Morgunblaðið - 12.05.1985, Blaðsíða 62
62
MÖRG'UNfeíAÖIÐ, SUNNUDAGUK 12. MAÍ 1985
1
ÞINGBRÉF
eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Fiskeldi á íslandi:
„Villihestur —
á leið í góða haga“
• Heimildir, sem telja verður örugg-
ar, herma, að Jén Helgason, land-
búnaðarráðherra, bafi í handraða
fullsmíðuð frumvarpsdrög til laga
um fiskeldi.
• Talið er að ágreiningur sé milli
landbúnaðar- og sjávarútvegsráðu-
neyta um forsjá í fiskeldismálum.
Forsmtisráðherra hefur gripið inn í
málið og skipað nefnd, í samráði við
þessi tvö ráðuneyti, sem samræma á
sjónarmið og ganga frá endanlegri
frumvarpsgerð um þetta efni.
• Kjartan Jóhannsson og fieiri þing-
menn Alþýðufiokks hafa lagt fram
tillögu til þingsályktunar um aðgerð-
ir í fiskeldismálum, sem fjallar um
fiskeldisnefnd, rannsóknir á fisk-
sjúkdómum, fiskeldisstöð ríkisins
o.fi.
• Stefán Valgeirsson og fleiri þing-
menn Framsóknarfiokks flytja til-
lögu til þingsályktunar um stefnu-
mótun í fiskeldismálum og rann-
sóknir og tilraunir í fiskeldi.
• Fimm þingmenn: Kjartan Jó-
hannsson, Eiður Guðnason, Kristín
Halldórsdóttir, Ellert B. Schram og
Geir Gunnarsson fiytja tillögu til
þingsályktunar um að sjávarútvegs-
ráðuneytið fari með fiskiræktarmál
en ekki landbúnaðarráðuneytið, eins
og nú er.
• Guðmundur Einarsson, Bandalagi
jafnaöarmanna, bar og nýlega fram
á Alþingi fyrirspurn til Jóns Helga-
sonar, íandbúnaðarráðherra, varð-
andi þessi mál, sem ráðherra svar-
aði, og í kjöifar fór hressileg um-
ræða, sem lítillega verður vikið að í
þingbréfi þessu.
Ráðuneyti líkt viÖ póstlúgu
og símaklefa
Hafbeit og fiskeldi hafa reynzt
mörgum þjóðum drjúg búbót, auk-
ið á fjölbreytni í atvinnulífi og eflt
útflutning og öflun gjaldeyris.
Frændur okkar Norðmenn hafa
náð langt í þessu efni og sama má
segja um fleiri. Nokkrir framsýnir
athafnamenn hér á landi hafa um
langt árbil unnið farsæl braut-
ryðjendastörf á þessu sviði og lagt
grunn að því, sem getur orðið
nægtabrunnur í íslenzkum þjóðar-
búskap.
Guðmundur Einarsson (BJ) hélt
því fram á Alþingi í vikunni að
Jón Helgason, landbúnaðarráð-
herra, hafi þegar i höndum full-
smíðuð frumvarpsdrög til laga um
fiskeldi, sem miðuðu að því að
færa fjötra ríkisforsjár á starf-
semina.
Hann líkti framtaksmönnum i
fiskeldi við „villihest utan girð-
ingar, sem fer greitt, og menn
gruni jafnvel að sé á leið í góða
haga; svo geti allt eins farið að
menn græddu á fiskeldinu. Og þá
er náttúrulega um að gera að
koma böndum á hestinn, færa
hann inn í framsóknardilkinn, til
að hafa síðan í fullu tré við hann.“
„Ætlar landbúnaðarráðuneytið
að búa samskonar umgjörð um
fiskeldi," spurði þingmaðurinn,
„og því hefur tekizt að búa til um
landbúnaðinn?" „Því hefur tekizt
að gera bændur að bónbjargar-
mönnum ... sem eiga allt undir
því, hvernig kjaftaklúbbarnir I
Stéttarsambandi bænda og Bún-
aðarfélagi reikna meðaltölin
sín ... Það hefur sýnt sig að Stétt-
arsamband bænda og Búnaðar-
sambandið eru hið raunverulega
landbúnaðarráðuneyti í þessu
landi. Landbúnaðarráðuneytið
sjálft er ekki annað en póstlúga,
eða í bezta falli símklefi, sem tek-
ur við fyrirskipunum frá þessum
háu herrum."
„Það er nauðsynlegt,“ sagði
Guðmundur, „að vita um áætlanir
ráðuneytisins, samkvæmt þessu
frumvarpi um fiskeldi. Það er
nauðsynlegt vegna þess að ég tel
að þetta landbúnaðarráðuneyti
hafi reynzt landbúnaðinum álíka
vel og sláturhús reynast lömbun-
um á haustin."
