Morgunblaðið - 31.05.1985, Qupperneq 15
Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída
Flugréttindi
fótumtroðin
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1985
Þau tíðindi, að bleikur flam-
ingói eða flæmingi, sem heimsótti
ísland í vor, hefði verið tekinn af
lífi án dóms og laga, fóru um
fuglaheiminn eins og eldur í sinu.
Hérna í Miami, á Hialeah skeið-
vellinum og skemmtigarðinum, er
flæmingjanýlenda, sem fræg er
orðin, og njóta hinir fögru fuglar
þar álits og virðingar, bæði mann-
fólks og sam-fugla. Öldungar ný-
lendunnar kölluðu saman fugla-
þing til að fjalla um þetta ofbeld-
isverk, sem framið hefði verið á
íslandi. Fékk fréttaritari Morgun-
blaðsins að vera viðstaddur.
Þar sem skeiðvöllurinn er ekki í
notkun þessa stundina, var þingið
haldið þar í garðinum. Saman
voru komnir nokkur hundruð full-
trúar hinna ýmsu fuglategunda,
þar á meðal nokkrir farfuglar,
sem sumrum eyða á íslandi. Mátti
þar þekkja ýmsa gamla kunn-
ingja, svo sem lóuna, spóann, krí-
una, stelkinn og himbrimann.
Gáfulegustu fuglarnir, uglan og
lundinn, virtust vera meðal
stjórnenda, en í ræðustól var stig-
inn aldursforsetinn í Hialeah,
Ferdinand Flæmingi.
Hann reifaði málið og mælti af
miklum þunga. Kvað hann þessar
aðgerðir Islendinga færa sambúð
fugla og manna aftur um marga
áratugi, eða til þess tíma, þegar
allt fiðurfé var réttdræpt, skotið
og drepið til matar eða gamans.
Hann kvaðst sem betur fer aldrei
hafa komið til Islands, en sagðist
hafa heyrt eftir ýmsum farfugl-
um, að á þessari norðlægu eyju
byggi skynsamt fólk, sem hlúa
vildi að dýrum og gróðri. En hann
sagðist líka vita, að þarna norður
frá hefði síðasti geirfugl heims
geispað golunni með aðstoð mann-
fólksins.
Ferdinand rétti úr sínum langa
hálsi og leit yfir þingheim, sem
var auðvelt fyrir hann, því hann
gnæfði yfir flesta fuglana. Sagði
hann, að sér þætti erfitt að trúa
því, að ekki hefði verið hægt að
góma þennan einmana flæmingja
og bjarga honum. Það tíðkaðist nú
meira og meira að góðhjartað fólk
safnaði fé til þess að senda ýmis
dýr til átthaga sinna, þegar þau
villtust af leið í þessum stóra
heimi. Þannig hefðu einmitt verið
sendir selir til íslands, sem fund-
ist hefðu suður í Evrópu.
Meira að segja kæmi það oft
fyrir hérna í henni Ameríku, að
eftirlegukindur úr hópi fiðrilda af
Monarch ættinni, sem ferðuðust
til norðurfylkjanna á sumrum,
væru sendar til Flórída með flug-
vélum, svo þau yrðu ekki frosti og
snjó að bráð. Vel hefði mátt hugsa
sér, að hægt hefði verið að senda
flæmingjann af íslandi hingað til
Flórída. Þess í stað hefði hann
verið skotinn og því haldið fram af
yfirvöldum, að það hefði líklega
verið honum sjálfum fyrir beztu!
Hér lauk Ferdinand Flæmingi
máli sínu, en bað aðra fundarfugla
að láta frá sér heyra.
Fyrst flögraði upp á púltið
Kristín Kría og var all frekjuleg.
Virtist hún hálf fótafúin eins og
kríum er tamt, og hún kjagaði
fram og aftur á meðan hún talaði.
Hún sagðist vera yfir sig hneyksl-
uð á þessum fréttum frá Islandi.
