Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 35
MQRGUNBLAOIP, þftlUJUUAQUft 30-APR{LA9E5 Jóhann G. Bergþorsson Kvíslaveitna og lokaáfanga staekk- unar Þórisóss. Þessi samdráttur, sem ljóst er að verður á framkvæmdum ársins, fer síðan mjðg illa með fjárhagsaf- komu starfsmanna Hagvirkis. Það liggja fyrir viðræður starfsmanna- fulltrúa okkar við fjölda starfs- manna vegna þessa samdráttar. Kaupmáttur hefur rýrnað verulega á síðasta ári, skattahlutfallið hefur ekki lækkað í hlutfalli við verð- bólguna og því er hlutfallsleg skattbyrði þyngri nú. Siðan kemur verulegur samdráttur i vinnu til viðbótar og því leggst þetta allt með tvöföldum þunga á starfsmenn okkar,“ sagði Jóhann Bergþórsson. Ekki er amalegt að hjóla í lögreglufylgd um bæinn! Hjólreiðadagur 1985: 1,4 milljónir kr. söfnuðust í þágu fatlaðra Ekki mikið hugsað um þjóðarhaginn, verði tilboðið endanlega afþakkað, — segir Jóhann G. Bergþórsson, framkvæmdastjóri Hagvirkis Hjólreiðadagur 1985 var sl. laug- ardag og hjóluöu þátttakendur í lögreglufylgd frá grunnskólunum í Reykjavík niður á Lækjartorg. Þar tóku konur úr Kvennadeild Styrkt- arfélags lamaðra og fatlaðra á móti börnum, sem undanfarið hafa geng- ið í hús og safnað fé. Alls söfnuðust 1,4 milljónir króna og verður bví fé varið til að bæta hag fatlaðra. Stærsta verk- efnið á því sviði er bygging dval- ar- og hvildarheimilis fyrir fötluð börn í Mosfellssveit. Þórdís Helgadóttir, formaður Kvennadeildarinnar, sagði í sam- tali við blm. að þátttaka á hjól- reiðadaginn hefði verið mjög góð og nálægt fjögur þúsund manns hefðu tekið fram hjól sin, mest börn og unglingar. Kvaðst hún mjög ánægð með útkomu söfnun- arinnar þó að takmarkinu hefði ekki verið náð, en vonir voru bundnar við 1,5—1,8 milljónir króna. Að vísu hefði framlag JC-félaga í Borgarnesi, sem einn- ig gengust fyrir söfnun i þágu fatlaðra, enn ekki borist og þvi lægi nákvæm tala ekki endanlega fyrir. „Ég er mjög ósáttur við afstöðu Matthíasar Bjarnasonar. Ég tel að það sé fyrst og fremst hlutverk þingmanna og ríkisstjórnar að gæta heildarhagsmuna þjóðarinnar, en ekki að hugleiða hvort með slikri framkvæmd, sem er sannan- lega arðbær, sé verið aö taka hana fram yfir einhverjar aðrar. Með þessu tilboði okkar er ekki verið að raska þeirri áætlun, sem þegar hefur verið gerð. Þetta tilboð miðar að því að vinna mjög arðbært verk, nýta innlent fjármagn og skapa atvinnu fyrir fjölda manna. Það er ekki verið að taka verkefni frá öðrum, þar sem þetta verk var ekki á áætlun á næstunni," sagði Jóhann Bergþórsson, framkvæmdastjóri Hagvirkis, í samtali við Morgunblaðið. Fyrir- tæki hans hefur boðið ríkisstjórninni að leggja slitlag á þá kafla Noröurlands- vegar, sem eru á framkvæmdaáætlun árin 1987 til 1994 fyrir 74% áætlaðs kostnaðar á 30 mánuðum. Samgönguráðherra hefur sagt, að hann muni ekki leggja til að tilboðinu verði tekið. „Okkur þykir það eðlilegt að rík- ið hugi aðeins að jafnvægi á þessu sviði, þegar framkvæmdir á vegum Landsvirkjunar eru skornar niður um 500 milljónir króna, en lækki ekki að auki áætlaðar fjárveitingar til vegamála um 430 milljónir. Það ætti frekar að vega á móti niður- skurðinum með framkvæmdum á sviði vegamála, ekki sízt þar sem enginn dregur í efa að þær eru mjög arðbærar. Tilboð okkar er fyrst og fremst til þess, að auka við „framkvæmda- kökuna'. Við höfum orðið varir við mjög mikla óánægju hjá mönnum úti á landi, þar sem við höfum kom- ið og takmarkað möguleika þeirra með tilboðum okkar. Menn hafa talað um að við séum stórir. Hag- virki er stórt á islenzkan mæli- kvarða, en stærðin er algjörlega í lágmarki miðað við