Morgunblaðið - 30.04.1985, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 30.04.1985, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞKIDJUDAGUR 80. APRlL 1985 Þróunarfélagið: Lögheimili FIMM þingmenn Alþýðubanda- lags, Steingrímur J. Sigfússon, Geir Gunnarsson, Hjörleifur Guttormsson, Guðrún Helga- dóttir og Svavar Gestsson, hafa lagt fram breytingartillögu við frumvarp ríkisstjórnarinnar um þátttöku ríkisins í hlutafélagi á Akureyri (þróunarfélagi) til að örva ný- sköpun í atvinnulífinu. Tillagan er stutt og svohljóð- andi: „Á eftir 1. grein komi ný grein er verði önnur grein og orðist svo: Heimili og varnarþing hlutafélagsins er Akureyri." Björns Jónssonar minnzt á Alþingi Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Sameinaðs þings, flutti eftir- farandi minningarorð um Björn Jónsson, fyrrv. alþingismann og fyrrv. forseta ASf á Alþingi í gær: „Björn Jónsson fyrrverandi al- þingismaður og ráðherra andaðist í Landakotsspítala að morgni föstu- dags 26. aprfl, 68 ára að aldri. Hans verður hér minnst. Björn Jónsson fæddist 3. sept- ember 1916 á Úlfsstöðum í Blönduhlíð í Skagafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru Jón Krist- jánsson, þá kennari í Akrahreppi, síðar kennari í Eyjafirði og bóndi f Holti og síðar Espigrund i Hrafnagilshreppi, og kona hans, Rannveig Sveinsdóttir bónda í Varmavatnshólum f Öxnadal Þorsteinssonar. Hann ólst upp í stórum systkinahópi og missti Björn Jónsson móður sína innan fermingarald- urs. Hann stundaði nám í Mennta- skólanum á Akureyri og lauk þar stúdentsprófi vorið 1936. Næstu árin var hann verkamaður á Ak- ureyri. Starfsmaður verkalýðsfé- laganna þar var hann 1946—1949 og 1952—1955 og ritstjóri viku- blaðsins Verkamannsins 1952—1956. Hann var bæjarfull- trúi á Akureyri 1954—1962. Á ár- inu 1956 var hann kjörinn á Al- þingi, var landskjörinn þingmaður til 1959 og þingmaður Norður- landskjördæmis eystra 1959—1974. Hann var kjörinn varaþingmaður í Reykjavík 1974 og tók sæti á þingi 1975 og 1977, og loks varð hann landskjörinn þing- maður 1978, en átti mjög skamma setu á tveimur þingum þess kjör- tímabils sökum heilsubrests. Alls átti hann sæti á 23 þingum. For- seti efri deildar Alþingis var hann 1971—1973. Félagsmála- og sam- gönguráðherra var hann tæpt ár, frá því í júlí 1973 fram í maí 1974. Hann var í stjórn fiskimálasjóðs 1957-1965 og 1969-1971, í vinnu- tímanefnd 1961, í stjórn atvinnu- jöfnunarsjóðs 1966—1970, f stjórn atvinnuleysistryggingasjóðs 1968—1979, í stjórn Fram- kvæmdastofnunar ríkisins 1972—1974 og fulltrúi í Norður- landaráði 1972—1973. Eftir er að rekja þann þátt í ævistarfi Björns Jónssonar, sem hófst á ungum aldri og entist hon- um jafn lengi og starfskraftar hans. Fjögur sumur á námsárun- um og næstu ár vann hann verka- mannastörf. Lét hann þá þegar kveða að sér í félagslífi og stétta- baráttu verkalýðsins. Fljótt kom til þess, að hann var kjörinn til trúnaðarstarfa á þeim vettvangi. Árið 1944 var hann kjörinn í stjórn Verkamannafélags Akur- eyrar og var formaður þess frá 1947—1963, en á því ári var starfssvið þess fært út og stofnað Verkalýðsfélagið Eining. Var hann formaður þess 1963—1973. Hann var í stjórn Verkamanna- sambands Norðurlands frá stofn- un þess 1947 til 1973 og forseti nokkur síðustu árin. Varaformað- ur Verkamannasambands Islands var hann frá stofnun þess 1964 til 1973. Hann var í miðstjórn Al- þýðusambands íslands frá 1952, kjörinn varaforseti þess 1968 og tók við forsetastörfum þess 1971. 