Morgunblaðið - 30.04.1985, Síða 24

Morgunblaðið - 30.04.1985, Síða 24
24 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1985 VÍETNAM Um veruleika kommúnismans og lærdóma Vesturlandabúa Víetnamstríðinu mótmælt í Bandarfkjunum. ÁRATUGUR er liðinn frá því Sai- gon, þáverandi höfuðborg Suður-Ví- etnama, féll í hendur svonefndrar „Þjóðfrelsisfylkingar" landsins og stjórnarhersveita frá Norður-Víet- nam, og síðustu Bandaríkjamennirn- ir hurfu þaðan á braut í augum destra Vesturlandabúa táknuðu þessir atburðir lok styrjaldarinnar I Víetnam, sem staðið hafði með hlé- um í þrjátíu ár, og af mestri hörku síðustu tíu árin. Fall Saigon, sem var síðasta vígi ríkisstjórnar Suður- Víetnams, og valdataka „bráða- birgðabyltingarstjórnarinnar'* virtist mönnum líka fela í sér, að hörmung- unum í landinu væri lokið. Bjartari tímar hlytu að renna upp, þegar VI- etnamar fengju að stjórna landi sínu óskiptu, án erlendrar íhlutunar. Sagan hefur leitt i ljós, að þessi útbreidda skoðun var ekki á rök- um reist, eins og margir urðu raunar til að benda á þegar í apríl 1975. Hún var byggð á óskhyggju, einfeldni eða vanþekkingu, og líka blekkingum, sem skipulega var haldið á lofti. Það er hvorki „þjóð- frelsi" né hagsæld i hinu nýja Ví- etnam. Þar er örbirgð, eymd og grimmdarleg kúgunarstjórn, sem ríkir í nafni andlausrar þráttar- hyggju marxisma, í krafti eins fjölmennasta herafla heims og i skjóli sovéskrar útþenslustefnu. { þessari grein er ekki ætlunin, að leggja mat á Víetnamstriðið sem slíkt, eða svara því hversu vit- urlega eða óviturlega staðið var að styrjaldarrekstrinum í heild eða einstökum þáttum hans. Á hinn bóginn skal þess freistað, að gera grein fyrir þeim veruleika, sem nú blasir við i sameinuðu Vfetnam og nágrannaríkjunum, og rifja upp þá atburði er gerðust i kjölfar þess, að kommúnistar tóku völdin. Jafnframt sýnist ástæða til að fara nokkrum orðum um þá lær- dóma, sem Vesturlandabúar hljóta að draga af atburðarásinni í Suðaustur-Asiu á síðustu tíu ár- um. „ÞJÓÐFRELSIS- BARÁTTAN“ Þegar styrjöldin i Vietnam stóð sem hæst á miðjum sjöunda ára- tugnum var það, að heita má, rikj- andi skoðun á Vesturlöndum, að þar væri háð „þjóðfrelsisbarátta" gegn innlendum og erlendum kúg- urum. Frá sjónarmiði róttækra vinstri manna var um að ræða „stríð fátækrar bændaalþýðu gegn bandariskum heimsvaldasinnum og leppum þeirra", eins og það hét í Þjóðviljanum og hjá göngugörp- um Víetnamnefndanna á þessum árum. Það var talin fásinna hin mesta, að átökin i Vietnam ættu eitthvað skylt við alþjóðlegan kommúnisma eða sovéska heims- valdastefnu. Þvi var haldið fram af fjölmiðlamönnum Vesturlanda, að Þjóðfrelsisfylkingin í Suður- Vietnam væri samfylking ólíkra skoðanahópa og lyti ekki stjórn kommúnista eða stjórnarinnar i Hanoi. Þeirri kenningu banda- rískra ráðamanna, að fall Suður- Víetnams hlyti að leiða til til þess, að nágrannarikin féllu eitt af öðru i hendur kommúnista og kæmust þar með undir áhrifavald Sovét- stjórnarinnar, var vísað á bug. Hún þótti til marks um pólitiskt ofstæki og fáfræði um aðstæður í Suðaustur-Asíu. Dr. Þór Whitehead, prófessor, bendir á það í nýlegri ritgerð um lærdóma Víetnamstriðsins („Frelsi er ánauð", Frelaið, 2. hefti 1984, einnig til sérprentað), að á þessum árum var jafnvel dregið i efa, að valdhafar í Norður- Vietnam aðhylltust kommúnisma í raun og veru. „Þeir væru allir með tölu friðelskandi þjóðernis- sinnar, sem þráðu það eitt að hætta áratuga hernaði og helga sig hrisgrjónarækt í sameinuðu föðurlandi sinu. Slikir öðlingar ágirntust ekki annarra þjóða lönd. Ráðstjórninni hefðu þeir bundist til að útvega sér vopn, svo að þeir gætu hrakið erlenda yfirdrottnara á burt úr