Morgunblaðið - 31.05.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.05.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1985 AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK Laxfoss 12. júni City of Perth 21. júni Bakkafoss 25. júni Laxfoss 9. júli NEW YORK Laxfoss 11. júni City of Perth 24 júní Bakkafoss 24. júni Laxfoss 8 juli HALIFAX Laxfoss 15. júní BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Álafoss 2. júní Eyrarfoss 9. júní Alafoss 16. júní Eyrarfoss 23. júní FEUXSTOWE Alafoss 3. júni Eyrarfoss 10. júni Álafoss 17. júni Eyrarfoss 24. júni ANTWERPEN Alafoss 4. júni Eyrarfoss 11. júní Álafoss 18. júni Eyrarfoss 25. júni ROTTERDAM Álafoss 5. júní Eyrarfoss 12. júní Álafoss 19. júni Eyrarfoss 26. júní HAMBORG Álafoss 6. júní Eyrarfoss 13. júní Álafoss 20. júni Eyrarfoss 27. júni GARSTON FjaHfoss 3. júni Fjallfoss 17. júni LISSABON Skeiösfoss 12. júni PfNETAR Skeiösfoss 18. júní LEIXOES Skeiösfoss 21. júní NORDURLÖND/- EYSTRASALT BERGEN Skógafoss Reykjafoss Skógafoss Reykjafoss KRIST1ANSAND Skógafoss Reykjafoss Skógafoss Reykjafoss MOSS Skógafoss Reykjafoss Skógafoss Reykjafoss HORSENS Skógafoss Reykjafoss Skógafoss Reykjafoss GAUTABORG Skógafoss Reykjafoss Skógafoss Reykjafoss KAUPMANNAHÖFN 7. júni 14. jóní 20. júni 28. júní 7. júni 14. júní 21. júni 28. júni 17. júni 20. júní 9. júní 16. júní 13. júní 15. júni 19. júni EIMSKIP Skógafoss Reykjafoss Skógafoss Reykjafoss HELSINGBORG Skógafoss Reykjafoss Skógafoss Reykjafoss HELSINKI Lagarfoss GDYNIA Lagarfoss ÞÓRSHÖFN Skógafoss Reykjafoss Gavle Lagarfoss UMEÁ Lagarfoss RIGA Lagarfoss 1. júní 7. júni 15. júní 21. júni 3. júni 10. júni 17. júní 24. júni 4. júni 11. júni 18. júni 25. júní 6. júní 13.júni 19 júni 27. júni 5. júní 12. júni 19. júni 26. júní SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI/Ólafur Ormsson „Ég ætla að bjóða í notað- an tanngarð“ Fjöldi fólks safnaðist saman í porti sakadóms við Borgartún laugardaginn 11. maí síðastlið- inn uppúr klukkan tvö eftir há- degi. A staðnum fór fram upp- boð á ýmsum óskilamunum í vörslu rannsóknarlögreglunar og þar var fólk á öllum aldri, krakk- ar sjö, átta, níu ára, unglingar, miðaldra fólk og þaðan af eldra og einnig mátti sjá fólk komið á eililífeyrisaldurinn. í hópnum voru iðnaðarmenn, verkamenn, kaupsýslumenn, virðulegar frúr, menntamenn, fólk úr flestum stéttum þjóðfélagsins. Það var veðurblíða þennan dag, sólskin og hlýtt, sannkallað vorveður. Uppboðið stóð í tvo til þrjá tíma og ekki var annað að sjá en flest- ir hefðu gaman af og margir skemmtu sér greinilega vel þessa eftirmiðdagsstund í porti saka- dóms í veðurblíðunni. Á uppboð- inu voru ýmiskonar hlutir og margir vissulega eigulegir. Margir buðu í reiðhjól af ýmsum gerðum og stærðum og eitt hjól- ið fór t.d. á sex hundruð krónur sem er auðvitað gjafverð. Eldri maður eitthvað á áttræðisaldri bauð í uppstoppaðan fugl og fékk hann fyrir sáralítinn pening og hann bar fuglinn í fanginu yfir á bifreiðastæði við Borgartún og maðurinn var