Hér tekur þingmaðurinn stórt
upp í sig, sennilega of stórt. Ekki
er þó ræða hans öll út í hött.
óhjákvæmilegt er, þegar svo al-
varleg ásökun er borin fram af
ábyrgum aðila á sjálfri löggjafar-
samkomu þjóðarinnar, að viðkom-
andi ráðuneyti geri almenningi
heiðarlega, málefnalega grein
fyrir gangi mála. Við lifum nú
einu sinni á upplýsingaöld.
Viðbrögð ráðherra
Jón Helgason, landbúnaðarráð-
herra, sagði m.a.: „Að þessu verki
var unnið í vetur og drög að frum-
varpi vóru mótuð á vegum ráðu-
neytisins." Ráðherra neitaði því
hinsvegar að hugmyndir væru
uppi um „gífurlegt bákn“, heldur
væri megintilgangurinn með
frumvarpinu „að leita eftir sam-
starfi allra þeirra aðila í þjóðfé-
laginu, sem geti stutt að þessum
málum“.
Ráðherra gat þess að Veiði-
málastofnun færi með fram-
kvæmd laga um lax- og silungs-
veiði. Auk þess stæði ríkið að lax-
eldisstöð I Kollafirði, þ.e. tilrauna-
starfi á þessu sviði. Sett hafi verið
á fót fiskeldisbraut við bænda-
skólann að Hólum. Rannsóknar-
stofnun landbúnaðarins búi yfir
þekkingu á kynbótum vatnafiska.
Dýralæknar sinni fisksjúkdómum
og sjúkdómavörnum. Allir fram-
angreindir aðilar heyri undir
landbúnaðarráðuneytið.
Aðilar utan þess sviðs, sem
landbúnaðarráðuneytið spannar,
hafi ekki síður hagsmuni og þekk-
ingu á þessum vettvangi. Hann
nefndi Hafrannsóknastofnun,
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
og Samtök fiskeldis- og hafbeitar-
stöðva, sem hafi öðlazt mikla
reynslu á þessu sviði.
Vegna alls þessa hafi forsætis-
ráðherra ákveðið að skipa nefnd
„með aðild frá landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðuneytum til þess
að ljúka við frágang þessa frum-
varps...“. Landbúnaðarráðherra
kvaðst og hafa ákveðið að kalla
saman til fundar alla þá aðila,
sem þessi mál varða og tengsl hafi
við landbúnaðarráðuneytið, til
undirbúnings þessu samstarfi.
Guðmundur Einarsson, fyrir-
spyrjandi, var ekki ánægður með
svör landbúnaðarráðherra. Hann
spurði efnislega, hvort rétt væri
að ráðherra hafi fullsmíðað frum-
varp í höndum, sem geri ráð fyrir:
1) að leyfi landbúnaðarráðherra
þyrfti til fiskeldis, 2) að landbún-
aðarráðherra eigi að skipa fiskeld-
isráð til fjögurra ára í senn. Hann
spurði ennfremur, hvort ráðherra
hefði í hyggja að skipa sérstaka
fisksjúkdómanefnd, setja sérstök
lög um slátrun laxfiska, hvort ráð-
herra ætlaði sér það vald að stað-
festa samþykktir frjálsra samtaka
um fiskeldis- og hafbeitarstöðvar
og leggja til að mynduð verði söl-
usamtök á afurðum fiskeldis sem
hafi einokun á sölu afurða erlend-
is.
Við þessum spurningum fengust
ekki hrein svör. Ráðherra sagði
hinsvegar: „Ég held, að það hafi
engar hugmyndir verið uppi um
það í landbúnaðarráðuneytinu að
fara að leggja einhverja fjötra á
þessa starfsemi.“
Fimm hundruö eldisstöövar
í Noregi
Norðmenn, Skotar og Færey-
ingar hafa þegar töluverðan hag
af fiskeldi og hafbeit. Norska ríkið
hefur lagt fram mikla fjármuni til
rannsókna og tilrauna í þessari
atvinnugrein.
í Noregi munu nú starfa rúm-
lega 500 eldisstöðvar og veita á
þriðja þúsund manns atvinnu.
Gert er ráð fyrir því að fiskeldis-
framleiðsla Norðmanna verði 40
þúsund tonn 1985 og 55 þúsund
BAÐHÚSVK)
SAMSTARFSAÐILAR ÓSKAST
Hitaveita Suðurnesja
hefur ákveðið að leita eftir samstarfsaðilum
um byggingu baðhúss við Bláa lónið í Svartsengi.
Ennfremur gæti verið um rekstur eða rekstraraðild að ræða.
Þeir aðilar sem áhuga hafa á þessu máli tilkynni það til
Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36, 260 Njarðvík, fyrir 1. júní 1985.
HITAVEITA SUÐURNESJA