Morgunblaðið - 12.05.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MAl 1985
9
HUGVEKJA
Bænadagur,
börn og bjór
- eftir séra HEIMI STEINSSON
JAáli þessu er löngum drepið á dreif
með orðskrúði um aukaatriði. Hér er í
raun aðeins um eitt að rœða: Er tíma-
bœrt að veita landsmönnum aðgang að
fjölbreyttari vímugjöfum, en tíðkazt
hafa? Já eða nei. “
Vorið fer um landið. Á kvöldin
hneggjar hrossagaukurinn yfir
höfði mér. Að morgni signa þau
sig á Þingvallahlaði, lóan og spó-
inn. Aðrir sumargestir eru á
kreiki um helga velli við öxará:
Skólabörn í fylkingum, fróð-
leiksfúsir útlendingar og hugalir
heimamenn úr öllum landsfjórð-
ungum. Enginn asi er á gróðrin-
um. En menn og málleysingjar
eru teknir að fagna sumri og
hugsa til hreyfings á björtu
dægri. Raunar hefur veturinn
allur verið á sömu bókina lærð-
ur: Götur greiðar, messusókn
með ágætum og samfélag innan
sveitar ríkulegt og vinhlýtt.
Gestakomur yfir heiði óslitnar
vetrarlangt.
Um þetta allt verð ég að skrifa
sérstaka hugleiðingu seinna. í
dag er bænadagur hinnar is-
lenzku þjóðkirkju. Prestur getur
ekki leyft sér að láta gamminn
geisa. Hann hlýtur að halda sig
við kirkjuárið, enda er það ekki
aðeins skylt, heldur einnig ljúft.
Bænin má aldrei
bresta þig
Guðspjöll dagsins fjalla um
bænina: Bæn í Jesú nafni (Jóh.
16:23—30), æðstaprestsbæn Jesú
(Jóh. 17:1—19) og bæn hins
óþreytandi eljumanns, er ekki
lætur „verk Guðs“ niður falla:
„Biðjið, og yður mun gefast, leit-
ið og þér munuð finna, knýið á,
og fyrir yður mun upp lokið
verða." (Lúk. 11:5-13.)
Hér hefur að undanförnu
þráfaldlega verið talað um til-
beiðslu kirkjunnar i heilagri
messu. Vera má, að einhliða
áherzla á það hið opinbera helgi-
hald geti misskilizt. Nú skal sá
misskilningur leiðréttur: Bæn í
einrúmi er kjarni og þungamiðja
allrar lifandi trúariðkunar, upp-
spretta trúar, næring hennar og
aflgjafi. Jesús segir: „En þegar
þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í
herbergi þitt, loka dyrunum og
biðja föður þinn, sem er í leyn-
um. Faðir þinn, sem sér í leyn-
um, mun umbuna þér.“ Hér er
einvera með Guði höfuðatriðið.
Einu má gilda um vistarveruna.
Hún getur allt eins verið háfjall
eins og herbergi. Þú ert í bæn
þinni á tali við Guð, og það eitt
skiptir máli.
Bænin er reyndar hreyfiafl
alls lífs. í bæn þinni leggst þú á
sveif með því lífgefandi afli, er
skapar og endurnærir, byggir
upp og endurreisir fallinn mann,
gefur honum nýja tilveru, fyrst
þessa heims, síðan um aldur,
handan grafar og dauða.
Ef þú neitar þér um að biðja,
hrindir þú frá þér hönd almætt-
isins. Það er mjög heimskulegt.
Sjálfur ert þú lítils megnugur.
En Guði er ekkert ómáttugt. í
samvinnu við Guð eru lítil tak-
mörk fyrir því, hve langt þú get-
ur náð.
Andans andardráttur
Stundum eru menn að gera sig
merkilega, þegar talið berst að
bæn og annarri trúariðkun: „Þú
ert einungis að tala við sjálfan
þig, góði,“ segja þeir. „Bænin er
aðeins kröftug sjálfssefjun, og
þar með sjálfsblekking.“
Þegar slíkur hégómi fer á loft
í máli manna, mætti svara á
sama veg og skáldið forðum:
„Annað eins hefur maður nú
heyrt.“ Það er reyndar spaugi-
legra en orð frá lýst, hvernig
trúarandstæðingar þráfaldlega
þykjast vera að upplýsa trú-
hneigða menn um sundurleit-
ustu efni, sem hinir síðarnefndu
fyrir löngu hafa horfzt í augu
við, gert upp hug sinn til og vís-
að til verðskuldunarstaðar. Mað-
ur getur jafnvel enn þann dag í
dag hitt fyrir „raunvísindalega"
þenkjandi fólk, sem stendur í því
að jagast um sköpunarsögu Bibl-
íunnar og þróunarkenninguna.
Kristnum mönnum hefur ver-
ið það ljóst á öllum öldum, að
bænin er „eintal sálarinnar”. Þá
er þess reyndar jafnharðan að
geta, að „eintal sálarinnar“ er
einstaklega hollt hverjum
manni, a.m.k. miklum mun holl-
ara en allt það skvaldur, sem
hríslast um hlustir fólks frá
morgni til miðrar nætur á öld
fjölmiðlunar og úrsérsprottinna
almenningstengsla.
