Morgunblaðið - 12.05.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.05.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGtfH 12. MAÍ 1«85 -27 Með ferð og batalíkur siúk o linga sem fengið i o o a leghálskrabba vernig er meðferð við krabbameini í leghálsi og batahorfur sjúklinga? Kristján Sigurðsson yfirlækn- ir Leitarstöðvarinnar sagði sjúkdóminn skiptast niður i 4 stig. „Á fyrsta stigi er sjúkdóm- urinn bundinn við leghálsinn sjálfan, á næsta stigi er dreifing fyrir utan leghálsinn en í næsta nágrenni, á þriðja stigi er dreif- ing um allt grindarholið, og á fjórða stigi dreifing fyrir utan grindarholið, og einnig í blöðru og þörmum." Meðferð við þessum sjúkdómi er þrfþætt. Á byrjun fyrsta stigs dugir fleygskurður oftast einn og sér, á næsta stigi þar fyrir ofan er beitt innri geislameðferð og meiri háttar skurðaðgerð og i einstaka tiLfelli ytri geislun ef það finnst eitthvað í eitlastöðv- unum og grunur er um frekari dreifingu. Á hærri stigum er ein- göngu beitt geislameðferð, bæði innri og ytri. Eftir þessa með- ferð koma konurnar allar reglu- lega í eftirlit, fyrst á tveggja til hefur ekki eingöngu áhrif á æxl- isvef, — heldur einnig heilbrigð- ar frumur. Með þeirri tækni sem notuð er í dag er ekki mögulegt að breyta hleðslu í þeim radí- umhylkjum sem notuð eru nú við svokallaða innri geislun eftir að þeim hefur verið komið fyrir inni í sjúklingnum. „Við gætum þess að geislunin fari ekki upp fyrir ákveðið há- mark, en það er oft erfitt að eiga við þetta sökum nálægðar við viðkvæm líffæri, svo sem blöðru og þarma. Ef við værum með fullkomnari tæki gætum við takmarkað geislamagnið og reiknað út geisladreifinguna i hverjum sjúklingi fyrir sig. Með þvi móti hefðum við möguleika á að gefa betri og fullkomnari meðferð. Til er sérstakt tæki, svokallað eftirhleðslutæki, og með því er hugsanlega hægt að skraddarasauma hleðsluna mið- að við hvern sjúkling ef svo má að orði komast. Tækið kostar milli tvær og þrjár milljónir is- lenskar og með notkun þess er einnig hægt að koma i veg fyrir að læknar og hjúkrunarfólk sem vinnur við þetta fái i sig geisla.“ Hió nýja tæki sem gæti gefið betrí geislameðferð en þá sem nú þekkist. Lj6»mynd/BJ Biðstofa Leitarstöðvarínnar í hinn nýja húsi f Skógarhlíð. Spyrlar sjá um að fá upplýsingai Leitarstöðin býr yfir fullkomnu tölvukerfi um heilsufarssögu hverrar konu. sem fylgist m.a. með mætingum kvennanna. þriggja mánaða fresti í tvö til þrjú ár, og svo á hálfsárs til árs- fresti í allt að tíu ár. „Um það bil tveir þriðju þeirra kvenna sem greinast með krabbamein eru með sjúkdóm- inn á fyrsta stigi og má segja að það sé m.a. árangur leitarstarfs- ins,“ sagði Kristján. „Þvi fyrr sem sjúkdómurinn greinist, því betri eru batalíkur.“ Margar konur sem farið hafa i i geislameðferð hafa kvartað um | aukaverkanir. Geislameðferð Dr. Kristján Sigurðssor: yfirlæknir stöðvarinnar ÁRA Eg fór til heimilis- læknis í janúar i fyrra. Þá var ég komin með stöðug- ar blæðingar og skildi ekkert i þvi hvað ég var alltaf þreytt og þrek- laus. Heimilislæknirinn spurði mig hvort ég hefði farið f krabbameins- skoðun, og ég sagði sem var að ég hefði aldrei farið þrátt fyrir að ég hefði fengið ótal bréf frá Leitar- stöðinni þar sem ég var hvött til að