Morgunblaðið - 12.05.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1985
41
Krabbamein:
Hvítar konur hafa
mestu lífslíkurnar
AtUnla, Georgiu, 10. mni. AP.
ATHUGANIR, sem stodiö hafa í átto
ár, leiöa í Ijós, að þeir, sem líklegast-
ir eru til að komast yfir krabbamein,
eru hvítir menn og þá einkum kon-
ur.
{ könnuninni, sem Bandaríska
krabbameinsstofnunin annaðist,
voru athugaðir 400.000 krabba-
meinssjúklingar á árunum
1973—79 og var fylgst með hvern-
ig þeim reiddi af fram yfir 1981.
Af þessum hópi voru 350.302 hvítir
menn, 8.622 af suður-amerískum
ættum, 30.253 svertingjar, 1.264 af
indíánaættum, 3.048 af kínversk-
um ættum, 5.030 af japönskum,
2.355 af filipískum og 1.878 ættað-
ir frá Hawaiieyjum.
Vísindamennirnir höfðu það í
huga, að sá væri búinn að komast
yfir krabbameinið, sem lifað hefði
i fimm ár án þess, að meinið tæki
sig upp aftur, og var niðurstaðan
sú, að hvítar konur hafa mestar
lífslikurnar. Standast þær sjúk-
dóminn betur en hvítir karlar og
það sama á raunar við um svartar
konur, sern eru sterkari en svartir
karlar. Hvítir karlar koma svo
aftur betur út en svartir karlar
hvað varðar flestar tegundir
krabbameins. Það krabbamein,
sem auðveldast er viðureignar, er
krabbamein í skjaldkirtli en af því
læknast 91% allra sjúklinga, en
viðsjárverðast er krabbamein í
vélinda, lifur og brisi en af því
læknast aðeins 9% sjúklinga.
Myndlistar-
sýning í
Gerðubergi
SÝNING á verkum nemenda
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands verður opnuð í Gerðubergi í
dag, sunnudag, kl. 16. Sýningin er
haldin á vegum SALÍ, samstarfs
listanema á Islandi. Sýningin
verður opin alla daga frá kl. 16 til
22 og stendur til 17. júní. Aðgang-
ur er ókeypis og athygli er vakin á
því að leiðir 12 og 13 stansa fyrir
framan Gerðuberg.
(FréiUtilkjHHÍng)
Ert þú
umsjónarmaður sparibauksins á vinnustaðnum,
fjárhaldsmaður, fjármálastjóri, sparifjáreigandi,
eða þarft þú að varðveita fé á góðan og öruggan hátt?
¥íd gerum þér sérstakt tílboð:
Reynist meðalinnstæða á Bónusreikningi, á árinu 1985, 500.000 kr. eða hærri
verður 2% Vaxtabónus lagður við þann Bónusreikning.
Vaxtabónus reiknast af samanlögðum áunnum verðbótum og vöxtum á árinu 1985
og verður lagður við þá Bónusreikninga, sem uppfylla ofangreind skilyrði,
þann 20. jan. 1986.
Tilboðið gildir fyrir alla þá sem eiga nú fé á Bónusreikningi eða stofna Bónusreikning
fyrir 15. maí nk.
Ársávöxtun á Bónusreikningi
jan. - mars 1985 var =
Með Vaxtabónus
hefði hún orðið =