Morgunblaðið - 31.05.1985, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 31.05.1985, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1985 HARMLEIKURINN t BRUSSEL Liverpool til mikillar vansæmdar IJverpool, 30. mai. AP. UPPÞOT áhangenda Liverpool-liðsins á knattspyrnuleikvanginum í Briissel í Belgíu, sem hafði í for með sér dauða a.m.k. 38 manna, hefur svipt Liverpool því góða orðspori, sem fór af íþróttaanda borgarinnar, og eftir situr vanvirðan ein. „Ég er agndofa, hneykslaður og beygður vegna þess sem gerst hef- ur,“ sagði Eddie Loyden, þingmað- ur frá Liverpool. „Kvöldið var Liv- erpool-borg til vansæmdar." íbúar Liverpool geta ekki með nokkru móti útskýrt ástæður upp- hlaupsins, en óeirðir og ólæti eru mikið vandamál á knattspyrnu- kappleikjum í Bretlandi. Lögreglan magnlaus gagnvart „drukknum skrfl“ Brussel oj> Undon, 30. nuf. AP. BLOÐ í Belgíu fara í dag hörðum orðum um stuðningsmenn enska knattspyrnuliðsins Liverpool vegna atviksins á Heysel-velli í Brussel i gærkvöldi. Krefst eitt blaðanna þess, að Knglendingum verði bannaður aðgangur að knattspyrnuleikjum í landinu. Blöðin segja, að áhangendur Liverpool hafi hegðað sér „verr en skepnur“ og lögreglan f höf- uðborginni hafi verið magnlaus gagnvart hinum „drukkna skríl frá Bretlandi". Fregnin um slysið er aðalefni allra blaðanna í dag og birta þau margar myndir og ítarlegar frásagnir af harmleiknum. Sömu sögu er að segja um blöð í Bretlandi og fara þau einnig hörðum orðum um stuðnings- menn Liverpool. The Times segir í forystugrein í dag, að erfitt sé víkja sér und- an þeirri ályktun að dagar knattspyrnunnar sé taldir. Eng- inn geti haft uppi mótmæli ef breskum íþróttafélögum verði meinuð þátttaka í keppni í Evr- ópu um árabil. En aðalatriðið sé, að knattspyrnuíþróttin verði aldrei söm eftir atburðinn á Heysel-velli. Sérfræðinga greinir á um hvað veldur. Sumir kenna þetta inni- byrgðri örvæntingu vegna erfiðs efnahagsástands; aðrir segja þetta hafa verið svona öldum saman og enn aðrir skella skuldinni á múg- æsingu. Flestir hinna látnu voru ftalir, sem komið höfðu til Belgíu til þess að fylgjast með leiknum. Derek Hatton, borgarstjóri Liv- erpool, sagði: „Knattspyrna hefur ævinlega verið það sem sameinað hefur borgarbúa, hvort sem vel eða illa hefur árað. Það sem gerst hef- ur í kvöld hefur gersamlega eyði- lagt orðstír Liverpool sem knatt- spyrnuborgar. Þetta er reiðarslag." Dr. Christopher Andrew, sagn- fræðingur við Cambridge-háskóla, kvað ofbeldi og íþróttakappleiki hafa átt samleið í það minnsta frá dögum Elizabethar I fyrir 400 ár- um. „Framkoma „venjulegs" fólks getur tekið algjörum stakkaskipt- um, þegar það er innan um mikinn mannfjölda, og rannsóknir sýna að hávaðinn á íþróttaleikvöngum kall- ar fram sterkar tilfinningar, sem geta ært upp árásarhvötina í fólki,“ sagði Andrew. Stumrað yfir líkum nokkurra fórnarlamba i HeyseHeikvanginum. AP/Símamynd Nútímasamfélag getur af sér ofbeldi á knattspyrnuvöllum Lundúnum, 30. maí. AP. ÁTÖKIN á Heysel-ieikvanginum í Brussel sem leiddu til harmleiksins á miðvikudagskvöldiö voru út af fyrír sig ekki ný bóla. Ofbeldi hefur sett mark sitt á knattspyrnukappleiki árum saman allt frá Suður Ameríku og til Kína. Sérfræðingar telja að ástæðurn- ar kunni að liggja í streitu nútíma- þjóðfélagsins, einnig i vaxandi þjóðernishyggju og karlmennsku- legri ímynd íþróttarinnar. Knattspyrna hefur lengi verið vin- sælasta íþróttagreinin, en nú velta menn vöngum yfir því hvort keppni Séð yfir slysstaðinn. Fremst er hlúð að stórslösuðum manni. AP/Símamynd í knattspyrnu eigi að leggjast niður. í leiðara breska dagblaðsins The Times stóð eftirfarandi: „Það er erfitt að standast freistinguna að kveða upp dauðadóm yfir knatt- spyrnunni. Það er eins og íþróttin hafi verið gegnsýrð af fúlu eitri eða af ódrepandi glæpsamlegum óeirð- um.