Morgunblaðið - 30.04.1985, Side 25

Morgunblaðið - 30.04.1985, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 30. APRÍL 1985 „Bátafólkið" flýr kommúnistastjórnina 1979. Frá útrýmingarbúöum Rauöra khmera í Tonle Bati í Takeo-héraöi. Unglingur í nauöungarvinnu í Bai Bang í Noröur-Víetnam. ingar bændafólks i samyrkjubú ríkisins mæltust afar illa fyrir, og margir bændur kusu fremur að eyðileggja uppskeru sína og slátra eigin húsdýrum, en lúta valdboð- inu. Áratug eftir sigur kommúnista í Víetnam er landið eitt fátækasta ríki heims og samkvæmt skýrslum Alþjóða heilbrigðismálastofnun- arinnar býr stór hópur lands- manna við hungurmörk. í því efni er fyrst og fremst við kommún- istastjórnina i Hanoi að sakast. Meira en 50% allra útgjalda ríkis- ins renna til hermála, og er hlut- fall þetta hvergi í heiminum hærra nema á Kúbu. Víetnamar eiga þriðja fjölmennasta landher veraldar og er talið að hann hafi á að skipa rösklega einni milljón hermanna. Stjórnvöld halda þvi fram, að þau þurfi á öflugum her að halda til að verja sig, en sann- leikurinn er sá, að hermenn Víet- nama eru ekki að verja landamær- in, heldur herja í öðrum löndum, svo sem heyra má í fréttum á degi hverjum. Her Víetnama hefur far- ið inn í Laos og Kambódíu og þar sitja nú að völdum leppar Hanoi- stjórnarinnar. TILRAUNIN í KAMBÓDÍU í nágrannaríki Víetnams, Kambódíu, hafði einnig staðið yfir „þjóðfrelsisbarátta“ um nokkurt árabil, sem kommúnistar höfðu forgöngu um. Víetnamar höfðu þjálfað skæruliðasveitirnar þar, hina svonefndu „Rauðu khmera", að nokkru leyti og áttu við þær samstarf. Rauðu khmerarnir tóku völd í Kambódíu í apríl 1975 og hófust þegar handa um víðtæka þjóðfélagsbyltingu, sem á stuttum tíma átti að leiða til algerrar um- breytingar í landinu. Höfundar og stjórnendur þessarar áætlunar voru kambódískir menntamenn, sem stundað höfðu háskólanám á Vesturlöndum og hrifist af marx- isma. Valdataka Rauðu khmeranna varð upphaf einhverrar skelfi- legustu og grimmdarlegustu þjóð- félagstilraunar, sem mannkyns- sagan kann frá að greina. Allt að þrjár milljónir manna, um helm- ingur þjóðarinnar, lét lífið fyrir hendi rauðliðanna með einum eða öðrum hættL Á sama tíma og þessir atburðir gerðust, og það eru ekki nema tíu ár síðan, skrifuðu róttækir vinstri menn á íslandi, þ. á m. ötulir framverðir „Víet- namstarfsins", hverja blaðagrein- ina á fætur annarri og fullyrtu „eftir bestu heimildum", að fjölda- morðin í Kambódíu væru upp- spuni „auðvaldspressunnar" á Vesturlöndum. Þeir hafa ekki séð ástæðu til að biðjast afsökunar. Nú eru þeir að safna fé handa skæruliðum í E1 Salvador og und- irbúa „friðarbúðir" við varnar- stöðina í Keflavík. Ágreiningur Rauðra khmera og Hanoi-stjórnarinnar leiddi til þess, að í desember 1978 fóru herir Norður-Víetnama inn í Kambódíu og steyptu stjórn Pol Pots af stóli. Þá var Indó-Kína allt komið undir eina kommúnistastjórn, því Víet- namar höfðu einnig tögl og hagld- ir í Laos. Er talið að nú séu um 160 til 170 þúsund víetnamskir her- menn í Kambódíu og allt að 20 þúsund í Laos. ÞJÓÐIR Á FLÓTTA íbúum kommúnistaríkja gefst ekki tækifæri til að hafa áhrif á stjórnmál í frjálsum kosningum og þeir fá yfirleitt ekki að flytja úr landi. En þeir geta reynt að segja álit sitt á annan hátt, með því að „greiða atkvæði með fótunum", þ.e. að flýja land. Og það hafa þeir gert milljónum saman. Á síðustu tíu árum hefur um ein milljón manna flúið frá Víetnam, flestir sjóleiðina („bátafólkið"), og er tal- ið að um 50 þúsund þeirra hafi látið lífið