Morgunblaðið - 30.04.1985, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 80. APRÍL 1985
Mikill ránsfengur
AP/Símamynd
Þessum brynvarða flutningavagni frá Wells Fargo-fyrirtækinu var rænt neðarlega á Manhattan-eyju í New York
í gsr. Milljónir ef ekki tugir milljóna dollara voru í vagninum sem fannst nokkrum klukkustundum eftir ránið
undir Brooklyn-brúnni.
8 milljónum dollara
rænt hjá Wells Fargo
New York. 29. »Dríl. AP. *
New York, 29. aprfl. AP.
FJÓRIR vopnaðir menn brutust
inn í bækistöðvar Wells Fargo á
Manhattan og komust undan með
um 8 milljónir dollara. I fyrstu var
talið að ránsfengurinn næmi
25—50 milljónum dollara, en upp-
hæðin var talsvert Isgri. Lögreglan
telur sig komna á slóð ræningj-
anna, sem komust undan með feng
sinn í brynvörðum bfl Wells Fargo.
Ránið var framið klukkan 5.30
að staðartíma i morgun. Engir
verðir voru í húsinu þegar morg-
unvaktin mætti til vinnu, en tal-
ið er að ræningjarnir hafi brot-
ist inn talsvert fyrr og beðið
starfsfólksins. Réðust þeir að
starfsmönnunum, skipuðu þeim
að opna öryggishvelfingar,
bundu þá síðan og settu sjálfir
peningana i bil. Um 20 mínútum
síðar tókst einum starfsmanna
Wells Fargo að skríða i síma og
gera viðvart.
Bifreið ræningjanna fannst
nokkrum stundum síðar auð og
yfirgefin undir Brooklyn-brúnni.
Talið er að ræningjarnir hafi
verið á aldrinum 40—45 ára.
Wells Fargo er fyrirtæki, sem
flytur peninga fýrir banka og
aðra viðskiptavini í brynvögn-
um. Fjármunir eru geymdir í ör-
yggishólfum fyrirtækisins um
helgar, þar til bankar opna á
mánudegi. Mesti peningastuldur
i Bandaríkjunum til þessa er 11
milljóna dollara rán í fyrirtæki,
sem starfar eins og Wells Fargo.
Talið er að ránsupphæðin að
þessu sinni sé lægri.
Nígería:
Hundrað manns
falla í átökum
Loadoa. 29. aprfl. AP.
MEIRA en 100 manns voru ýmist
skotnir eða hálshöggnir í miklum
átökum, sem urðu á föstudag og
laugardag í borginni Gombe f
Austur-Nígeríu. Stóðu þau á milli
iögreglunnar og félaga í múham-
eóskum sértrúarfrlokki, sem bann-
adur er í landinu.
{ frétt frá nígerísku fréttastof-
unni sagði, að félagar í Maitats-
ine-söfnuðinum hefðu hafið
skothríð þegar ríkisstjórinn var á
ferð í borginni og sært blaða-
fulltrúa hans og lögreglumann.
Lögreglan snerist þá til varnar og
var barist á föstudag og fram á
laugardag.
Maitatsine-söfnuðurinn var
bannaður eftir að til blóðugra
átaka kom í borginni Kano í Norð-
austur-Nígeríu árið 1980 en þá
féllu 4.200 manns og þar á meðal
leiðtogi safnaðarins. Lögregluyf-
irvöld í Nígeríu greina aðeins frá
11 föllnum í átökunum nú, en níg-
eríska fréttastofan hefur þá tölu
hins vegar nærri tífalda.
GENGI
GJALDMIÐLA
Dollarinn
lækkaði
Loodon, 29. aprfl, AP.
Bandaríkjadollar lækkaði að-
eins i dag gagnvart mörgum
helztu gjaldmiðlum heims, en
hækkaði þó gagnvart Kanadadoll-
ar og svissneskum frönkum. Sterl-
ingspundið hækkaði og seldist það
á 1,2312 dollara (1,2145). Gengi
dollarans var að öðru leyti þannig,
að fyrir hann fengust 3,1235
vestur-þýzk mörk (3,1300), 2,6215
svissneskir frankar (2,6100),
9,5250 franskir frankar (9,5675),
3,5315 hollenzk gyllini (3,5385),
1.992,50 ítalskar lírur (2.006,00),
1,3687 kanadískir dollarar (1,3650)
og 252,72 japönsk jen (252,40).
81
ARMAPLAST
Brennanlegt og tregbrennanlegt.
Sama verð.
Steinull — glerull — hólkar.
Armúla 16 sími 38640
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Ferðakynning Vestfjarða
Ferðamálasamtök Vestfjarða
efna til Vest-
fjarðakynn-
ingar aö Hótel
Loftleiðum 4.
maí n.k. kl.
19.30.
Heiðursgestur
Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra og þing-
maöur Vestfjarða.
Dagskra:
Ávarp Matthías Bjarnason
samgönguráöherra og þing-
maöur Vestfjaröa.
Hafsteinn Davíösson frá
Patreksfiröi leikur á sög viö
undirleik Tone Solbakk
kennara viö Tónlistarskólann
Bíldudal.
Vestfjarðakynning
Reynir Adolfsson framkvæmdastjóri.
Karlakórinn Fóstbræður.
Jóhannes Kristjánsson frá Brekku á Ingjalds-
sandi skemmtir.
Ljósmyndasýning Jóns Hermannssonar fer fram
I Hótelinu föstudag, laugardag og sunnudag.
Fjöldi fallegra mynda frá Vestfjöróum.
Matseðill
Ljúffengir sjávarréttir af hlaðborði.
Ólafur Kristjánsson Bolungarvík og Bjarni Svein-
björnsson leika dinnermúsík.
Hljómsveitin Töfraflautan leikur fyrir dansi til kl. 3.
Kynnir Úlfar Ágústsson.
Boröapantanir hjá yfirþjóni á Hótel Loftleiöum í
síma 22322. Ferðamálasamtök Vestfjarða
BORGARNESDAGAR
í LAUGARDALSHÖU. 2.-5. MAÍ
VÖRUSÝNING
MYNDUSTARSÝNING
TÍSKUSÝNINGAR
FJÖLBREYTT DAGSKRÁ
FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA
OPIÐ FIMMTUDAG KL. 19-22
FÖSTUDAG LAUGARDAG
OG SUNNUDAG KL. 13-22