Morgunblaðið - 31.05.1985, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ1985
13
Stjorn FINK, frá vinstri: Halhir, Asdís, Jón, Gunnar Snælundur og Ragnar.
inntöku erlendra, einnig nor-
rænna, námsmanna í skólana. Er
þar einkum um verzlunar-, tón-
listar- og listaháskóiann að ræða,
og hefur af nemendum þeirra ver-
ið haft samband við fulltrúa ís-
lands í Norðurlandaráði vegna
málsins.
10 ára afmæli konukvöldanna
hér í Jónshúsi var hátíðlegt haldið
sl. þriðjudagskvöld með matar-
veizlu og skemmtidagskrá. Var
það fagur dagur og hinn heitasti á
þessu seina vori, en á einni viku
hefur nú skyndilega komið sumar.
60 konur voru saman komnar og
skemmtu sér hið bezta við prýði-
legan uppiestur Ingunnar Jens-
dóttur leikkonu úr bók Auðar Lax-
ness, samspii Kristjönu Ásgeirs-
dóttur og Sigríðar Helgu Þor-
steinsdóttur á flygil og fiðlu,
ávörp, söng og spjall. Stjórnaði
Ragnhildur Ólafsdóttir rithöfund-
ur samkvæminu. Stofnendum
konukvöldanna var klappað lof i
lófa, en þær voru flestar viðstadd-
ar.
í tilefni afmælis konukvöldanna
er nú fjölbreytt listsýning kvenna
í Jónshúsi. Þar eiga 13 íslenzkar
konur verk, allar búsettar í Dan-
mörku, og er sýningin að hluta til
sölusýning. í stafrófsröð eru lista-
konurnar þessar: Anna María
Sveinbjörnsdóttir, sem nýlokið hef-
ur gullsmíðanámi og hlaut viður-
kenningu við burtfararpróf, sýnir
messingskúlptúr, en hún á líka
nokkra muni á sýningu gullsmíða-
skólans í Listiðnaðarsafninu þessa
dagana. Bergljót Ragnars á eina
mynd, svokallað „post-painting“.
Elín Pétursdóttir Bjarnason sýnir 3
olíumálverk, en Guðbjörg Bene-
diktsdóttir 3 teikningar „ætsning".
Guðrún Sigurðardóttir Urup á 6
klippimyndir „collage“ á sýning-
unni, en hún og maður hennar,
Jens Urup, eru þekktir listamenn
hér. Eftir Ingibjörgu Rán Guð-
mundsdóttur er mynd máluð með
spraylakki, sem ber nafnið Rán-
arrokk. Kristjana Lehmann Rasm-
ussen á 2 teikningar og hefur einn-
ig gert auglýsingaplakat fyrir sýn-
inguna. Margarethe Nielsen sýnir 3
málverk af íslenzku landslagi og
María S. Kjarval 3 olíukrítarmynd-
ir. Nanna Biichert á þarna 3 Ijós-
myndir, sem hún nefnir Á gelgju-
skeiði og Pía Rakel Sverrisdóttir 3
glermyndir í glugga. Sjöfn Har-
aldsdóttir hefur unnið 5 keramisk
málverk í bláu, sem heita Óður til
karlmannsins og Imrunn Guð-
mundsdóttir 4 vatnslitamyndir og
heita tvær þeirra Á Atlantshafi,
en hinar eru frá Dyngjufjöllum og
Dimmuborgum.
Heildarsvipur sýningarinnar er
hinn smekklegasti og verður hún
opin til 31. maí. Geta má þess að
þrjár listakvennanna komu
hingað til Hafnar fyrir 30 árum og
hófu nám við listaakademíuna, en
það eru þær Elín, Guðrún og Þór-
unn. Sú fjórða var þá með í hópn-
um, en er nú látin, María Ólafs-
dóttir listmálari, systir Ragnhild-
ar rithöfundar.
Kaupmannahafnardeild Nor-
ræna félagsins hélt 40 ára afmæli
sitt hátíðlegt með móttöku í fé-
lagsheimilinu 15. maí sl. Var þar
fjöldi gesta og bárust deildinni
gjafir og skeyti, en formaður
hennar er Erik Munch.
Ungur íslenzkur höfundur las
upp ljóð sín hér sl. föstudagskvöld.
Það var Finnur M. Gunnlaugsson,
sem búsettur er i Noregi og las
hann úr bók sinni „Slægðir
straumfiskar nætur“, sem kemur
út þar í landi um næstu mánaða-
mót.
17. júní hátíðahöldin á vegum
íslendingafélagsins verða daginn
áður, þ.e. sunnudaginn 16. júni í
Austurgarði handan yfir frá
Jónshúsi og hefjast kl. 14. Kvöldið
áður verður strandveizla á Amag-
erströnd. — Þá mun Dómkórinn
syngja í Skt. Pálskirkjunni sunnu-
daginn 23. júní nk. kl. 14 og við
Heilagsandakirkjuna á Strikinu
næsta dag kl. 16.
