Morgunblaðið - 12.05.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.05.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1985 37 Vatn er leidur vökvi sem að varast ber. í viskíblandi drekkandi í neyð það er. Afskaplega væri nú gaman ef maðurinn kæmist af án meiri vatnsnotkunar en greinir í gam- anljóði Sigurðar Þórarinssonar. Það mundi leysa margan vanda mannkyns. Hungursvæðin í Afr- íku ekki blasa við á skjánum, eftir að náttúran hefði orðið undan álaginu af mannfjöldan- um og hringrás vatnsins aftur komin f skaplegt horf. Varla þurfum við hér á eyju norður í Atlantshafi að hafa áhyggjur af þurrki meðan vatnið gusast óþarflega titt úr lofti, lækir skoppa og árvatnið fossar um allar hlíðar. Og þó! Ætli við, arkitektar okkar eigin framtíð- ar, getum ekki jafnvel fordjarfað það? Bara alveg óvart, eins og krakkarnir segja. Aðvörunarbjalla klingdi í koll- inum undir tali Þórodds Sigurðs- sonar vatnsveitustjóra, er hann tók að nefna kuldaþolnar bakt- eríur í vatni, sem að vísu hefðu lítt plagað hér í drykkjarvatni nema í einu kauptúni og á einum sveitabæ. Væru raunar ekki lifshættulegar en til ama í melt- ingarfærum. Hann var að hvetja sveitarstjórnarmenn á höfuð- borgarsvæðinu til þess að fara varlega með öll efni á vatnsöfl- unarsvæðum, ekki sist þar sem gljúp hraun eru og sprungubelti. Til dæmis hér í Heiðmörkinni þar sem borvatn er tekið við af Gvendarbrunnavatni fyrir Reykvíkinga. Þetta er vitanlega mál sem menn verða að vera sér meðvit- andi um, ekki sist ef um er að ræða vatn fyrir helming þjóðar- innar. Þegar fólkvangur tók til starfa með skiðasvæði i Bláfjöll- um, þaðan sem vatnið úr þessu mikla úrkomusvæði hripar niður í gegnum hraunin og undir þeim niður á vatnsbólasvæðið, voru frá upphafi gerðar ráðstafanir til að flytja með sogbilum allt skolp úr tönkum i holræsakerfi Reykjavíkur. Og var svo gert með ærnum kostnaði þar til lögð var skolplögn frá nýja skálanum út fyrir vatnsverndarsvæðið. Enda ekkert vit að eiga á hættu að fá gerla i drykkjarvatn hálfr- ar þjóðarinnar með úrgangi frá fólki eða húsdýrum. Þetta land er nefnilega svo ungt og hrip- lekt. Getur valdið nokkrum vanda þar sem útivistarsvæði eru á vatnsöflunarstöðum. í landi þar sem helst þarf að setja lík undir hvert tré ef það á veru- lega að dafna, sbr. gróðurinn í kirkjugörðunum, er óneitanlega freistandi að demba ómældum húsdýraáburði undir hvert gróð- ursett tré. Ætli ekki megi finna einhverja aðra aðferð þar sem vatnsból eru undir, nú á trjá- ræktarári? En hvað munar svosem um skaðlitlar bakteríur eða vægar magakveisur þegar litið er til annars þess sem dembt er i gljúp hraunin? Árni bóndi i Garði í Mývatnssveit skrifar svo í grein i þessu blaði um setið sem dælt er í þró i kisilgúrverksmiðju: „Þar sest hluti setsins, afgang- urinn rennur niður í hraunið og er kominn eftir 7,Í4 daga niður í vatnið aftur. Setinu úr þrónni er síðan dælt inn í verksmiðjuna hvern dag ársins, en í leiðinni er blandað 100 tonnum á ári af brennisteinssýru í setið, sem þar næst er síað í þar til gerðum siu- dúk og affallið látið fara sömu leið í Mývatn og fyrra grugg, en nú að viðbættri sýrunni. Af síu- dúknum fer svo setkakan áfram og er þá bætt í hana 27 tonnum á viku af eitursóda eða um 1400 tonnum á ári. Einhvern veginn fer að læðast inn i grun þeirra, sem til vesalinga eru taldir að drykkurinn sé þarna tekinn að verða lítt hollur. Eitt efni enn er notað i verksmiðjunni og fer þarna með. Þar á ég við oliueyð- inn Sator. í verksmiðjunni eru notaðar þó nokkrar tunnur af honum á hverju ári, 200 litrar hver. En efni þetta gengur i samand við vatn og er því mörg- um sinnum hættulegra en olía, þar sem allt vatn er kemst i snertingu við efnið verður oliu- mengað. Þetta efni er svo eitrað að víða erlendis er það bannvara, en þykir