Morgunblaðið - 31.05.1985, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1985
19
Núr björgunarbátur til Hornafjarðar
BJÖRGUNARFÉLAG Hornafjaró-
ar á Höfn hefur keypt nýjan,
hraðskreiðan björgunarbát frá
Danmörku og var báturinn fluttur
áleiðis austur frá Reykjavík í gær.
Myndin að ofan var tekin er bátur-
inn var prófaður í Reykjavíkurhöfn
en áður hafði Slysavarnaféiags-
deildin í Sandgerði fengið slíkan
bát.
Sjóhæfni báta af þessu tagi er
sögð afburða góð. Hann gengur
28—30 mílur, er búinn 165 hest-
afla Volvo Penta-vél og sjálf-
réttibúnaði og er að auki með
talstöð, lóran- og miðunarstöð.
Hann er 25 feta langur. Gert er
ráð fyrir að á bátnum sé þriggja
manna áhöfn en um borð má
koma fimmtán manns svo vel
fari um alla.
Ver doktorsrit-
gerð við Háskól-
ann í Gautaborg
JÓN Hjaltalín Ólafsson, læknir, ver
í dag, 31. maí, doktorsritgerð sína
„Cutaneous and Systemic Mastocyt-
osis in AdulLs" við læknadeild
Gautaborgarháskóla. Fjallar ritgerð
Jóns um útbreiðslu, greiningu,
ónæmisfræði, efnaumsetningu og
meðferð sjúkdómsins mastocytosis,
sem orsakast af óeðlilegri fjölgun
vissra fruma í húð, en slík fjölgun
getur einnig komið fyrir í öðrum líf-
færum. Megineinkenni sjúkdómsins
eru húðútbrot, sem líkjast ofnæmi,
og kláði. Hjá eldra fólki ber stund-
um á einkennum frá öðrum líffærum
eins og meltingarvegi, lungum og
hjarta. Stöku sinnum tekur sjúk-
dómurinn á sig illkynja mynd.
Jón lauk læknaprófi frá Há-
skóla íslands 1976. Hann er sér-
fræðingur í húð- og kynsjúkdóm-
um og hefur stundað framhalds-
nám og rannsóknir við húðsjúk-
dómadeild Sahlgrenska-sjúkra-
hússins í Gautaborg í Svíþjóð. Jón
er sonur Ólafs heitins Jónssonar,
stórkaupmanns, og Arnþrúðar
Jónsdóttur. Hann er kvæntur Þór-
Jón Hjaltalín Ólafsson
unni Þórhallsdóttur, meinatækni,
og eiga þau tvær dætur.
Morgunbladid/Emelía
Sennilega tala fslendingar þjóða mest í síma. Og þegar álagið er sem mest
getur ekkert kerfi annað þeim.
Er álagið á símanum of mikið?
Símakerfið er alltaf
að batna en ekkert
kerfi er fullkomið
— segir Ólafur V. Thorsteinssen hjá Pósti og síma
UNDANFARNA daga hefur mörgum Reykvíkingum þott erntt að fa samband við
ýmis símanúmer í bænum. Þarna er aðallega um að ræða númer á frá
25000—29000 en mörg fyrirtæki hafa símanúmer á þessu bili. Að sögn Þorleifs
Björnssonar, yfírmanns bilanatilkynninga Pósts og síma, hefur töluvert verið
kvartað yfír þessu við „símann". Það er þó engin ástæða til þess að örvænta, sagði
Þorleifur í viðtali við blaðið, hér virðist aðeins hafa verið um að ræða álagstopp
sem stóð í nokkra daga. „Slíkt kemur fyrir af og til, og í raun getur ekkert
símakerfí verið svo fullkomið að það anni slíkum áiagstoppum," sagði Þorleifur.
Mesta álagið á símakerfið i
Reykjavík kemur á sama tíma tvisv-
ar i viku. Það er á mánudögum og
föstudögum milli kl. 10.30 og 14.30.
Það er einmitt þá sem margir verða
fyrir óþægindum, velja númer aftur
og aftur en fá ekki hringingarsón.
Þarna er línufæð um að kenna.
„Símakerfið er samt alltaf að batna
og verða fullkomnara,“ sagði Ólafur
V. Thorsteinssen símvirkjameistari í
Múlastöð Pósts og síma. „Ég held að
þau tilfelli að það vanti línur séu
hverfandi. Ætli Islendingar tali ann-
ars ekki manna mest í síma.“
Símnotendur, sem hringja f númer
er byrja á 6, hafa án efa kynnst
þýðri konurödd sem kemur f símann
ef númeri hefur verið lokað, það bil-
ar eða er ekki til. Þessi nýjung fylgir
stafrænu símstöðinni sem tekin var í
notkun á síðasta ári. En hvað finnst
þeim sem verða fyrir því að síman-
um er lokað vegna vanskila, um það
að tilkynnt sé um lokunina með
þessum hætti? „Ég hef ekki orðið
var við það að menn taki þetta
óstinnt upp,“ sagði Þorleifur, „við
höfum alltaf fylgt þeirri stefnu að
veita upplýsingar um það ef sima-
numeri hefur verið lokað, hvort sem
það er vegna bilunar eða vanskila.
Það minnkar að sjálfsögðu álagið ef
fólk hringir ekki endalaust i þessi
númer. Ef við fáum hinsvegar fyrir-
spurn um það af hverju símanum
hefur verið lokað reynum við bara að
eyða talinu,“ sagði Þorleifur
Björnsson, yfirmaður bilanatilkynn-
inga að lokum.
Ný hársnyrti-
stofa á Bfldshöfða
OPNUÐ hefur verið ný hársnyrtistofa að Bíldshöfða 18
og nefnist hún Klippihús Karólínu. Eigendur stofunnar
eru Karólína Waldenhaug og Kjartan Kjartansson.
Á stofunni er boðið upp á alla almenna hársnyrti-
þjónustu, herra-, dömu- og barnaklippingu, permanent,
hárlitun og að auki skeggsnyrtingu.
(FrétutilkynninK.)
Karólina Waldenhaug, annar eigandi stofunnar.
HaUargarðwinn
ui'ioi \/rnoi i iki a nikihi A D
HUSI VERSLUNARINNAR
BORÐAPANTANASÍMI HELGARINNAR 30400
ÖRN ARASON LEIKUR KLASSÍSKAN GÍTARLEIK FYRIR MATARGESTI
ATH.: OPNUM KL. 18 F. LEIKHÚSGESTI
ÞAO SEM MAT-
REIÐSLUMENN
OKKAR MÆLA
MEÐ UM HELG-
INA:
Snigladiskur meö gljáöu
brauöi.
Reyktur áll meö hræröu
eggi.
Gufusoönar gellur með
Saffransósu.
Hcúlargaröurinn
HUSI VERSLUNARINNAR
Lambamolar meö 5 teg.
pipars.
Pekingönd a la Orange,
Innbakaöur lambainnan-
lærisvöðvi.
grisakóteletta með perlu-
lauk, sveppum og fleski.
Heimalagaöur appelsínuís.