stærstu verk- efnin, sem verið hafa á sviði virkj- ana og vegamála. Aðalmarkmiðið hjá okkur var að geta ráðið við slík verkefni og fært þau úr erlendum höndum yfir í íslenzkar. Tækja- kostur er líka miðaður við stór- verkefni, þannig að hagkvæmni hans kemur ekki fram i dreifðum smáverkefnum, allur hagnaður fer þá í flutning tækja á milli staða. Sem dæmi um þetta má nefna að við vorum nýlega lægstbjóðendur í að vinna nokkra klæðningarspotta á Norðurlandsvegi á Norðurlandi vestra. Það er áætlað að bjóða út um 70 kílómetra á landinu öllu, en 9 hafa þegar verið boðnir út. Við fengum það verkefni að leggja á þá og vorum rétt yfir kostnaðaráætl- un. Þessir 9 kílómetrar skiptast niður á 5 staði, þannig að hver kafli er innan við 2 kilómetrar og það lætur nærri að það séu um 70 kíló- metrar á milli endastöðvanna. Þetta er svona i takt við það, sem verið hefur. Það hefur verið veru- leg aukning útboða hjá Vegagerð- inni. Þar eru flestir kaflarnir öðru hvoru megin við 2 kílómetrar að lengd. Það segir sig auðvitað sjálft að slíkt er ekkert miðað við það að aðilar með stórvirk tæki komi og vinni verkin, heldur að menn á hverjum stað geri þetta með gamla laginu. Þá hefur Landsamband vörubil- stjóra samþykkt á landsþingi sínu ályktun þess efnis að þeir hefðu áhrif á þingmenn í hverju kjör- dæmi til þess að hamla gegn útboð- um. Þarna rekast vissulega á ýmsir hagsmunir, en það er spurning hvort það er ekki skýring á ákveðn- um lífskjörum í landinu ef notaðir væru 2 til 3 menn við hvert verk, sem við gætum komizt af með 1. Það hlýtur að koma niður á kaup- um og kjörum. Það er óeðlilegt að búseta á ákveðnum svæðum sé greidd niður með vegagerð. Það eru ekki nema örfáir menn, sem hafa atvinnu af þessu á hverjum stað, en allir hinir þurfa að búa við hálf- ómögulegt vegakerfi. Ég skil vöru- bílstjóra og vélaeigendur ósköp vel vegna þess að menn, sem hafa þurft að lifa af því allt árið með dýr tæki, sem þeir vinna á aðeins 2 til 4 mánuðum, verða á fá greiddan fyrir þau fullan taxta. Það er bara spurningin hvort það er rétt skipu- lag í landinu, að við séum með svona mikið af tækjum, sem nýtast ekki nema brot úr ári. Það er líka ljóst, að vörubílstjórar eru taldir launþegar þó leigubílstjórar séu hins vegar atvinnurekendur, og þeir fara á atvinnuleysisstyrk á milli þess, sem þeir hafa vinnu. Það kostar ríkið sitt líka. Ég hef fulla samúð með þessum mönnum, enda er hægt að skipuleggja fram- kvæmdir miklu betur og nýta tæk- in allt árið að meiru eða minna leyti, en þeir eru líka bundnir átt- hagafjötrum og geta ekki ferðast á milli umdæma. Því verður að fækka vörubílum en gera eigendum þeirra kleift að færa sig milli staða. Þá geta færri menn og bilar skilað sömu eða meiri vinnu. Það er líka ljóst að í tilboði okkar, þar sem gert er ráð fyrir því að verkinu ljúki eftir 30 mánuði, gerðum við ráð fyrir því að leigja bæði vörubíla og tæki á hverjum stað fyrir sig. Við höfum 14 verk- og tæknifræðinga starfandi hjá fyrirtækinu og bjóðum fast verð í verkefnið, reyndar með vísitölu, þannig að við tökum á okkur alla áhættu. Við bjóðumst einnig til að hanna verkið, en vilji Vegagerðin það ekki viljum við hafa einhver áhrif til umsagnar. Við bjóðumst til að gera þetta fyrir 74% af áætl- uðum kostnaði, 60% kostnaðar við jarðvinnu, 90% kostnaðar við brú- argerð og lagning slitlagsins kosti svipað og Vegagerðin áætlar. Þar ofan á tökum við á okkur áhættu og hönnunarkostnað og að auki reikn- um við með einhverri fjárhags- áhættu við sölu þeirra skuldabréfa, sem við tökum sem greiðslu. Því held ég, að þeir sem segjast geta unnið verkið á 65% af