Morgunblaðið - 30.04.1985, Síða 52

Morgunblaðið - 30.04.1985, Síða 52
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1985 Morgunbladíð/Valdimar Kriatinsson Haiis Georg Gundlach og Walter Feldmann til hsgri i þeim Skolla og Magnúsi. báðir góðir töltarar en mörgum fannst vanta fleiri slíka i sýningu i íslensku hestanna. Valdimar Kristinsson Eitt er að heyra og annað að sjá, voru orð sem komu í huga þess er þetta skrifar þegar hann gekk inn í salarkynni þau er hýstu Equit- ana ’85, sýningu sem haldin var fyrir skömmu i Essen í Þýska- landi. Sýning þessi, sem haldin er annað hvert ár, spannar flest allt sem viðkemur hestum og hesta- mennsku. Nokkuð hafði maður heyrt um þessa sýningu áður en engan veginn gert sér grein fyrir umfangi hennar og svo þegar mað- ur stóð augliti til auglits við her- legheitin varð maður bergnuminn. öll sýningin er undir þaki, alls þrettán salir, um 65.000 fermetr- ar, og voru menn sammála um að minnst þrjá daga þyrfti til að skoða allt svæðið svo vit væri i. Þrátt fyrir að kort af svæðinu væri á minnst tveimur stöðum í hverjum sal voru menn meira ogminna villtir á rambi um þetta mikla „völundarhús", og fæstir voru vissir um þegar yfir lauk hvort allt hefði verið skoðað til hlítar. Hestar af öllum stærðum og gerðum En svo vikið sé að hestunum sjálfum, þá voru þarna sennilega flestöll kyn sem fyrirfinnast í Evrópu. Alla daga voru í gangi sýningar á velli sem var ca. 35 m x 70 m að flatarmáli og sæti fyrir um 8000 áhorfendur. Á hverju kvöldi var síðan valið það besta úr sýningar- atriðum hvers dags til sýningar um kvöldið á svokölluðu „Hop top show“ og var það tvimælalaust há- punktur hvers dags á „Equitana". Var uppselt nær öll kvöldin sjö sem sýningin stóð yfir, þannig að yfir 30 þúsund manns hafa séð þá sýningu og komust færri að en vildu. Ekki var alltaf boðið upp á það sama á þessum „top showum", bæði breyttu sýnendur sýningar- atriðum og nýir sýnendur komu inn og aðrir féllu út. Við val á sýningaratriðum á „top show“ var að venju notaður mælir sem mældi hávaðann sem varð af klappi og fagnaðarlátum áhorf- enda eftir hvert atriði á daginn. Eftir þeim upplýsingum sem fengust sóttu nær 300 þúsund manns sýninguna og á laugardag og sunnudag var þvílík örtröð á þessum 65.000 femetrum að illa gekk að komast áfram og í sumum sölum eins og þeim þar sem sýn- ingarnar voru haldnar komst maður hvorki aftur á bak né áfram. Islendingar öruggir á „top show“ Eins og áður segir var það besta á hverjum degi valið til sýningar á „top show“ á hverju kvöldi og hef- ur íslenski hesturinn fyrir löngu trygRt sér fast sæti á þessum sýn- ingum. Hafði maður heyrt að hann nyti langmestra vinsælda af öllum atriðum undanfarin ár. Það var á fimmtudegi sem ég sá íslensku hestana fyrst og hafði ég þá setið drykklanga stund i sal númer tíu og horft á ýmiskonar sýningar. Atriðið hófst með því að tveir kunnir knapar, Walter Feldmann og tfans Georg Gund- lach, riðu tveimur vel þekktum hestum, þeim Skolla og Magnúsi, inn á sýningarsvæðið við undirleik kröftugrar tónlistar, því næst var hleypt inn „stóði“ sem taldi vel á þriðja tuginr. og var það rekið fram og til baka um svæðið og ríð- andi fólk kom í kjölfarið klætt að fyrri tíma sið, eða svo átti víst að heita, og sýnt var hlutverk ís- lenska hestsins frá fyrri tíð. Frek- ar virtist klæðnaður fólksins ný- stárlegur fyrir okkur íslendingana sem þarna vorum, í það minnsta vissi ég ekki til þess að notaðar hafi verið svokallaðar „David Crockett-húfur“ hér á árum áður. í þessu föruneyti var einnig prest- ur sem manni virtist hálfhjákát- lega kæddur en þetta er nú ekki stórt atriði i sjálfu sér og senni- lega engir gefið þessu gaum nema íslendingar. Undir þessu atriði var spilað á gítar og sungið „Á Sprengisandi" og sáu þeir Falk- enhorst-bændur, Reynir Aðal- steinsson og Herbert ólason, um þann þáttinn og geystist inn hvítklædd álfkona á hvítum hesti og fór hún mikinn. í lokin voru átta skeiðhestar teknir til kost- anna við mikinn fögnuð áhorf- enda. Var hreint ótrúlegt hvað skeiðsýningarnar komu vel út á svo