Kvað hún kríur þær, sem verptu
þar norður frá, leggja mikið á sig,
ekki aðeins við að fljúga næstum
milli pólanna vor og haust, en líka
við að þóknast landslýðnum og
gleðja á ýmsan hátt.
í þau fimm sumur, sem hún
hefði gist landið, hefði hún verpt
við Reykjavíkurtjörn. Hefðu þær
kríustöllur ávallt passað að koma
á Tjörnina á sama degi ár hvert,
þ.e. 14. maí. Nokkrum sinnum,
þegar vindar hefðu verið óvenju
hagstæðir, hefðu þær verið á und-
an áætlun, en hefðu þá falið sig
við ströndina, til að geta mætt á
réttum degi. Sömuleiðis hefðu þær
eitt sinn næstum sprengt sig á
fluginu, þá er þær lentu í mót-
vindi, til að geta mætt tímanlega
eins og til var ætlast. Vegna þess,
sem nú hefði gerst með flæmingj-
ann, sagðist Kristín Kría hafa
ákveðið að vera ekkert að flýta sér
norður í hafsauga. Hún og vinkon-
ur hennar væru nú að hugsa um
að fara í sumar ekki lengra en til
Nóvaskósía eða Nefhundalands.
Næst tók til máls Lilja Lóa, sem
sagðist ekki hafa komist til ís-
lands í vor til að kveða burt snjó-
inn vegna gigtar í væng. Hún
hefði því ákveðið, að láta yngri
lóurnar um varpið, en slást aftur í
förina, þegar hóparnir kæmu að
norðan í sumarlok. Lilja sagði ís-
lendinga vera mikla fuglavini og
hefðu þeir ort mörg ljóð um sig og
aðrar tegundir, sem gistu þeirra
kalda land. Sagðist hún eiga bágt
með að trúa því, að morðið á
flæmingjanum hefði verið framið
að yfirlögðu ráði.
Nú kvaddi sér til máls Dr. Lárus
Lundi og virtist hann hafa undir-
búið sig vel. Sagði hann, að drápið
á flæmingjanum á íslandi væri
skýlaust brot á fuglaréttindasátt-
mála Sameinuðu þjóðanna, sem
undirritaður hefði verið 1969.
Eina leiðin til að koma lögum yfir
tslendinga væri að kæra málið
fyrir alþjóðadómstóli þeim í
Dritvík, sem fjallaði um réttindi
fugla. Klöppuðu fundarfuglar
saman vængjunum og varð af all
nokkurt fjaðrafok.
_______________________________15^
Spratt nú upp Sigurbjörn Spói
og var honum mikið niðri fyrir.
Hann sagðist halda, að morðið á
flæmingjanum hefði verið framið
í eins konar afbrýðiskasti, því ís-
land ætti enga litskrúðuga fugla.
Sagðist hann ekki myndu leggja
allt of mikið á sig við að vella fyrir
tslandsmenn í framtíðinni.
Margir aðrir tóku til máls, svo
sem storkur, stelkur, súla, skúm-
ur, smyrill, svala, spæta, skegla,
straumönd, sandlóa, snjótittling-
ur, sendlingur, sefgoði og fleiri
frómir fuglar. Langflestir lýstu
vanþóknun og sorg sinni vegna at-
burðarins. Ekki gátu þeir samt
komið sér saman um, hvað hægt
væri að gera í málinu. Varpfuglar
af íslandi sýndu áhuga á því að
láta allan fuglasöng, kvak og garg
niður falla 17. júní. Aðrir þing-
fulltrúar vildu róttækari aðgerðir.
Fór nú mörgum að leiðast þófið.
Sumir voru orðnir svangir og
vildu fá sér eitthvað í gogginn.
Ekki var lengur hægt að fá þing-
heim til að gefa hljóð, og var há-
vaðinn að verða sem í fuglabjargi.
