Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGTJR 30. APKÍL1985 44 Minning: Sigvaldi Hjálmars■ son rithöfundur Fæddur 6. októbcr 1921 Diinn 17. aprfl 1985 Þegar ég minnist Sigvalda Hjálmarssonar, rithöfundar, kem- ur mér strax þrennt í hug, nátengt lífi hans og starfi: Guðspekiiðkun hans og forysta fyrir félagsskap guðspekinga, ferðir hans til Ind- lands og frásagnir af lífsviðhorf- um og menningu Hindúa, og loks blaðamennskuferill hans á Al- þýðublaðinu í heilan aldarfjórð- ung. Þetta þrennt er þó engan veginn tæmandi lýsing á lífshlaupi Sig- valda, áhugamálum hans og við- fangsefnum. í mínum huga var Sigvaldi fyrst og fremst mikilvirk- ur rithöfundur, síleitandi og and- lega vakandi til hinstu stundar. Aðrir munu vafalaust fjalla um guðspekiiðkun Sigvalda og rit hans um þau fræði. Mér er mest í mun að minnast hins eldheita jafnaðarmanns, enda hugði ég gott til glóðarinnar um samstarf við hann um að kynna ungum Is- lendingum sögu, kenningu og hug- sjón jafnaðarstefnunnar, nú þegar vegur hennar fer ört vaxandi á ný. »’ Sigvaldi mun ungur hafa hrifist af mannúðarhugsjón jafnaðar- stefnunnar, enda starfaöi hann ótrauður í anda hennar alla sína ævi. Hann var með þeim fyrstu, sem hafði samband við undirritað- an að loknu formannskjöri á sein- asta flokksþingi Alþýðuflokksins og bauð fram starfskrafta sína í því mikla starfi sem framundan væri. Fyrir fáeinum vikum hringdi hann aftur, enn fullur af áhuga og hugmyndum um skipu- -%■ legt fræðslustarf meða) ungs fólks um hugsjónagrundvöll jafnaðar- stefnunnar. Sigvaldi reifaði þá hugmynd, að við þyrftum að koma upp bóka- klúbbi jafnaðarmanna, í líkingu við hið mikla starf Menningar- og fræðslusambands alþýðu á stríðs- árunum. Þá vann að þessu verk- efni mikið einvalalið, undir for- ystu manna eins og Finnboga Rúts, Vilmundar landlæknis, Magnúsar Ásgeirssonar, Karls ís- felds — að ógleymdum Steini Steinarr, skáldi. Bókavarðaremb- ætti Bókaklúbbs MFA mun reynd- ar vera eina launaða embættið, sem skáldið gegndi um dagana. Ég hafði einmitt bókað hjá mér, > að þegar um hægðist í vor ætlaði ég á fund Sigvalda til að leggja drög að slíkum bókaklúbbi, út- gáfustarfsemi og námskeiðahaldi á vegum hans. Nú er það orðið um seinan. Vonandi koma í leitirnar menn sem hafa til þess burði og vilja að framkvæma þessa þörfu hugmynd hins húnvetnska hug- sjónamanns, Sigvalda Hjálmars- sonar. Sigvaldi var fæddur 6. október árið 1921 á Skeggstöðum í Svart- árdal í Bólstaðarhlíðarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Foreldr- ar hans voru Hjálmar Jónsson bóndi á Fjósum í sömu sveit og Ólöf Sigvaldadóttir. Afabróðir Ólafar var Arnljótur prestur Ólafsson á Bægisá, fyrsti hag- fræðimenntaði íslendingurinn eða auðfræðingur, svo stuðzt sé við þá nafngift, sem hann valdi fræði- greininni. Arnljótur var um hríð embætt- ismaður í danska stjórnarráðinu. Einhverju sinni fór hann í emb- ættiserindum til Grænlands og lenti þá í sjávarháska. Samferða- menn hans danskir leituðu þá til prestsins og báðu hann að styðja þá og styrkja í bæn til almættisins svo að þeir mættu halda lífi. 1 Prestur sá litla ástæðu til þess og svaraði stutt og laggott: „Eg hélt við værum á leið til Grænlands — en ekki til himnaríkis.