Morgunblaðið - 31.05.1985, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 31.05.1985, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1985 17 Vil fá foreldra mína hingað til mín — segir Ari Huvnh Kínverjinn Ari Huynh, er einn þeirra flóttamanna, sem komu hingað til landsins { september 1979. Meó honum komu kona hans, fjögur börn og migur. Stefna víetnamskra stjórnvalda var og er sú aó leyfa þeim, sem fæddir eru í Kína eða eru Kínverjar ad uppruna að fara úr landi gegn hárri greiðslu í peningum eða gulli. Allt frá því stríðinu lauk höfðu Ari og fjöl- skylda hans lagt fyrir fé til að komast úr landi. Hélt fyrst ég væri að fara til írlands „Við bjuggum rétt hjá Saig- on,“ sagði Ari þegar hann var spurður um hvernig líf hans hefði verið í Víetnam. „Þar átt- um við ágætis hús og okkur leið vel. Ég er kokkur og vann fyrir herinn um nokkurt skeið, en var búinn að stofna eigið fyrirtæki þar sem öll fjölskyldan vann við að setja saman kúlupenna og selja. Eftir að N-Víetnamarnir komu varð lífið sífellt erfiðara, svo að við ákváðum að fara. Við vorum nokkuð mörg, sem keypt- um okkur stóran bát saman en hann fengum við hjá stjórnvöld- um. Eftir níu daga á hafi var báturinn ónýtur og við hrökt- umst á hafinu i fimmtán daga. Þá kom þýskt flutningaskip okkur til bjargar, tók okkur um borð og kom okkur til Malaysíu. Þar vorum við í flóttamannabúð- um í þrjá mánuði þar til okkur var boðið að koma til íslands. Ég var nú svo vitlaus að ég hélt fyrst að verið væri að tala um írland þar til mér var sýnt á korti hvar landið var.“ Okk'ir líður vel „Síðan við komum hingað hef ég unnið á ýmsum stöðum og nú síðast í Vörumarkaðinum úti á Granda. Við erum nýflutt í eigin íbúð og okkur líður vel. Allir eru okkur hjálplegir og góðir. Að vísu hef ég engan samanburð við önnur lönd því ég hef bara búið hér og í Víetnam, en ég er hvað ánægðastur með að hér er eng- inn ofsalega ríkur né fátækur, allir eru jafnir. Morgunblaöiö/Friðþjófur Ari Huynh við vinnu sína í Vöru- markaðinum. Ég hef engan áhuga á að flytja til Víetnam, en ég gæti hugsað mér að fara þangað i stutta heimsókn. Það eina sem ég sakna frá Víetnam eru foreldrar mínir og hef ég verið að reyna að fá þau hingað til mín. Við höfum nægilegt húsrými fyrir þau eftir að við fluttum hingað og okkur langar til að þau fái tækifæri til að sjá barnabörnin aftur eftir öll þessi ár. Tengdafaðir minn kom hingað í fyrra. Hann var hjá okkur í fimmtíu daga, en þá dó hann. Við vorum mjög þakklát fyrir að fá að hafa hann hjá okkur þenn- an stutta tíma. Munurinn á Asíubúum og fslendingum er sá að okkur er mikið kappsmál að geta séð fyrir foreldrum okkar í ellinni en íslenskir unglingar kveðja foreldrana og fara að heiman átján ára. Nú þegar ég el mín börn upp legg ég ekki áherslu á að það sé eins og tíðk- ast í Víetnam. Þau eiga eftir að búa hér allt sitt líf og verða að læra að haga sér og hugsa eins og íslendingar." KG Þótti bara allur heimurinn fagur — en ekki lengur — segir vietnamski flóttamaðurinn Halldór Nguyen ræningjar sem hirtu af okkur það litla sem við áttum af mat. Eftir tveggja mánaða hrakn- ingar náðum við loks landi á eyði- eyju, einhvers staðar í Malasíu. Þá voru tveir dánir og farnir í sjóinn. Við vorum aðframkomnir og urð- um að beita okkur hörðu til að halda ferðinni áfram. Þarna var engan mat að hafa né heldur var von á mannaferðum. Eftir allar þessar hrakningar fannst okkur ekki hægt að gefast upp við svo búið. Á næstu eyju sem við kom- um á var allt fullt af kókoshnet- um, en það er ótvírætt merki