Morgunblaðið - 12.05.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUQAGUB 12- MAt 3,885
7*
Kjartan Guðjónsson listmálari
Kjarvalsstaðir:
Kjartan Guðjónsson
með málverkasýningu
KJARTAN Guðjónsson myndlistarmaður opnaði málverkasýningu í vest-
ursal Kjarvalsstaða í gær. Kjartan sýnir 72 verk, 50 olíumálverk og 22
vatnslitamyndir. „Segja má, að konur og heitir litir einkenni nokkuð
sýningu mína nú. Ég hef mikið málað verk við sjávarsíðuna. En innan um
eru mannlífsmyndir og af sjávarsíðunni," sagði Kjartan í stuttu spjalli við
Mbl.
Sýning Kjartans Guðjónsson- Kjarvalsstöðum árið 1981. „Ég
ar verður opin alla daga frá 14 er að reyna að slá metið neðan
til 22 til 27. maí næstkomandi. frá — hafa sem fæstar sýn-
Þetta er fimmta einkasýning ingar,“ sagði Kjartan.
Kjartans. Síðast sýndi hann á
Safnað fyrir
höggmyndinni
af Guðríði
Símonardóttur
Hópur kvenna í Vestmannaeyj-
um stendur nú fyrir söfnun vegna
höggmyndarinnar um Guðríði
Símonardóttur eftir Ragnhildi
Stefánsdóttur, en höggmyndina er
ráðgert að afhjúpa á 17. júní í
Vestmannaeyjum. Nær 350 ár eru
nú liðin síðan Guðríður Símonar-
dóttir kom aftur heim til íslands
úr þrælahaldinu í Alsír á Afríku-
strönd, en þá var það danski kon-
ungurinn sem greiddi m.a. lausn-
argjald Guðríðar og nokkru hafði
hún safnað sjálf. Sigurbjörn Ein-
arsson biskup mun flytja ræðu við
afhjúpun höggmyndarinnar um
Guðríði. Söfnunarkonur I Eyjum
leita til fyrirtækja, félaga og ein-
staklinga. Þær konur sem sjá um
söfnunina eru Hrafnhildur Sig-
urðardóttir, Jóhanna Friðriks-
dóttir, Stefanía Þorsteinsdóttir,
Emma Pálsdóttir, Gerður Sigurð-
ardóttir, Sigríður Þóroddsdóttir,
Guðrún Jóhannsdóttir, Fjóla
Jensdóttir, María Vilhjálmsdóttir
og Guðrún Jóhannsdóttir.
Hádegistónleik-
ar í íslensku
óperunni
Hádegistónleikar verða í íslensku
óperunni nk. þriðjudag, 14. maf, og
befjast kl. 12.15.
Þorgeir J. Andrésson tenór og
Guðrún Á. Kristinsdóttir pfanóleik-
ari flytja lög eftir Árna Thorsteins-
son, Emil Thoroddsen, Jón Þórar-
insson, Þórarin Jónsson, Schubert,
Schumann og Mahler. Tónleikarnir
standa í hálftíma og miðasala verður
við innganginn.
(FrtUaUlkyuiaO
Þórshamar GK
seldi í Hull
ÞÓRSHAMAR GK seldi afla sinn,
61 lest, í Hull á fimmtudag. Aflinn
var að mestu þorskur og ufsi.
Heildarverð var 2.402.000 krónur,
meðalverð 39,42.
EMBURG
MUNCHEI
XJRICH
MILANO
FENEY.
ð flfiiri
aðeins
Vcró \
fránív
1230°
JÚGÓ-
SLAVIA
Viö bjóðum í sumar einstaklega ódýrar ferðir til
Salzburg í Austurríki. Flogið er út í beinu leiguflugi á laugardagskvöldum
-fyrstaferðin verðurfarin 29.júní og sú síðasta 17. ágúst.
FLUG OG BÍLL
Salzburg er sérlega heppilegur áfangastaður þeirra
sem hyggjast aka um Evrópu á bílaleigubíl - borgin er
ekki aðeins falleg sjálf, heldur er hún frábærlega vel
staðsett. i allar áttir liggja góðir vegir um stórfenglegt
landslag -til Munchen eru um 150 km, til Feneyja um
350 km, til Prag um 380 km, til Vínar um 300 km svo
nokkur dæmi séu tekin um hinar stuttu vegalengdir.
Og vegna hagstæðra samninga við Avis bílaleiguna i
Austurríki er verðiö frábært. Hjón með 3 börn greiða
aðeins kr. 52.000 fyrirflug og bílaleigubíl í tvær vikur.
(Ekki innifalið: Tryggingar, söluskattur og flugvallar-
skattur.)
Ævlntýri á gönguför
Austurríki er ævintýraland göngumanna. Við
skipuleggjum lengri og skemmri gönguferðir fyrir
hópa, útvegum gistingu og leiðsögn.
Dónársigling
Óvenjulegt ferðalag! Við bjóðum t.d. siglingu um Vín
til Búdapest í Ungverjalandi.
Lestarferðlr
Við bjóðum hina vinsælu Eurorail-miöa sem opna þér
nánast allar lestar í Austurríki og Evrópu í lengri eða
skemmri tíma!
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU tS - SIMAR 21400 S 23727