mæta. Hann tók sýni og sendi það í ræktun. Stuttu síðar kom í ljós að eitthvað var að og ég fór í fyrsta sinn f rannsókn hjá Leitarstöðinni." Við sitjum i eldhúskróknum i einu af gömlu húsunum f Hafnar- firði hjá fimm barna móður, en hún er ein þeirra kvenna sem hefur þurft að fara f aðgerð vegna krabbameins i leghálsi. „Eg hafði fengið bréf frá Leitarstöðinni frá þvi ég var 25 ára, og þegar ég horfi til baka sé ég að ég var alltaf að finna mér eitthvað til afsökunar til að fara ekki, ég fór ekki vegna þess að mig vantaði pössun fyrir börnin, ég fór ekki vegna þess að ég var ófrfsk, alltaf fann ég mér eitthvað til. Kristján Sigurðsson sagði mér strax að eitthvað væri að, og bjó mig undir að ég yrði kölluð inn hvenær sem væri, því ég þyrfti að gangast undir svokallaðan fleyg- skurð. Stuttu síðar hafði hann sam- band við mig og bað mig að koma í aðgerðina 28. febrúar. Þá var aftur tekið sýni og sett í ræktun og þá kom í ljós að það þurfti að gera meira. En hefði ég farið reglulega í skoðun hefði ég aldrei þurft að fara nema í fleygskurðinn. Þetta var mikið áfall fyrir mig. Ég hafði ekki haft neinar sérstakar áhyggjur af fleygskurðinum, systir min hafði farið í þá aðgerð og allt gengið vel. En hún hafði líka mætt reglulega í skoðun. Að fleygskurðinum loknum tók við geislameðferð, bæði innri og ytri. Og í maílok gekkst ég undir uppskurð þar sem legið og eggja- stokkarnir voru fjarlægð.Ég var lengi að jafna mig á eftir, kom heim 10. júní og byrjaði ekki að vinna úti aftur fyrr en í september. Ég vann fram f byrjun desember, en þá varð ég fyrir því óláni að detta niður stiga hér i húsinu og brotnaði á báðum fótum. Ég byrjaði ekki að vinna aftur fyrr en en 1. aoril sl. Ég varð strax vör við aukaverk- anir af geislameðferðinni, ég var mjög slöpp og skrítin, þunglynd og grátgjörn, en það er mjög ólíkt mér. Ég óttaðist að ég myndi verða þannig áfram og leist ekkert á mál- in. Ekki bætti úr skák að ég gat engum um kennt nema sjálfri mér og mínum eigin trassaskap. Veik- indin komu líka niður á öllu heimil- isfólkinu, þetta var einnig erfitt fjárhagslega, því tekjur heimilisins minnkuðu, þar sem ég hef unnið úti allan daginn. Mér fannst lfka erfitt að segja fólkinu mínu frá þessu, því flestir óttast þennan sjúkdóm og búast við hinu versta. Á sl. ári var ég svæfð fimm sinn- um vegna þessara aðgerða, og finn ýmis eftirköst eftir þessar svæf- ingar fyrst í stað var ég mjög gleymin en minnið hefur verið að koma smátt og smátt. Ég tek dag- lega inn hormónatöflur til að draga úr afleiðingum aðgerðarinnar, ég er að mörgu leyti heppin, á min fimm börn, fékk mjög góða læknishjálp, var með góða lækna og hjúkrunar- fólk og það tókst alveg að koma veg fyrir þetta. Veikindi mín hafa breytt hugsun- arhætti mínum varðandi heilsu- gæslu eða fyrirbygjandi læknis- hjálp. Mér finnst ófyrirgefanlegt að fara ekki í skoðun sem öllum er boðið upp á, þeim nánast að kostn- aðarlausu. Ég get ekki fyrirgefið mér að hafa trassað þetta, því þetta er ekkert einkamál mitt, kemur niður á fjölskyldunni og mörgum fleirum, tekur pláss á sjúkrahúsum frá öðrum. Ég vona sannarlega aö konur vakni og láti ekki hjá líða að fara regluiega f krabbameinsskoð- un.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.