Loks tók Sigríður Snæugla af
skarið og lagði til, að skipuð yrði
sjö fugla nefnd til að koma með
tillögur í málinu. Á meðan yrðu
flæmingjar heimsins varaðir við
ferðum til Eyjunnar hvítu. Þar
með var fundi slitið og flaug svo
hver til síns heima.
Höfundur er ræðismadur íslands á
Flórída og framkvæmdastjóri hjá
fisksölufyrirtæki á Miami
Reykjanes — hvað?
Athugasemd við frétt
Nokkrar staðreynd
ir um áfengan bjór
— eftir Elínu Hartmannsdóttur, Guðnýju
Gísladóttur og Kristínu Guðmundsdóttur
— eftir Björn
Stefánsson
í fjölmiðlum 22. og 23. maí birt-
ist frétt um samanburð verðlags í
matvöruverzlunum í Reykjavík og
utan Reykjavíkur. Var tekið sér-
staklega fram, að verðlag í verzl-
unum á Reykjanesi væri nánast
það sama og í höfuðborginni, en þó
eilítið hærra. Af fréttinni mátti
ráða, að átt væri við Reykjanes í
Gullbringusýslu.
Það er ekki nýtt, að skírskotað
sé til íbúa Reykjaness í fréttum,
ýmist í sambandi við skoðana-
kannanir, lífsgæðakapphlaupið,
kosningar eða annað, og virðist þá
heildarvægi Reyknesinga í þjóð-
málum allmikið. Sízt vil ég gera
lítið úr atgervi Reyknesinga, en
bendi fréttamönnum og öðrum á,
að á Reykjanesi er engin verzlun.
Þar eru ekki heldur skráðir aðrir
íbúar með fasta búsetu en vita-
vörðurinn og hans fjölskylda. Eitt
atvinnufyrirtæki er þó starfrækt
þar, Sjóefnavinnslan hf. Vonandi
„Frá örófi alda hafa
byggðir sunnan Hafnar-
fjarðar og Kapellu-
hrauns verid nefndar
Suðurnes og íbúar
þeirra Suðurnesjamenn.
Er þörf að breyta því?“
á hún eftir að skila góðum arði í
þjóðarbúið, þrátt fyrir afskipti
hæstvirts iðnaðarráðherra.
Reykjanes er sem sé aðeins lítið
nes, sem skagar suðvestur úr stór-
um skaga, Reykjanesskaga. Skag-
inn er stígvélslaga, og myndar
Reykjanes aftasta hluta hælsins.
Eg viðurkenni fúslega, að það er
óþjált í munni og langt á prenti að
tala um Reykjanesskagaíbúa,
enda óþarft. Frá örófi alda hafa
byggðir sunnan Hafnarfjarðar og
Kapelluhrauns („sunnan" er göm-
ul málvenja um þá byggð, sem er
vestar eða utar á skaganum) verið
nefndar Suðurnes og íbúar þeirra
Suðurnesjamenn. Er þörf að
breyta því? Ólína Andrésdóttir
hefur gert það nafn ódauðlegt með
stefinu „Sagt hefur það verið um
Suðurnesjamenn ... “ í kvæði sínu
Útnesjamenn.
Ég skora því á þá, sem þurfa að
skírskota til íbúa Suðurnesja,
hvort heldur sem notenda, þol-
enda eða háttvirtra kjósenda, að
nefna þá sínu rétta nafni, Suður-
nesjamenn.
Og við skulum ekki aðeins hætta
að tala um Suðurnesjamenn sem
Reyknesinga, heldur einnig slá
stóru striki yfir Reykjanesbraut,
og nefna hana hér eftir með réttu
Suðurnesjabraut.
Ilöfundur er skrifstofumaöur í
Keflarík.
Eins og alþjóð veit, er nú verið
að fjalla um bjórfrumvarpið svo-
kallaða á Alþingi þessa dagana.
Meirihlutinn biður um bjór. Kæru
landar, er ekki mál að vakna af
ykkar væra blundi? Er þetta ekki
mál sem alla varðar?