greinilega ánægð- ur, hann var á svipinn eins og að hann hefði loks höndlað ham- ingjuna. Kristinn Bjarnason bif- vélavirki var þarna á ferð ásamt komu sinni og syni. Yfirleitt læt- ur hann ekki uppboðin fara fram hjá sér og hann mun oft vera búinn að gera góð kaup þó að hann lifi ekki í ríkidæmi, ég vil segja sem betur fer. Fyrir hon- um eru uppboðin eins konar skemmtun, mannfagnaður á við bestu bíóferðir. Kristinn hefur löngum komið auga á húmorinn í tilverunni og á uppboðum er oft stutt í gleðina þó svo að von- brigðin leyni sér ekki stundum. Rétt áður en Kristinn hélt inní portið við húsakynni sakadóms við Borgartún varð á vegi hans góður kunningi sem spurði hvað hann ætlaði nú að bjóða í á upp- boðinu. Frönsk kvikmyndavika stendur nú jrfir í kvikmyndahúsinu Regnbog- anum og eru sýndar þar sjö myndir, allar með enskum skýringartexta. f dag, föstudag, kl. 23.15 verður sýnd myndin „L’affaire est dans le sac“ eða „Viðfangsefnið er í tösku“. Mynd þessi er gerð 1932 og er leikstjóri hennar Pierre Pré- vert. Kvikmyndin „Fanfan la tul- — Ég ætla að bjóða í notaðan tanngarð. Það er ágætt að eiga tanngarð í ellinni, svaraði Krist- inn og brosti og svo hljóp hann inní portið þar sem uppboðið fór fram. Tæpum fimmtán mínútum síðar kom Kristinn frá uppboð- inu yfir í Borgartúnið með reiðhjól í fanginu. Það fara ekki sögur af því hvort hann eignað- ist tanngarð á uppboðinu. Frá því er kaupskipin fóru að venja komur sínar frá útlöndum og utan af landsbyggðinni inn í Sundahöfn fyrir tíu til fimmtán árum er eins og hafi dofnað yfir athafnalífinu við Reykjavíkur- höfn. í ágætu veðri, logni og svo- litlum rigningarskúrum af og til, laugardagsmorguninn 18. maí, átti ég leið um höfnina og var varla nokkurs staðar mannveru að sjá. Við bryggjur Landhelg- isgæslunnar ekki fjarri Skúla- götunni lágu tvö skip gæslunnar, Oðinn og Þór, hlið við hlið og ekki Iangt undan skip Hafrann- sóknastofnunnarinar, Bjarni Sæmundsson, öll þrjú mannlaus og engu var líkara en þeim hefði verið lagt að fullu. í vakt- mannsskýlinu við bryggju Land- helgisgæslunar var einn gluggi opinn og tóbaksreykur liðaðist út um gluggann og við nánari athugun kom í ljós að ilmurinn var af píputóbaki. Við gömlu togarabryggjuna lágu tvö skip, Sigurður RE 4 og Júpiter RE 161. Var verið að sandblása síð- una á Júpiter. Maður albrynj- aður gullituðum galla „66 gráður norður“ var þar að störfum og vann skipulega. Það var aðgerð- arlaust fyrir framan vöru skemmur Hafskips þar sem gamli kolakraninn stóð eitt sinn og setti mikinn svip á umhverfið og einnig við nýjar vöruskemm- ur Ríkisskips. Þar voru fánar Ríkisskips við hún og líklega beðið fyrstu ferðar Akraborgar ofan af Skipaskaga þann dag. Líflegra var um að lítast við Grandagarð. Ágúst RE 61 á að giska fimm tonna línu- eða handfærabátur var að koma að Iandi með afla og ekki er ólíklegt að aflinn hafi verið settur í ipe“ —„Túlipaninn Fanfan" verð- ur á dagskránni kl. 15, var hún gerð 1951 og fara Gina Lollobrigi- da og Gérard Philipe með aðal- hlutverk