Morgunblaðið - 31.05.1985, Page 42
42____________________MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1985
Tölvur fyrir blinda
— eftir Arnþór
Helgason
Inngangur
Um þessar mundir kemur út
hljómplata til styrktar útgáfu
bóka á blindraletri, sem Gísli
Helgason og Hljómplötuútgáfan
Þor hafa gefið út. Rennur allur
ágóði af sölu plötunnar til þess að
kaupa tölvubúnað sem notaður
verður við setningu bóka og um-
breytingu texta, sem settur hefur
verið í prentsmiðju, svo hægt
verði að gefa bækur út jöfnum
höndum á blindraletri um leið og
þær koma á almennan markað. En
aðalefni greinar þessarar er söfn-
un Kiwanisklúbbsins Esju undir
kjörorðinu „Birta fyrir blind
börn“. Reyndar get ég ekki orða
bundist vegna þessa kjörorðs Kiw-
anismanna, því slagorð þetta er
villandi, þótt ekki verði deilt um
mikilvægi starfsins sem þessir
ágætu menn vilja inna af hendi i
þágu blindra barna. Það verður
aldrei of oft endurtekið, að blind-
an er ekkert myrkur og væri því
guðsþakkarvert að forráðamenn
félaga sem hugsa sér að stuðla að
framförum í málefnum blindra
beittu sér fyrir viðhorfsbreytingu
á meðal almennings. Það hlýtur að
vera skelfilegt fyrir menn að gera
sér í hugarlund að þeir lifi í kol-
svörtu niðamyrkri moldvörpunn-
ar, verði þeir fyrir því að missa
sjón. Myrkrið leggst á sál þeirra
og þeir verða miður hæfir til þess
að kljást við þann vanda sem fylg-
ir því óneitanlega að verða blind-
ur. Forráðamenn Blindrafélagsins
eiga því skammir skildar fyrir að
reyna ekki með öllum ráðum að
koma í veg fyrir að jafnskelfilegt
kjörorð og „birta fyrri blind börn“
sé notað til að afla fjár þeim til
handa. En látum nú inngangi
þessum lokið og snúum okkur að
efni greinar þessarar.
Almennt um tölvur
fyrir blinda
Þegar farið var að ræða hvernig
verja skyldi þeim fjármunum sem
eftir Agnar
Guðnason
Laugardaginn 25. maí sl. birtist
í Morgunblaðinu grein eftir dr.
Jón Óttar Ragnarsson sem fjallaði
m.a. um óhollustu fitunnar. Þar
víkur hann vinsamlegum orðum
að mér. Jón Óttar telur að ég hafi
verið helsti aðdáandi fitunnar og
m.a. boðið Astrup nokkrum til ís-
lands til að halda fyrirlestra um
ágæti fitunnar. „Þetta reyndist
gagnslaust því skynsamir menn
tóku ráðin af Agnari,“ skrifar Jón
Óttar. Talið er til sjálfsagðrar
kurteisi að þakka fyrir sig og
gjalda í líku.
Fitan og æða- og
hjartasjúkdómar
Það mun vera nálægt 10 ár síð-
an að Framleiðsluráð landbúnað-
arins, sem hefur verið vinnuveit-
andi Jóns Óttars um nokkur ár,
bauð hingað til landsins prófessor
Paul Astrup. Hann er virtur lækn-
ir í Danmörku og þekktur í flest-
um löndum fyrir framlag sitt til
læknavísinda. Astrup hafði um
nokkurt skeið skrifað greinar í
blöð og tímarit og flutt fyrirlestra
þar sem hann taldi að ekki mætti
einfalda málið um of, þegar rætt
væri um ástæðu fyrir auknum
æða- og hjartasjúkdómum. Mér
fást fyrir happdrættismiða þeirra
Kiwanismanna kom fljótlega í ljós
að tölvubúnaður var mjög fýsi-
legur kostur. Ætlun þeirra félaga
er að safna fé til styrktar blindra-
deild Álftamýrarskóla, en eins og
kunnugt er hafa skólar iandsins
yfirleitt verið vanbúnir tækjum og
bitnar það ekki síst á allri sér-
kennslu. En nú eru skólarnir sem
óöast að tölvuvæðast og þótti því
þeim sem fjölluðu um þetta mál
sjálfsagt að leggja til að fénu yrði
varið til fjárfestingar í slíkum
búnaði sem miðaðist við þarfir
blindra og sjónskertra barna.