Eða einungis þingmennina og
þá, sem telja sig munu hagnast á
sölu áfengs bjórs?
Það tala margir um frelsi í sam-
bandi við að að leyfa sölu áfengs
bjórs, en fyrir stuttu voru sett lög
um reykingar og þær eru nú bann-
aðar víða, t.d. á opinberum stöð-
um, þar með erum við að viður-
kenna skaðsemi reykinga. Það
spor stígum við fram á við en hvað
er nú að gerast? Við stígum skref
aftur á bak. Hvaða frelsi erum við
að biðja um kæru landar? Reynsla
nágrannaþjóðanna af þessu sama
frelsi er ekki glæsileg og hefur
haft í för með sér slæmar afleið-
ingar. Þær eru nú að vakna upp af
blundi sínum.
Hörmulegar afleiðingar barna-
og unglingadrykkjunnar á milli-
ölsáratugnum eru nú að koma í
ljós. Sænska þingið, sem leyft
hafði framleiðslu og sölu þessa
varnings 1965, bannaði hvort
tveggja 1977 að fenginni dapur-
legri reynslu og þurfti ekki þjóð-
aratkvæði tiL Síðan hefur drykkja
unglinga minnkað með ári hverju
og meðalaldur þeirra, sem hefja
að neyta áfengis hækkað verulega.
Afleiðingar öldrykkjunnar, sem
fram koma, eru einkum heila-
skemmdir. Þær gerast nú miklu
tiðari meðal fólks á þrítugsaldri
en verið hefur, einkum þó meðal
þeirra, sem komnir eru undir þrí-
tugt. Einkennin eru minnisleysi og
ýmsar taugatruflanir. Lifrarmein
(skorpulifur) og flogaveiki koma
nú oftar fyrir í þessum aldurs-
flokkum en fyrr. (Accent 24. febr.
1984.)
Bjórdrykkja við vinnu er ugg-
vænlegur slysavaldur. Sú stað-
reynd er augljós. Og einnig við
stjórn ökutækja.
í Hamborg var rannsakað
áfengismagn í blóði 103 manna,
„Er áfengur bjór mál,
sem okkur varöar? Er
hann framlag okkar til
komandi kynslódar á
ári æskunnar?“
sem lentu í vinnuslysum við höfn-
ina þar 1976—1983. Niðurstöður
urðu þær að 82,5% voru með í blóði
sínu meira en 1,5 %o áfengis. Aðeins
5,8% voru með minna en 0,5 %c
áfengis í blóði.
Þjóðverjar eru, sem kunnugt er,
einhverjir mestu bjórdrykkju-
menn í Evrópu. (Suchtgefahren
1/1985.)
Sumir vilja halda því fram að við
það að leyfa bjór minnki neysla
sterkra vína og jafnvel, að neysla
eiturlyfja minnki. Einnig að
drykkjusiðir okkar breytist og
verði „menningarlegir" með til-
komu bjórsins. En er ekki einhver
misskilningur á ferð? Stafar hann
ef til vill af þekkingarskorti.
Könnun, sem gerð var í Reykja-
vík 1980 á 15 og 17 ára unglingum,
leiddi í ljós að marktæk fylgni er
milli áfengisnotkunar og þess að
hafa prófað hass. Það eru sem
sagt meiri líkur á að þeir, sem
nota áfengi oft, hafi prófað hass
en þeir, sem nota áfengi sjaldnar.
(Heilbrigðisskýrslur Fylgirit 1982
nr. 3, landlæknisembættið.)
l»eUa ár er tileinkað æskunni.
Hvert stefnum við?
Hvað viljum við leggja af mörk-
um til komandi kynslóðar?
Til barna okkar og æskufólks.
Hugleiðið málið.
Höfundar eru starfandi hjúkrunar
fræðingar rið heilsugæslu og
barnahjúkrun.