Morgunblaðið - 31.05.1985, Side 22

Morgunblaðið - 31.05.1985, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ1985 Þegar þetta er skrifað bendir flest til þess að mjótt verði á mununum milli PASOK-flokks Andreasar Pap- andreou, forsætisráðherra og Nýja lýðrsðisflokksins, sem Konstantin Mitsotakis hefur leitt síðasta hálfa árið. Kosningabaráttan hefur verið harðari og óvægnari nú en í kosning- unum 1981 og eftir fregnum að dæma hefur Papandreou orðið að heyja erfiðari glímu en fyrr. Enda er Mitsotakis ekki síður harðskeyttur baráttumaður sem nýtur lýðhylli en forsætisráðherrann sjálfur. Persónu- legar árásir PASOK-manna á Mits- otakis hafa mælzt miðlungi vel fyrir og geta valdið því að allmikið af „miðjuatkvæðum" PASOK færðist yfir til Nýja lýðræöisflokksins. í málflutningi sínum nú undir lok kosningabaráttunnar er Papandreou kominn í ótvíræða varnarstöðu. Því hefðu líklega fáir spáð fyrir nokkr- um mánuðum. Það er mjög athyglisvert að íhuga, hvernig keppinautarnir tveir hafa háð baráttuna nú: það er Mitsotakis, sem hefur gefið tón- inn og þrátt fyrir kyngi og mælsku Papandreou hefur hann síðan orð- ið að ganga í leikinn sakvæmt reglum Mitsotakis. Þetta hefur svo aftur haft umtalsverð áhrif á geðsmuni forsætisráðherrans. Mitsotakis hefur einbeitt sér að innanlandsniálunum Mitsotakis tók strax í upphafi þá stefnu að leggja áherzlu á inn- anlandsmálin í kosningabarátt- unni. Þar er Papandreou veikastur fyrir og aukin heldur er afstaða Mitsotakis til utanríkismála kunn. Breytingin sem Papandreou lofaði Grikkjum fyrir síðustu kosningar á öllum sviðum atvinnu- og félags- mála hefur farið fyrir lítið. Að vísu hafa grískir bændur hagnast vel á aðild Grikkja að Efnahags- bandalagi Evrópu og PASOK nýt- ur óumdeilanlega langtum meira fylgis en Nýi lýðræðisflokkurinn úti á landsbyggðinni. Þó er þetta þversögn í sjálfu sér að Papandr- eou skuli geta hagnast á atkvæð- um bænda, með neikvæðar yfirlýs- ingar hans um EBE í huga fyrir og eftir síðustu kosningar. Eins og fyrr segir er Mitsotakis mjög eindreginn fylgismaður Atl- antshafsbandalagsins, en I kosn- ingabaráttunni hefur hann ekki hamrað að ráði á reikulli utanrík- isstefnu Papandreou. Að vísu sagði hann á fundi í Saloniki i upphafi baráttunnar: „Að fenginni reynslu spyr ég nú: Treysta grískir kjósendur manni, sem sagði fyrir fjórum árum: Ég rek Bandaríkja- menn úr herstöðvum á grísku landi. Ég fer með Grikkland úr NATO. Eg fer með Grikkland úr Efnahagsbandalaginu." og mannfjöldinn hrópaði einum rómi. „Nei, aldrei.“ Málið var út- rætt og Mitsotakis hefur beitt þessari aðferð umfram vísinda- legum rökum fyrir því, að Grikkj- um væri nauðsynlegt að vera í Efnahagsbandalaginu og I Atlantshafsbandalaginu. Það sýn- ir hversu glöggur hann er á hina grísku þjóðarsál. Papandreou býsnast yfír ábyrgðarleysi Nýja lýðræðisflokksins Því er nú svo komið, að Pap- andreou stendur nánast ráðþrota, Mitsotakis slær öll vopn jafnóðum úr höndum hans. Þegar Papandr- eou veitti blaðamönnum frá New York Times viðtal við sig fyrir ör- fáum dögum sagðist hann vera þrumu lostinn yfir því ábyrgð- arleysi, sem formaður Nýja lýð- ræðisflokksins hefði sýnt í kosn- ingabaráttunni. Án þess að depla auga sagði forsætisráðherrann: „Það sýnir þröngsýni andstæð- ingsins, að hann hefur hringsólað um innanlandsmál í kosningabar- áttunni, en aftur á móti hefur hvergi bólað á ábyrgri stefnu í utanríkismálum. Þetta hlýtur að vera Grikkjum og bandamönnum þeirra mikið áhyggjuefni. Banda- menn okkar vita, hvar að þeim snýr þegar PASOK er annars veg- ar. Og ég get fullvissað ykkur um að kyrrð og sáttfýsi mun ríkja áfram í utanríkismálum okkar eftir að PASOK hefur unnið kosn- ingarnar." Að svo mæltu sagði Papandreou að hann myndi ekki hugleiða það að fara með Grikki úr Efnahags- bandalaginu og það væri álitamál hvort ekki væri langskynsamleg- asti kosturinn að Grikkir væru í Atlantshafsbandalaginu. Ekki stæði til að loka bandarískum herstöðvum. Þetta vakti