Morgunblaðið - 30.04.1985, Side 16

Morgunblaðið - 30.04.1985, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1985 Ástarþökk til Þjóðleikhússins — eftir Ivar Orgland Ég var farþegi um borð í þot- unni Frónfara á leið til tslands sunnudaginn 21. april þegar ég fékk í hendur Morgunblaðið og las um frumsýningu á íslandsklukk- unni á sumardaginn fyrsta. Þetta virðist mér ánægjuleg tilviljun. Skyldi ég fá tækifæri til að vera viðstaddur sýningu á leikriti, sem hefur haft svo mikil áhrif á mig persónulega, ekki síst í sambandi við tengsl mín við ísland, og ennfremur að vera gestur á 35 ára afmælissýningu Þjóðleikhússins? Þá mundi ég sannarlega detta í lukkupottinn! Árið 1950 sá ég íslandsklukkuna sjö sinnum. Ég var norskur styrk- þegi og stúdent við Háskóla ís- lands, og þegar ekki var uppselt í leikhúsinu, fengum við styrkþegar aðgang ókeypis. Þá notaði ég auð- vitað tækifærið til að sækja leik- hús sem allra mest, bæði til að skemmta mér og læra málið. Að- göngukort fékk ég hjá þáverandi þjóðleikhússtjóra Guðlaugi Rós- inkranz. Ég man hvað mér fannst hátíðlegt að ganga til hans, en hann var mjög vinsamlegur, brosti og ávarpaði mig á sænsku. Sem sagt: Ég sá Islandsklukk- una sjö sinnum. Og ég var mjög hrifinn af leikritinu. Leikararnir urðu mér eins og góðir vinir. Ég var orðinn svo vanur að sjá Brynj- ólf Jóhannesson í gervi Jóns Hreggviðssonar að mér brá við, þegar ég sá hann sem bankamann! — Einu sinni fékk ég að heilsa upp á Herdísi Þorvaldsdóttur í gervi Snæfríðar, og var ég þá gripinn sömu tilfinningu og Jón Hregg- viðsson, þegar hann lýsir Snæfríði fyrir konu Arnæusar. í þá daga var ekki sist hrifning í sambandi við túlkun Lárusar Pálssonar í hlutverki Jóns Guð- mundssonar Grindvikings (Grin- vicensis). Túlkun Sigurðar Sigur- jónssonar minnti ekki á túlkun Lárusar nema hvað örlaði á sömu fótahreyfingu þegar Grinvicensis var mjög spenntur eða í uppnámi. Þetta var skemmtilegt á frumsýn- ingunni. — Lárus lék ennfremur gamla manninn í Bláskógaheiði. En fyrrverandi lögmaður Eydalín, Valur Gíslason, fór með hlutverk- ið í þetta sinn. Snæfríður frá 1950 var orðin ráðskona, en samt sem áður er hún móðir Snæfríðar dagsins! Ævar Kvaran (Von Úffel- en), Haraldur Björnsson (Jón Marteinsson), Jón Aðils (síra Sig- urður Sveinsson, dómkirkjuprest- ur) og Gestur Pálsson (Magnús Sigurðsson, júngkærinn í Bræðra- tungu) eru allir eftirminnilegir. Enn fleiri voru horfin af sviðinu, t.d. Regina Þórðardóttif sem kona Arnæusar. Þó var Valdemar Ivar Orgland Helgason eftir! En hvað það var gaman að sjá þig og heyra rödd þína, Valdemar! Setningin „Ég er úr Kjósinni" og fleira hljómaði jafn skemmtilega frá munni þín- um nú eins og fyrir 35 árum. Þú hefðir ef til vill mátt vera etasráð aftur líka, og bjóða upp á „sylte- töj“! — Gullinló var tekinn í burtu 1950, svo það var í fyrsta sinn sem þessi „fígúra“ barst mér fyrir sjónir. Aftur á móti rakst ég á kóngsböðulinn gamla, Baldvin Halldórsson, sem nú var orðinn blindur maður. Arnas Arnæus assessor leit fullkomlega öðruvísi út í þetta sinn, og túlkun Þor- steins Gunnarssonar var mjög frábrugðin túlkun Þorsteins ö. Stephensen 1950. Þó að hrifning mín væri mikil þegar ég sá íslandsklukkuna sem ungur maður, varð ég ekki fyrir vonbrigðum á þessari frumsýn- ingu. Það mætti ef til vill benda á að leiktjöldin væru í fyllsta lagi „funksjonalistisk" — verst þegar náttúrufegurð Þingvalla var lýst, og við fengum ekkert að sjá á baktjaldinu (eins og við fengum að sjá Skálholtskirkju og myndir úr Kaupinhavn), bara þessa háu þrí- hyrndu „kassa“, sem urðu áhrifa- ríkastir þegar eldurinn í Kaup- inhavn var sýndur. En allir sem hafa tekið þátt í sköpun og framkvæmd sýningar- innar verðskulda ástarþökk og heiður fyrir vel unnið starf. Eins og 1950 finnst mér að landar mínir í Noregi ættu að sýna þetta mikla verk, sem á líka sögulegt erindi við okkur. Ég óska ykkur öllum hjart- anlega til hamingju með fs- landsklukkuna og afmælið. Höfuadut er norskt skíld. Um vöruverð AMSTRAD Afburðatölva Tölvukaupendur fá alltaf meira og meira fyrir peningana sína. í þeirri þróun er AMSTRAO tvímælalaust toppurinn: 64K tölva, litaskjár og innbyggt segulband. Frábær hönnun, afl og hraði, skínandi litir, gott hljóð og spennandi möguleikar Nifturstööur neytendablaða á tölvumarkaði eru á