Sagt er, að til séu börn, sem
ekki læra kvöldbænir. Ástæðu-
laust er að atyrða nokkurn fyrir
það. Við lifum á ráðvilltri öld, og
það er eðlilegt, að einstaklingar
ruglist í ríminu. En ef þú hetur
umsjón með barni um þessar
mundir, lesandi góður, litlu
barni innan skólaaldurs, bið ég
þig að geu það fyrir þetta barn
að lesa með því í kvöld eina litla
bæn, vers; þú kannt þetta, ef þú
rifjar það upp. Minnstu þess, að
slíkt „eintal sálarinnar" getur
orðið barninu drýgri kjölfesta
síðar á ævinni en allt annað. Og
hvað skyldi þetta litla barn taka
fram úr hugskoti sínu, þegar það
er orðið gamalt og ætlar að fara
að deyja, ef það hefur aldrei lært
að fara með bæn?
En áður en skilizt er við bæn-
ina með „eintal sálarinnar“, skal
hitt áréttað, en fyrr var sagt:
Þegar þú horfir í eigin barm í
einlægri bæn, skyggnist þú i
gegnum þá hulu, er hvílir yfir
fallinni veröld. Þú horfist í augu
við Guð, hann, sem býr að baki,
ofar. Vera má að þér þyki þú
ekki öðlast bænheyrslu í svip. En
þú tengist Guði, hinzta grunni
alls, sem er. Þau tengst eru í
sjálfu sér þýðingarmesta bæn-
heyrslan. „Sá andans andar-
dráttur sé óslitandi þáttur á
milli mín og þin,“ segir séra
Valdimar Briem, þegar hann tal-
ar við Guð um bænina. Þau orð
eru vissulega sönn.
Láttu ekki koma til sam-
bandsslita milli þin og Guðs. Það
væri verst fyrir þig sjálfan, en
um leið ósigur fyrir allifið, sem
þér er ætlað að leggja lið, þótt í
litlu sé.
Gleymdu heldur ekki að biðja i
Jesú nafni. Frelsarinn hefur
sjálfur stór orð um þess konar
bæn, eins og þú getur lesið í áður
nefndu fyrsta guðspjalli þessa
dags.
Fyrirbænarefni
Biskup íslands hefur boðið
prestum sínum að biðja fyrir
börnum á þessum degi, þessu ári
æskunnar. Við biðjum öll saman,
kristnir menn. 011 erum við
skírð til nafns föður, sonar og
heilags anda. Öllum er okkur
prestdómur ætlaður. Þar af leið-
andi tökum við undir bænir
kirkjunnar einum rómi.
Við biðjum fyrir fæddum
börnum og ófæddum. Þar með
biðjum við sérlega fyrir þeim
foreldrum, sem eiga barn i
vændum. Við biðjum Guð að
greiða götu þeirra og leysa hvern
vanda. Við biðjum hvert annað
að leggja einstæðingum lið.
Verðandi móðir er e.t.v. örvænt-
ingarfull vegna þess, hve illa
stendur á fyrir henni fjárhags-
leg og á annan máta. Við biðjum
fyrir þessari móður. Og við
hvetjum kristna menn til að
taka höndum saman um að
hjálpa henni, svo að hún þurfi
ekki að láta sér til hugar koma
að grípa til örþrifaráða.
Barn í móðurkviði á sér sama
tilverurétt og ég og þú, einnig á
fyrstu mánuðum meðgöngutím-
ans. Við brjótum lög og leikregl-
ur lífsins sjálfs, ef við bindum
endi á æviferil barnsins. Þetta er
óumdeilt, öllum kunnugt og
hverjum manni, karli og konu,
jafn logandi sár vitneskja. En
það er rangt að veitast að þeim
smælingja, sem í neyð sinni
kveður upp örvæntingardóm yfir
barni sínu, einkum þegar það er
haft í huga, að landslög heimila
dóminn og sprenglærðir menn
taka að sér að framfylgja hon-
um.
Umræða um svonefndar „fóst-
ureyðingar" á að hefjast með að-
gerðum allra kristinna mann í
kristnu samfélagi, aðgerðum er
tryggja tilveru móður og barns,
foreldranna, fjölskyldunnar.
Sundurleitustu þættir fléttast
hér hver í annan. En lausnarorð-
ið er samhjálp, samhjálp í nafni
Jesú Krists, sem ekki vill, að
nokkur maður deyi, heldur að
hver og einn snúi sér til Guðs og
lifi að eilífu.
Bjór á ári æskunnar?
Ætla íslendingar að fagna ári
æskunnar með því að lögleiða
sterkan bjór? Margt bendir til,
að svo geti farið, jafnvel á næst-
unni, núna, á þessu bjarta vori,
meðan hrossagaukurinn hneggj-
ar og spóinn vellir sinn graut.
Tæpast verður hjá því komizt
að nefna mál þetta á bænadegi,
sem helgaður er börnum.
Reynsla annarra þjóða bendir
til, að áfengisneyzla barna og
unglinga vaxi til muna, þegar
áfengt öl er innan seilingar.
