Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1985 21 ingunum um þau til skipa og al- mennings með nægum fyrirvara, t.d. á sérstakri rás í sjónvarpi, eða öðrum hætti. Hvað svo er varðar „landsins forna fjanda" hafísinn, þá tel ég hann ekki eins hættulegan og stórviðrin. Það er einnig auðveld- ara að fylgjast með honum og hpnn er mun sjaldnar á ferðinni. I skýrslu ratsjárnefndar segir, að meginmarkmið ratsjárkerfisins sé varnarhlutverk. Ég sé því ekkert athugavert við það, að við setjum fram okkar hugmyndir og óskir á þessum vettvangi, um varnir við þeim hættum, sem við erum stöðugt í baráttu við, sérstaklega ef sá búnaður sem settur verður upp í ratarstöðvunum getur jafnframt þjónað þessum öryggisþætti okkar með e.t.v. litlum viðbótarbúnaði og tilkostnaði. En bænarskrá hef- ur komið fram til mótmæla fram- komnum hugmyndum um bygg- ingu ratsjárstöðva á Vestfjörðum, kölluð „Bænarskrá Vestfirðinga“. Hún mun hafa komið fram áður en skýrsla ratsjárnefndar kom fyrir almenningssjónir, það finnst mér neikvætt. Þegar ég leit umrædda bæn- arskrá og sá að tveir efstu menn á undirskriftalistanum voru starf- andi velmetnir prestar hér á Vest- fjörðum, þá rifjaðist upp fyrir mér saga sem ég heyrði föður minn segja, en hún gerðist 1905. Þá var hann 28 ára og bjó í Fornahvammi í Norðurárdal í Borgarfirði. Þá bjó einnig prestur í Stafholti i Borg- arfirði, séra Gísli Einarsson, bróð- ir Indriða Einarssonar leikrita- skálds. Séra Gísli í Stafholti — eins og hann var oftast nefndur, beitti sér með oddi og egg á móti því að síminn yrði lagður til Is- lands og um landið. Hann reið um sveitir Borgarfjarðar með bæn- arskrá og fékk marga bændur til að skrifa undir mótmælin. Honum var mikið i mun að fá nafn föður míns á bænarskrána. Séra Gisli elti hann heilan dag með bæn- arskrána, en karl faðir minn skrif- aði ekki undir. Svo var það 1. ágúst 1905 að bændur riðu heiman frá hálfhirt- um túnum til Reykjavíkur af Suð- urlandi, Suðurnesjum, Kjalarnesi og Kjós, og úr Borgarfjarðarhér- uðum í hundraðatali til að mót- mæla símanum. Þetta eru einhver mestu mótmæli sem sögur fara af á íslandi. Þá var aðeins einn ráð- herra á landinu, Hannes Hafstein. Þegar hann sá allan bændaskar- ann sem kominn var til Reykja- víkur til að fylgja eftir bænar- skránni og mótmæla símanum sagði hann: „Þetta er bara golu- þytur og breytir engu um sannfæringu mína, síminn verður lagður." Frumvarpið um simalagning- una til íslands og um landið var samþykkt á Alþingi 20 dögum síð- ar. Samið var við Stór-norræna ritsímafélagið um verkið og síma- samband við útlönd opnað 31. ág- úst árið eftir og íslendingar þar með orðnir aðnjótendur þessa mikla þjónustu- og öryggistækis sem síminn er. Ekki er ólíklegt að prestarnir, sem voru áhrifamiklir á þessum tímum, hafi haft veruleg áhrif varðandi þessi mótmæli eða svo er að sjá á samtima heimildum. í dag er aftur á móti álit þeirra sem hafa fag- og tækniþekingu talin mikilvægt á þessu sviði sem öðr- um. Að endingu vil ég láta það álit mitt og von i ljós, að Alþingi og ráðherra sem fer með þetta mál afgreiði það á svipaðan hátt og gert var fyrir 80 árum, er stigið var eitt mesta framfaraspor á tæknisviðinu sem íslenzka þjóðin hefur orðið aðnjótandi, síminn, og samþykki nú þessar öryggis- og gæzlustöðvar. Höíundur er sræðisstjóri Orkubús Vestíjarða á sræði II (V-Barða- strandarsýslu). Var rið nám í ratar- tækjum í Englandi 1952 og annað- ist ratarriðgerðir á Patreksfirði um áratuga skeið. — Greinin er brggð á erindi er höfundur flutti í Liona- klúbbi Patreksfjarðar. Kísilþjóð í þrengingum — eftir Rúnar Pálsson Undanfarið hafa verið miklar umræður um byggingu kísilmálm- verksmiðju á Reyðarfirði. Fram á ritvöllinn hafa geyst miklir hag- spekingar til að færa rök fyrir því að slík verksmiðja yrði best sett niður við Grundartanga. í þeim skrifum er rætt fjálglega um milljón dollara sparnað ef verk- smiðjan yrði reist fyrir sunnan. Eflaust má finna reikningsleg rök fyrir þessum hugmyndum, en öðr- um þáttum, sem ruglað gætu röks- emdir þessar, er sleppt. Margt gott