonur Bulba, Ostap að nafni, er hand- tekinn og píndur til dauða i augsýn föður síns og heitir því annar þáttur Dauði Ostaps. Þriðji og síðasti þátturinn heitir Spádómur og dauöi Taras Bulba. Endalok Bulba voru þau að verða brenndur lifandi en síð- ustu orð hans voru þau, að keis- arinn ætti eftir að koma og sigra í nafni rússnesku rétttrúnaðar- kirkjunnar. Þetta er spádómur sem nágrannaþjóðir Rússa hafa óttast um aldir og þar sem verra er, að Rússar sjálfir trúa á þessa hugmynd enn í dag. Janacek semur Taras Bulba 1918 og er verkið þrungið af spádómi um þung örlög, miskunnarlaust en á milli mannlegt og jafnvel fallegt. Það brá fyrir ágætum leik en ekki er undirritaður viss um að flytjendur hafi verið að koma á framfæri boðskap um þann hrottalega dauða, sem verkið er ofið utan um. Annað verkið á efnisskránni veit undirritaður lítið um og fátt um verkið sagt i efnisskrá. Þetta er hljómþýtt verk, samið fyrir hljómsveit og kvennakór. Finnski kvennakórin Lyran sem hér er á ferð, undir stjórn Lenu von Bonsdorff, söng verkið á sannfærandi máta og virtust stúlkurnar hafa gaman af texta verksins, sem hljóm- leikagestir urðu að láta sér nægja ilminn af. Næturljóðin eftir Debussy hafa nokkrum sinnum verið flutt af Sinfóníu- hljómsveit íslands og í síðasta „ljóðinu", sem heitir Hafmeyjar, notar Debussy kvennakór. Lyran söng hafmeyjarnar mjög vel enda góður kór. Eitt af þvi sem stjórnendur Sinfóníuhljómsveit- arinnar virðast ekki vita um er hljómdeyfðin innst á sviðinu í Háskólabíói og að staðsetja ekki stærri kór nánar úti „í horni", var hæpin ráðstöfun. Fyrir bragðið var ágætur söngur þeirra einum of daufur í hljóm á móti hljómsveitinni. Síðasta tónverkið var Þrí- hyrndi hatturinn eftir De Falla. Þetta er gamanballett, saminn yfir ballettsögu eftir Martinez Sierra, sem byggð er á sam- nefndri sögu eftir Antonio de Al- acon. Óperan Der Corregidor, eftir Wolf, er byggð á sömu sögu og segir þar frá malarahjónum er verða fyrir ásókn landstjóra, sem sakir valds síns ber þrí- hyrndan hatt. Landstjórinn læt- ur handtaka malarann, svo hon- um gefist betra tóm til að eiga vð hina fögru konu malarans. Ástardansi landstjórans lýkur með því að hann dettur af brúnni og ofan í myllulækinn. Hann verður að þurrka föt sín og leggst á meðan til svefns í rúmi malarans, sem kemur þar að. Til að hefna sín klæðir malarinn sig í föt landstjórans og fer, en krot- ar áður á vegginn: „Konan þín er ekki síður falleg en konan min.“ Ballettinum lýkur á miklum fyrirgangi og ýmiskonar dans- fléttum og leik. Það er margt mjög skemmtilega gert í þessu verki, vel ritað fyrir hljóðfæri, ekta danstónlist í gerð og trú- lega mjög skemmtilegt vel dans- að. Hljómsveitin átti marga góða spretti og trúlega lætur stjórnandanum vel að fást við verk landa sinna og nágranna, sérdeilislega ef tónlistin er hrynsterk og átakssnögg eins og hjá De Falla og hreinar stemmn- ingar eins og hjá Debussy. Þess- ir kostir stjórnandans komu vel fram. Tónleikarnir voru fremur illa sóttir, enda einsog utan dagskrár, þó heita ætti að þeir væru fyrir fasta áskrifendur sin- fóníutónleikanna. { síðastnefndu lögunum mátti merkja erfiðleika söngmanna í að halda „tóninum uppi“ og einnig ónákvæmni í „innkomum raddanna". Á síðari hluta tónleikanna voru eingöngu Skandinavísk lög og það verður að segjast eins og er, þó kórinn flytti sum þeirra mjög vel, að þessar tónsmíðar eru farnar að missa mesta glans- inn. Auk Björns Emilssonar, er söng einsöng í lagi eftir Grieg, komu fram með kórnum tvær ungar og efnilegar söngkonur, Sigríður Elliðadóttir og Erna Guðmundsdóttir. Báðar stúlk- urnar sungu vel og greinilegt að hér eru á ferðinni