“ Föðurætt Sigvalda má rckja til góðbænda sem kenndir eru við Flatatungu í Skagafirði. Faðir Sigvalda og Þorkell Þorkelsson, fyrsti veðurstofustjóri okkar ís- lendinga, voru systrasynir. Sigvaldi á einn bróður, Jón Hjálmarsson, sem um skeið var erindreki Alþýðusambands Is- lands og hefur jafnan látið mikið að sér kveða í félagsskap okkar jafnaðarmanna. Þeir bræður misstu móður sína þegar Sigvaldi var á þriðja ári. Eftir það ólst hann upp hjá móðurafa sínum, Sigvalda Björnssyni, á Skeggstöð- um. Sigvaldi lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum í Reykholti eftir tveggja vetra nám og kenn- araprófi frá Kennaraskóla Islands árið 1943. Að kennaraprófi loknu kenndi hann í Hveragerði í tvö ár og var skólastjóri seinna árið. Ár- ið 1947 réðst hann sem blaðamað- ur að Alþýöublaðinu, í ritstjóratíð Stefáns Péturssonar. Við Alþýðu- blaðið starfaði hann síðan með nokkrum hléum allt til ársins 1972. Hann var fréttastjóri Al- þýðublaðsins 1952—1958 og aftur 1962—’63. Það vakti mikla athygli þegar Sigvaldi hleypti heimdraganum og hélt ásamt fjölskyldu sinni til Indlands, sem hann gerði í tví- gang: Fyrst árið 1964 um 8 mán- aða skeið og aftur árið 1968 um eins árs skeið. Indlandsferðirnar voru auðvitað rökrétt niðurstaða af margra ára guöspekiiðkun hans og útgáfu margra rita um guð- speki. Áhugi hans á þeim fræðum vaknaði strax á unga aldri. Hann var forseti Guðspekifélagsins á árunum 1956—’67 og aftur 1972—’75. Jafnframt var hann rit- stjóri tímarits Guðspekifélagsins, Ganglera. Auk þess hvíldi Sigvaldi sig á hinni erilsömu blaðamennsku, þegar hann gerðist ritstjóri Úr- vals 1961—’62. Á Alþýðublaðsár- unum var hann um skeið formað- ur Blaðamannafélags Islands, 1955—’56. Eftir að hann lét af störfum hjá Alþýðublaðinu gerð- ist hann yfirmaður þýðingar- deildar sjónvarps 1973—’74. Þegar hér var komið sögu helg- aði Sigvaldi sig æ meir ritstörfum. Seinustu 12 árin sem hann lifði komu frá hans hendi ekki færri en 8 bækur, þar á meðal tvær ljóða- bækur. Fyrir þá sem fýsir að kynnast betur guðspekingnum og rithöfundinum Sigvalda Hjálm- arssyni fylgir hér skrá yfir helztu rit hans, í réttri aldursröð: Fyrsta bókin hans var ritgerða- safn undir heitinu „Eins og opinn gluggi" (’68). Næsta bók kom út árið 1973 undir heitinu „Eins kon- ar þögn — ábendingar um hug- rækt.“ Sama árið kom út safn blaðagreina: „Að horfa og hugsa." 1974 gaf hann út ferðaþætti undir heitinu „Tunglsskin í trjánum." „Haf í dropa," þættir um yoga og austræna hugsun, kom út árið 1976. Sama árið sendi hann frá sér fyrstu Ijóðabókina: „Vatnaskil." Arin 1979 og 1982 komu út tvö rit um trúarleg og andleg viðfangs- efni: „Að sjá öðruvísi" (’79) og „Stefnumót við alheiminn" (’82). Seinasta bók Sigvalda kom út á sl. ári, en það var ljóðabók undir heitinu „Víðáttur". Það vita fáir aðrir en þeir sem reynt hafa hversu erfitt og slít- andi starf blaðamennska er — ekki sízt íslenzk blaðamennska á fátækum flokksblöðum, þar sem kröfur um afköst og fjölhæfni eru í öfugu hlutfalli við þau laun, sem í boði eru. Sigvaldi er einn þeirra ódrepandi iðjumanna, sem aldrei létu brauðstritið buga sig. Þrátt fyrir mikið vinnuálag í daglegu starfi sinnti hann áhugamálum sínum og hugðarefnum ótrauður. Það segir sig sjálft, að hann hefur jafnan átt langan vinnudag. Og hann var svo giftusamur að halda andlegu þreki sínu til hinztu stundar. Fyrir hönd okkar íslenzkra jafnaðarmanna flyt ég Sigvalda þakkir okkar fyrir fórnfúst starf í þágu mannúðarstefnu. Eftirlif- andi konu hans, Bjarneyju Hall- dóru Alexandersdóttur, afkom- endum þeirra og öðrum vanda- mönnum, flyt ég dýpstu samúð- arkveðjur. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins Hann Sigvaldi er dáinn. Það kom mér kannski ekki svo á óvart heldur staðfesti það sem hann sjálfur hafði sagt. Hann vissi að hann átti ekki langt eftir. Ég kynntist þessum góðviljaða og hægláta manni er ég fór í hug- ræktarnám í skóla sem hann rak. Ég sá fljótlega hvesu miklum þroska og gáfum hann var gædd- ur. Hann kenndi okkur nemendum sínum margt merkilegt, sem var honum svo eðlilegt en alveg ný og mögnuð upplifun fyrir okkur. Sig- valdi hafði mkil áhrif á mig. Eg vildi helst vera nálægt honum daglega því að í návist hans leið mér svo vel, eins og allt innra með mér fylltist friði. Hann var mér meira en kennari, hann var vinur. Ég gat hringt í hann eða komið í heimsókn hvenær sem var og allt- af var mér tekið með jafnmikilli hlýju. Sigvaldi var giftur yndislegri konu, Baddý, eins og hún er kölluð. Hún er jafnróleg og yfirveguð og hann var og alltaf tekur hún á móti opnum örmum, brosandi og geislandi af hlýju og kærleik. Þau áttu það sameiginlegt að vera gædd sérlega jákvæðu hugarfari, rólyndi og óeigingirni. Ég kem til með að sakna samverustundanna með Sigvalda, stundanna sem voru mér meira virði en ég á orð til að lýsa. Sigvaldi fræddi mig um margt, sagði mér sögur úr lífi sínu og gaf mér ráðleggingar hvenær sem var. Hann hjálpaði mér einn- ig, hann var alltaf gefandinn. Með þessum fáu orðum kveð ég Sigvalda og ég er sannfærð um að hann er kominn á stað þar sem hann getur kannað allt það sem hann átti ókannað hér á jörð. Ég bið Guð að blessa þig, elsku Baddý mín, svo og Elfu dóttur ykkar, maka hennar og börn. Anna Ingólfsdóttir Hér uppi á íslandi hafa á und- anförnum árum orðið nokkur tímamót fyrir mystíska nema og ég hygg að eigi eftir að koma bet- ur í ljós er frá líður hvaða þýðingu þau hafa. Hingað hefur verð flutt heil esóterísk hefð frá Indlandi, sem þar er af þeim er til þekkja talin fela í sér sjálfan kjarna hins indverska esóterisma. Þetta er skóli eða iðkun Anada-nathanna, og sá sem flutti hann hingað er Sigvaldi Hjálmarsson, nú nýlát- inn. Þetta er svo mikilvægt og ein- stakt og Sigvaldi þarf að skipa þann sess sem honum ber í sög- unni. Við þurfum að gera okkur grein fyrir starfi hans á sviði mystískrar og esóterískrar við- leitni ef við viljum skilja esóter- ismann í heild, en hann er sér- stakur þáttur í heimsmenning- unni þótt sumt af honum fari hljóðlega. Þetta er skrifað út frá sjónarmiði þeirra, sem hafa að minnsta kosti grun um hvað þarf að gera til að koma sér áfram á þessum leiðum: Þegar um er að ræða að flytja há-esóteríska hefð milli menningarsvæða, þá er það ekkert smámál. Það skilja senni- lega engir nema esóteristar. Hefð- in má ekki glata sínum háu ein- kennum. Hún má ekki verða að neins konar sértrúarstefnu utan um hugmyndir eins manns, eða útibú frá indverskri menningu, sem yrði lítið annað en framandi kynjagróður hér sem deyr á næsta hausti, ellegar falla niður í það að vera fræðigrúsk. Til þess að svo færi ekki þurfti mann, sem í fyrsta lagi var esóteristi sem skildi hvað hann var með í hönd- unum. I öðru lagi þurfti