hér gott fyrir lífríki Mývatns." Efnafræðingurinn Vésteinn og fræðari minn lét okkur stelpur á rannsóknastofunni hjá sér á hjalteyri á sinum tima fara með meiri gát en þetta með brenni- steinssýruna, enda brenndi ýr- ingurinn af henni óspart fallegu hvitu sloppana okkar, ef ekki var að gætt. Þvi detta nú af mér dauðar lýs, ef eiturefnum er bara reglulega hleypt niður i hraunin og enginn veit hvert þau fara. Einhvern tíma ku réttir að- ilar hafa ætlað að fara að athuga málið. En svo kom gos í Kröflu. Málinu var frestað meðan óvissa ríkti á staðnum. En haldið áfram að setja þessi efni ofan i hraunin. Enda hafa menn ekki orðið þeirra varir. Minnir mig á góðan mann sem sagði þegar bent var á að þyrlaðist sjór úr útrásum skolpröranna í fjöru- borðinu í Reykjavík inn yfir bæ- inn þegar hvessir og vísast með veirum í: „Kjaftæði!" sagði sá góði maður, „ég er alinn upp hér í Skuggahverfinu og aldrei hefi ég séð neinar veirur!“ Það sem maður sér ekki með berum aug- um er vitanlega ekki til. En slíkt á til að síga á meðan allir loka augum. Nýlega sá Gáruhöfundur í fyrsta skipti með eigin augum deyjandi tré vegna súra regnsins — sem eng- inn sér sýruna í. Þarna stóöu í skógi þessi gömlu stóru tré sem í áratugi höfðu baslast við að ná slíkri stærð. Þegar maður hafði lært að þekkja sjúkdómsein- kennin fór ekki á milli mála hve mörg þeirra voru farin að láta á sjá. Toppurinn orðinn rúnnaður, greinarnar lafandi slappar niður, barrið gulnað sem á hausti þótt vor væri í lofti. Þetta er líka haustboði. Eitt og eitt tré í lundinum þegar dautt. Þetta var dapurleg sjón. Enginn sá þetta koma. Nú er ekki hægt að bjarga þessum trjám. Kannski ekki öllum skóginum. Svona geta hlutirnir læðst að þeim sem ekki ugga að sér. Það er vist lifið. En ósköp er það dapurlegt. En skrælna úr þurrki ég vist ei vil. Og þá er líklega eins gott að við, arkitektar framtíðarinnar, förum ekki að miga i brunninn okkar eins og garpur sá i Gerplu er mestur þótti um Vestfirði, Butraldi Brúsason, er meig í brunn bónda að gistilaunum, svo eigi varð vatn nýtt. 4 Peningamarkaðurinn GENGIS- SKRÁNING 9. maí 1965 Kr. Kr. Toll- Ein. KL 09.15 Knup Sala 1 Doflari 42,000 42,120 42,040 ISLpund 51,618 51,765 50,995 Ksn. dolhri 30,424 30311 30,742 1 Dönskkr. 3,7234 3,7340 3,7187 1 Norsk kr. 4,6486 4,6619 4,6504 lSenskkr. 4,6238 4,6370 4,6325 1 Fl mark 6,4536 6,4720 6,4548 1 Fr. fnnld 4,3933 4,4059 43906 1 Bdg. fraaki 0,6651 0,6670 0,6652 1 Sv. franld 153760 15,9214 15,9757 1 lloll. gyllini 113678 11,9017 113356 f V-þ. nurk 133971 13,4354 13,1213 lÍLlíra 0,02105 0,02111 0,02097 1 Ansturr. sch. 13992 1,9046 1,9057 1 PorLesmdo 03340 03347 03362 ISp.pesetí 03375 03381 03391 1 Jip-yen 0,16636 0,16684 0,16630 1 írskt pund SDR. (Séret 41311 41,930 41,935 dráttaiT.) 41,4340 413524 413777 1 Belg. franki 0,6617 0,6636 > INNLÁNSVEXTIR: Sparisjóðsbækur____________________ 24,00% SparifjóðtrfHkninoar imö 3ja minaóa uppsögn Alþýöubankinn................ 27,00% Búnaöarbankinn............... 25,00% lönaöarbankinn1!............. 25,00% Landsbankinn................. 25,00% Samvinnubankinn.............. 27,00% Sparisjóöir3*................ 25,00% Útvegsbankinn................ 25,50% Verzlunarbankinn............. 27,00% maö 6 mánaöa uppsðgn Alþýóubankinn................ 30,00% Búnaöarbankinn............... 29,50% lönaöarbankinn1)..............31,00% Samvinnubankinn.............. 31,50% Sparisjóöir3*................ 28,50% Útvegsbankinn................ 29,00% Verzlunarbankinn............. 30,00% meö 12 mánaöa uppsögn Alþýðubankinn................ 32,00% Landsbankinn................. 28,50% Sparisjóöir3*..................3230% Útvegsbankinn................ 30,50% maö 18 mánaöa uppsögn Búnaðarbankinn............... 37,00% Innlánaakirteini Alþýöubankinn................ 