Víetnam. Ef Banda- ríkjaher hefði sig á brott úr land- inu, kæmist umsvifalaust á friður í þessum hrjáða heimshluta og ráðstjórnin glataði itökum sinum i Hanoi. Allir, sem ekki væru á bandi amerískra heimsvaldasinna, ættu að styðja „þjóðfrelsisöflin" til sigurs," skrifar dr. Þór. Á þaki Pittman-byggingarinnar í Saigon 29. aprfl 1975. Síðustu Bandaríkjamennirnir fara frá Suð- ur-Víetnam og fleiri vilja slást í hóp- inn en unnt er að koma fyrir í þyrl- unni. SVIK KOMMÚNISTA „Ég ítreka það, sem ég hef áður sagt, að stjórnin i Hanoi og bráða- birgðabyltingarstjórnin hafa aldr- ei viljað þröngva kommúniskum stjórnarháttum upp á Suður-Víet- nam. Við viljum aðeins, að þar verði komið á fót samsteypu- stjórn, er styðji frið, sjálfstæði, hlutleysi og lýðræði." Þessi orð voru höfð eftir Le Duc Tho, aðal- samningamanni Norður-Víet- nama og síðar handhafa friðar- verðlauna Nóbels, á blaðamanna- fundi árið 1972. Raunin varð önnur, og enginn vafi leikur á þvi, að Le Duc Tho var aðeins að slá ryki í augu manna. Hanoi-stjórnin og erind- rekar hennar í skæruliðahreyfing- unni ætluðu sér aldrei, að leyfa hinum „nytsömu sakleysingjum" i Þjóðfrelsisfylkingunni að komast til valda eða heimila sjálfstjórn suðurhlutans. Þegar eftir fa.ll Sai- gon 30. apríl 1975 [sem gefið var nýtt nafn og heitir nú Ho Chi Minh-borg] var hafist handa um algera sameiningu suðurhlutans við norðurhlutann, sem varð að veruleika ári siðar, og upprætingu þeirra einstaklinga og samtaka, sem andvigir voru sósialisma. Skipti þá engu hvort þeir voru liðsmenn og jafnvel leiðtogar Þjóðfrelsisfylkingarinnar eða bandamenn hinnar föllnu stjórnar í Saigon. Á sama tíma og Víetnamnefndir á Vesturlöndum voru í gleðivimu yfir sigri „bændaalþýðunnar" hófu kommúnistar að flytja hundruð þúsunda íbúa Suður-Víetnams i svonefndar „endurhæfingarbúð- ir“. Þar var einkum um að ræða fyrrum ríkisstarfsmenn og her- menn, og einnig lækna, lögfræð- inga, kennara, blaðamenn og aðra menntamenn, sem talið var að að- hylltust „villukenningar“ og „borgaralegt siðferði" og gætu því tafið sameiningu landsins og upp- byggingu sósialismans. Engar áreiðanlegar upplýsingar eru fyrir hendi um það, hversu margir hafa orðið að dúsa i þessum fangabúð- um, né heldur hver örlög alls þessa fólks hafa orðið. Vitað er að nú eru starfræktar fjörtíu slikar „endurhæfingarbúðir" í suður- hluta Víetnams og er talið að þar séu ekki færri en tiu þúsund fang- ar og kannski allt að hundrað þús- und. Vistin i „endurhæfingarbúðun- um“ er ömurleg. Mannréttinda- samtökin Amnesty International hafa fylgst gaumgæfilega með þeim, og segja í skýrslum sínum, að fangarnir þjáist af næringar- skorti og margs konar alvarlegum sjúkdómum, og fái ekki læknis- aðstoð. Gúlagin í suðurhluta Vietnams (sem talin eru eiga sér hliðstæður í norðurhlutanum, sem lotið hefur stjórn kommúnista frá þvi á fjórða áratugnum) eru ekki aðeins grimmileg og ómennsk. Þau bein- ast gegn hagsmunum Vietnama sjálfra. Sú ráðstöfun, að loka best menntuðu þegnana inni í fanga- búðum af ótta við gagnrýna hugs- un þeirra, kemur i veg fyrir þá efnahagslegu og tæknilegu við- reisn, sem er forsenda framfara í landinu. Á henni virðist engin skynsamleg skýring til; sennilega er hún afurð þess órökvísa mannhaturs, sem marxismi leiðir hvarvetna af sér. FÁTÆKTARRÍKI Með marxisma að leiðarljósi hefur efnahagslif hins sameinaða Víetnams einnig verið skipulagt, og „fimm ára áætlun" frá 1975 um uppbyggingu þungaiðnaðar, þar sem höfuðatvinnugreinin, land- búnaöur, var vanrækt, leiddi til hrikalegra áfalla og aukinnar ör- birgöar. Bann við einyrkju í suð- urhlutanum og nauðungarflutn-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.