á flóttanum. Sumir drukknuðu, aðrir lentu í klóm sjó- ræningja eða víetr.amskra her- manna, sem vitað er að höfðu stundum samvinnu við sjóræn- ingjana um að ræna flóttamenn- ina og jafnvel einnig myrða þá. Hundruð þúsunda íbúa Víetnams eru nú á biðlista yfir þá, sem óska eftir að fá að flytja úr landi. Sömu sögu er að segja frá Laos og Kambódíu. Þar hefur rúm hálf milljón manna flúið á brott, og flóttafólki frá Kambódíu fjölgar með degi hverjum vegna hernaðar Víetnama í landinu. Flest þetta fólk býr við ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum í Thailandi. LÆRDÓMAR FRÁ VÍETNAM Atburðir í Suðaustur-Asíu á síðustu tíu árum, hafa staðfest, að áhyggjur vestrænna ráðamanna af útþensluáformum kommúnista voru á rökum reistar. 1 kjölfar valdatöku kommúnista í Víetnam féllu Kambódía og Laos í hendur þeirra. Indónesía, Thailand, Mal- aysía, Singapore og Filippseyjar, sem margir töldu að biði sömu ör- lög, hafa hins vegar sloppið, eink- um vegna þess að í skjóli banda- rískrar íhlutunar í Víetnam tókst að skapa þar pólitískar og efna- hagslegar aðstæður, sem slegið hafa vopn úr höndum byltingar- sveita kommúnista. Þjóðartekjur á mann í þessum löndum, sem búa við markaðshagkerfi, eru marg- faldlega hærri en í kommúnista- ríkjunum í Indó-Kína, sem öll búa við miðstjórnarhagkerfi. „Þeir menn, sem vilja, að lýð- ræðisríkin afvopnist einhliða, mættu draga þann lærdóm af endalokum Víetnam-stríðsins, að friður verði ekki tryggður með því að gefast upp fyrir alræðisöflun- um,“ skrifar dr. Þór Whitehead í fyrrnefndri ritgerð sinni. „Vald- hafar, sem haldnir eru áráttu til að ráða yfir öðrum þjóðum og eiga auk þess í látlausum ófriði við eig- in þegna, eru ekki líklegir til að uppfylla óskir friðarhreyfingar- innar. Það er hin dýrkeypta reynsla friðarsinna í Víetnam, sem nú eru annaðhvort landflótta eða vandlega læstir inni.“ Ástæða er til að spyrja, eins og dr. Þór gerir I ritgerð sinni: Hvernig í ósköpunum gátu Vest- urlandabúar stutt framsókn Gúl- agkerfisins í Suðaustur-Asíu, löngu eftir að flett hafði verið ofan af því í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu? „Allir, sem á dög- um Víetnam-stríðsins vildu kynna sér raunverulegt ástand mála í Indó-Kína, gátu fræðst um þessar staðreyndir: Norður-Víetnam var eitt harðsnúnasta alræðisríki ver- aldar; Ho Chi Minh og valdamenn í Hanoi voru dyggir lærisveinar Jóseps Stalíns; þeir höfðu náð völdum yfir þjóð sinni með ofbeldi og höfðu á samviskunni líf tugþús- unda manna. Þessir svokölluðu „þjóðernissinnar" höfðu aldrei vikið svo mikið sem eitt hænufet út af rétttrúnaðarlínu Kreml- verja, og það var ætíð yfirlýst stefna þeirra, að „frelsa" allt Indó-Kína. Frá 1968 hélt þraut- þjálfaður atvinnuher Norður- Víetnama nppi baráttunni gegn Saigon-stjórninni með flestum þeim nútímavígvélum, sem fyrir- fundust í vopnabúrum Kreml- verja. Víetcong, her bændanna, var hálfgerð þjóðsaga, sem Norður-Víetnamar héldu á lofti fyrir vestræna fjölmiðla, eins og valdamenn í Hanoi hafa nú upp- lýst, fjölmiðlamönnum til mikillar undrunar." Hvernig var unnt að líta fram- hjá þessum staðreyndum? Og enn mikilvægari spurning er: Hvernig er unnt að líta framhjá staðreynd- um samtímans um útþensluáform Sovétstjórnarinnar og erindreka hennar í alþjóðahreyfingu komm- únista? Ætla Vesturlandabúar ekkert að læra af harmleiknum í Víetnam? Grein: Guðmundur Magnússon Þú kemst Með ARMSTRONG undir bílnum. 4 dekkin í Banda grípa vel og eru emju slitsterk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.