hann að vera Vesturlandamaður með vest- ræna hugargerð, sem gat jafn- framt sett sig inn í og hugsað út frá lífsskyni Indverja, hvaðan hefðin er flutt. Þetta er spurning um að túlka esóteríska þekkingu milli ólíkra menningarheilda, ólíkra hugargerða, þekkingu sem ekki er aðeins orð á blaði, fræði- grein, heldur fyrst og fremst munnleg geymd, sem felur í sér djúpa þekkingu á innra eðli mannsins og þeim möguleikum sem þar finnast. Svona maður var Sigvaldi Hjálmarsson, og þeim, sem hafa kynnt sér þessi mál, þyk- ir einsýnt að sú þekking sem hann flutti inn í okkar menningu sé ein- stök og ómetanleg fyrir andlega nema í framtfðinni á Vesturlönd- um, þar sem esóterisk hefð af svo hárri gráðu sem hér um ræðir er með öllu óþekkt. (Rétt er að skjóta því hér inn að bók hans, Stefnu- mót við alheiminn, er skrifuð út frá reynslu hans og annarra af iðkunum Ananda-nathanna). Þetta er vissulega afrek sem gerir þennan mann að einni af stóru vörðunum á veginum í esót- erískri sögu mannkynsins. Myst- ískir nemar, sem sumir hverjir hafa rekið sig á það að mystísk iðkun, hugrækt, bænalíf og venju- legt yoga, hefur sín takmörk, sjá gildi þessa þáttar í andlegri við- leitni og við erum Sigvalda þakk- látari en orð fá lýst. Geir Agústsson Veðrabreytingar valda hvörfum í þjóðvegum. Það myndast einnig hvörf á lífsleið okkar. Við erum nefnilega ekki nógu góðir vega- gerðarmenn. Þó eru leiðbeinendur alltaf hendi nærri. En við hlustum illa, skiljum lítið, göngum ekki nægilega ákveðin og einbeitt til starfa. Treystum máske um of á handleiðslu. Það er óumræðilega gott að vita af vini, einlægum bróður, sem er reiðubúinn að ræða vandamálin og veita leiðsögn, ef unnt er. Sigvaldi frá Skeggsstöðum í Svartárdal nyrðra var einn sá samferðamaður, sem mátti treysta. Lífsskoðun hans var mót- uð. Undirstaðan var trú á framtíð mannsins, ef hann vildi þekkja sjálfan sig, og leita sannleikans á þann veg undanbragðalaust. Hver var grundvöllurinn, afstaðan til iðkunar andlegs þroska? Sigvaldi orðaði það svo á einum stað: „Tæpitungulaust er afstaðan kærleikur, kærleikur sem eigi er kennd (emotion) heldur samfelld undanbragðalaus samkennd með öllu sem lifir ... “ Og ein af þrem- ur aðalreglum, sem hann vakti at- hygli á, var: Að gefa allt sem þú gerir, þ.e. hin þögla, hljóða þjón- usta. Regla þessi var um iðkun í daglegu lífi. Hinar tvær voru: „Að vera hrein athygli í öllu sem þú gerir“, og að „muna eftir guðdóm- inum alltaf og ævinlega". Þessar daglegu iðkanir eru ekki ræktar, og þá myndast óþægileg hvörf á vegi lífsins. Fregnin um brotthvarf Sigvalda af þessu lífssviði olli mörgum saknaðar. Eigi varð lengur notið munnlegrar leiðsagnar hans. Ekki mundi hann rita fleiri bækur til fróðleiks um andlega iðkun og dulspekilegar. Sjálfselskulegur söknuður? Þverstæða í kristnum hugar- heimi, mannlegur veikleiki, veik- leiki sem þó er tengdur vináttu og kærleikstilfinningum okkar. Sleppt verður í þessum orðum að rekja ætt og störf Figvalda. En það er einn þáttur í ævistarfi hans, sem mér er einkum hugleik- inn. Þáttur sem margir samferða- menn hans kannast við og þekkja, hver með sínum hætti. Þegar Sigvaldi fluttist úr Svart- árdalnum til syðri byggða, til þess að sækja sér þekkingu og undir- búa lífsstarf, þá kynntist hann starfi Guðspekifélagsins og helstu frömuðum íslensku