Morgunblaðið - 31.05.1985, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, POSTUDAGUR 31. MAÍ 1985
39
Kæru ráðamenn: Er
ekki tilveran dásamleg?
— eftir Þórð
Kristinsson
Longum hafa menn verið sam-
mála um þann tilgang samfélags
að létta þegnum lífsbaráttuna og
að í slíku félagi sé einnig leitast
við að auka yndi lífsins. Hugtakið
lífsbarátta merkir það eitt að
komast af í veröldinni; hafa í sig
og á og skjól veðra og vinda. Yndi
lífsins er það almennt sem menn
eiga kost á er þeir hafa undirtökin
í lífsbaráttunni; t.a.m. hverskyns
skemmtan og menningarviðleitni.
Það er nú allt og sumt og ekki
langsótt.
í samfélagi sem ber nafn með
rentu er því fyrsta áherslan sú að
fullnægja þessum þremur for-
sendum mannlífs — fæði, klæðum
og húsaskjóli, þ.e.a.s. menn leggja
sig í líma við að búa svo um að
mannlífið snúist alls ekki einvörð-
ungu um öflun þessara gagna,
heldur eru þau gerð sem aðgengi-
legust og auðfengnust. í það leggja
menn metnað sinn og vit. í slíku
samfélagi þykir t.a.m. ekkert til-
tökumál að félagsmenn sjái lífs-
viðurværi sínu borgið af dag-
vinnulaunum einum saman og eigi
afgang til yndisauka — i senn
tíma, orku og lausa aura. Þar þyk-
ir sú þversögn ekki dyggð, að slíta
sér út til að mega vera til. Enda
ræðst gróska garðsins af aðhlynn-
ingunni.
Og í þessu samfélagi siðaðra
manna sitja þeir ekki og biða eftir
vandamálum sem koma þeim í
opna skjöldu er þau birtast og
bregðast við með máttlitlu klóri í
bakkann — yfirklóri sem gerir illt
verra — nei, þeim er kunnugt um
það að vandamál verða ekki til af
Þórður Kri.stins.son
„Töfrasprotar og upp-
hrópanir eru þeim fram-
andi stjórntæki á vett-
vangi dagsins — aðferð
þeirra er sú að hugsa
áður en þeir tala,
þ.e.a.s., þeir leita leiða
til nýbreytni áður en
þeir ráðast í hana, taka
áttir áður en þeir stíga
út í óvissuna.“
engu, heldur má yfirleitt sjá þau
fyrir. Þess vegna einbeita þeir sér
að þvi að leita þau uppi áður en
þau ná að dafna — og kæfa þau í
fæðingu — eða láta þau aldrei
verða til. Þeir hugsa semsé sífellt
fram í tímann um það eitt að
fryKffla að mannlífið megi vera
sem léttbærast fyrir hvern og
einn, með þá vitneskju að leiðar-
Ijósi að ekki dugir í nútíðinni að
vera vitur eftir á. Það nægir
nefnilega ekki. Þeir skilja semsé
tilgang samfélagsins — enda auð-
skilinn. Töfrasprotar og upphróp-
anir eru þeim framandi stjórn-
tæki á vettvangi dagsins — aðferð
þeirra er sú að hugsa áður en þeir
tala, þ.e.a.s., þeir leita leiða til
nýbreytni áður en þeir ráðast í
hana, taka áttir áður en þeir stíga
út í óvissuna. Og þeir búa sig und-
ir hið óvænta: Þeir eru menntaðir
menn sem vita hvað menntun er
og til hvers. Þeim er sem sé tam-
ara að spyrja til hvers? — fyrir-
fram, en af hverju? — eftir á.
Enda kemur þeim fátt á óvart.
Siðaðir menn hafa það að reglu
að vera vandir að virðingu sinni:
Lífið og samfélagið er þeim fjár-
sjóður sem framar öllu ber að
vernda og varðveita; valdi þeir
hinsvegar ekki því verki er þeim
fundið annað sem betur hæfir
þeim — því þeir vita sem er að sé
ekki að gætt kann samfélagið að
liðast í sundur og týnast. Og með
því að ekki má mikið út af bregða
gera þeir skarpan mun á orðum og
verkum; segja einungis það sem
þeir eru menn til að standa við.
Tilvera samfélags þeirra ræðast
af því.
Höfundur er prótstjóri rið Hóskólu
íslands.
