Morgunblaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 37
MOKGUNBLAÐIÐ, LAUQARDAGUR 4. MAÍ 1985 37 MorKunbladid/Júlíus Fulltrúar Vestfirskrar ferðaþjónustu frá vinstri: Hörður Guðmundsson framkvæmdastjóri Flugfélagsins Arna, Úlfar Ágústsson ferðamálafulltrúi Vestfjarða, Sverrir Hestnes viðtakandi framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu Vestfjarða, Arn- heiður Guðnadóttir gistiheimilinu Breiðuvik, Arnór Jónatansson umdæmisstjóri Flugleiða á Vestfjörðum, Reynir Adolfsson framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Vestfjarða og Jóhannes Ellertsson sérleyfishafi á Vestfjarðaleið. Kynna ferðamögu- leika á V estfjörðum ÞESSA dagana eru vestfirskir ferða- málamenn með Vestfjarðakynningu í Reykjavík. 1 gær, föstudag, kynntu þeir þjón- ustu sína og ferðamöguleika fyrir starfsmönnum ferðaskrifstofa og fréttamönnum. í kvöld, laugardag, ætla þeir að halda ferðakynningu fyrir al- menning í Víkingasal Hótels Loft- leiða. Þar tefla þeir fram vest- firskum listamönnum, alþingis- mönnum kjördæmisins sem m.a. telja tvo ráðherra og forseta sam- einaðs þings. Þar mun Reynir Adolfsson, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Vestfjarða, kynna ferðamöguleika um Vestfirði á komandi sumri og starfsmenn ým- issa þjónustufyrirtækja í fjórð- ungnum munu kynna starfsemi sína. Karlakór Þingeyrar á LoftleiÖum syngur Þingejri, 3. mai. Ferðamálakynning Vestfjarða efnir til kvöldvöku á Hótel Loftleiðum. Meðal þess sem boðið er upp á er söngur Karlakórs Þingeyrar. Hann líkist að einu leyti Framsóknar- flokknum, hann er „opinn í báða enda“. Menn detta inn í kórinn eftir því hvernig á stendur hjá þeim og hverfa síðan án hurðarskella þegar flutt er búferlum eða farið á sjóinn. Fasti kjarninn heldur áfram að syngja og fagnar nýjum eða heim- komnum kórfélögum þegar allt „smellur". 1. maí hafði Hesta- mannafélag Þingeyrar opið hús í Haukadal í elsta samkomuhúsi hreppsins, sem Kvenfélagið Hug- rún í Haukadal lét byggja eftir 1930. Þetta hús er nú í eigu hesta- mannafélagsins. Þangað fjöl- menntu Þingeyringar, keyptu sér kaffi eða kakó með heimabökuðum kökum og hlustuðu á karlakórinn „æfa sig“, en þannig var uppákom- an auglýst. Stjórnandi kórsins er Tómas Jónsson. Harmonikukarl- arnir, eins og þeir nefna sig, spil- uðu undir stjóm Guðmundar Ingv- arssonar. Og síðan tóku menn í nikkuna á víxl meðan setið var undir borðum. í þetta sinn spiluðu 10 karlar en stundum verða þeir jafnmargir postulunum. Það mátti vel heyra að báðir þessir hópar hafa æft eitt kvöld í viku allan vet- urinn og að jafnframt hafi margir stundað bæði söng og harm- onikkuna. Það væri synd að segja að menn væru hér við eina fjölina felldir. Kórfélagarnir sem fljúga héðan í dag eru 21 og tveir nýflutt- ir Dýrfirðingar bætast í hópinn í Reykjavík. Nokkrar eiginkonur fé- laganna slást í hópinn, en aðrar hyggjast fjölmenna með Kvenfé- laginu Von til Vestmannaeyja um aðra helgi. Áður en kórinn flýgur suður verður tekin upp messa í Þingeyrarkirkju til flutnings í út- varpinu. Og nú liggja Þingeyringar á bæn og biðja um gott veður þess- ar tvær helgar svo allt gangi upp. Hulda Hjólreiðakeppni grunnskólanna HJÓLREIÐAKEPPNI gninnskól- anna, undankeppni, verður háð í dag, laugardag, við Austurbæjar- skólann í Reykjavík og á Akureyri. Þetta er 10. árið, sem keppni þessi fer fram um land allt, en hún kemur í kjölfar spurningakeppni 12 ára barna í grunnskólum landsins undir umsjón Umferðarráðs. Sigurvegarar úr spurningakeppninni komast áfram í keppnina. í Reykjavík verður keppnin milli 13.30 til 15.00 og er með því sniði að keppt er í góðakstri og þrautum. Sigurvegarar keppa síð- an til úrslita í haust. Endanlegir sigurvegarar taka þátt í alþjóð- legri hjólreiðakeppni á næsta ári og verður hún í Helsingfors í Finnlandi. Börn frá Akureyri báru sigur út býtum í síðustu keppni og taka þau þátt í alþjóðlegri keppni í Portúgal, sem fram fer síðar í þessum mánuði. Hjólreiðadagurinn: Enn eftir að skila 1210 seðlum SKIL vegna hjólreiðadagsins hafa verið afar slæm. Enn eiga börn eftir að skila 1.210 seðlum, að sögn að- standenda hjólreiðadagsins. Vegna þessa hefur verið ákveðið að hafa opið í dag klukkan 13 til 16 hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, Háaleitisbraut 13. Það er von þeirra sem að hjólreiðadegin- um stóðu að börnin komi i dag og geri skil á þeim