Morgunblaðið - 12.05.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.05.1985, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNKUDAGUR12. MAÍ 1985 Attræður. Alexander Guðjóns son vélstjóri Alexander Guðjónsson fæddist að Geitagili í Rauðasandshreppi 12. maí 1905, sonur hjónanna er þar bjuggu, Guðjóns Bjarnasonar og Guðbjargar Brynjólfsdóttur, bæði ættuð úr Árnessýslu og fluttu um aldamótin til Patreks- fjarðar og þaðan að Geitagili í Ör- lygshöfn. Tvítugur að aldri kemur Alex- ander til Hafnarfjarðar og fer í iðnnám. Fimm árum síðar hefur hann lokið bæði járnsmíðanámi og * prófi frá Vélstjóraskóla Islands. A því ári, 1930, giftist hann heitmey sinni Sigrúnu Júlíu Sigurjónsdótt- ur, sem fædd er og uppalin í Hafn- arfirði. Eignuðust þau þrjár myndarlegar dætur allar löngu giftar og eiga þær bæði börn og barnabörn. Einn son eignuðust þau en hann dó nýfæddur. Eftir að hafa lokið vélstjóra- námi var Alexander tvö ár vél- stjóri á togara og hófst svo handa ásamt fleiri hafnfirskum sjó- mönnum um kaup á togaranum Haukanesi og var hann jafnframt vélstjóri á skipinu. Togarinn var gerður út hér í Hafnarfirði með samvinnusniði og var útgerðin ' * stofnuö til styrktar Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Átti Álexander sæti í stjórn fyrirtækisins allt til ársins 1937, er hann gerðist þá einn af stofnendum Raftækja- verksmiðju Hafnarfjarðar. Var það raunar í framhaldi af því að Sogsvirkjun tók til starfa. Árið 1941 stofnaði Alexander ásamt tveimur öðrum mönnum Blikksmíðaverkstæðið Dverga- stein og veitti því forstöðu í mörg ár. Einnig tókst hann á við fleiri — - verkefni svo sem bílaviðgerðir. Sem bóndasonur, nemi og tog- arasjómaður kynntist Alexander kjörum alþýðunnar. Réttlætis- kennd hans og samúð með þeim sem heyja erfiða lifsbaráttu skip- aði honum snemma í vinstri arm stjórnmálanna. Hann gerðist einn af stofnend- um Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins og var einn af forystumönnum Sósíalistafélags Hafnarfjarðar. Gegndi hann margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir félagið m.a. á þeim árum er Sósíalistaflokkurinn var i meiri- hlutastjórn Hafnarfjarðarbæjar ásamt Álþýðuflokknum. Alexander nýtur trausts og virðingar þeirra er kynnast hon- um enda hafa honum verið falin ýmis trúnaðarstörf, svo sem stjórnarforysta í Barðstrendinga- félaginu, Stangaveiðifélagi Hafn- arfjarðar og margt fleira. Nú á áttatíu ára afmælinu vil ég færa Alexander kærar þakkir fyrir störf hans og ágætt samstarf öll þau 19 ár sem hann vann hjá mér á skrifstofunni í Bátalóni hf. Hógvær framkoma hans og góð samvinna við alla, bæði starfs- menn og viðskiptavini, var traustvekjandi og hafði mjög góð áhrif bæði innávið og útávið hjá fyrirtækinu. Þetta má eflaust meðal annars þakka þeirri miklu reynslu af fé- lagsstörfum, sem hann var mikið búinn að vinna við áður en hann fór að starfa í Bátalóni hf. og þá orðinn nokkuð fullorðinn. Þessi starfsreynsla hans á sviði félags- mála var mér mikils virði, því ég hafði lítið sem ekkert af félags- starfi að segja, þegar ég stofnaði fyrirtæki mitt með Jóhanni L. Gíslasyni 1947 og hóf rekstur Bátasmíðastöðvar Breiðfirðinga er síðar varð Bátalón hf. Ég minnist þess að ég kynntist fyrst Alexander Guðjónssyni all- mörgum árum áður en hann fór að vinna með mér á skrifstofunni. Það var i fyrsta félagsstarfinu sem ég tók þátt í og eitthvað reyndi á og varð mér síðan ómet- anlegur skóli þegar ég fór sjálfur að reka fyrirtæki. Þessi félags- málareynsla mín sem mér er minnisstæð fékkst þegar ég reynslulaus var kosinn í stjórn