'Hann var kosinn forseti Alþýðu- sambandsins 1972 og var kjörinn forseti þess til ársins 1980, en varaforseti sinnti þeim störfum meðan Björn Jónsson var ráð- herra og síðar í veikindaforföllum hans. I huga Björns Jónssonar tengd- ust verkalýðsbarátta og stjórn- málabarátta óaðskiljanlega. Þó að hann starfaði ekki alla tfð innan sama stjórnmálaflokks var stefna hans í verkalýðsmálum ætíð söm. Hann var vel verki farinn, mikill afkastamaður, ritfær og átti létt með að túlka skoðanir sínar í mæltu máli. Hann var einbeittur og stjórnsamur, heilsteyptur f baráttu fyrir hönd verkalýðsstétt- anna í landinu og ávann sér mikið traust innan samtaka þeirra, svo sem starfsferill hans ber ljós merki. í æðsta trúnaðarstarfi verkalýðshreyfingarinnar, vanda- sömu starfi forseta Alþýðusam- bands íslands, nutu sín vel for- ustuhæfileikar hans, studdir af áratugalangri reynslu af störfum að félagsmálum verkalýðssamtak- anna. En um aldur fram hlaut hann að draga sig í hlé og búa við skerta heilsu sfðustu æviárin. Ég vil biðja háttvirta alþing- ismenn að minnast Björns Jóns- sonar með því að rfsa úr sætum." Áheyrendur á þingpöllum. Forsætisráðherra mælir fyrir stjómarfnimyörpum: Eflum framleiðni - aukum hagvöxt Þróunarfélag til stuðnings nýsköpun í atvinnulífi Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra mælti í gær í neðri deild Alþingis fyrir þremur stjórnarfrumvörpum: 1) um þátt- töku ríkisins i hlutafélagi til að örva nýsköpun í atvinnulífi, 2) um Byggðastofnun og 3) um Fram- kvæmdasjóð tslands. Forsætis- ráðherra sagði frumvörp þessi þjóna þríþættum tilgangi: 1) að örva alhliða uppbyggingu atvinnu- lífs f landinu og auka framleiðni og hagvöxt, 2) að stuðla að þjóðfé- lagslegra hagkvæmri þróun byggðar í landinu með því m.a. að koma í veg fyrir óæskilega byggðaröskun og 3) að draga úr ríkisafskiptum. Aukin framleiðni, efldur hagvöxtur STEINGRÍMUR HER- MANNSSON, forsætisráðherra, sagði m.a. efnislega: • að fiskimið okkar væru fullnýtt • að ekki væri hægt að auka bú- vöruframleiðslu til útflutnings • að ytri aðstæður og viðskipta- kjör hefðu þrengt að okkur, bæði margföldun olíuverðs og harðn- andi samkeppni fiskveiðiþjóða á mörkuðum okkar • að við hefðum ekkr haldið í við aðrar þjóðir að því er varðar aukna framleiðni og hagvöxt, sem þær hefðu einkum sótt í ýmiss konar framleiðniaukandi hátækni og nýtízku hugbúnað. Nauðsynlegt væri að endur- skoða þá atvinnumálastefnu, sem við hefðum fylgt til þessa, og huga að nýsköpun íslenzks atvinnulífs, bæði í hefðbundnum atvinnu- greinum og nýjum. Þannig væri tæknivæðing fiskvinnslunnar eitt brýnasta verkefnið framundan, m.a. til að gera þessari undir- stöðugrein mögulegt að rísa undir hærra kaupgjaldi. Einnig væri nauðsynlegt að gera stórátak í markaðsmálum og nú væri unnið að frumvarpi til laga um útflutn- ingssjóð, sem lagt yrði fyrir Al- þingi á komandi hausti. Stjórnarfrumvörpin þrjú Forsætisráðherra sagði frum- varp um þátttöku ríkisins í hluta- félagi til að örva nýsköpun i at- vinnulífinu gera ráð fyrir 600—700 m.kr. fjárútvegun. I fyrsta lagi mundi ríkið leggja fram 100 m.kr. í reiðufé sem hlutafé í þessu þróunarfélagi. I annan stað myndi einstaklingum og félögum í atvinnurekstri útveg- að fjármagn, gegn eðlilegri trygg- ingu, til kaupa á hlutabréfum i fé- laginu. I þriðja lagi væri heimilt að taka 200 m.kr. að láni og endur- lána því án sérstakra trygginga til 5—7 