Morgunblaðið - 31.05.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.05.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1985 25 HARMLEIKURINN í BRUSSEL Ungmenni brenndu fána Bretlands í Torino Kóm og Torino, 30. maí. AP. ÍTÖLSK ungmcnni brenndu breska fána og gerðu aðsúg að verslunarmið- stöð Breta í Torino í dag til að láta í . Ijós óhug sinn og reiði vegna atburð- anna á Heysel-velli í Brussel í gaer. Torino er heimaborg knattspyrnuliðs- ins Juventus, sem keppti við enska liðið Liverpool í hinum afdrifaríka leik á vellinum. Fánar blöktu víðast hvar í hálfa stöng í Torinio í dag og þegar liðsmenn Juventus sneru heim um hádegisbil tóku aðeins fimmtíu þögulir áhangendur á móti þeim. Itölsk blöð voru ómyrk í máli um atburðinn í Brussel. Kvöldblaðið Stampa Sera sagði í fyrirsögn yfir þvera forsíðu í gær: „Morðingar í áhorfendastúku." í forystugrein blaðsins sagði að breskur skríll væri að ganga að knattspyrnu og unnendum hennar dauðum. Stærsta dagblað ftalíu Corriere Della Sera í Mílanó kallaði Eng- lendingana í Brussel „villimenn". Enskir knattspyrnuáhangendur hafa illt orð á sér í Torino. Þegar Belgíumenn og Englendingar léku þar í Evrópukeppninni árið 1980 lentu ensku áhorfendurnir í hörð- um átökum við stuðningsmenn Belga. Varð lögregla í borginni að beita táragasi til að stilla til friðar. ftalskir knattspyrnuáhangendur hafa sjálfir ekki hreinan skjöld. Þegar skoska liðið Glasgow Celtics lék á móti Juventus í september 1981 réðust áhangendur ítalska liðsins á einn af stuðningsmönum skoska liðsins, stungu hann með hníf og særðu alvarlega. Áhorfendastúkan á knattspyrnnleikvanginum f Bradford í Englandi í björtu báli. 53 létu lífið af völdum eldsins. Slys og ofbeldi á knattspyrnuleikjum Londoo, 30. maí. AP. HÉR FER á eftir skrá yfir helstu ótíðindi á knattspyrnukappleikjum síðustu ára, fyrir uppþotin á miðvikudagskvöld: 5. mars 1985: 23 slösuðust og 100 voru handteknir í óeirðum sem urðu í ('helsea í vesturhluta Lundúnaborgar eftir leik í ensku deildakeppninni. 15. mars 1985: 47 manns slösuð- ust í áflogum eftir leik í Luton, um 40 km fyrir norðan London. Áhang- endur útiliðsins, Millwall, hófu ólætin. 10. maí 1985: A.m.k. 10 útlend- ingar og lögreglumaður slösuðust í óeirðum í Peking, er Kína beið ósigur fyrir Hong Kong i heims- meistarakeppninni. 11. maí 1985: 53 létu lífið, er eld- ur kom upp i áhorfendastúku á knattspyrnuleikvanginum í Brad- ford i Norður-Englandi. Þar var ekki um ofbeldisatburð að ræða. 27. maí 1985: Átta manns létu lífið og yfir 50 slösuðust er mann- fjöldi ruddist inn á knattspyrnu- leikvang í Mexíkóborg. 28. febrúar 1984: Breskir knatt- spyrnuáhangendur ollu yfir 40 milljóna króna tjóni á Parc de Princes-leikvanginum í París eftir landsleik. Frakkar unnu Breta 2-0. 8. maí 1984: Áhangandi enska liðsins Tottenham Hotspur skotinn til bana og 200 stuðningsmenn liðs- ins teknir höndum er þeir fóru ruplandi og rænandi um götur Brussel eftir leik Tottenham og Anderlecht. 30. september 1984: Maður sem veifaði fána aðkomuliðs i Mílanó á Ítalíu stunginn til bana. Fjöldi knattspyrnuáhugamanna slasaðist í óeirðum, sem urðu í nokkrum borgum á Ítalíu eftir helgarleiki. 18. nóvember 1982: 24 létu lífið og yfir 200 slösuðust í uppþoti í Cali í Colombíu eftir leik milli Dep- ortivo Cali og Club America. 