Engin dæmi eru um það, að bjór-
inn stuðli að bindindissemi með-
al æskufólks fremur en annarra.
Máli þessu er löngum drepið á
dreif með orðskrúði um aukaat-
riði. Hér er í raun aðeins um eitt
að ræða: Er tímabært að veita
landsmönnum aðgang að fjöl-
breyttari vímugjöfum en tíðkazt
hafa? Já eða nei.
önnur efni eru á lofti höfð:
„Þýðingarlaust er að reyna að
stöðva þróunina," segja sumir.
„Krárnar eru komnar, að
ógleymdri fríhöfninni, heima-
brugginu og smyglinu."
Kránum væri unnt að loka,
með lagasetningu, ef ekki vill
betur til. Og frihöfnin, heima-
bruggið og smyglið eru smámál I
samanburði við þá ölgerð og
dreifingu, sem nú er á döfinni.
Er ekki svo, kæru, viti bornu
menn?
Við biðjum fyrir æsku þessa
lands, á almennum bænadegi. Og
fyrir þeim, er með völdin fara,
að þeir a.m.k. beri gæfu til að slá
þessu fáfengilega óheillamáli á
frest, og felli það helzt með öllu.
SÖLUGENGI VERÐBREFA 13. maí 1985
SpadxUitttnl og happdrœttlslcm ttUujóðs
Sðlugengl Avöxturv DflgflSðMI
Ar-flokkuf pr. kr. 100 ■rlcrafa tlllnnl.d
1871-1 20.696,28 7,50% 122 d.
1972-1 18.552,02 7,50% 252 d.
1972-2 14.954,46 7,50% 122 d.
1973-1 10.890,25 7,50% 122 d
1973-2 10.200,16 7,50% 252 d.
1974-1 8.00077 7,50% 122 d.
1975-1 5.410,70 7,50% 237 d.
1975-2 4.027,50 7,50% 252 d.
1978-1 3.584,19 Irmlv. 1 SeóJab 10.03.85
1978-2 2.997,39 7,50% 252 d
1977-1 2.628,89 Innlv. 1 Seólab 25.03.85
1977-2 L277.84 7,50% 117 d.
1978-1 1 782,39 Innlv i S«dtob 25.03.85
1978-2 1 455.02 7,50% 117 d
1979-1 1.178,59 Inntv. i S«Mab. 25.02.85
1979-2 944,16 7,50% 122 d.
1960-1 838,03 Innlv. 1 Seftiab 15.04.85
1980-2 648,15 7,50% 162 d
1981-1 551,87 7,50% 252 d.
1901-2 401,02 7,50% 1 Ar 152 d.
1982-1 369,97 lnnlv.iS«Wab 01.03.85
1902-2 288,63 7,50% 138 d.
1983-1 219,06 7,50% 288 d.
1903-2 139,13 7,50% 1 Ar 168 d.
1904-1 135,48 7,50% 1 Ar 258 d.
1964-2 128,61 7,50% 2 Ar 117 d
1904-3 124,30 7,50% 2 Ar 179 d.
1905-1 NýttútbOÓ 7,00% 2 Ar 237 d.
1975« 3.311,20 8,00% 190 d
1976-H 3.060,78 8,00% 317 d
1978-1 2.321,72 8,00% 1 Ar 197 d.
1977-J 2.078,5P 8,00% 1 Ar 318 d
1901-1R ♦30,37 8,00% 348 d.
1M6.1SIS 04,06 10.70% 4 Ar 318 d.
VsSskuldabrét - Tsrðtrrggí
LArwt 2 afb AArl Nafrv vaxbr NLV Sölugangi m.v. mlam. Avöxtunar- kröfu
1 Ar 2Ar 3Ar 4 Ar 5Ar 6Ar 7 Ar 8Ar 9 ár 10Ar 4% 4% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 12% 14% 10%
96 91 90 80 85 83 81 79 78 70 93 90 87 84 82 79 77 75 73 71 92 88 85 82 78 76 73 71 68 66
Nýtt ó vsríbréfasunkaðl
IB 1906-1 M 10 Ara
Afb.: 10. QD: 1072. NV: 2%
10% 11% 12%
Söluganglpr kr.100: 75,54 72,66 69,96
Vsðskuldabrél - óTsrðtryggð
Söhigangl m.v.
Lánat i afb aArl 2afb. áárl
20%n 20% 20% 20%
1 Ar 2Ar 3 Ar 4Ar 5 Ar 79 66 56 48 44 64 73 63 57 52 85 73 63 56 50 89 79 70 64 59
N
Spaníjáreigendur
og eftnspyijendur fjármagns.
Hjá okkur er að íinna lausnir í samrœmi við
þaríir og óskir hvers og eins.
Þjónusta okkar íelst meðal annars í:
Fjáimálaráðgjöf - Fjárvöxtun - Kaup og sölu verðbréfa.
Líttu
áður
u
álcvörðun.
Verðbréfamarkaður
Fjárfestingaríélagsins
Fjárhúsinu, Hafnarstræti 7.
101 Reykjavík, sími 28566.
V.
y