um mannaferðir þó enginn væri þar þegar við komum. Enda kom það á daginn að eyjan var nýtt af yfir- mönnum i Malasíuher sem sumar- dvalarstaður. Þegar við náðum landi flýttum við okkur að eyði- leggja bátinn, svo að ekki væri hægt að hrekja okkur aftur á sjó- inn þegar við fyndumst. Stuttu seinna vorum við teknir til fanga og sendir í flóttamannabúðir á Palau-Tenga. Búinn að koma mér vel fyrir Þegar ég var komin þangað hugsaði ég ekki um neitt annað en að komast þaðan sem fyrst. Ég setti á oddinn að komast til ein- hvers lands þar sem örugga vinnu var að fá svo að ég gæti sem fyrst fert upp skuld mína við kirkjuna. !g sótti um mörg lönd. Eginlega öll nema Bandaríkin. Þangað vildi ég ekki fara. Ég vissi ekkert um ísland þegar Rauði kross Islands kom f flótta- mannabúðirnar og bauð 34 flótta- mönnum að koma. Sænskur mað- ur sem vann í búðunum og ég þekkti benti mér á að sækja um að komast hingað. En mér leist ekki á blikuna í fyrstu. Fyrst og fremst vegna nafnsins, það er svo kulda- legt. Svíinn talaði um fyrir mér og sagði að hér væri ekki eins kalt og nafnið gæfi til kynna. Auk þess væri hér ekkert atvinnuleysi, allt- af næg vinna. Allir ættu ibúð og bíl og hefðu það gott. Ég ákvað að sækja um, hafði allt að vinna en engu að tapa. Nú er ég búinn að koma mér vel fyrir hérna og fer ekki héðan á meðan ástandið er óbreytt Því ég treysti mér ekki ótilneyddur að byrja frá grunni einhvers staðar annars staðar. Það er ekki nema þegar ég finn fyrir fordómum í minn garð sem ég iðrast þess að hafa komið hingað. Sem betur fer gerist það ekki oft nú orðið því ég hef lært að forðast þá staði og það fólk sem ég veit að hefur tilhneig- ingu til að gera grín að mér. Vietnam kemur æ sjaldnar upp í huga minn, þaðan sakna ég ekki neins öðru fremur. Það er helst þegar ég er leiður að hugurinn leitar þangað. Þegar það gerist hugsa ég til vinkonu minnar og bróður hennar, sem mér þótti vænt um, en þau létu lífið i stríð- inu, þeirra sakna ég.“ KG llann heitir Halldór Nguyen. Hann var í í Vietnam, ungur há- skólapiltur, þegar Saigon féll fyrir tíu irum í hendur kommúnista. Þá breyttist líf hans. Hann bar norður til Bang Dao, fslands, sem hann hafði aldrei heyrt nefnt, hvað þá að hann vissi hvar það var á hnettinum fyrr en hann var á leið þangað. En nú býr hann í Kópavoginum með is- lenskri konu sinni, Snæfríði Björns- dóttur, og litla tveggja ára snáðan- um, ísak Halldóri Nguyen. Hann er að koma sér hér vel fyrir til lífstíðar, er á síðasta vetri i Iðnskólanum að læra vélvirkjun og vinnur hjá Véla- miðstöð Reykjavíkurborgar. Harð- ánægður, segir hann. En hvernig var högum hans háttað í heimalandinu og hvernig upplifði hann breyting- una sem varð í Viet Nam fyrir 10 árum? „Ég var i Saigon þar sem for- eldrar mínir búa. Var í skóla og ekkert að hugsa um stríð eða póli- tík. Var bara með nefið niðri í bókunum mínum og ekkert að fást um slíkt. Vissi ekkert þá frekar en svo margir aðrir að það voru kommúnistar sem voru að taka landið. Ég hafði útskrifast úr menntaskóla 18 ára gamall og inn- ritast í hagfræði í háskólanum. Var þar á öðru ári í námi. Þess vegna var ég ekki tekinn í herinn eins og bræður minir fjórir. Pabbi rak verslun og auk bræðranna á ég tvær systur. Lífið gekk bara sinn vanagang. Einu sinni lenti ég þó í því að vera nýkominn út úr kvikmyndahúsi þegar sprengja sprakk þar og fjöldi manns lá blóðugur í valnum. Viet Cong not- aði börn, 9—10 ára drengi, til að bera sprengjur inn í bíó og aðra staði þar sem fólk var. Annars vorum við bara að hlusta á