deildarinnar, þeim Grétari Fells og Jakob Krist- inssyni. Áhrif samskipta við þessa öðlingsmenn, einlæga sannleiks- leitendur og einstæða fræðara, opnuðu víðari sýn. Vísuðu leið að innsta eðli mannsins, blésu burtu þokuslæðingi hversdagsleikans, sem hamlar frjálsri hugsun okkar flestra, og heftir jafnvel alla ævi. Sigvaldi var ekki ónæmur fyrir fornri visku, og hann bar í brjósti ríka réttlætiskennd, sterka frels- isþrá og listræna æð, sem braust fram í viðhorfum hans, ræðu og ritum. „En mundu það samt, að á mildinnar vegi, ef mörgu er lyft þar á kærleiks arma, er þörf á mannvitsins mikla degi með máttuga sól yfir gleði og harma. Og þá er vel, ef þinn viljastyrkur, þitt vit og kærleikur saman blandast, því ekki er til svo mikið myrkur, að mega það samræmisljósið standast... “ Hvort mun ekki það viðhorf, sem speglast í þessum orðum vin- ar hans, Grétars Fells, hafa treyst undirstöðuna að því musteri göf- ugrar visku og fræðslu, sem Sig- valdi helgaði líf sitt. Mannbótastarf Sigvalda að loknu námi í Kennaraskólanum, hófst við barnafræðslu. Sjálfsnám hans var sleitulaust, lestur rita um dulspekileg og heimspekileg efni, hugleiðing í kyrrð, þrotlaus leit að sannleikanum. Samhliða því var sjálfsögð köllun að fræða aðra, miðla samferðafólkinu af fróðleik sínum og lífsreynslu. Ferðir Sigvalda til Indlands voru ekki farnar til að fá brúnan lit á hörundið. Þær voru fórn á altari sannleikans, leit að upp- sprettu lífsviskunnar, sem veitt hafði líf þeirri menningu, sem varð jarðvegur kristinnar kenn- ingar, grískrar heimspeki og því frjómagn gildandi lífsskoðana vestrænna íbúa jarðar. Trúr innri köllun lét Sigvaldi ekki ljós sitt undir mæliker heldur gerði sér far um að láta félaga sína njóta af nægtabrunni þeirra fræða, sem hann hafði setið við. Innri vegvísir er áttvís sé hann ekki truflaður. íslensk fjalla- og öræfakyrrð var Sigvalda hugstæð, þar var heimur íhugunar og þagnar órof- inn af hávaðasömum hræringum daglegs lífs. Víst er að vinur okkar Sigvaldi hefði þegið fleiri tækifæri á þeim slóðum, trúr sinni köllun og lífsþrá bætti hann sér upp með hljóðum huga í hvíldarstöðu innan heimilis síns. „Lát mannvit þitt sameinast miskunnsemi og mildina reka alla grimmd á flótta." Háttsemi Sig- valda gagnvart börnum öllum ein- kenndist af mildi og frelsisdýrkun. Honum fannst eldri kynslóðin ofgjörn á að segja börnum fyrir um hegðun alla og hugsanaferil. Eins og að líkum lætur var heimilislíf Sigvalda með ágætum. Til marks um það má t.d. benda á að í eina af Indlandsferðum hans fóru meö honum kona hans og dóttir. Eftirlifandi kona hans er Bjarn- ey Alexandersdóttir, og einkadótt- ir þeirra er Ólöf Elfa, gift Jóni Agli Unndórssyni, rafmagnsverk- fræðingi. Hjónaband Bjarneyjar og Sigvalda var farsælt og ríkti þar einlægni og gagnkvæmur skilningur. Kærleikurinn er mest- ur í heimi. Honum fylgir svo sem allir vita umburðarlyndi og góð- vilji. Ásamt einlægu þakklæti fyrir ágæta kynningu sendum við hjón- in innilega samúðarkveðju fjöl- skyldu Sigvalda og biðjum þeim blessunar og styrks frá höfundi lífsins. í söknuði minnumst við orða Kahlil Gibran í þýðingu Gunnars Dal: „... hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns.“ Þessi skilningur dregur sviðann úr sárinu, sem óhjákvæmilega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.