Morgunblaðið - 04.05.1985, Síða 37

Morgunblaðið - 04.05.1985, Síða 37
MOKGUNBLAÐIÐ, LAUQARDAGUR 4. MAÍ 1985 37 MorKunbladid/Júlíus Fulltrúar Vestfirskrar ferðaþjónustu frá vinstri: Hörður Guðmundsson framkvæmdastjóri Flugfélagsins Arna, Úlfar Ágústsson ferðamálafulltrúi Vestfjarða, Sverrir Hestnes viðtakandi framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu Vestfjarða, Arn- heiður Guðnadóttir gistiheimilinu Breiðuvik, Arnór Jónatansson umdæmisstjóri Flugleiða á Vestfjörðum, Reynir Adolfsson framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Vestfjarða og Jóhannes Ellertsson sérleyfishafi á Vestfjarðaleið. Kynna ferðamögu- leika á V estfjörðum ÞESSA dagana eru vestfirskir ferða- málamenn með Vestfjarðakynningu í Reykjavík. 1 gær, föstudag, kynntu þeir þjón- ustu sína og ferðamöguleika fyrir starfsmönnum ferðaskrifstofa og fréttamönnum. í kvöld, laugardag, ætla þeir að halda ferðakynningu fyrir al- menning í Víkingasal Hótels Loft- leiða. Þar tefla þeir fram vest- firskum listamönnum, alþingis- mönnum kjördæmisins sem m.a. telja tvo ráðherra og forseta sam- einaðs þings. Þar mun Reynir Adolfsson, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Vestfjarða, kynna ferðamöguleika um Vestfirði á komandi sumri og starfsmenn ým- issa þjónustufyrirtækja í fjórð- ungnum munu kynna starfsemi sína. Karlakór Þingeyrar á LoftleiÖum syngur Þingejri, 3. mai. Ferðamálakynning Vestfjarða efnir til kvöldvöku á Hótel Loftleiðum. Meðal þess sem boðið er upp á er söngur Karlakórs Þingeyrar. Hann líkist að einu leyti Framsóknar- flokknum, hann er „opinn í báða enda“. Menn detta inn í kórinn eftir því hvernig á stendur hjá þeim og hverfa síðan án hurðarskella þegar flutt er búferlum eða farið á sjóinn. Fasti kjarninn heldur áfram að syngja og fagnar nýjum eða heim- komnum kórfélögum þegar allt „smellur". 1. maí hafði Hesta- mannafélag Þingeyrar opið hús í Haukadal í elsta samkomuhúsi hreppsins, sem Kvenfélagið Hug- rún í Haukadal lét byggja eftir 1930. Þetta hús er nú í eigu hesta- mannafélagsins. Þangað fjöl- menntu Þingeyringar, keyptu sér kaffi eða kakó með heimabökuðum kökum og hlustuðu á karlakórinn „æfa sig“, en þannig var uppákom- an auglýst. Stjórnandi kórsins er Tómas Jónsson. Harmonikukarl- arnir, eins og þeir nefna sig, spil- uðu undir stjóm Guðmundar Ingv- arssonar. Og síðan tóku menn í nikkuna á víxl meðan setið var undir borðum. í þetta sinn spiluðu 10 karlar en stundum verða þeir jafnmargir postulunum. Það mátti vel heyra að báðir þessir hópar hafa æft eitt kvöld í viku allan vet- urinn og að jafnframt hafi margir stundað bæði söng og harm- onikkuna. Það væri synd að segja að menn væru hér við eina fjölina felldir. Kórfélagarnir sem fljúga héðan í dag eru 21 og tveir nýflutt- ir Dýrfirðingar bætast í hópinn í Reykjavík. Nokkrar eiginkonur fé- laganna slást í hópinn, en aðrar hyggjast fjölmenna með Kvenfé- laginu Von til Vestmannaeyja um aðra helgi. Áður en kórinn flýgur suður verður tekin upp messa í Þingeyrarkirkju til flutnings í út- varpinu. Og nú liggja Þingeyringar á bæn og biðja um gott veður þess- ar tvær helgar svo allt gangi upp. Hulda Hjólreiðakeppni grunnskólanna HJÓLREIÐAKEPPNI gninnskól- anna, undankeppni, verður háð í dag, laugardag, við Austurbæjar- skólann í Reykjavík og á Akureyri. Þetta er 10. árið, sem keppni þessi fer fram um land allt, en hún kemur í kjölfar spurningakeppni 12 ára barna í grunnskólum landsins undir umsjón Umferðarráðs. Sigurvegarar úr spurningakeppninni komast áfram í keppnina. í Reykjavík verður keppnin milli 13.30 til 15.00 og er með því sniði að keppt er í góðakstri og þrautum. Sigurvegarar keppa síð- an til úrslita í haust. Endanlegir sigurvegarar taka þátt í alþjóð- legri hjólreiðakeppni á næsta ári og verður hún í Helsingfors í Finnlandi. Börn frá Akureyri báru sigur út býtum í síðustu keppni og taka þau þátt í alþjóðlegri keppni í Portúgal, sem fram fer síðar í þessum mánuði. Hjólreiðadagurinn: Enn eftir að skila 1210 seðlum SKIL vegna hjólreiðadagsins hafa verið afar slæm. Enn eiga börn eftir að skila 1.210 seðlum, að sögn að- standenda hjólreiðadagsins. Vegna þessa hefur verið ákveðið að hafa opið í dag klukkan 13 til 16 hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, Háaleitisbraut 13. Það er von þeirra sem að hjólreiðadegin- um stóðu að börnin komi i dag og geri skil á