út- varpið heima og vissum ekkert að borgin var að gefast upp þegar það gerðist. Allt í einu var allt breytt þegar Saigon var fallin i hendur komm- únistanna að norðan. Nú urðu all- ir að gera nákvæmlega eins og valdhafar fyrirskipuðu. Ég mátti ekki lengur stunda nám í háskóla af því að bræður mínir höfðu verið í hernum. Þeir kölluðu pabba kap- italista af því hann átti búðina og tóku af honum húsið og bílana okkar þrjá, en settu hann ekki í þessar svokölluðu endurhæf- ingarbúðir sem voru raunar bara fangelsi. Enda ekkert að endur- hæfa. Bræður mínir komu allir heilir heim en sluppu við fangelsi nema einn, sem var í búðum í 3 ár. Þessi fyrstu tvö ár voru þó að öðru leyti ekki svo slæm, en þá byrjaði það líka. Allir urðu að hliða og gera allt sem yfirvöld fyrirskip- uðu, vinna mikið fyrir sáralítið kaup og við það sem þau ákváðu, spara allt og matur af skornum skammti. Þar sem pabbi og bræð- ur mínir fengu ekki að vinna, þá greip ég til þess ráðs að reyna að braska á svörtum markaði, alltaf með lífið í lúkunum af hræðslu við það sem kynni að koma fyrir mig. Og 1979 var ég búinn að spara saman nægilegt fé til að komst í bát og flýja. Við vorum um 500 á báti og maður þurfti að borga í gulli fyrir að vera tekinn með. Gullið var notað til að múta einhverjum yfir- völdum til að sjá í gegn ura fingur, svo að maður kæmist af stað. Við lentum í Malaysíu um það leyti sem Malaysíumenn tóku það til bragðs að hrekja flóttamennina í burtu af því straumurinn var svo mikill. Báturinn okkar var tvisvar sinnum hrakinn aftur út á haf, en í þriðja skiptið tókst að komast í land. Við lentum í búðum á flótta- mannaeynni Pulau Bidon. Þegar ég heyrði að eitthvert land sem héti ísland vildi taka við flótta- mönnum vildi ég bara allt til vinna til þess eins að losna úr búð- unum. Önnur systir min flúði seinna og er nú í Frakklandi og bróðir minn einn, sem er tölvu- fræðingur, komst til Bandaríkj- anna, en elsti bróðir minn var i flóttamannabáti sem sökk og hann drukknaði. Og hér er ég og er mjög ánægður þótt erfitt væri fyrst. Eða þangað til maður fór að bjarga sér í málinu og kynnast fólki. ÖUu flóttafólkinu sem kom með mér hefur vegnað vel á ís- landi. Við erum öll búin að koma okkur eigin þaki yfir höfuðið á þessum tíu árum, nema systkinin sem fengu fjölskylduna sína, níu manns, á eftir sér og hafa auðvit- að þurft að láta allt sem þau afla til þess.“ Hér skýtur Snæfríður kona Halldórs því inn í, að Vietnamarn- ir séu líka allir óskaplega iðnir og sparsamir. Enda vita þeir hvað það gildir að geta ekki bjargað sér. Eru fegnir að geta það. Þeir hitt- ast nokkuð enn, þótt þeir ekki beinlínis haldi hópinn. Halldór segist reyna að fylgjast með frétt- um frá Vietnam, var nýbúinn að fá blað á ensku um flóttafólk hjá Rauða krossinum. Halldór kveðst ekki sjá eftir að hafa komið til íslands, en hafi bara áhyggjur af foreldrum sínum í Vietnam. Veit að ástandið hefur versnað. Segist verða bara að vona að þeim líði vel, enda hafi þau stuðning af þeim systkinum sem eftir eru heima. Þótt hann hafi getað skrifað þeim og fengið bréf, þá þora þau ekki að skrifa neitt neikvætt. Kveðst því ekki vita neitt meira um ástandið í heima- landi sinu en aðrir. Vissi raunar aldrei hvað var að gerast þegar kommúnistar voru að taka landið. Eða eins og hann segir: „Mér þótti bara allur heimurinn fagur — ekki lengur. — E.Pá MorKunblaðiA/Árni Scberg Halldór Nguyen býr nú með fjölskyldu sinni, Sæfríði Björnsdóttur og syninum ísak Halldóri, í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.