190 AR
— eftir Árna
Helgason
Hjálpræðisherinn hefir flutt
okkur landsmönnum boðskap Jesú
Krists í 90 ár. Hve mörgum fræ-
kornum hann hefir sáð í sálir
landsmanna þeim til blessunar og
vegvísis verður ekki sagt og í
sjálfu sér skiftir það ekki öllu
máli, heldur hitt hversu herinn
hefir alltaf sótt á brattann og
aldrei hikað. Fundið gleði í því að
beina fólki á hollar brautir. Fyrir
það vil ég þakka og biðja þess af
heilum hug að starf hans megi um
langan aldur færa blessun yfir
okkar góða land og eina mörgum
að friðar- og fagnaðarstóli Jesú
Krists. f því róti sem nú er í þjóð-
lífi voru, þar sem allskonar
óhreinir og afvegaleiðandi vindar
blása, er mikil þörf fyrir starf
Hjálpræðishersins og það finna
þeir sem þar eru í forystu og sjá
stóran mannlífsakur að erja á.
Ég vil á þessum tímamótum
færa mínar þakkir og blessunar-
óskir. í æsku minni var starf
Hjálpræðishersins á Austfjörðum
í mikilli grósku. Tvær stöðvar
hans voru á Norðfirði og Seyðis-
firði, þar sem hann átti góða að-
stöðu og einnig mikinn skilning.
Á Eskifjörð komu hermennirnir
með lúðra sína, söng og boðskap
og við æskuna töluðu þeir á máli
sem hún skildi og því var alltaf
mikil sókn á barnasamkomurnar
og það notaði ég mér vel og eins
vinir mínir, og þegar þeir fóru
fundum við oft tómarúm.
Svo komu þeir aftur og þráður-
inn var tekinn upp á ný. Þessar
stundir eru letraðar ljósum stöf-
um í hugarheimi mínum. Á þess-
um árum var Lúðrafélag Eski-
fjarðar stofnað. Fyrsti leiðbein-
andi var forstöðumaðurinn á
Norðfirði.
Já, það eru góðar minningar um
starf Hjálpræðishersins. Og enn
heldur hann áfram, trúr sinni
köllun að flytja landsmönnum
ómengaðan boðskap Jesú Krists,
beina þeim að lindum lífsins.
Gleðin yfir hverjum unnum sigri
gefur kraftinn. Og enginn friður
er varanlegri en sá sem Kristur
veitir. þetta hafa allar aldir
sannreynt.
Það eru því sérstök forréttindi
að fá að vera í baráttusveit Krists
fyrir bættu mannlífi.
Kærar kveðjur.
Ilötundur er fyrrrenndi póst- og
símstjóri í Stykkishólmi.
Atvinnuleys-
ingjum fækkar
innan EB
Lúlemborg, 29. nui. AP.
Atvinnuleysingjum í aðildar
ríkjum Kvrópubandalagsins fækkaði
um 370 þúsund á tímabilinu mars-
aprfl á þessu ári. Eru þeir nú 12,6
milljónir að tölu.
Hlutfallslega eru flestir atvinnu-
leysingjar í Irska lýðveldinu. Eru
þeir 17,6 prósent af vinnandi mönn-
um þar í landi.
Á síðasta ári fjölgaði atvinnu-
lausum verulega á Italíu og í Lúx-
emborg, og lítillega í Irska lýð-
veldinu, Þýskalandi, Bretlandi og
Frakklandi, en fækkaði aftur á
móti í Hollandi, Danmörku og
Belgíu.
Okkar verð eru
Allt á útigrillið
Grill-
pinnar
Grill-
kótilettur
Kryddlegnar lærisneiöar
Kótilettur
Pylsur
Ham-
borgarar
Kryddleginn framhryggur
Nautasteikur í úrvali
)
Vörumarkaðurinnhf.
Armúla 1 A
S.: 686111
Eiöistorgi 11
S.: 622200
AF STAÐ!
li er ótrúle
irgi
i þ
ar er í séi
ga fjö
Fiokki.
Hjá Bílato
þjónustan
Þú kemur og ...
• skoðar bílana inni í björtu og rúmgóðu húsnæði,
• ræðir við sölumenn okkar
• og ef þú vinnur rétta bílinn,
þá sjáum við um að láta skoða hann
og umskrá, en það er nýjung í þjónustu
bílasala sem sparar þér
umtalsverða fyrirhöfn ...
Nú er bara að drífa sig af staðí
úrval góðra bíla og
„ Neóst í Nóatúni
eru viðskiptavinir okkar
efstir á blaði. “
BILATORG
NÓATÚNI 2 ■ SÍMI: 621033 (4 línur)