hefur leitt af byggðastefnu síðustu ára og margt farið úrskeiðis. Sú mikla þörf stofnanavaldsins í Reykjavík til að veita landsbyggðinni forsjá hefur leitt til óhóflegrar miðstýr- ingar, sem hefur valdið þjóðinni miklu tjóni. Fjármagnið sem skapast úti á landsbyggðinni er dregið til Reykjavíkur og lands- byggðarmönnum síðan skammtað aftur eins og skít úr hnefa eftir duttlungum fjármálavaldsins. Viðtakendur eiga svo að bukka sig djúpt af þakklæti yfir þessari miklu rausn. Eftirfarandi dæmi er um ein- kennileg viðhorf til landsbyggðar- fólks. Þegar umræða um hátt orkuverð á landsbyggðinni stóð sem hæst, sagði þekktur hagiræð- ingur í Reykjavík í ræðu sem hann flutti, að það þýddi ekkert að lækka verð á orku til húshitunar eða ljósa því landsbyggðarfólk mundi bara hækka hitun í húsum sínum og láta ljós loga allan sól- arhringinn. Lækkun verðlags yrði aðeins til að auka eyðsluna. Sem betur fer mun meginþorri landsmanna vilja byggja landið allt og gerir sér grein fyrir mikil- vægi þess að styrkja bæði þéttbýli og dreifbýli. Kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði getur skipt sköpum um áframhaldandi búsetu á Aust- urlandi. Undanfarin misseri hefur verið verulegur fólksflótti vegna lítillar atvinnuuppbyggingar. Sjávarútvegurinn berst í bökkum svo ekki verður þar um aukningu atvinnutækifæra að ræða. Hvert fer fólkið og hvað verður um aust- firsk ungmenni sem koma á vinn- umarkaðinn næstu árin? Trúlega „Sem betur fer mun meginþorri landsmanna vilja byggja landið allt og gerir sér grein fyrir mikilvægi þess að styrkja bæði þéttbýli og dreifbýli.“ leitar flest þetta fólk fyrir sér í Reykjavík. Það fær væntanlega vinnu við hinar ýmsu þjónustugr- einar eða hjá hinu opinbera en varla munu það vera gjaldeyrissk- apandi störf. Það þarf að byggja yfir þetta fólk húsnæði á meðan íbúðir standa auðar í þeirra heimabyggð. Ekki getur það talist þjóðhagslega hagkvæmt. Orkuverð til verksmiðjunnar hefur verið mikið rætt og kostnað- ur við flutning orkunnar. Á röng stefna í orkumálum undanfarinna ára að bitna á atvinnuuppbygg- ingu heils landsfjórðungs? Bæði heimili og fyrirtæki eru að sligast undan háu orkuverði og ekki er fýsilegt fyrir ný fyrirtæki að hefja rekstur við þessar aðstæður. Það er verið að tala um nýsköpun og aukna fjölbreytni í atvinnulífi og að treysta byggðir landsins enda er það forsenda fyrir aukinni ha- gsæld í landinu, en hver vill byggja hús sitt á sandi? Það má til sanns vegar færa að arðsemi má reikna út á ýmsa vegu með því að gefa sér þær forsendur sem manni hentar til að fá óska- niðurstöður. Postulínsherrarnir í glerhöllunum og reiknimeistarar þeirra ættu að líta fram fyrir gler- augnaumgjarðir sínar, þó ekki væri nema einu sinni, og vita hvort þeir sæju ekki smáglætu í því að byggja landið allt. Á íslandi býr þó alténd ein og sama þjóðin. Hötundur er umdæmisstjóri Flug- leiða i Austurlandi. „Big-Band“-tónleikar AÐ kvöldi 1. maí heldur „Big-Band“ Tónlistarskólans á Akureyri tón- leika í Samkomuhúsinu á Akureyri. Starf Jazzdeildar Tónlistarskól- ans hefur verið með svipuðum hætti og veturinn ’83—’84, en þá hófst starfsemin fyrir alvöru. Nemendur eru á aldrinum 17—40 ára. „Big Bandið" fer til Húsavíkur í dag og leikur í Samkomuhúsinu fyrir Húsvíkinga og verður Jazzklúbbur stofnaður. Meðlimir „Stórsveitarinar” eru bæði kennarar og nemendur Tón- listarskólans og hópur af áhuga- sömum hljóðfæraleikurum úr ýmsum áttum. Árni Scheving verður gestur á tónleikunum á Akureyri. Daihatsuumboðið ÁRMÚLA 23. S-685870—81733. FYRSTA FLOKKS ÞJÓNUSTA — FYRSTA FLOKKS ENDURSALA. Hann kostar aöeins kr. 324.000. kominn á götuna. Hækkandi rekstrarkostnaöur fyrirtækja krefst aukinnar hagkvæmni. DAIHATSU CAB VAN 4WD 1000 er eitt af svörunum. • Fjórhjóladrifiö tryggir þér akstur viö öll skilyröi í byggö og utan. • Daihatsu 1000 vélin tryggir þér snerpu, akst- ursöryggi og minnstu hugsanlegu bensín- eyöslu. • Þriggja dyra háþekjuflutningsrými fullnægir öll- um helstu þörfum meöalstórra og minni fyrir- tækja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.