auðvitað fögnuð í Bandaríkjunum og í aðalstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Bruss- el. Og það er í sjálfu sér furðulegt að menn skuli enn taka hátíðlega -> Þrátt fyrir að Nýja lýðræðLsflokknum sé spáð fylgisaukningu gæti aðstaða menn á þingi og mun trúlega halda þeim liðsstyrk. Á allra síð- ustu dögum hefur hann einhverra hluta vegna séð sér hag í að reiða ekki síður til höggs gegn þeim, en flestir hallast að því að KKE gæti komist til aukinna áhrifa ef bilið verður mjög mjótt milli stóru flokkanna. Meðal annars skyldi haft í huga er Papandreou fékk stuðning KKE við forsetafram- bjóðanda sinn, Sartzetakis. Og sumir stjórnmálaskýrendur eru raunar svo svartsýnir að segja að hliðstætt ástand gæti skapast nú og árið 1936 sem leiddi til valda- töku einræðisstjórnar Metaxa. Allt er þetta afar óljóst. En fái til dæmis Nýi lýðræðisflokkurinn 151 þingmann og tæki þar með við stjórn er ekki sennilegt að sú stjórn yrði til stórræðanna vegna hins nauma meirihluta. Fengi PASOK 151 þingmann stæði Pap- andreou mun sterkar að vígi, þar eð hann gæti nokkurn veginn ör- ugglega reitt sig á stuðning kommúnista. Einnig má hafa bak við eyrað, að með öllu er óljóst hvað Nýi lýðræðisflokkurinn myndi gera fengi hann nauman meirihluta, hvað snertir stjórnar- skrárbreytingarnar sem voru samþykktar í kjölfar forsetakosn- inganna. Einnig er ekki vitað hvort Mitsotakis myndi treysta sér með svo lítin þingstyrk að baki til að ógilda kjör Sartzetakis. Flókin og erfíð staða gæti orðið hlutskipti Grikkja Það má af flestu draga þær niðurstöður, að úrslit kosninganna gætu leitt til þess að þar kæmi upp hálfgildings þrátefli. Fáir bú- ast við sigri Nýja lýðræðisflokks- ins, en álíta að hefði hann fengið sex mánuði til vibótar hefði Pap- andreou mátt fara að vara sig. Þó er nokkurn veginn víst að flokkur Mitsotakis bætir verulega fylgi sitt og það verður óhjákvæmilega á kostnað PASOK þar sem óháðir flokkar skipta litlu sem engu máli og fylgistap er ekki fyrirsjáanlegt hjá kommúnistum. Því gætu úrslitin á sunnudaginn — hvernig sem á málin er litið — veikt lýðræðislega stöðu Grikk- lands, og síðast en ekki sízt orðið til lítils ábata fyrir hinn almenna gríska borgara. Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Kosningarnar í Grikklandi á sunnudag: Leonidas Kyrkos, leiðtogi kommún- istaflokksins, en hann gæti komist í lykilstöðu ef mjótt verður á munun- um. yfirlýsingar Papandreou sem sýknt og heilagt stangast á. Og nokkrum dögum áður hafði Pap- andreou raunar sagt á fundi, að fólk mætti treysta því að eftir sig- ur PASOK færu Bandaríkjamenn úr Grikklandi og Grikkir úr Atl- antshafsbandalaginu o.s.frv. Kosningaaðferö Papandreou þykir ekki vitsmunaleg Margir blaðamenn sem hafa fylgst með kosningabaráttunni segja að sé nú forsætisráðherrann þrumu lostinn, eins og hann orðar það, séu þeir öldungis orðlausir af hneykslan. Aðferðir þær sem Papæandreou hafi beitt í kosn- ingabaráttunni misbjóði vitsmun- um Grikkja og það megi af mörgu marka að hann hafi erfiðan mál- stað að verja. Papandreou hefur „Bandamenn okkar vita hvar þeir hafa PASOK í utanríkismálum." Papandreou með Jaruzelski, Arafat og Gaddafi. eins og alkunna er ekki alltaf beitt vitsmunalegum rökum, heldur höfðað til tilfinningahita Grikkja og hann hefur átt auðvelt með það, enda mælskumaður og stemmningarmaður sem á auðvelt með að hrífa aðra með sér. Nú hafi aftur á móti róðurinn verið þyngri með andstæðing á borð við Mitso- takis, sem segir einfaldlega að hann neiti að svara spurningum sem forsætisráðherrann beinir til hans, „vegna þess þær misbjóða almennri skynsemi og eru ekki til þess fallnar að efla lýðræðiskennd Grikkja”. Afstaðan til kommúnista er ekki Ijós Papandreou hefur einnig slegið úr og í varðandi kommúnista- flokkinn KKE sem hefur nú tólf Því er spáð að mjótt verði á mununum milli stóru flokkanna Mitsotakis orðið erfið. Forsætisráðherrann á kosningafundi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.