Morgunblaðið - 30.04.1985, Síða 15
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 19ifó
15
FRAMTÍÐ LANDBÚNADAR/ Stefán Aöalsteinsson
Vandamálin nú
1. grein
Vandamálin í dag
Mikil umræða hefur farið fram
um landbúnaðarmál að undan-
förnu og óvægileg á stundum.
Grein sú, sem hér birtist, og
þrjár aðrar greinar i sama flokki
eru byggðar á erindi, sem höfund-
ur flutti á fundi, sem Sjálfstæð-
ismenn í Skagafirði efndu til um
landbúnaðarmál hinn 23. janúar
1985.
Frá því að sá fundur var hald-
inn, hafa umræður um þessi mál
haldið áfram af fullum krafti.
Hæst ber þar umræður um frum-
varpið um Framleiðsluráðslögin,
sem verið er að fjalla um á Alþingi
og víðar. Virðist því eðlilegt að
koma því efni, sem hér birtist, á
framfæri, meðan sú umræða
stendur yfir.
Takmarkaðir markaðir
Landbúnaðurinn á íslandi í dag
stendur frammi fyrir þeim vanda,
að markaðir fyrir helstu afurðir
frá honum eru takmarkaðir.
Mjólk og dilkakjöt eru þær af-
urðirnar, sem mest vægi hafa í
framleiðslunni, og fyrir þessar af-
urðir er hvergi að hafa markaði
erlendis, sem gefa viðunandi verð.
Verð á erlendum mörkuðum fyrir
þann hluta framleiðslunnar, sem
þangað fer, er langt frá því að ná
kostnaðarverði. Verulegum fjár-
hæðum hefur verið varið úr rfkis-
sjóði til þess að bæta upp það verð,
sem fengist hefur fyrir þessa
framleiðslu á erlendum mörkuð-
um.
Innanlandsmarkaðurinn er
takmarkaður og fer heldur minnk-
andi. Verð á mjólk og kjöti til
neytenda hefur farið hækkandi
undanfarið, m.a. vegna samdrátt-
ar í niðurgreiðslum.
Það er uggvekjandi fyrir fram-
leiðendur þessara vara, ef upp er
að alast í landinu kynslóð, sem
ekki borðar dilkakjöt, vegna þess
að annað kjöt er ódýrara og jafn-
vel talið hollara. Hluti af sömu
kynslóð þekkir ekki bragðið af ís-
lenska smjörinu, af því að heima
hjá henni er ekkert nema smjör-
líki á borðum.
Miklir erfiðleikar
framundan
Fyrirsjáanlegt er, að mjög mikl-
ir erfiðleikar eru framundan í
sauðfjárrækt og nautgriparækt á
næstu misserum vegna samdrátt-
ar í mörkuðum fyrir afurðir frá
þessum greinum.
Það er því tímabært að velta þvi
fyrir sér, hvaða atvinnu aðra en
sauðfjárrækt og nautgriparækt er
hægt að stunda með hagnaði í
sveitum landsins, eftir því sem
störfum í þessum greinum fækkar.
Ef sú stefna yrði tekin upp að
auka hagræðingu í þessum grein-
um til þess að lækka framleiðslu-
kostnað á dilkakjöti og mjólk,
myndi sú aðgerð enn herða á
fækkuninni í þessum störfum, því
að einfaldasta og áhrifaríkasta
aðferðin til lækkunar á fram-
leiðslukostnaði er að auka fram-
leiðsluna á hvern vinnandi mann
með aukinni vélvæðingu og hag-
ræðingu.
Þá færast störfin i þessum
greinum á enn færri hendur en
áður og fleiri ný störf þurfa þá að
koma til vegna þeirra, sem hætta
við hefðbundnu greinarnar.
Nýjar búgreinar
Nýjar búgreinar hafa verið að
skjóta upp kollinum á síðustu ár-
um. Þar má nefna alifuglarækt,
svínarækt, loðdýrarækt, ræktun á
ullarkanínum og fiskeldi.
Svinaræktin og alifuglaræktin
fullnægja nú innanlandsmarkað-
inum og þar opnast ekki ný at-
vinnutækifæri nema til komi auk-
in neysla á afurðum frá þessum
greinum, en það verður þá í beinni
samkeppni við hefðbundnu grein-
arnar.
Loddýraræktin álitleg
Loðdýraræktin hefur verið að
vaxa smám saman á undanförnum
misserum, og hún hefur reynst
samkeppnisfær með framleiðslu
sína á erlendum mörkuðum.
Nú munu vera um 140 loðdýrabú
í landinu, og flest þeirra eru starf-
rækt sem hlutastarf, en margir
loðdýrabændur munu stefna að
því að gera loðdýraræktina að að-
alstarfi.
Framundan virðist vera mikil
aukning í loðdýraræktinni, eftir
umsóknum að dæma, sem hafa
verið að berast undanfarið. Þar
munu koma til vonir manna um
fyrirgreiðslu til búháttabreytinga
og allgóð útkoma úr loðdýrarækt-
inni á undanförnum árum.
Huga þarf vel að því, hver verða
helstu vandamálin á sviði loðdýra-
ræktar á næstu misserum.
Þar má m.a. benda á, að skinnin
af íslenskum loðdýrum ná ekki
þeim gæðum, sem helstu sam-
keppnislönd okkar eru með. Þar
mun muna um allt að 20% í sölu-
verði. Einhverju veldur þar, að hér
hefur mikið verið valið til lífs af
dýrum vegna örrar fjölgunar í
Dr. Stefán Aðalsteinsson
stofninum, en að því ber að keppa,
að gæðin fari batnandi hér.