kostnaðar- verði, viti ekkert hvað þeir eru að segja. Eg held, að verði ekki rétt tekið á þessu máli geti farið talsvert illa fyrir verktakastéttinni í heild og við sitjum aftur uppi eins og 1979, þegar engir innlendir aðiljar réðu við stórverkefni og við komum til sögunnar. Það er verið að tala um það á Alþingi að veita 500 milljón- um króna til nýsköpunar í atvinnu- lífinu, en á sama tíma er verið að drepa niður nýjan vaxtarbrodd í innlendri atvinnustarfsemi, sem er starfsemi verktaka almennt. Það verður að draga úr þessum sveifl- um og það er hægt, þar sem næg verkefni eru fyrir hendi. Því finnst mér ekkert athugavert við það að taka til þess lánsfé, jafnvel erlent þar sem um arðbærar framkvæmd- ir er að ræða. (Jtboðsmarkaðurinn í jarðvinnu hefur verið skorinn niður um 500 milljónir hjá Lands- virkjun en heildarútboð hjá Vega- gerðinni eru áætluð upp á 400 milljónir. Þetta er svipað og helm- ingi fiskimiða íslendinga yrði lokað í 2 ár. Það má líka benda á það, þegar framkvæmdir á Keflavíkur- flugvelli voru skornar niður um 1965, samdi ríkið beint við íslenzka aðalverktaka um að ljúka Reykja- nesbraut. Fordæmin eru því fyrir hendi. Það má líka benda á það, að fáist ekki verkefni fyrir tæki okkar innanlands, verður líklega að flytja þau utan aftur. Verði það, mun rík- ið væntanlega þurfa að endur- greiða okkur hluta tolla og gjalda af þeim og það kostar ríkisstjórn- ina peninga. Skoði þingmenn og ríkisstjórnin heildarhagsmuni þjóðarinnar hlýtur að koma í Ijós mikilvægi þessa tilboðs. Og gangi það vel, þó ekki verði byrjað nema á hluta verksins, ætti það að flýta fyrir allri uppbyggingu vegakerfis- ins og það hefur náttúrlega stór- kostleg áhrif á rekstrarkostnað ýmissa þátta, með lækkun vöru- verðs og minnkandi gjaldeyris- eyðslu í varahluti bifreiða og bens- ín og gasolíu. Ég trúi því ekki, þó samgöngumálaráðherra ieggi það ekki til við ríkisstjórnina að tilboði okkar verði tekið, að menn afþakki það endanlega. Þá er ekki mikið hugsað um þjóðarhaginn.“ En eruð þið ekki með þessu að seilast inn á almennan verkmark- að? „Það má segja að við séum að fara inn á almennan verkmarkað vegna þess að við höfum enga aðra kosti nema þá að hætta. Þetta hef- ur leitt til anzi mikilla öfga í verk- takastarfseminni og við vitum það að fyrirtæki hafa farið illa. Það má líka benda á það í þessu sambandi, að margir hafa talið að við borguð- um engin gjöld af tækjum okkar af því við værum með þau á virkjana- svæðunum. Það er alrangt. Alveg frá því framkvæmdir hófust við Sigöldu og svo aftur Hrauneyjar hafa verktakar greitt öll gjöld að tækjum og vélum, sem við verkið eru notuð. Við höfum verið ásakað- ir fyrir að fyrirtækið sé of stórt í sniðum. Undanfarin ár hefur á ýmsan hátt, meðal annars með bæklingum og hálendisferðum, ver- ið kynnt, það sem framundan er hverju sinni. Fjárfesting fyrirtæk- isins hefur þá verið miðuð við það. Við héldum að okkur höndunum árið 1983 vegna þess, að þá lá ekki fyrir hvort verkefnin yrðu fleiri en 'eitt, en til þess, að hægt sé að hefja vinnu strax að loknu útboði, þurfa tækin að vera til staðar eða auðvelt að nálgast þau. Til þess þarf að eiga þau eða geta leigt með litlum fyrirvara. Frá þvi í haust er heild- arniðurskurður á framkvæmdafé Landsvirkjunar 520 milljónir króna. Þrjár mjög stórar fram- kvæmdir höfðu verið boðaðar í ár. Nú liggur fyrir að Gilsárstíflu í Blöndu verður seinkað, búið er að skera niður byggingu 5. áfanga Þegar krakkarnir höfðu safnast saman á Lækjartorgi voru sýnd þar ýmis skemmtiatriði. Er mjög ósáttur yið af- stöðu samgönguráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.