Morgunblaðið - 12.05.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.05.1985, Blaðsíða 46
46 MORGTWfÉLAÐIÐ, SUNNUDAÖUR 12. MAÍ 1985 SVIPMYNDIR Á SUNNUDEGI í fótspor frú Jeane Kirkpatrick VERNON A. WALTERS, sem öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt að mæla með að skipaður verði sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum, er hermaður, hefur oft verið sáttasemjari bandarískra forseta í erfiðum deilum, starfaði mikið í leyniþjónustunni og er ágætur tungumálamaður. Walters hershöfðingi tekur við af frú Jeane Kirkpatrick og skoð- anir þeirra í heimsmálunum fara mjög saman. Hann hefur lengi viljað kóróna feril sinn með því að gegna þessu starfi. Hann hefur látið þau orð falla að hann ætli sér ekki að vera að- eins „sendisveinn" í nýja starf- inu. Þessum orðum hans var greinilega beint til stjórnarer- indreka, sem hafa lagzt gegn til- nefningu hans á þeirri forsendu að hann sé „segulbandstæki i mannsmynd" — sérhæfður í að afhenda leynilegar orðsendingar og taka við leyniorðsendingum. Walters hershöfðingi, sem er 68 ára að aldri, hefur mikla reynslu að baki og hefur staðið af sér mörg áföll um dagana. Um hann hefur verið sagt að hann hafi verið alls staðar, hitt alla sem máli skipti og séð nánast allt. LEYNISTÖRF Hann var aðstoðarmaður Marks Clark hershöfðingja þegar Róm var frelsuð. Hann var að- stoðarmaður Harrys S. Truman forseta og var hjá forsetanum þegar hann kallaði Douglas Mac- Arthur hershöfðingja fyrir sig vegna óhlýðni hans í Kóreustríð- inu. Nokkrum árum síðar var hann viðriðinn tilraunir CIA og brezku leyniþjónustunnar til þess að steypa Mohammed Mossadeq for- sætisráðherra af stóli þegar olíu- deila Breta og írana stóð sem hæst. Hann starfaði fyrir Eisenhow- er forseta þegar U-2-njósnaflug- vélin var skotin niður og var með Richard Nixon varaforseta þegar múgur grýtti bifreið hans í Ven- ezúela 1958. Þá þýddi hann ókvæðisorð, sem Nixon lét falla, fyrir múginn. Walters var viðriðinn Svína- flóainnrásina skömmu eftir að Kennedy-stjórnin kom til valda. Þegar hann starfaði ekki á vegum stjórnarinnar var hann ráðu- nautur i hergagna- og olíuiðnað- inum og efnaðist vel. Walters hershöfðingi neitar Víð hlið Nixons (1969) því sem hefur verið haldið fram að hann hafi staðið á bak við herbyltinguna í Brazilíu 1964. Hann hefur haft náin tengsl við suður-ameríska herforingja síðan hann gegndi starfi tengiliðs i brazilískri herdeild á Ítalíu 1944. Nixon er gamall verndari og aðdáandi Walters hershöfðingja og gerði hann að næstæðsta yfir- manni CIA í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf og til þess að leggja áherzlu á að skoðanir þeirrra færu saman. WATERGATE Minnstu munaði að Walters flæktist í Watergate-hneysklið. Yfirmaður starfsmannahalds Hvíta hússins, H.R. Haldeman, kom að máli við Walters sjö vik- um eftir að hann tók við starfi sfnu hjá CIA og bað hann að stöðva rannsókn alríkislögregl- unnar FBI á innbrotinu í Wat- ergate-bygginguna á þeirri for- sendu að hún mundi skaða hags- muni CIA f Mexfkó. Walters ákvað fyrst að láta til leiðast („það hvarflaði ekki að mér að Haldeman mundi biðja mig um að gera eitthvað ólöglegt og rangt," skrifaði hann f endur- minningum sfnum). En hann sá sig um hönd þegar hann hafði kynnt sér málið betur, hætti við að láta stöðva rann- sóknina og hótaði að segja af sér. Hann sagði ráðunaut Hvfta húss- ins, John Dean, að rannsóknin mundi ekki stofna nokkrum hags- munum CIA i hættu. Þrátt fyrir þetta eru Walters og Nixon ennþá góðir vinir. Þegar Walters var hermála- fulltrúi í París kom hann í kring leynifundum þeim sem Henry Kissinger átti með sendimanni Norður-Víetnama, Le Duc Tho. Til þess að halda viðræðunum leyndum lagði hann eitt sinn hald á einkaflugvél Georges Pompidou forseta. MÁLAMAÐUR Tungumálaþekking Walters er annáluð og hefur oft komið hon- um að góðum notum. Hann talar a.m.k. átta tungumál reiprenn- andi. William Colby, fv. jrfirmaður CIA, segir að hann „gæti sett sig f samband við týndan Eskimóa og lært tungumál hans á leiðinni til hans í leitarflugvél". Walters hershöfðingi fæddist í New York og faðir hans var brezkur sölumaður tryggingafyr- irtækis. Hann dvaldist f Englandi og Frakklandi á bernskuárum sínum og gekk f kaþólska skóla, en neyddist til að hætta námi af olivetti þjónustan hefur opnað í nýju hús- næði: HANS ÁRNASON UMBOÐ & ÞJÓNUSTA Laugaveg 178-105 Reykjavík © 3 13 12 IGNIS H: 133. Br.: 55 D: 60. 270 lítr. m/frystihólfl. Klfl utmmu'imm Mtjmíimíi Kr. 18.800 Rafiðjan sf., Ármúla 8,108 Raykjavik, ■ími 91-19294.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.