Við megum ekki sætta okkur við
það til lengdar að vera með lakari
gæði á okkar framleiðslu heldur
en keppinautar okkar. Hér virðast
skilyrðin fyrir þessa búgrein á
margan hátt góð, og þess vegna er
ástæða til að hafa allt í lagi, sem
við eigum að geta haft í hendi
okkar.
íslenski fjallarefurinn
Það er ástæða til að gefa því
gaum, að islenski fjallarefurinn
getur átt veigamiklu hlutverki að
gegna í loðdýraræktinni hér, ef
rétt er á haldið.
Blendingur af heimskautarefn-
um, sem íslenski refurinn er grein
af, og silfurrefnum gefur mjög
verðmætt skinn, sem mun hafa
selst á meira en tíföldu verði blá-
refaskinna á síðastliðnu ári.
Það þótti mörgum sem gamla
sagan um frumkvæðisleysi íslend-
inga væri að endurtaka sig, þegar
það fréttist, að íslenskir tófu-
hvolpar hefðu verið teknir hér úr
grenjum og seldir til refabænda f
Noregi, sem ætluðu að rækta þá
upp með það i huga að nota stofn-
inn til blöndunar við silfurref.
Það er þekkt, að íslenski refur-
inn hefur ekki þau feldgæði, sem
þarf til að fá bestu gæði á blend-
ingsfeldum, og hann er líka smá-
vaxinn, svo að skinnin verða lítil.
Þessum göllum ætla Norðmenn-
irnir að bæta úr.
Margir hafa spurt, hvort við
gætum ekki gert það sama sjálfir,
en fátt verið um svör.
Þó las ég þá gleðifrétt í Morgun-
blaðinu nýlega, að tveir loðdýra-
bændur á Vestfjörðum hafa sótt
um leyfi til að mega taka íslensk-
an ref til eldis í búrum með það í
huga að rækta hann þar og nota í
blöndu við silfurrefinn. Þeir segjst
ekki vilja láta aðrar þjóðir einar
um að nýta þennan möguleika.
Þó að skilyrðin fyrir loðdýra-
ræktinni séu á ýmsan hátt góð, þá
er rétt að gera sér grein fyrir því,
að fiskeldi er í örum vexti í land-
inu og mun keppa beint við loð-
dýraræktina um fiskúrganginn.
Þar með getur fóðurkostnaðurinn
hækkað, þegar þeirrar samkeppni
fer að gæta verulega.
Angóraull af kanínum
Kaninurækt á sér skamma sögu
hér á landi. Hún hefur eingöngu
verið stunduð sem aukastarf og
mun tæplega hægt að kalla hana
búgrein ennþá.
Angóraullin, sem af kanínunum
kemur, er í háu verði, en kanín-
urnar eru viðkvæmar í meðförum
og þurfa mikillar natni og um-
hirðu við, ef vel á að takast til, og
ullin af þeim að ná tilskildum
gæðum.
Natnir kanínueigendur geta
vafalaust haft dágott upp úr vinnu
sinni við framleiðslu á angóraull,
og þess vegna ber að gefa þessari
grein fullan gaum. Það er líklegt,
að hún geti hentað vel fólki, sem
er farið að reskjast og vill stunda
léttari störf heldur en við hefðb-
undinn búskap.
Fiskeldi
Ég ætla ekki að ræða sérstak-
lega um fiskeldið sem búgrein hér.
Svo er að sjá, að fiskeldi ætli að
verða að eins konar stóriðju hér,
og það er engan veginn augljóst,
að það muni geta komið að ein-
hverju leyti inn í myndina til að
fjölga atvinnutækifæri á einstök-
um bændabýlum í sveitum.
Hitt er aftur á móti ljóst, að
fiskeldið getur skapað mörg ný
störf, þar sem því er valinn staður,
og styrkt byggðina á því svæði
vérulega. Það er engan veginn
sjálfsagt, að þau störf nýtist
bændum, sem vilja taka upp önn-
ur störf en hefðbundna búfjár-
rækt, þvi að fiskeldisstörfin eru að
svo mörgu leyti ólík venjulegum
störfum við annað búfé.
Það er þó augljóst, að yngri
kynslóðin í sveitunum getur sér-
hæft sig í störfum við fiskeldi og
tryggt sér með því atvinnu í
heimahéraði, ef skilyrði til fisk-
eldis eru fyrir hendi þar á annað
borð.
Það held ég líka að sé mikil-
vægt, að menn ætli sér af í sam-
bandi við fiskeldið og fari ekki að
stofna til þess við ófullnægjandi
ytri skilyrði.
Eigum fyrirliggjandi
YAMAHA utanborðsmótora
í stærdum frá 4—40 hestöfl.
Útvegum allar stærðir
með 3—5 vikna fyrirvara.
Sérlega hagstætt verð.
BÍLÁWÖRGHF
Smiðshöfða 23. S. 81299
HITASTILLT
BAÐBLÖNDUNARTÆKI
Það er auðvelt að láta hita-
stillt Danfoss baðblöndun-
artæki leysagamla tækið
af hólmi. Spurðu pípulagn-
ingarmanninn, hann
þekkir Danfoss.
= HÉÐINN =
SELJAVEGI 2,SlMI 24260
IZUMI
STÝRIROFAR
SNERLAR
LYKILROFAR
HNAPPAROFAR
GAUMUÓS
Hagstæn verð ,
vönduð vara
= HÉÐINN =
VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260
LAGER-SÉRRANTANIR-WÓNUSTA