Morgunblaðið - 12.05.1985, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 12.05.1985, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MAl 1985 Þannig lítur nedanjarðarmannvirkið við Blöndu út í stórum dráttum. (1) Vatnsinntak, um 250 metrar á lengd. (2) Stöðvarbús. (3) Flæði- göng. (4) Aðkomugöng, rúmlega 800 metra löng. (5) Aðkomusalur. (6) Manngangur þar sem einnig verða rafmagnskaplar frá stöðvarhúsinu. (7) Frárennslisgöng. (8) Frárennslisskurður. (9) Aðkomuvegur að frárennsli. (10) Stjórnstöð og tengivirki. (11) Háspennulínur. Krafttak sf. leggur til öll tæki sem notuð eru við verkið og er þessi hluti verksins allur undir stjóm Krafttaks sf. Landsvirkjun er hins vegar ábyrg fyrir öllum teikningum. Hönnum mannvirkis- ins var á höndum Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen en bygginga- stjóri fyrir Landsvirkjun er Sveinn Þorgrímsson verkfræðing- ur. Vinnuhringurinn — Hvernig er vinnunni hagað hérna? Hér er unnið nærfellt allan sól- arhringinn. Unnið er á tveim tíu tíma vöktum — önnur vaktin er frá kl. 6 til 16 en hin frá kl. 16 til 2. Þannig er unnið sex daga vikunn- ar, en venjulega liggur öll vinna niðri á sunnudögum. Íslendingarir vinna tvær vikur samfellt en hafa frí þá þriðju. Norðmennirnir vinna hins vegar 4 vikur samfellt en hafa svo 2ja vikna frí. Þeir fljúga þá til Noregs. Það tekur venjulega um 4 klst. að bora fyrir sprengiefninu og hlaöa því. Bora þarf samkvæmt ákveðinni forskrift þannig að sprengingin rjúfi bergið þannig að göngin haldi reglulegri lögun. Göngin lengjast um 4 metra við hverja sprengingu. Eftir sprengingu þarf að bíða í hálftíma uns loftað hefur verið út úr göngunum. Þá er farið inn og losað um laust grjót í lofti hvelf- ingarinnar þar sem sprengt hefur verið. Svo er grjótruðningnum mokað upp með hjólaskóflu og lestað á trukka í útskotum sem gerð hafa verið í aðkomugöngun- um. Svo er hreinsað aftur úr loft- inu til öryggis. Síðan er farið með steypusprautubílinn inn aðkomu- göngin og honum ekið fast að „stafninum", þ.e. innst í göngin. Svo er steypu, sem oft er styrkt er með stálnálum, sprautað um loft og veggi hvelfingarinnar sem sprengd hefur verið til að styrkja hana. Norðmennirnir sem hér vinna eru vanir betri jarðlögum, en þeir hafa allir einnig langa reynslu af gerð vega- og lesta- ganga i Noregi. Vatnsleki hefur verið tölverður í göngunum og meiri en gert var ráð fyrir. Það eru um 700—800 lítrar á mínútu sem við verðum að dæla út úr göngunum, en stundum hefur það verið meira. Þá verður að sjálfsögðu að dæla miklu lofti inn í göngin því þar eru sífellt á ferðinni stór tæki sem menga loft- ið töluvert. Það tilheyrir einnig okkar verki að steypa upp stöðvarhúsið, sem verður á þrem hæðum. Við áætl- um að til þess fari um 6 þúsund rúmmetrar af steypu og um 200 tonn af járni. Er við steypum það upp munum við vinna í samvinnu við þá sem setja niður vélarnar. Vegagöng á íslandi? — Nú hefur verið talað um að með þessari tækni sem hér er not- uð væri hagkvæmt að gera vega- göng, t.d. á Vestfjörðum og Norð- urlandi. Maður hefur nú lítið hugsað út i það, en óneitanlega virðist þetta góður kostur við gerð vega. Við erum hér með öll þau tæki sem þarf til að gera svona göng, og að loknu þessu verki verðum við komnir með reynslu til að taka að okkur svona verk upp á eigin spýt- ur. En að sjálfsögðu er það stjórn- málamannanna að ákveða hvað gert verður. — bó. Trukkur ekur inn í aðkomugöng Blönduvirkjunar. Fyrir ofan hann sést stokkurinn sem hafður er til að flytja hreint loft í göngin. 65 Firmakeppni Knattspyrnudeild Hauka hyggst halda firmakeppni í knattspyrnu á Hvaleyrarholtsvelli dagana 17,—19. maí nk. ef næg þátttaka fæst. Þátttökutilkynningar skulu tilkynntar í síma 54403 og 51907 fyrir kl. 20.00 nk. fimmtudag 16. maí. LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUSTARFSMANNA . Bygging orlofshúsa Landssamband íslenskra samvinnustarfsmanna hefur ákveöiö aö reisa allt aö 10 orlofshús í landi Breiöumýrar í Reykjadal á næsta ári. Því eru þeir aðilar sem áhuga hafa á aö byggja slík hús beönir aö senda sem fyrst upplýsingar um stærö, verö, gerö og hugsanlegan afgreiöslutíma til Guömundar Loga Lárussonar, Landssambandi íslenskra samvinnustarfsmanna, sími 96-21900, Glerárgötu 28, 602 Akureyri. 30°: afsláttur Við veitum 30% afslátt af bamamyndatök- um með 12 prufumyndum og 2 13x18 cm stækkunum. Verð með afslætti er kr. 3.400.— Tilboðið stendur aðeins út maí. Pantið tíma strax. bama&fþlskyldu- Ijðsmyndir A usturstræti 6, sími 12644.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.