einn veg: „A very good price for a complete system, tape recorder included, good graphics and sound A very good buy. “ Computer Chotce, septembef 1984 .Extremly good value for money“ Compolmg Todey, oktober 1984 Verð aðeins 19.980 kr. stgr.! Söluumboö úti á landi: Bókabúð Keflavíkur Kaupfélag Hafnarfjarðar Músík & myndir, Vestmannaeyjum Bókaskemman Akranesi Seria sf ísafirði KEA-hljómdetkl Akureyri Bókaverslun Þórarins Húsavík Ari Halldórsson, Egilsstöðum Söluumboð f Reyk|avik: Bókabúö Brava Tölvudeildír: Laugaveg 118 v/Hlemm, s: 29311, 621122 Lækjargata 2, s: 621133 TÖLVULAND H/F — eftir Sigurð E. Haraldsson í dagblaðinu DV birtist 15. apríl sl. grein eftir Guðjón Jensson póstafgreiðslumann. I grein þess- ari fjallar höfundur um atriði, sem eru ákvarðandi um vöruverð, af meiri skilningi en oft getur að líta. Það er fagnaðarefni. Guðjón Jensson skilgreinir i dagblaðsgreininni að máli skiptir á hvern hátt vörur eru greiddar við móttöku í smásöluverslunum. Fari greiðsla fram með peningum er seljandi, kaupmaðurinn, þegar búinn að fá í hendur andvirði hinnar seldu vöru. Hann tekur þess vegna enga áhættu. Á annan veg er sé varan greidd með ein- hverskonar vonarpeningum, sem skila sér seint eða jafnvel aldrei. Guðjón segir í grein sinni: „Ljóst er að í öllum viðskiptum er tilhneiging til að hækka verð vöru ef greiðslur eru á einhvern hátt skilyrtar eða þær hafa ein- hverja peningarýrnun í för með sér. Kaupmaðurinn situr uppi með innistæðulausar ávísanir eða reikning, sem ekki fæst greiddur vegna gjaldþrots. Hann þarf að greiða krítarkortafyrirtækjum stórfé fyrir greiðslur þær sem hann á rétt á. Þessum kostnaðar- auka er velt út í verðlagið til stór- tjóns fyrir þá, sem greiða fyrir sínar vörur með beinhörðum pen- ingum.“ Nú hefur það viðgengist um langt skeið að fastir viðskiptavinir eru í mánaðarreikningi hjá kaup- mönnum, t.a.m. matvörukaup- mönnum. Áuðvitað valda slík lánsviðskipti ákveðnum vanda hjá kaupmönnum. Auk fjárbindingar, sem lánsviðskiptum eru samfara, útheimta þau verulega aukavinnu Sigurður E. Haraldsson „Notkun kortanna í þeim mæli sem nú er hlýtur að leiða til veru- legrar hækkunar vöru- verðs.“ og fyrirhöfn. En í hinum tilvitnuðu orðum nefnir Guðjón Jensson hin nýtil- komnu kritarkort, hann nefnir þau raunar „vítakort" á öðrum stað í grein sinni, en óhætt er að segja að þau eru fleinn í holdi þorra kaupmanna. Notkun kort- anna í þeim mæli sem nú er hlýtur að leiða til verulegrar hækkunar vöruverðs. Talsmenn Kaupmannasamtak- anna hafa ítrekað varað við þessu greiðsluformi. Þeir hafa rætt þessi mál við ráðherra, gengið á fund í Fjárhags- og viðskipta- nefnd Alþingis, rætt málið á fjöl- mörgum fundum með forráða- mönnum kortafyrirtækjanna. Kaupmannasamtökin hafa varað við afleiðingum af notkun krftar- kortanna að óbreyttum skilmál- um. Grein Guðjóns Jenssonar ber þess glöggan vott að hann áttar sig betur á lögmálum vöruverðs- myndunar en ýmsir aðrir. Von- andi taka launþegar og samtök þeirra afstöðu gegn því tilefnis- lausa „apparati" sem hleypt var af stokkunum, þegar plastkortum var bætt í hóp gjaldmiðla hérlend- is. í fréttapistli frá Noregi, sem fluttur var í útvarpi fyrir nokkr- um kvöldum, kom fram að samtök neytenda þar í landi hafa lagst gegn notkun krítarkortanna í Nor- egi. Þau benda á augljósar afleið- ingar: Hækkun vöru og þjónustu. í tilgreindum pistli kom fram að norsku neytendasamtökin krefjast þess að notendur kortanna beri allan kostnað af notkun þeirra. Dagblaðsgrein Guðjóns Jens- sonar póstafgreiðslumanns er vottur þess að neytendur séu að átta sig á þarflausum pinklum, sem lagðir eru á herðar þeirra. Lífskjör ákvarðast ekki af launa- kjörum einum saman. Kaupmenn vita mætavel að hagstætt vöru- verð er ákvarðandi um lífskjör. Þeir frábiðja sér því allt það, sem leiðir til hækkunar á nauðsynja- vörum. Plastkortin margnefndu eru vont dæmi um öfugþróun. Sú staðreynd að þeir sem standa að útgáfu kortanna, bankar og spari- sjóðir, taka þau ekki þegar greiða skal hjá þeim sjálfum segir sína sögu um þá skilmála sem kortun- um eru samfara. Höfundur er formaður Kaup- mannasamtaka íslands. Póstkerfi í MAZDA 323 77—80 kostar 3.695 krónur. Hvað kostar pústkerfi í bílínn þínn? BlLABORG HF SmiOshöfða 23. S. 81265

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.