Morgunblaðið - 12.05.1985, Síða 64

Morgunblaðið - 12.05.1985, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MAt 1985 6± FRAMKVÆMDIR KRAFTTAKS SF. Hjólaskófla mokar í vörubfl í útskoti í aðkotnugöngum. Mslt fyrir borholum fyrir sprengihleóslur við enda ganganna — „stafninn" eins og þeir Krafttaksmenn nefna það. VIÐ BLÖNDUVIRKJUN Fylgst með „vinnuhring“ í neðanjarðargöngum og rætt við Ellert Skúlason, annan aðalstjórnanda Krafttaks sf. Moreunblaðift/Árni Sæberg Ellert Skúlason (Lv.) og Björn Johansen innst í aðkomugöngunum — vinstra megin við þá má sjá grjóthauginn sem losnað hefur við síðustu sprengingu. Við Blönduvirkjun hafa í vetur staðið yfir miklar framkvæmdir á vegum Krafttaks sf. við gerð undirganga að stöðvarhúsi virkj- unarinnar. Gerð hafa verið rúm- lega 800 metra löng aðkomugöng inn í fellið vestan Blöndu og er nú hafist handa við að grafa út sjálft stöðvarhúsið sem verður við enda aðkomuganganna. Verður stöðv- arhúsið þrjátíu metrar á hæð en sextíu metrar á lengd þegar það hefur verið grafið út. Þarna í jarð- göngunum, um 250 metrum undir jarðaryfirborði eru stórvirkar vinnuvélar á ferð allan sólar- hringinn að heita má. Hefur verkið gengið vel því þrátt fyrir að berglögin hafi reynst lakari þarna á svæðinu en gert hafði verið ráð fyrir eru þeir Krafttaksmenn vel á undan áætlun með verkið. Fullgerð verður Blönduvirkjun um 150 Mg eða álíka og Sigöldu- virkjun. Gerð stíflugarða í Blöndu og vatnsvegs að inntaksrás hefur enn ekki verið boðin út. Krafttak sf. Er Morgunblaðsmenn voru á ferð við Blönduvirkjun á dögunum var vinna þar i fullum gangi. Ell- ert Skúlason, framkvæmdastjóri og aðaleigandi Ellert Skúlason hf. í Ytri-Njarðvík, er annar aðal- stjórnandi Krafttaks sf. sem þarna annast framkvæmdir. Blm. Mbl. ræddi við Ellert um fram- kvæmdirnar og spurði hann fyrst útí stofnun Krafttaks sf. Krafttak sf. varð til í framhaldi af opnun tilboða Landsvirkjunar 2. maí 1980 í neðanjarðar- mannvirkið við Blönduvirkjun, sagði Ellert. Fyrirtækin Jernbet- on as. í Noregi og Ellert Skúlason hf. Njarðvík stóðu að stofnun Krafttaks sf. Það voru alls ellefu fyrirtæki sem buðu í verkið, en fjögur þeirra voru í samstarfi við ísienska verktaka. Tilboð Kraft- taks sf. hljóðaði uppá um 65 pró- sent af kostnaðaráætlun Lands- virkjunar, og var rúmum fimmtíu milljónum lægra en tvö næstu til- boð í verkið. Það mætti vel koma fram að í útboðsgögnum var þess krafist að verktakinn sem tæki verkið að sér hefði tiltekna reynslu í gerð neð- anjarðarganga. Enginn innlendur verktaki gat uppfyllt þetta skil- yrði, og þess vegna gengum við í samstaf við Jernbeton as. til að geta boðið í verkið. í stjórn Krafttaks sf. er einn frá hvorum eignaraðila, Gunnar Gundersen fyrir Jernbeton as., Oddmund Flönes til vara, og Ell- ert Skúlason fyrir Ellert Skúlason hf. Verkefnisstjórar eru Egil Markussen og Stefán Guðbergs- son. Staðarstjóri er Per Inge Hendriksen en aðstoðarmaður hans er Jomar Berg. Már Svavars- son er skrifstofustjóri. Aðalverk- stjórar eru Björn Johannsen og Hans Langö. Ráðskona hér á staðnum er Kolbrún Geirsdóttir. — Hvernig hafa framkvæmd- irnar gengið fram til þessa? Verkið hefur gengið