30,00% Búnaöarbankinn...... ........ 29,50% Samvinnubankinn............. 31,50% Sparisjóöir.................. 30,00% Útvegsbankinn..................3030% Verðtryggöir reikningar miðað viö lánakjaraviaitölu maö 3ja mánaöa uppaögn Alþýöubankinn.................. 4,00% Búnaöarbankinn.................. 230% lónaðarbankinn11............... 2,00% Landsbankinn........ 130% Samvinnubankinn................ 1,00% Sparisjóöir3>.................. 1,00% Útvegsbankinn.................. 2,75% Verzlunarbankinn............... 1,00% maö 6 mánaöa uppsögn Alþýöubankinn.................. 6,50% Búnaöarbankinn................. 3,50% lönaðarbankinn1*............... 3,50% Landsbankinn................... 3,50% Samvinnubankinn................3,50% Sparisjóöir3'................... 330% Útvegsbankinn.................. 3,00% Verztunarbankinn............... 2,00% Ávísana- og hlaupareikningar: Alþýöubankinn — ávisanareikningar....... 22,00% — hlaupareikningar........ 16,00% Búnaóarbankinn................. 12,00% lónaóarbankinn................. 11,00% Landsbankinn................... 12,00% Samvinnubankinn — ávisanareikningar....... 19,00% — hlaupareikningar........ 12,00% Sparisjóöir.................... 18,00% Útvegsbankinn.................. 12,00% Verzlunarbankinn............... 19,00% Stjömureikningar Alþýðubankinn2*................ 8,00% Alþýöubankinn..................9,00% Safnlán — heimilialán — IB-lán — plúalán meö 3ja til 5 mánaöa bindingu lönaöarbankinn............... 25,00% Landsbankinn................. 25,00% Sparisjóöir.................. 25,00% Samvinnubankinn.............. 27,00% Útvegsbankinn................ 25,50% Verzlunarbankinn............. 27,00% 6 mánaöa bindingu eöa lengur lönaöarbankinn............... 28,00% Landsbankinn................. 25,00% Sparisjóöir.................. 28,50% Útvegsbankinn................ 29,00% Verztunarbankinn............. 30,00% 1) Mánaðartega er borin aaman áraávöxtun á verötryggöum og óverötryggöum Bönua- reikningum. Áunnir vextir veröa leiðréttir í byrjun luaata mánaöar, þannig aö ávöxtun Utvegsbankinn................. 10,00% veröi miðuö viö þaö reikningaform, aem Verztunarbankinn.............. 10,00% tuerri ávðxtun ber á hverjum tíma. 2) Stjömureikningar eru verötryggðir og ÚTLÁNSVEXTIR: geta þair aem annaö hvort aru ektri en 64 ára Almennir víxlar, forvextir eöa yngri en 16 ára atotnaö alíka reikninga. Landsbankinn.....................294» Sérboð óbondid fé* Landsbanki, Kjörbók: ..... Útvegsbanki, Abót: ....... Búnaöarb., Sparib. m. sérv. Verzlunarb., Kaskóreikn: ... Samvinnub., Hávaxtareikn. Alþýöub., Sérvaxtabók: .... Sparisjóöir, Trompreikn: ... Bundiöfé: Iðnaöarb., Bónusreikn: ... Búnaðarb., 18 mán. reikn: . VaxteMOr. VerMrygg,- tarelur veete Nafnvsxtlr (úttsktargj.) tfmabll og/söa vsrðbóta 32,5 2,1 3 mán. 1 áári . 24-32,8 1 mán. 1 áári 33,0 1.8 3 mán. 1 áári . 24-33,5 3 mán. 4 áári . 24-32,5 3 mán. 1 áári . 30-36,0 3mán. 2 áárí 3,5 4 á ári 31,0 1 mán. Allt aö 12 á ári 37,0 6mán. 2 á ari Innlendir gjokhiyritrwkninjgr BandaríkjadoHar Alþýðubankinn.................9,50% Búnaöarbankinn.................84»% lónaðarbankinn................8,00% Landsbankinn..................8,00% Samvinnubankinn................84»% Sparisjóöir...................8,50% Útvegsbankinn.................8,00% Verzlunarbankinn..............7,50% Steríingapund Alþyöubankinn.................9,50% Búnaóarbankinn............... 12,00% lönaöarbankinn..... ........ 11,00% Landsbankinn.................13,00% Samvinnubankinn.............. 13,00% Sparisjóöir.................. 12,50% Utvegsbankinn................ 12,00% Verzlunarbankinn.............10,00% Veetur-þýak mörk Alþýöubankinn..................44»% Búnaðarbankinn................5,00% lönaöarbankinn............... 5,00% Landsbankinn................. 