þröngu svæði, enda voru þarna á ferðinni góðir vekringar og má þar nefna Hjört sem Þórður Jónsson sat en þeir voru í fremstu röð á kappreiðum hér heima fyrir tveimur árum. Auk Þórðar voru þeir Reynir og Herbert með skeiðhesta og Aðalsteinn Aðal- steinsson var gripinn af áhorf- endabekknum í skeiðsýninguna. Áður hefur verið gagnrýnt af ýmsum að íslendingar skuli vera í samkrulli með erlendum sam- keppnisaðilum á þessum sýning- um og en því er til að svara að þama er verið að kynna íslenska hestinn sem slíkan og ættu því all- ir þeir sem versla með hann að njóta góðs af. Það er aftur í bás- unum sem sjálf sölumennskan fer fram og svo að sjálfsögðu eftir sýninguna kemst samkeppnin í al- gleyming. Ekki fór það milli mála að sýn- ingin á íslensku hestunum var eitt vinsælasta atriðið sem þarna var boðið upp á. Helst voru það Anda- l*essi stjórnaði hestunum líkt og stjórnandi sinfóníuhljómsveitar ger- ir. Borði var lagður í stóran hring og út fyrir hann fóru hestarnir ekki, en léku hinsvegar hinar ótrúlegustu kúnstir eftir bendingum og hljóð- merkjum „stjórnandans“. lúsíuhestarnir sem veittu þeim keppni enda var þar um að ræða stórglæsilega hesta og háþróaða reiðmennsku Spánverjanna. Oft er talað um að Andalúsiuhestarnir dansi og fannst manni það ekki fjarri lagi, þeir hoppuðu af einni skástæðunni yfir á aðra, settust á afturendann og knapinn stóð í hnakknum og tók ofan fyrir áhorf- endum, prjónuðu á settlegan og yfirvegaðan hátt og svo voru þeir látnir stökkva svokallað „capr- iole“, þá stökkva þeir svo að segja úr kyrrstöðu og beint upp í loftið og skjóta afturfótum snöggt aftur. Erfitt er að gera upp á milli þess- ara tveggja atriða svo ólíkir sem hestarnir eru. Paso fíno — Paso víxló Fyrir utan íslensku hestana var aðeins eitt hestakyn sýnt þarna sem fór á gangi. Voru það Paso fino-hestar sem upprunnir eru frá Perú. Eiga þetta að heita töltarar og var fyrir nokkrum árum talað um þá sem skæöa keppinauta is- lenska hestsins. Hafi maður átt von á einhverju stórkostlegu þá brugðust þær vonir fullkomlega. Að vísu fóru þeir á einhverjum gangblendingi sem ekki var hægt að kalla hreint tölt og vel voru sumir þeirra víxlaðir og gangrými lítið. Vera kann að til séu betri hestar af þessu kyni en þarna voru sýndir en miðað við það sem þarna sást verður að telja það niðurlægj- andi fyrir íslenska hestinn að kalla þessa hesta verðuga keppi- nauta. Þá er að nefna sýningu þýsku lögreglunnar á hestum sem notað- ir eru í óeirðum. Voru hestarnir skreyttir milli eyrnanna með bláu ljósi sem blikkaði. Var hreint ótrúlegt hversu taugasterkir þess- ir hestar voru enda ekki vanþörf á þegar glímt er við óeirðaseggi. Meðal þrauta sem þessir hestar leystu var að stökkva yfir borð sem tveir menn sátu við. Reistur var rammi úr járnrörum með ein- hverri klæðningu og var eldur bor- inn að og hestarnir látnir stökkva í gegn. Þá var settur upp stór pappírsveggur sem hestunum var hleypt á og fóru þeir í gegn án þess að hika. Þrír svokallaðir staðgenglar frá Ungverjalandi léku listir sínar, sem voru vægast sagt ótrúlegar. Voru þeir í ýmsum stellingum á hestunum, með fætur upp í loft, út til hliða þess á milli sem þeir komu við gólfið og allt var þetta gert á fullri stökkferð. Einn þeirra stóð á lendum tveggja hrossa og með aðra þrjá fyrir framan og þannig stjórnaði hann flotanum á fullri stökkferð marga hringi og lét þá stökkva yfir um 80 sm háa hindrun. Einnig létu knaparnir hestana leggjast á hiiðina og stóðu þeir á bóg hestanna. Einn af þessum þremur tók síðan bæði hnakk og beisli af hestinum, setti á hann grannt snæri upp á hálsinn, stökk síðan á bak og þannig blindhleypti Sýningargestir hvfla lúin bein eftir mikla maraþongöngu um salarkynnin. Frá vinstri: Hjalti Jón Sveinsson ritstjóri, Arinbjörn Jóhannsson fjallaferða- garpur, Ólafur Schram heildsali og Gunnar Dungal pennasali. Skrautlegir dráttarklárar á leið inn í sýningarhöllina. Séð yflr einn af þrettán sýningarsölunum og ekki þann stærsta. Ævintýraheimur hestamannsins Equitana ’85:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.