“ Stjórnvöld í Belgíu og stjórn al- þjóðlega knattspyrnusambandsins hafa hvort í sínu lagi, en samt með samvinnu, hleypt af stokkunum viðamikilli rannsókn sem á að leiða ýmis svör við áleitnum spurningum í ljós: Hvaða aðilar bera ábyrgð? Var löggæslunni ábótavant? Hvers vegna var gæsla þar sem átökin hófust minni en annars staðar? Hvað hægt sé til bragðs að taka til að koma í veg fyrir endurtekningu á öðru eins? þannig mætti lengi telja. Það virðist blasa við, að áhangendur Liverpool-liðsins komu öllu af stað með skrílslátum sínum og belgíska stjórnin hefur þegar bannað um óákveðinn tíma öllum breskum félögum að leika í Belgíu. En sem fyrr segir, var harmleik- urinn í Brussel ekkert einsdæmi, Vesturlandabúar eru hins vegar fyrst á síðari árum að venjast slíku, í eina tið voru ólæti á knattspyrnuvöllum einkamál Suð- ur Ameríkumanna. Árið 1968 mættust til dæmis Perú og Argent- ína í mikilvægum leik i undan- keppni Olympíuleikanna og sigruðu hinir siðarnefndu 1—0 með marki á síðustu stundu. Við það fór allt i háaloft og 300 manns létu lífið i áflogum sem i kjölfarið fylgdu, 500 særðust og margir alvarlega. Árið eftir léku svo Hondúras og E1 Salvador umdeildan knattspyrnu- leik og urðu úrslit hans þau, að þjóðirnar háðu strið sem lauk ekki fyrr en þúsundir manna lágu í valnum. Víða má stinga niður fæti, í Nígeríu, Indlandi, Kólombiu, Tyrklandi og í seinni tíð f vel flest- um Vesturlandanna, á öllum þess- um stöðum hafa mannskæð átök leitt til dauðsfalla. Nýjasta dæmið var í Kína 10. maí, þar sem þúsund- ir manna gengu berserksgang er Kína tapaði óvænt 1—2 fyrir Hong Kong sem varð til þess að Kínverj- ar leika ekki í lokakeppni HM í Mexíkó. Gífurlegt tjón var unnið á mannvirkjum, bifreiðum og bún- ingsklefum og mildi að enginn lá eftir örendur. Að minnsta kosti slösuðúst tugir manna. Stjórnvöld urðu felmtri slegin, annað eins hafði aldrei sést í Kína. í Vestur Evrópu eru breskir fylg- ismenn knattspyrnuliða langsam- lega verstu gestirnir sem hægt er að fá og það eru nánast árlegir við- burðir að heimsóknir þeirra enda með ólátum, slagsmálum og skelf- ingu. Oft dauða. Þvert ofan í ýmsar aðrar íþróttagreinar eins og krikk- et og rugby, þá nota margir knatt- spyrnuaðdáendur íþrótt sína til þess að fá útrás fyrir þjóðernis- kennd, atvinnuleysi, stéttarskipt- ingu og fleiru sem getur sært stolt einstaklingsins. Tilfinningar magnast og taugarnar trekkjast, hávaðinn æsir fólkið og ef það hef- ur neytt áfengis i meira eða minna mæli sem er algengt erlendis, þá hjálpar það til þess að koma ólát- um af stað, áfengið gerir viðkom- andi knattspyrnuáhangendur djarfari og skeytingarlausari. George Gaskell, doktor í félags- fræði við London School of Ek;on- omics sagði í samtali við enskt blað i dag, að með þvi að fylgja ákveðnu knattspyrnuliði, öðluðust margir að eigin mati nýjan tilgang i lífinu, einnig tækifæri til að þróa félags- hyggju sem færi oft og iðulega út í öfgar vegna umhverfisins. „Þetta er oft fólk sem ekkert á og hefur engin tækifæri í lífinu. Það notar knattspyrnuna sem öryggisventil,“ sagði Gaskell og bætti við, „Menn telja sig geta á þessum vettvangi sýnt karlmennsku, dirfsku og þor í stað þess að sýna bleyðuskap eða hreinlega geta ekkert aðhafst. Það skiptir ekki máli hvort leikin er góð knattspyrna eða slæm, íþróttin sjálf verður smátt og smátt minni háttar mál, hjá þessu fólki skiptir hópurinn og stoltiö mestu máli. í knattspyrnuliðinu eru menn sem margt af þessu fólki hefði viljað líkjast. Þegar það er ekki i dæminu fær það sína útrás með öðrum hætti. Þetta er sannarlega ofstopa- lýður í versta falli, en samt sem áður eru þetta stuðningsmenn knattspyrnuliða, fólk sem lifir og hrærist í félagi sínu. Þannig er þetta þjóðfélagslegt vandamál en ekki einkamál knattspyrnuíþrótt- arinnar og ef það á að leysa vandann verður að skoða málið í mjög víðu samhengi." Ýmislegt hefur verið gert til að draga úr ólátum á knattspyrnuvöll- um, girðingar og veggir reistir og áhangendahópar hafðir aðskildir á áhorfendapöllunum, áfengissala hefur verið aflögð í Skotlandi með feiknagóðum árangri og einstaka félag hefur gripið til þess ráðs að hafa einungis sæti á leikvöngum sínum. Allt hefur þetta hjálpað til, en ljóst er af síðustu atburðum að betur má ef duga skal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.