5,00% Samvinnubankinn...............5,00% Sparisjóöir.................. 5,00% Útvegsbankinn.................5,00% Verzlunarbankinn..............4,00% Dantkar krónur Alþýöubankinn................. 930% Búnaóarbankinn............... 10,00% lönaöarbankinn............... 8,00% Landsbankinn.................10,00% Samvinnubankinn..............10,00% Sparisjóðir..................10,00% Útvegsbankinn.................. 304» Búnaöarbankinn.................29,50 lónaöarbankinn.................29,50 Verzlunarbankinn................314» Samvinnubankinn.................314» Alþýöubankinn..................31,00 Sparisjóðimir..................30,50 Viötkiptevixlar Alþýöubankinn................ 32,00% Landsbankinn................. 30,00% Búnaöarbankinn............... 30,50% lönaöarbankinn............... 32,00% Sparisjóðir...................31,50% Samvinnubankinn.... ......... 32,00% Verzlunarbankinn............. 32,00% Útvegsbankinn................ 32,00% Yfirdráttarián af hlaupareikningum: Landsbankinn...... ...........30,00 Utvegsbankinn..................31,00 Búnaöarbankinn ................30,50 lónaöarbankinn.................32,00 Verzlunarbankinn...............32,00 Samvinnubankinn................32,00 Alþýöubankinn................. 32,00 Sparisjóöimir..................31,00 Endurteljanleg lán tyrír innlendan markaö______________26415% lán í SDR vegna útflutningtframl...... 10,00% Skuldabréf, almenn: Landsbankinn...................32,00 Útvegsbankinn..................33,00 Búnaöarbankinn................ 32,00 lönaðarbankinn.................34,00 Verzlunarbankinn.............. 33,00 Samvinnubankinn................ 344» Alþýöubankinn................. 34,00 Sparisjóöimir................. 32,50 Viötkiptatkuldabráf: Utvegsbankinn................ 34,00 Búnaöarbankinn.................33,00 Verzlunarbankinn............... 354» Samvinnubankinn................35,00 Sparisjóöimir------------------33^50 1/ntAtnmnft IX— „Jl veroiryggo lan mioao vio lansKfaravisnoiu í allt aö 2% ár...................... 4% lengur en 2V4 ár....................... 5% Vanskilavextir_________________________48% ^---‘tmnnli -L-U.L-H uveroiryggo tKuioaDref utgefm fyrir 11.08.’84.............. 344»% Lífeyrissjóðslán: Lifeyrittjóöur ttarítmanna ríkitint: Lánsupphæö er nú 300 þúsund krónur og er lániö vísitölubundiö meö láns- kjaravísitölu, en ársvextir eru 5%. Lánstími er allt aö 25 áir, en getur veriö skemmri, óski lántakandl þess, og eins ef eign sú, sem veö er í er lítilfjörteg, þá getur sjóðurinn stytt lánstímann. Lífeyrittjóöur verzlunarmanna: Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö lifeyrissjóönum 168.000 krónur, en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast viö lánið 14.000 krónur, unz sjóösfélagi hefur náö 5 ára aöild aö sjóönum. A tímabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfllegrar láns- upphæöar 7.000 krónur á hverjum árs- fjóröungi, en eftir 10 ára sjóösaölld er lánsupphæöin orðin 420.000 krónur. Ettir 10 ára aöild bætast vlö 3.500 krón- ur fyrir hvern ársfjóröung sem líöur. Því er í raun ekkert hámarkslán í sjóönum. Höfuöstóll lánslns er tryggöur meö lánskjaravisitölu, en lánsupphæöln ber nú 5% ársvexti. Lánstiminn er 10 til 32 ár aó vali lántakanda. Þá lánar sjóöurinn meö skilyröum sérstök lán til þeirra, sem eru eignast sína fyrstu fasteign og hafa greitt tll » - sjóösins samtellt i 5 ár, kr. 460.000 til 37 ára. Lánskjaravisitalan fyrir maí 1985 er 1119 stig en var fyrir apríl 1106 stig. Hækkun milll mánaöanna er 1,2%. Mió- aö er við vísitöluna 100 í júní 1979. Byggingavfsitala fyrir apríl tll júní 1985 er 200 stig og er þá miöaó vlö 100 í janúar 1983. Handhafaskuldabréf f fasteigna- viöskiptum. Algengustu ársvextlr eru nú 18-20%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.