góð söngkonu- efni, sem þegar eru nokkuð vel kunnandi í söngíþróttinni. Kvennakórinn Lyran Sin fóníutónleikar Mjólkursamsalan í Reykjavík: Bændur fá fullt verð fyrir mjólkurinnlegg síðasta árs Mjólkursalan minnkaði um 1,5% í fyrra B/ENDUR á sölusvæði Mjólkur- samsölunnar í Reykjavík, það er sunnanlands og vestan, fá fullt grundvallarverð og fulla vexti fyrir mjólkurinnlegg sitt á síðasta ári. Þetta var ákveðið á aðalfundi Mjólk- ursamsölunnar sem haldinn var fyrir skömmu. Meðalgrundvallarverðið í fyrra var 15 krónur og rúmir 40 aurar. Nokkur mismunur er á milli sam- laganna sem mynda samsöluna vegna mismunandi dreifingar inn- leggsins yfir árið. Þeir sem leggja inn í Mjólkurstöðina í Reykjavík fengu 15 krónur og rúma 42 aura fyrir hvern innlagðan lítra mjólk- ur, þeir sem lögðu inn í Mjólkurbú Flóamanna fengu 15 krónur og rúman 41 eyri, Mjólkursamlagið í Búðardal greiddi 15 krónur og rúma 40 aura en bændur í Borg- arfirði og Snæfellsnesi sem leggja inn í Mjólkursamlagið í Borgar- nesi fengu 15 krónur og rúma 37 aura fyrir hvern innlagðan lítra. Mjólkurverðið skiptist þannig að bændur fá 64,90%, 20,55% fer í kostnað, 6,26% fer í sjóði, 5,14% í fyrningar og 3,15% í fjármagns- gjöld. Nokkur aukning varð á mjólk- urframleiðslunni á samlagssvæð- inu, eða um 2,7% að meðaltali. Mest var innvigtunin hjá Mjólk- urbúi Flóamanna, 39.071 þúsund lítrar, sem er 1,9% aukning frá árinu á undan, innvigtun í Mjólk- urstöðina í Reykjavík var 4.174 þús. 1, sem er 3,9% aukning, í Mjólkursamlag Borgfirðinga 9.589 þús. 1, sem er 4,0% aukning, en innvigtunin i Mjólkursamlagið f Búðardal var 3.010 þús. 1, sem er 7,8% aukning frá árinu 1983. Árstíðasveiflur í mjólkurfram- leiðslunni jukust heldur á árinu. Veruleg offramleiðsla var á mjólk á árinu og myndaðist hún ein- göngu í framleiðslutoppnum yfir sumartímann. I ársskýrslu Mjólk- ursamsölunnar segir m.a. um þetta gamla vandamál mjólkur- iðnaðarins: „Nokkur ár tekur að breyta burðartíma kúa til að jafna árstíðasveiflu og stjórnun fram- leiðslu þarf því að fylgja lang- tímaáætlun til að árangur náist í jöfnun árstíðasveiflunnar." Heildarsala Mjólkursamsölunn- ar (umreiknuð í 3,85% feita mjólk) minnkaði um 674.871 lítra á árinu 1984, eða um 1,5%. Sala á nýmjólk minnkaði um 1.243 þús- und 1 eða um 4,5% en á móti varð aukning í sölu á léttmjólk um 414 þúsund lítra, eða 13,4%. Aukning varð í sölu á G-mjólk, jógúrt, rjóma, undanrennu og mysu. Sam- dráttur varð hins vegar í sölu á Kókómjólk, Jóga, Mangósopa, skyri, ídýfum og sósum. Á árinu var bókfærður kostnað- ur við byggingu nýrrar mjólkur- stöðvar á Bitruhálsi rúmar 115 milljónir kr. Aðrar helstu fjár- festingar voru bifreiðir rúmar 9 milljónir og vélar og áhöld tæpar 11 milljónir kr. Fjárfestingarnar voru annarsvegar fjármagnaðar með fé frá rekstri og hinsvegar með lántökum. Frá rekstri kemur m.a. 'h% af verði innlagðrar mjólkur sem lagt er i Bygginga- sjóð (5,8 milljónir kr.), vextir af Byggingasjóði (10,4 milljónir), hagnaður brauðgerðar (5,4 millj- ónir), hagnaður ísgerðar (12,5 milljónir) og afskriftir (39,9 millj- ónir kr.). Nauthólsvík: Ófremdar- ástand við heita lækinn LÖGREGLAN í Reykjavík varð að hafa nokkur afskipti af fólki, sem safnaðist saman við heita lækinn í Nauthólsvík að næturlagi um síðustu helgi. Að sögn lögreglunnar voru um 50 til 60 bílar í Nauthóls- vík aðfaranótt sunnudagsins og mikið fjölmenni og væri að skapast þar sama ófremdar- ástandið og undanfarin vor. Virtist sem eina ráðið væri að loka fyrir heita vatnið um helgar yfir sumarið, eins og gert var í fyrra, þegar ástandið hafði keyrt um þverbak.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.