17. ágúst 1980: 12 táta lífið og yfir 100 slasast í óeirðum sem urðu meðan á knattspyrnuleik stóð I Kalkútta í Indlandi. 14. ágúst 1979: 24 láta lífið í átök- um eftir knattspyrnuleik í Lagos í Nígeríu. 4. desember 1975: Þrír knatt- spyrnuáhangendur létu lífið er þeir tróðust undir æstum múg á leik milli La Plata og Rosario Central i Estudiantes de la Plata í Argent- ínu. 2. janúar 1971: 66 manns fórust er stigi hrundi á leik Glasgow Rangers og Celtic í Glasgow í Skotlandi. 1969: Þúsundir falla í svokallaðri „knattspyrnustyrjöld" E1 Salvador og Honduras. Hún hófst eftir um- deildan knattspyrnuleik milli land- anna. Styrjöldin stóð stutt. 17. september 1968: 40 láta lífið og yfir 600 slasast I átökum eftir 2. deildar knattspyrnuleik í Kayseri í Tyrklandi. 24. maí 1964: 300 láta lífið og nærri 300 slasast I Lima i Perú eft- ir sigur Argentínu yfir Perú með marki á síðustu minútu i undan- keppni Ólympiuleikanna. Veður víöa um heim Lægst Hasat Akureyri 6 skýjaó Arnsterdam 10 20 bjart Aþena 18 30 skýjaó Barcelona 22. mistur Berlín 12 20 skýjaó Brússel 10 23 bjart Chtcago 7 24 rigning Dublin 5 18 bjart Feneyjar 26 bjart Frankfurt 12 14 rigning Genf 11 18 rigning Helsínki 13 24 bjart Hong Kong 25 26 skýjaó Jerúsalem 15 23 bjart Kaupm.höfn 12 16 bjart Las Palmas 23 skýjaó Lissabon 12 15 rigning London 9 17 bjart Los Angeles 15 24 skýjaó Luxemborg vantar Malaga 23 hólfskýjaó Mallorca 26 skýjaó Miami 26 30 skýjaó Montreal 7 22 bjart Moskva 13 28 bjart New York 15 22 bjart Osló 7 18 bjart París 10 22 skýjaó Peking 15 22 skýjaó Reykjavik 7 léttskýjaó Rio de Janeiro 18 31 skýjað Rómaborg vantar Stokkhólmur 13 28 bjart Sydney 13 20 skýjað Tókýó 13 19 bjart Vínarborg 16 27 skýjað Þórshöln 9 rigning ^GENGI^ GJALDMIÐLA Dollar lækkar DOLLAR féll í verði gagnvart öll- um helstu gjaldmiðlum í dag eftir að helstu hagvísar Bandaríkjanna lækkuðu minna en búist hafði ver- ið við. Hafði verið reiknað með 0,5 prósent lækkun í maí, en útkoman var 0,2 prósent. Breska pundið seldist í kvöld á 1,2745 dollara, en kostaði daginn áður 1,2642 doll- ara. Lítum á stöðu dollars gagn- vart nokkrum mikilvægum gjaldmiðlum og er miðað við einn dollar, en tölur í svigum eru frá miðvikudegi: Vestur-þýsk mörk 3,0110 (3,0890), svissneskir frankar 2,5940 (2,6035), franskir frankar 9,3787 (9,4400), hollensk gyllini 3,4675 (3,4935), ítalskar lírur 1,965.50 (1,975.50) og kanadískir dollarar 1,3760 (1,3815). Gull lækkaði einnig þrátt fyrir að dollar hafi lækkað, trójuúnsan seldist undir kvöldið á 314,00 dollara, en á miðviku- daginn kostaði hún 316,50 doll- ara. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem segir: HULL/GOOLE: hér Dísarfell 3/6 Dísarfell 7. 17/6 Dísarfell 1/7 Dísarfell 15/7 ROTTERDAM: Dísarfell 4/6 Dísarfell 18/6 Dísarfell 2/7 Dísarfell 16/7 ANTWERPEN: Dísarfell 5/6 Dísarfell 19/6 Dísarfell 3/7 Dísarfell 17/7 HAMBORG: Dísarfell 7/6 Dísarfell 21/6 Dísarfell 5/7 Dísarfell 19/7 HELSINKI: Hvassafell 20/6 LARVÍK: Jan 24/6 Jan 8/7 GAUTABORG: Jan 11/6 Jan 25/6 Jan 9/7 KAUPMANNAHÖFN: Jan 12/6 Jan 26/6 | Jan 10/7 ! SVENDBORG: Jan 13/6 i Jan 27/6 | Jan 11/7 ÁRHUS: Jan 13/6 Jan 27/6 Jan 11/7 GLOUCESTER, MASS.: Jökulfell 19/6 PORTSMOUTH: Jökulfell . 22/6 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum! 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.