peningum sem söfnuðust og einnig þarf að skila seðlum þótt viðkomandi hafi engu safnað. Fyrr verður ekki hægt að draga í happdrætti dagsins. Tónleikar í Njarðvíkum SIGURÐUR Pétur Bragason barí- tonsöngvari og Þóra Fríða Sæm- undsdóttir píanóleikari halda tón- leika á vegum Tónlistarskóla Njarðvíkur í Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, laugardag, klukkan 16.00. Sigurður er nýkominn frá ít- alíu þar sem hann stundaði nám hjá einum af frægustu söng- kennurum Italíu, Pier Miranda Ferraro. Þóra stundaði nám í tónlistarháskólanum í Stuttgart þar sem hún hafði ljóðaundir- Gyífí formaður í MYNDATEXTA með frétt í blaðinu í gær um setningu sýn- ingar á stangveiðivörum var farið með rangt nafn formanns Lands- sambands stangveiðimanna, sem setti sýninguna. Hann er Gylfi Pálsson skólastjóri. Blaðiö biðst velvirðingar á þessum mistökum. leik að sérfagi. Kennari hennar var prófessor Konrad Richter. Á efnisskránni eru ítölsk lög og óperuaríur ásamt íslenskum lögum. Vindlingamerk- ingar 1. júlí ÞANN 1. júlí n.k. eiga að vera komnar viðvörunarmerkingar á alla vindlingapakka sem hér eru seldir. Jón Kjartansson, forstjóri Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins, sagði í sam- tali við Mbl. að öllum innflytj- endum hefði verið gerð grein fyrir nýju tóbaksvarnalögun- um og átti hann ekki von á öðru en þeir færu að lögunum, enda yrðu vindlingar án þess- ara viðvörunarmerkinga ekki fluttar til landsins eftir 1. júlí. Hagkaup og FÍI: Átak í sölu og kynningu á íslenskum iðnaðarvörum DAGANA 7.—18. maí nk. efnir Hagkaup til stórátaks í sölu og kynningu á íslenskum iðnaðarvörum í öllum versl- unum sínum, í samvinnu við Félag íslenskra iðnrekenda. Mbl./Árni Sæberg Frá fréttafundinum, f.h. Gísli Blöndal, fulltrúi framkvæmdastjóra Hag- kaups, Víglundur Þorsteinsson, formaður FÍI, Gunnar Árnason, sölustjóri hjá Hagkaup, Þorsteinn Pálsson, innkaupastjóri hjá Hagkaup og Bjarni Þór Jónsson frá FÍI. Á fundi sem haldinn var með fréttamönnum í vikunni, sagði Gísli Blöndal, fulltrúi fram- kvæmdastjóra Hagkaups, að fyrirtækið hefði komist að þeirri niðurstöðu að framleiðendur ís- lenskra iðnaðarvara hefðu ekki staðið sig nógu vel, hvað varðaði sölu og markaðssetningu á inn- lendum markaði. Ætti þetta ekki síður við um Hagkaup en aðra framleiðendur, en um 12—13% af heildarsölu fyrirtækisins er eigin framleiðsla. Því hefði verið ákveðið að skipuleggja stórátak í sölu og kynningu á íslenskum iðnaðarvörum í samvinnu við framleiðendur, starfsmenn FÍI og Hagkaups. Átakið verður sem fyrr segir í öllum verslunum Hagkaups, i Skeifunni, í Kjörgarði við Laugaveg, í Lækjargötu, að Fitj- um í Njarðvík og á Akureyri. Allar (slenskar vörur í verslun- unum verða auðkenndar með skiltum, borðum o.fl. þannig að menn átti sig á því hvað 'er ís- lenskt. Vörukynningar verða i verslununum alla dagana þar sem íslenskir framleiðendur kynna vöru sína og bjóða í mörg- um tilfellum sérstakt kynn- ingarverð. Alla dagana verða tiskusýningar og/eða uppákom- ur af ýmsu tagi i versluninni í Skeifunni en einnig eru fyrir- hugaðar sýningar og annað í öðrum verslunum Hagkaups. Sagði Gísli að það markmið hefði verið sett að ekki kæmu færri en 150.000. viðskiptavinir í verslanirnar fimm þessa 12 daga. þriðjudaginn 7. maí kl. 9 verð- ur formleg opnunardagskrá i versluninni í Skeifunni. Lúðra- sveit mun leika við innganginn og á eftir stuttum ávörpum mun iðnaðarráðherra, Sverrir Her- mannsson, opna kynninguna formlega. Á þessa opnunardag- skrá verður boðið sérstaklega fulltrúum framleiðenda, Alþing- ismönnum, forvígismönnum í iðnaði og verslun, fulltrúa neyt- enda og síðast en ekki síst við- skiptavinum Hagkaups. Að ávörpum loknum verður farin kynnisferð um verslunina þar sem í gangi verða vörukynn- ingar, tískusýning o.fl. Dagskrá hvers dags verður síðan kynnt í fjölmiðlum. Víglundur Þorsteinsson, for- maður FÍI, kvaðst vona að fólk færi nú að beina athyglinni að íslenskri framleiðslu í ríkari mæli en verið hefði. Sagði hann að markaðshlutdeild íslenska iðnaðarins væri um 50% en í ná- grannalöndunum hefði þarlend- ur iðnaður markaðshlutdeildina 70—80%. Tækist okkur að lyfta markaðshlutdeild íslenskrar framleiðslu upp í 70—80%, ætti það að nægja til að eyða við- skiptahalla þjóðarinnar. Það væri sannarlega verðugt verk- efni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.