vel og betur en við höfðum gert ráð fyrir. Við hófum verkið 1. október í haust en þá hafði Landsvirkjun sett upp búðirnar hérna og grafið hafði verið fyrirgangamunnanum. Krafttak sf. hefur sýnt styrk sin í þessu verki því okkur hefur tekist að komast fram úr verkáætlun, þrátt fyrir tafir sem orðið hafa. Gott samstarf Þar á ég við verkfall opinberra starfsmanna í haust sem skall á rétt eftir að við byrjuðum í haust. Það varð til þess að við fengum ekki nauðsynleg byggingarefni, og tafðist verkið töluvert af þeim sökum. Þá hafa berglögin hér í fellinu verið lakari en gert var ráð fyrir í útboðsgögnum. Því hefur verið nauðsynlegt að sprautusteypa eft- ir hverja sprengingu til að styrkja bergið, sem er margfalt oftar en áætlað hafði verið í útboðsgögn- um. Þetta er gert vegna öryggis þeirra sem í göngunum vinna en við leggjum mikla áherslu á að öll- um öryggiskröfum sé fylgt til hins ýtrasta. Við erum hér með úrvals starfs- lið og samstarfið hefur verið gott — það er held ég skýringin á því hversu verkið hefur gengið vel. Allt samstarf og samvinna hefur verið með ágætum, hvort heldur er milli íslendinga og Norðmanna, eða Landsvirkjunarmanna og Krafttaksmanna sf. — Hvernig verður framkvæmd- um hagað hjá ykkur í framtíð- inni? Þegar lokið hefur verið við að grafa út stöðvarhúsið verða boruð lóðrétt göng, um 250 metrar, og verður sú borhola 3,70 metrar í þvermál. Þetta verður gert með aðferð sem aldrei hefur verið not- uð áður hér á landi. Aðferð þessi felst í því að fyrst verður borað niður með 10 tommu (25 sm) bor. Þegar þessi hola hefur verið boruð ■niður í stöðvarhúsið verður þar tekið í stóra borkrónu, 3,70 metra í þvermál. Síðan verður borað með henni uppávið þar til holan er full- gerð. 11 hundruð tröppur Við munum bora tvær svona holur, 250 metra að dýpt. Önnur verður fyrir aðfallsvatnið niður í stöðvarhúsið en hin manngangur. Inn í vatnsganginn verður sett járnpípa, 3,40 metrar í þvermál og steypt utan með henni út í barma borholunnar. Inni í manngangin- um verður hringstigi, um 1.100 tröppur og einnig lyfta. Upp um hann munu einnig liggja raf- magnskaplar frá stöðvarhúsinu upp i4.engivirkið. Aðkomugöngin eru orðin 810 metra löng og erum við nú að sprengja út stöðvarhúsið. Við er- um að vinna um 250 metra niður í jörðinni og höfum náð 25 metra inn í stöðvarhúsið. Stöðvarhúsið, sem við erum nú- að grafa út, verður 30 metra hátt og 66 metrar á lengd. Er lokið hef- ur verið við það munum við grafa önnur göng sem ligga til hliðar við stöðvarhúsið (sjá mynd). Og svo 1.800 metra löng frárennslisgöng sem eiga að liggja skáhallt niður að ánni. Þegar við ljúkum verkinu verðum við staddir um 7 metra undir árbotni Blöndu hér niðri í gilinu. Samkvæmt áætlun skal okkar verki vera lokið í júní 1989. — Hversu margir starfsmenn eru að jafnaði hér á staðnum? Það hafa verið um tuttugu manns alls þ.e. með starfsliði á skrifstofu og í eldhúsi. Væntan- lega fjölgar svo töluvert hér í næsta mánuði. Borað fyrir sprengjuhleðslum. Borvagninn borar Þarna er verið að hreinsa út úr borholu áður en þrjár holur samtímis. sprengiefninu er komið fyrir í henni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.