Morgunblaðið - 30.04.1985, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1985
27
Kaldar kveðj-
ur til vísinda
og menntunar
— segir Ólafur Karvel
Pálsson fískifræðingur um
niðurstöðu Kjaradóms um
launamál félaga í BHM
STARFSEMI Hafrannsókna-
stofnunar var lömuð á föstu-
dag vegna skyndiverkfalls
náttúrufræðinga á stofnun-
inni. Voru þeir með þessu aö
mótmæla niðurstöðu kjara-
dóms um kjör opinberra
starfsmanna, sem taka laun
eftir kjarasamningum BHM.
Telja þeir niðurstöðuna fárán-
lega. Halldór Ásgrímsson,
sjávarútvegsráðherra, segir
verkfallið ólöglegt.
Ólafur Karvel Pálsson, fiski-
fræðingur á Hafrannsóknastofn-
un, sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að þetta væru í raun
táknræn mótmæli. Náttúrufræð-
ingar við stofnunina væru mjög
óánægðir með þessa niðurstöðu.
Náttúrufræðingar færu illa út
úr þessum dómi og fiskifræð-
ingar verst. Meirihluti fiskifræð-
inga við stofnunina fengi að
meðaltali 6% launahækkun
samkvæmt henni. Það þættu
mönnum kaldar kveðjur til
rannsóknarmanna, vísinda og
menntunar í landinu. Því mætti
kannski taka þessi mótmæli sem
það sem koma skyldi. Það væri
alltjent ekki ætlunin að láta
fleiri slíka kjaradóma koma yfir
sig.
Halldór Ásgrímsson sagði í
samtali við Morgunblaðið, að
launamál starfsmanna Haf-
rannsóknastofnunar heyrðu
undir launamáladeild fjármála-
ráðuneytisins. Það væri ósköp
lítið hægt fyrir sjávarútvegs-
ráðuneytið að gera í þessu máli,
mennirnir hefðu ákveðið að gera
þetta, en það lægi náttúrlega
fyrir að verkfallið væri ólöglegt.
Það hefði þó engin teljandi áhrif
á starfsemina, en menn vildu
sýna mótmæli sín og óánægju
með þessum hætti.
Sovéskir dagar MÍR
SOVÉSKA þjóðlagasöngkonan,
Ljúdmíla Zykina, er nú stödd hér
á landi ásamt þjóðlagasveitinnni
„Rossía", í tilefni „Sovéskra daga
MÍR“, Menningartengsla Islands
og Ráðstjórnarríkjanna, sem hóf-
ust í gær og standa til 7. maí. Sov-
éskir dagar MtR eru nú haldnir i
tíunda sinn og eru að þessu sinni
helgaðir Rússneska sambandslýð-
veldinu, RSFSR.
Sovéska listafólkið hélt sína
fyrstu tónleika í Þjóðleikhúsinu f
gærkvöldi. Síðan liggur leiðin til
Norður- og Austurlands. Tónleik-
ar verða í Egilsbúð, Neskaupstað,
30. apríl, í Valaskjálf á Egilsstöð-
um 1. maí, í Sjallanum á Akureyri
2. maí og að Laugnm og í félags-
heimilinu á Húsavík 3. maí. Lista-
fólkið mun einnig koma fram víð-
ar, m.a. í Gamla bíói sunnudaginn
5. maí.
Úr rrétUUIkyaaingu.
Fótaaðgerðir
Fótsnyrting
350 kr.
Hjördís Hinriksdóttir, fótaaðgeröafræöingur,
Laugavegi 133 v/Hlemm. Sími 18612.
HttSWSSyW8®'
' ekk' S’ a leggst betur og hárgrerðs/an
+ Hárið greiðist og ieggs
t&ggSSSsssvs*".
Hairhárfroðener ju
Heildsölubigröir:
Halldór Jónsson hf. Dugguvogi 8-10, 104 Reykjavík simi: 686066
Heíurðu gert þér grein íyrir því að milli bíls og
vegar eru aðeins íjórir lóíastórir íletir. Aktu því
aöeins á viðurkenndum hjólbörðum.
A
HUGSID UM
EIGIÐ ÖRYGGI
OG ANNARRA
Flestcn stœrðir fyrirliggjandi
— HAGSTÆÐ VERÐ —
GOODfÝEAR
GEFUR 0' RÉTTA GRIPtÐ
Sértu að hugsa um nýja
sumarhjólbarða á íólks-
bílinn œttirðu að haía
samband við nœsta
umboðsmann okkar.
PÚ ERT ÖRUGGUR Á
GOODfYEAR
FULLKOMIN HJÓLBARÐAPJÓNUSTA
TÖLVUSTÝRÐ JAFNVÆGISSTILLING
IhIhekiahf
I Laugavegi 170-172 Símar 21240-28080
TiMABÆR