en leikstjóri er Christi- an-Jacque. „Sous les toits de Par- is“ eða „Undir þökum Parísar- borgar" nefnist myndin sem sýnd verður í dag kl. 17, föstudag, hún var gerð árið 1930 og er leikstjóri Réne Clair. vinnslu hjá Bæjarútgerð Reykja- víkur, þar var unnið af fullum krafti þennan laugardagsmorg- un. í frystihúsi ísbjarnarins var einnig unnið af fullum krafti og nýr karfi í nokkrum trogum á bryggjunni fyrir framan ís- björninn. í Kaffivagninum sat nokkur hópur manna, flestir drukku kaffi, einstaka te eða gosdrykki. Þar var að heyra líf- legar umræður um landsins gagn og nauðsynjar, aflahorfur og veðurhorfur. Siggi Óla, skóflugröfumaður sem var með í för um höfnina, spáði í að helst væri rætt um kvennamál og slark. Um það vil ég samt ekkert fullyrða. Við lokaumræður um bjórmál- ið í neðri deild alþingis þriðju- daginn 14. maí síðastliðinn var fjölmenni á þingpöllum. Maður, rétt rúmlega fertugur, er gegnir stöðu stórritara stórstúku ís- lands, hélt niður að alþingishúsi ásamt kunningja sínum, þekkt- um fræðimanni á sextugsaldri. Þeir hugðust hlusta á lok um- ræðna og þá aðallega í þeim til- gangi að hafa góð andleg áhrif í dag sem er jafnframt síðasti dagur frönsku kvikmyndavikunn- ar verður auk þessara mynda sýnd myndin „Alphaville" — „Borgin Alpha“, sem gerð var árið 1965 af Jean-Pierre Melville. Að frönsku kvikmyndavikunni standa menningardeild franska sendiráðsins á íslandi og Alliance Francaise í Reykjavík. með nærveru sinni á andstæð- inga bjórsins meðal alþing- ismanna. Félagarnir voru ein- hvers staðar ofarlega í hring- stiganum uppá þingpallana þeg- ar tveir kraftalegir þingverðir birtust og höfðu uppi athuga- semdir um að þeir hleyptu ekki drukknu fólki á þingpallanna. Þrátt fyrir að félagarnir fullyrtu að þeir væru að koma frá þjóð- skjalasafninu við Hverfisgötu og staðhæfðu að þeir hefðu þar af leiðandi ekki komið nálægt áfengi varð þingvörðunum ekki haggað, þeir höfðu tekið sína ákvörðun. Fræðimaðurinn hafði þegar uppi mótmæli og það sannfærandi. Hann var þá þegar rekinn úr húsinu og stórritarinn átti að fara sömu leið þegar hann ætlaði að verja fræði- manninn. Fræðimaðurinn var auk þess aðeins klæddur í gulan stuttermabol, í terlínbuxum og með dökkbláa derhúfu á höfði og það þótti líklega gefa vísbend- ingu um hvaðan þeir félagar hefðu verið að koma, nefnilega úr vafasömu umhverfi, t.d. knæpu eða nútímabjórstofu. Stórritarinn fékk náðarsamleg- ast að koma inná þingpallana fyrir góð orð þingvarðar enda var hann sæmilega klæddur, í dökkbláum, teinóttum spariföt- um, í hvítri skyrtu og með dökk- blátt bindi. Þegar kunnur guð- fræðingur og stúkumaður heyrði þessi tíðindi af þeim félögunum þá brosti hann og varð að orði: — Það hefðu einhvern tímann þótt tíðindi til næsta bæjar að stórritara stórstúku fslands væri vísað frá þingpöllunum á alþingi við umræður um bjór- málið vegna drykkjuskapar ... Frönsk kvikmyndavika í Regnboganum heilsunnar vegna Lýsi hf. Grandavegi 42, Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.