ára. I fjórða lagi að veita því ríkisábyrgð fyrir fjárhæð, samtals 300 m.kr. Og í fimmta lagi væri heimild til að tvöfalda 100 m.kr. framlag í reiðufé, ef þörf krefði. Byggðastofnun verður arftaki byggðasjóðs, sagði forsætisráð- herra, en hinsvegar sjálfstæð stofnun. Hún á að vinna markvisst að einstökum byggðavandamálum. Framkvæmdasjóður hefur ann- ast lántökur fyrir einstaka fjár- festingarsjóði í landinu. Hann hefur getið sér gott orð erlendis, sagði ráðherra, og axlar ýmis kon- ar erlendar skuldbindingar. Ekki þótti því eðlilegt að fella niður lagaákvæði um sjóðinn, enda gat það vakið óróa hjá lánveitendum og hugsanlega valdið þvi að sumir þeirra teldu sér heimilt að gjald- fella lán nú þegar. Fjögur höfuð báknsins í stað eins SVAVAR GESTSSON (Abl.) sagði stjórnarliðum hafa tekizt að kljúfa Framkvæmdastofnun upp í fjögur bákn: þjóðhagsstofnun, byggðastofnun, framkvæmdasjóð og þróunarfélag, sem öll væru sett undir forsætisráðuneytið. Fjögur höfuð bákns í stað eins væri allur árangur frjálshyggjudeildar Sjálfstæðisflokksins. Þessi frum- vörp styrktu stöðu framkvæmda- og embættismannavaldsins en rýrðu áhrif Alþingis. Hinsvegar kæmust nú fleiri á forstjóragarð- inn og í forréttindahópinn hjá hinu opinbera. Með þessum frumvörpum hefði Framsóknarflokkurinn hinsvegar sagt skilið við byggðastefnuna í raun, enda væri allt sem henni viðvéki mun laushnýttara eftir en áður. Þetta eru frumvörp um póli- tíska einokun helmingaskipta- flokkanna, sagði Svavar. En með þeim viðurkenna báðir stjórnar- flokkarnir, sem að þeim standa, að rfkið verði að hafa vissa forystu um uppbyggingu og nýsköpun ís- lenzks atvinnulifs. íslenzku pils- faldakapitalistarnir eru of aumir, sagði hann, þegar á reynir. Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík gefið lórantæki Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík var nýlega afhent að gjöf nýtt lóran-c staðsetningartæki af gerðinni Koden. Gefandinn var umboðsaðili Koden á fslandi, Radíómiðun hf. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík var fyrst björgunarsveita til að kaupa og reyna koden lóran-c stað- setningartæki á árinu 1983 og var tækinu komið fyrir á einum af vél- sleðum sveitarinnar. Kom í Ijós að þar hentaði tækið mjög vel bæði vegna þess hve lítið pláss það þurfti og hve litlu rafmagni það eyddi. Það hefur líka komið á daginn að þessi lórantæki eru ómissandi þegar um er að ræða björgunaraðgerðir á borð við þær sem áttu sér stað á Vatnajökli á dögunum. Þar hamlaði slæmt veður, bylur og myrkur mjög leit en þar sem vitað var um staðarákvörðun þeirra sem leitað var að, þurfti ekki annað en að skrá hana inn á tækið og þá gaf það upp beina stefnu á slysstað. Það er þvi ljóst að lórantæki geta skipt sköpum varðandi björgun mannslífa og eiga þau eflaust eftir að ryðja sér mjög til rúms hjá björg- unarsveitum á næstu árum. Kristján Gíslason, framkvæmdastjóri Radíómiöunar hf., afhendir hér Ingvari Valdemarssyni, formanni Flugbjörgunarsveit- arinnar í Reykjavík, nýtt lóran-c staðsetningartæki að gjöf. Á minni myndinni sést hvernig tækinu er komið fyrir á vélsleða. Þróunin í gerð þessara tækja er afhenti Flugbjörgunarsveitinni á um minna rafmagn en það tæki sem líka mjög ör og má geta þess að dögunum er fjórum sinnum fyrir- Flugbjörgunarsveitin keypti fyrst. þetta nýja tæki sem Radíómiðun hf. ferðarminna og notar fjórum sinn- (Fréttatiikynning)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.