Morgunblaðið - 30.04.1985, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 30.04.1985, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1985 Afganistan: Innbyrðis átök frelsissveita Islamabad, 29. apríl. AP. * í brýnu sló með félögum afganskra frelsissveita í flóttamannabúðum í Pakistan. Skotfærabyrgi var sprengt í loft upp og slasaðist hópur skæru- liða, samkvæmt blaðafregnum í Pakistan. Átökin áttu sér stað í búðum nærri landamæraborginni Pesh- awar. Skotfærabyrgið var þar skammt frá. Búðunum stjórna frelsissveitir, sem kenndar eru við Rabbaniflokkinn. Talið er að andstæðar fylkingar í sveitunum hafi greint á um hverjir veita skyldu sveitunum forystu. Fulltrúar frelsissveitanna vörðust allra fregna og jafnvel sú fylking, sem hlut átti að máli, þóttist ekkert við málið kannast. Á laugardag voru sjö ár liðin frá valdatöku kommúnista í Afganistan. Var þess minnst með mikilli hersýningu og við það tækifæri hétu yfirvöld því að yfirbuga frelsissveitirnar fyrir næstu áramót. Ráðgjafi Walesa leystur frá störfum Varajá, 29. afriL AP. Sagnfræðingurinn Bronislaw Geremek, einn af helztu ráðgjöfum Sam- stöðu, hinna útlægu óháðu verkalýðsfélaga, hefur verið rekinn úr starfi sínu við vísindaakademíuna í Varjsá, samkvæmt heimildum úr röðum andstæðinga stjórnarinnar. Geremek á að hafa fengið upp- sagnarbréf í hendur á föstudag. Var honum gert að koma sér úr húsi. Engin ástæða var gefin fyrir uppsögninni. Geremek var í hópi Samstöðumanna, sem ræddu við brezka utanríkisráð- herrann, Sir Geoffrey Howe, í Póllandsheimsókn hans á dögun- um. Eftir þær viðræður lýsti Howe yfir áhyggjum með ástand mannréttindamála í Póllandi. Geremek er 53 ára sérfræðing- ur í miðaldasögu. Hann hefur verið ráðgjafi Lech Walesa allt frá því fyrir verkföllin í Lenín- skipasmíðastöðinni í ágúst 1980, sem leiddu til stofnunar Sam- stöðu. Geremek var fangelsaður í eitt ár við setningu herlaga í Póllandi í desember 1981 og handtekinn á ný í maí 1983 eftir að hafa setið fund með Walesa og öðrum Samstöðuleiðtogum. Var hann látinn laus eftir 3 mánuði. Prinsinn og prinsessan heimsækja La Spezia Karl Bretaprins og Diana prinsessa sjást hér um borð í ítölsku freigát- unni „Crecale“ ásamt skipherra freigátunnar. Mynd þessi var tekin fyrir nokkrum dögum, er prinsinn og prinsessan heimsóttu ítölsku hafnarborg- ina La Spezia. Oxford-ordabækur með „rauðum blæu til að þóknast Rússum „Þetta gerist ekki aftur,M segir forstjóri forlagsins KOMIÐ hefur í Ijós, að skilgrein- ingum mikilvægra hugtaka í tveimur orðabókum Háskólafor- lagsins í Oxford hefur verið breytt í sérstökum útgáfum, sem eingöngu eru ætlaðar til notkun- ar í Sovétríkjunum. Hefur þetta verið gert að ósk Sovétmanna og með samþykki skrifstofumanns hjá forlaginu í Oxford, en án vit- undar yfirmanna forlagsins. Þær skilgreiningar, sem breytt hefur verið, eru allar á stjórnmálahugtökum, s.s. á orðunum „kommúnismi", „sósí- alismi", „kapítalismi", „heims- vuldastefna", „alþjóðahyggja", „fasismi", „nasismi" og „marx- isrni." Hinar breyttu skilgrein- ingar er að finna í rússneskum útgáfum bókanna The Oxford Dictionary of Current English, sem gefin er út í 100.000 eintök- um, og The Oxford Advanced Learner’s Dictionary of Curr- ent English, sem gefin er út í 70.000 eintökum. Bækurnar eru á ensku, önnur gefin út 1982, en hin 1983. Á titilsíðu þeirra stendur skýrum stöfum: „Sér- stök útgáfa fyrir Sovétríkin". Tekið er fram að sala bókanna sé bönnuð utan Sovétríkjanna að viðlagðri refsingu, en út- lendingar hafa getað keypt þær í sérstökum sölubúðum í Moskvu, þar sem eingöngu er notast við erlendan gjaldeyri. Breytingarnar, sem um er að ræða, felast í því, að stað hinna hlutlausu skilgreininga stjórn- málahugtaka, sem notast er við á Vesturlöndum, er í hinum sovésku útgáfum tekið mið af opinberum skilgreiningum Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna. „Sósíalismi" er t.d. í sov- ésku bókunum „það félagslega og efnahagslega skipulag, sem leysir kapítalisma af hólmi"; „kommúnismi“ er „sú fræði- kenning, sem leiðir í ljós þá sögulegu nauðsyn, að kommún- ismi leysi kapítalisma af hólmi með byltingu"; „heims- valdastefna" er „síðasta og hæsta stig kapítalismans"; „marxismi“ er „kenning um meginlögmál í þróun náttúru og samfélags, um byltingu hins arðrænda fjölda, um sigur sósí- alismans og uppbyggingu kommúnismans, hugmynda- stefna verkalýðsstéttarinnar og kommúnistaflokks hennar"; „fasismi“ er „hreyfing, sem er afturhaldssöm, þjóðernissinn- uð, ólýðræðisleg, and-kommún- ísk og borgaraleg, og stjórnar- far, sem er einkennandi fyrir tímabil heimsvaldastefnunn- ar“. Ef flett er upp í þeim útgáf- um orðabókanna tveggja, sem notaðar eru í Bretlandi og ann- ars staðar í heiminum, kemur á daginn, að skilgreiningar á ofangreindum hugtökum eru allt aðrar og hlutlægari. „Sósí- alismi“ er t.d. skilgreindur svo í The Shorter Oxford Dictionary: „Kenning um þjóðskipulag eða stefna í stjórnmálum, sem mið- ar að því að framleiðsluverð- mæti, fjármagn, land, eignir o.s.frv. verði í eigu samfélags- ins sem heildar, og sé stjórnað eða dreift með hag allra fyrir augum.“ George Richardson, fram- kvæmdastjóri Háskólaforlags- ins í Oxford, segir að sér þyki miður, að þessar breytingar skuli hafa verið gerðar á bók- unum í sovésku útgáfunni. „Þetta fór einhvern veginn í gegn hjá okkur, en það gerist ekki aftur," sagði hann í viðtali við Lundúnablaðið The Daily Telegraph. Hann sagði, að breytingarnar hefðu verið gerð- ar að ósk Sovétmanna af óbreyttum skrifstofumanni hjá forlaginu, sem ekki hefði ráð- fært sig við yfirmenn sína eða stjórn forlagsins. Richardson sagði, að atvik af þessu tagi hefðu aldrei gerst áður í sögu Háskólaforlagsins, og nú hefði það verið sérstaklega brýnt fyrir starfsfólkinu, að láta slíkt ekki henda á ný. Bretlandseyjar: Heimskauta- vindur veld- ur snjókomu London, 29. aprfl. AP. Snjór féll óvænt og skyndilega á öllum Bretlandseyjum í gær, en veðriö olli þó lítilli röskun. Gera varð þó hlé á krikketleikjum. Skuldinni var skellt á heim- skautavinda, sem næddu um Bret- landseyjar í gær. Rekja má orsakir flugslyss beint til snjókomunnar skyndi- legu. Lítil fjögurra sæta flugvél af gerðinni Cessna Skyhawk flaug inn í hríðarél, sem myndaðist skyndilega og nær fyrirvaralaust. Flugvélin var á leið frá Hollandi til Luton, en brotlenti í skóglendi í Sharphenhoe Clappers-þjóðgarð- inum í Bedfordskíri. Kviknaði í flugvélinni í lendingu og fórst með henni þriggja manna hollenzk fjölskylda. Lézt eftir voöaskot 1 miðn leiksýningu Kúóuborg, FrakkUndi, 29. aprfl. AP. ÁHUGALEIKARI vard fyrir voðaskoti og lézt samstundis á leiksýningu í litlu leikhúsi í Rúðuborg í Normandy á laugar- dagskvöld. I misgáningi hafði aðstoðar- maður leikaranna hlaðið byss- una venjulegum skotum í stað púðurskota. Leikarinn, sem hét Rene Desjonquieres, stóð til hliðar við senuna þar sem hann tók ekki þátt í atriðinu, sem verið var að sýna. Á senunni var verið að leika indíánaárás á amerískum bú- garði. Leikkonan var að verjast árásinni og skaut í allar áttir. Vildi svo illa til að ein kúlan hæfði Desjonquieres í bakið. Hné hann niður samstundis. Kenýa: Sænskur trú- boöi myrtur Nairobi, Kenya, 29. aprfl. AP. Á laugardagsnótt var sænskur trú- boði skotinn til bana í Suövestur- Kenya, að sögn sænska sendiráðsins í Nairobi. Verknaðinn framdi glæpa- flokkur, sem braust inn á heimili trúboðans. Innbrotsmennirnir voru greini- lega á höttunum eftir verðmætum, en flúðu af vettvangi án þess að stela neinu, þegar eiginkona trú- boðans komst undan. Trúboðinn hét Assar Johanson og var 38 ára að aldri. Hann vann á trúboðsmiðstöð, þar sem m.a. er rekin fullorðinsfræðsla fyrir kon- ur, að sögn sendiráðsins. ERLENT SÉRSTAKAR FRAKTFERÐIR Útflytjendur - innflytjendur Þetta er greið leið fyrir alla þá sem flytja þurfa vöru til eða frá Bandaríkjunum. Flugleiðir fljúga sérstakar fraktferðir með Boeing 727 flugvél. Sölumenn okkar veita nánari upplýsingar. Sími 27800.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.