G.L.Ásg.
gegn nýnasistum og áróðri gegn
innflytjendum voru ánægðir með
þá eindregnu afstöðu sem Váxjö-
búar sýndu með þessari aðför.
Þeir hafa sjálfir orðið fyrir að-
kasti af hálfu „stormsveitarinnar"
og jafnvel misþyrmingum. Á móti
kemur það að fyrirliða sveitarinn-
ar hefur að sögn verið misþyrmt
af nokkrum Suður-Ameríkumönn-
um. Fyrirliðinn sem er aðeins tvít-
ugur að aldri hefur nýlega verið
vikið úr liðsforingjaskóla hersins
þar sem hann var talinn vera hæt-
tulegur öryggi landsins. Áður
hafði hann tekið þátt f sjálfboða-
liðsflokkum heimavarnarliðsins á
staðnum frá því hann var 15 ára.
Hann hafði að sögn móður sinnar
ætíð haft mikinn áhuga á vopnum
og þar fékk hann leiðsögn í vopna-
burði og hermannasiðum. Það
kom fram að hann hafði myndaö
leynilegan hóp með félögum sín-
um í heimavarnarliðinu (sem er
eins konar skátafélag tengt hern-
um) þar sem þeir fengu útrás fyrir
vopnagleði sína og skreyttu sig
með nasistamerkjum. Þeir tóku
einnig vopn ófrjálsri hendi frá
hernum og höfðu samband við
Norræna rikisflokkinn og uru
einskonar unglingaliðar þess
flokks. Yfirmaður heimavarnar-
liðsins neitar því að hann hafi
haft nokkra hugmynd um tengsl
unglinganna við NRP — og segir
afdráttarlaust aö hafi hann vitað
um það hefði þeim umsvifalaust
verið vísað á braut.
Sænskur „Fuhrer“ telur
nasismann eiga glæsta
framtíð
Norræni ríkisflokkurinn er ekki
stór flokkur, varla nema nafnið
eitt. Foringi þess og „Fúhrer"
heitir Göran Assar Oredsson, mið-
aldra maður sem gjarnan kemur
fram opinberlega og veitir blaða-
mönnum viðtal. Hann telur að
flokkurinn eigi framtíðina fyrir
sér, unglingarnir móttækilegir
fyrir boðskapnum og ekki eins
blekktir af andnasískum áróðri
(t.d. eins og því að nasistar hafi
drepið 6 millj. gyðinga). Hann tel-
ur að þegar fólk hætti að treysta
stjórnmálamönnum og hatrið
gegn innflytjendum magnast verði
góður jarðvegur fyrir flokkinn.
Hann segir með sannfæringar-
krafti að á síðasta áratug þessarar
aldar verði flokkur hans að fjölda-
hreyfingu. „Útlendingana" vill
hann á brott úr Svíþjóð og banna
ættleiðingu barna annarra en frá
Norður-Evrópu og „arískum"
svæðum. Fóstureyðingar vill hann
banna en borga hverri konu sem
ekki vill ala upp barn sitt 10.000
krónur ef hún vill láta barnið frá
sér til þeirra er vilja ættleiða það
— þannig á að halda við stofnin-
um „eina og sanna".
Pétur Pétursson er íréttaritari
Mbl. i Lundi, Svíþjóð.
VIÐIR
CrillplírtA
Útilegu
Kr>ddlegið kjöt,
safaríkar steikur og
glæsilegir grillpinnar
Kvnnum í Mjóddinni Egils Appelsínu 'djús'
Nýgrillaða Víðis Hammborgara ^ ZF .00
með brauði W pr.stk.
Myllubrauð nýjar tegundir
með Rúllupylsu og Kindakæfu.
- - og gefum að drekka ]V[Ódel,,85
m.fímtrm... „orit
>2.195
Kynnum í Starmýri: FRANSMANN
ísl. grænmeti og Franskar og skífur
Einstakt Mjúk,s 1 "r-
tækifæri!!
Lambakjöt
í 1/1 skrokkum ___
niðursagað AÐEINS
169 "
2 ke Juvel 9Q’90
^ hveiti pr kg-
2 kg.Strásykur
Einfaldara - Auðveldara
- Hagkvæmara
Súkkulaði
Vanillu -Jarðarberja
TILBOÐ
89
.00
Fvrir sumanð
* HUMMEL
TRIMMGALLAR:
3 Flöskur Bragðefni 275
ísl. Agúrkur 68 ®?
ísl. Tómatar 139 ®®2
Appelsínur 59 ®®
Opið til kl. 21 í Mjóddinni ATH. Lokað á
en til kl. 19 í Starmýri _ Laugardögum
og Austurstræti.
Verð frá kr.
Los Angeles glansgallar 1.685.00
Osaka S’ ^ 1.985.00
USA Sport glansgallar 1.495.00
Montora 1.538.00
og Lucena frá 4-14 1.185.00
Að loknum viðskiptum
bjóðum við nýlagað
Víðiskaffi og smákökur
VÍÐIR
i sumar.
AUSTURSTRÆT117 — STARMYRI 2
STÓRMARKAÐUR MJÓDDINNI