og stuttu síðar formaður í stjórn Sósíalistafélags Hafnarfjarðar. Þá voru m.a. til umfjöllunar verkalýðsmál, stjórn bæjarins með Álþýðuflokknum og stjórn Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar þar sem Kristján heitinn Ándrésson, skarpgreindur maður, var annar forstjórinn. Þarna í forystu félagsins taldi ég vera ákaflega vel gefið fólk og sumir háskólalærðir og litu á mannlífið með ótrúlegu raunsæi. í þessum félagsskap fékk ég ómet- anlega reynslu, líka vegna þess hvað mér var þrýst fram f félag- inu, meir en líklega hefði orðið í nokkru öðru félagi sem ég hafði tekið þátt í hér í Hafnarfirði og þessi reynsla var allt öðruvísi en draga má ályktun af á síðum Morgunblaðsins. Þegar mesti framleiðslu- og annatími Bátalóns hf. gekk yfir og hafln var smiði á skipum fyrir er- lendan markað, var Alexander starfandi þar á skrifstofunni. Þá störfuðu hjá fyrirtækinu um 70 manns þegar flest var, en það var á árunum upp úr 1970. Segja má að ekki sæist þá fram úr verkefn- um og pantanir voru minnst hálft annað ár fram í tímann. Þrátt fyrir mikið álag á skrif- stofunni veit ég að Alexander hef- ur líkað vel að starfa við þá efl- ingu skipaiðnaðarins sem þá fór fram. Ég veit að Alexander minn- ist þessa tímabils þegar fram- leiðslan og uppbygging Bátalóns hf. var óhindruð, áður en erlenda togarabylgjan skall yfir, með mik- illi ánægju, þótt heilsan bagaði hann nokkuð, því að reisn sinni í starfi hélt hann öll árin sem hann starfaði með mér. Fyrir starf hans, frábæra sam- viskusemi og ágætt samstarf færi ég honum kærar þakkir á áttatíu ára afmælinu. Konu hans, dætr- um, barnabörnum og öllum hans nánustu óska ég til hamingju með afmælisbarnið. Þorbergur Ólafsson Alexander verður að heiman á afmælisdaginn. MAZDA 626 er margfaldur uerðlaunabíll og metsölubíll á Islandi sem annars staðar. Werð: 626 GLA Coupe 2.0L mA/ökvastýri. Kr. 502.000 Til öryrHja ca Hr. 396.000 BILABORG HF ísrYliAchAf 1 iim, Sílbúó NÝVAXIAKIÖR Innlán Mafnvextir Ársávöxtun Útlán fratl.maí 1985 SparisjóösbæKur...........................22.0% Sparlvelturelknlngar......................25.0% SparireiKnlngar meö 3ja mán. uppsögn ..........................................25.0% Sparireikningar meö 6. mán uppsögn ..........................................28.5% Innlánsskirteini 7.5% + alm. sparisjóösvextir Hávaxtareíkningar.........................22.0% — 30.5% (verðtryggöur meö vöxtum miöað viö kjör 3ja og 6 mán. vísitölubundinna reikninga hjá bankanum). Verötryggöir sparireikningar: 3ja mán. binding..........................1.0% (x) 6 mán binding.............................3.5% (x) Tékkareiknlngar. ^ Ávísanareikningar..........................9.0% Hlaupareikningar..........................9.0% Innlendir gjaldeyrisreikningar: , innst. i USD............................... 7.5% y Innst. ÍOBF................................11.5% | innst. í DCM...............................4.5% innst. í DKK..............................9.0% 22.0% 25.0% 26.56% 30.53% 32.83% Víxlar (forvextir).........................30.0% Viösk. víxlar (forvextir)..................31.0% Hlaupareikningar...........................31.0% (xx) Skuldabréfalán.............................33.0% (xxx) Viösk. skuldabréf..........................34.0% (xxx) Lán meö verötryggingu: a) lánstími allt aö 2'h ár.................4.0% b) lánstími minnst 2‘h ár..................5.0% (x) sérstakar veröbætur 1.83% á mánuöi (22.0% á ári). (xx) grunnvextir 13.0% (xxx) grunnvextir 9.0% - fw Betri kjör bjóðast varla Samvinnubankinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.