þeim peningum sem söfnuðust og einnig þarf að skila seðlum þótt viðkomandi hafi engu safnað. Fyrr verður ekki hægt að draga í happdrætti dagsins. Tónleikar í Njarðvíkum SIGURÐUR Pétur Bragason barí- tonsöngvari og Þóra Fríða Sæm- undsdóttir píanóleikari halda tón- leika á vegum Tónlistarskóla Njarðvíkur í Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, laugardag, klukkan 16.00. Sigurður er nýkominn frá ít- alíu þar sem hann stundaði nám hjá einum af frægustu söng- kennurum Italíu, Pier Miranda Ferraro. Þóra stundaði nám í tónlistarháskólanum í Stuttgart þar sem hún hafði ljóðaundir- Gyífí formaður í MYNDATEXTA með frétt í blaðinu í gær um setningu sýn- ingar á stangveiðivörum var farið með rangt nafn formanns Lands- sambands stangveiðimanna, sem setti sýninguna. Hann er Gylfi Pálsson skólastjóri. Blaðiö biðst velvirðingar á þessum mistökum. leik að sérfagi. Kennari hennar var prófessor Konrad Richter. Á efnisskránni eru ítölsk lög og óperuaríur ásamt íslenskum lögum. Vindlingamerk- ingar 1. júlí ÞANN 1. júlí n.k. eiga að vera komnar viðvörunarmerkingar á alla vindlingapakka sem hér eru seldir. Jón Kjartansson, forstjóri Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins, sagði í sam- tali við Mbl. að öllum innflytj- endum hefði verið gerð grein fyrir nýju tóbaksvarnalögun- um og átti hann ekki von á öðru en þeir færu að lögunum, enda yrðu vindlingar án þess- ara viðvörunarmerkinga ekki fluttar til landsins eftir 1. júlí. Hagkaup og FÍI: Átak í sölu og kynningu á íslenskum iðnaðarvörum DAGANA 7.—18. maí nk. efnir Hagkaup til stórátaks í sölu og kynningu á íslenskum iðnaðarvörum í öllum versl- unum sínum, í samvinnu við Félag íslenskra iðnrekenda. Mbl./Árni Sæberg Frá fréttafundinum, f.h. Gísli Blöndal, fulltrúi framkvæmdastjóra Hag- kaups, Víglundur Þorsteinsson, formaður FÍI, Gunnar Árnason, sölustjóri hjá Hagkaup, Þorsteinn Pálsson, innkaupastjóri hjá Hagkaup og Bjarni Þór Jónsson frá FÍI. Á fundi sem haldinn var með fréttamönnum í vikunni, sagði Gísli Blöndal, fulltrúi fram- kvæmdastjóra Hagkaups, að fyrirtækið hefði komist að þeirri niðurstöðu að framleiðendur ís- lenskra iðnaðarvara hefðu ekki staðið sig nógu vel, hvað varðaði sölu og markaðssetningu á inn- lendum markaði. Ætti þetta ekki síður við um Hagkaup en aðra framleiðendur, en um 12—13% af heildarsölu fyrirtækisins er eigin framleiðsla. Því hefði verið ákveðið að skipuleggja stórátak í sölu og kynningu á íslenskum iðnaðarvörum í samvinnu við framleiðendur, starfsmenn FÍI og Hagkaups. Átakið verður sem fyrr segir í öllum verslunum Hagkaups, i Skeifunni, í Kjörgarði við Laugaveg, í Lækjargötu, að Fitj- um í Njarðvík og á Akureyri. Allar (slenskar vörur í verslun- unum verða auðkenndar með skiltum, borðum o.fl. þannig að menn átti sig á því hvað 'er ís- lenskt. Vörukynningar verða i verslununum alla dagana þar sem íslenskir framleiðendur kynna vöru sína og bjóða í mörg- um tilfellum sérstakt kynn- ingarverð. Alla dagana verða tiskusýningar og/eða uppákom- ur af ýmsu tagi i versluninni í Skeifunni en einnig eru fyrir- hugaðar sýningar og annað í öðrum verslunum Hagkaups. Sagði Gísli að það markmið hefði verið sett að ekki kæmu færri en 150.000. viðskiptavinir í verslanirnar fimm þessa 12 daga. þriðjudaginn 7. maí kl. 9 verð- ur formleg opnunardagskrá i versluninni í Skeifunni. Lúðra- sveit mun leika við innganginn og á eftir stuttum ávörpum mun iðnaðarráðherra, Sverrir Her- mannsson, opna kynninguna formlega. Á þessa opnunardag- skrá verður boðið sérstaklega fulltrúum framleiðenda, Alþing- ismönnum, forvígismönnum í iðnaði og verslun, fulltrúa neyt- enda og síðast en ekki síst við- skiptavinum Hagkaups. Að ávörpum loknum verður farin kynnisferð um verslunina þar sem í gangi verða vörukynn- ingar, tískusýning o.fl. Dagskrá hvers dags verður síðan kynnt í fjölmiðlum. Víglundur Þorsteinsson, for- maður FÍI, kvaðst vona að fólk færi nú að beina athyglinni að íslenskri framleiðslu í ríkari mæli en verið hefði. Sagði hann að markaðshlutdeild íslenska iðnaðarins væri um 50% en í ná- grannalöndunum hefði þarlend- ur iðnaður markaðshlutdeildina 70—80%. Tækist okkur að lyfta markaðshlutdeild íslenskrar framleiðslu upp í 70—80%, ætti það að nægja til að eyða við- skiptahalla þjóðarinnar. Það væri sannarlega verðugt verk- efni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.