Ritsjáin
Ýmsar leiðir eru fyrir hendi
þegar um tölvur í þágu blindra er
að ræða. Til er tæki, sem nefnist
ritsjá (optacon) og gerir það
blindu fólki kleift að lesa texta
með venjulegu letri en lesandinn
skynjar það með vísifingri vinstri
handar. Tæki þetta er einnig hægt
að nota til þess að lesa af venju-
legum tölvuskjá. Að vísu hefur rit-
sjáin þann annmarka að lestur er
fremur hægur og krefst talsverðr-
ar áreynslu. Það er því ekki á allra
færi að tileinka sér notkun henn-
ar. En á hinn bóginn þarf ekki
sérstakan hugbúnað fyrir tölvur
til þess að hún nýtist.
Talgerflar
Önnur leið fyrir blinda til þess
að nálgast tölvur eru talgerflar.
Fyrir mörgum árum var slíkur
búnaður mjög dýr. Árið 1975 kost-
aði forritun hvers orðs um 300
dollara eða um 13.000 ísl. kr. En
nú er hægt að fá sæmilega tal-
gerfla fyrir helmingi lægri upp-
hæð. Sá galli fylgir hins vegar gjöf
Njarðar að talgerflarnir ráða nær
eingöngu við tungumál stórþjóð-
anna og sérstakan hugbúnað þarf
til að nýta þá við ritvinnslu. Sér-
stök ritvinnslukerfi hafa nú komið
á markaðinn á Norðurlöndum sem
gera ráð fyrir notkun talgerfla, og
hefur heyrst að IBM á íslandi hafi
nú ráðið til sín kerfisfræðing til
þess að íslenska talbúnað. Þegar
grundvallarrannsóknir á íslenskri
tungu hafa verið inntar af hendi
finnst lítið hafa breyst á þessum
árum, nema þá að fleiri og fleiri
hafa tekið undir með Astrup, að
það beri að varast ýmislegt fleira
en fitu. Mikil áhersla hefur verið
lögð á ýmsa aðra áhættuþætti eins
og t.d. reykingar, hreyfingarleysi,
streitu og háþrýsting. Þá virðist
ættgengi ekki vera lítill þáttur í
þessum sjúkdómum.
Paul Astrup hélt því fram að
heilbrigður maður ætti að neyta
fjölbreyttrar hollrar fæðu, láta að
vera að reykja, forðast gerfiefni
og stunda líkamsrækt.
Jón Óttar er mikill vísindamað-
ur enda skrifaö mörg fræðirit og
lesið prófarkir að mjólkurauglýs-
ingum. Þá hefur hann skrifað
bæklinga sem lokaðir hafa verið
inni í geymslu.
Ég efast ekki um að Jón óttar
telji sig nokkuð öruggan, að þær
kenningar sem hann hampar séu
réttar. Hvort sem það er fitan eða
bjórinn. Þó eru ýmsir ineð efa-
semdir bæði um ágæti bjórsins og
óhollustu fitunnar.
Við sem komnir eru yfir fimm-
tugt hugsum stundum til matar-
æðis foreldra okkar og þeirra for-
eldra. Þetta fólk borðaði harða
feiti í öll mál. Smurði feitt hangi-
kjötið með smjöri. Mörfloti var
úðað í sig eins og gosdrykkjum i
dag. Spikfeitir bringukollar voru
eftirsóttustu bitarnir. Samkvæmt
kenningum Jóns hefði þjóðin ekki
verður hægt að hefjast handa við
að íslenska ritvinnslukerfið sjálft
og mun slíkur búnaður valda ger-
byltingu á ýmsum sviðum: Unnt er
að nýta talgerfil til þess að koma á
framfæri ýmsum tilkynningum,
sem eru oft endurteknar. Má til
dæmis nefna tilkynningar strand-
stöðva Landsímans, sjálfvirka
símsvara, áningarstöðvar stræt-
isvagna o.fl. Þá verður einnig unnt
að nýta þennan talbúnað í sam-
bandi við lesvélar, sem nú eru á
markaðinum og geta lesið prentað
letur. Slíkum vélum hefur nú verið
komið fyrir í nokkrum bóka-
söfnum í Bretlandi
og Svíþjóð og blindir nemendur
sem eru við nám í greinum eins og
sagnfræði hafa fengið þær til af-
nota til þess að eiga greiðari að-
gang að lesefni. Þá hafa þessar
sömu lesvélar einnig verið notaðar
til þess að lesa prentaðar bækur,
skrá textann í minni tölvu, sem er
tengd prentvél fyrir blindralestur
og prentar út textann á því letri.
íslenskur talgerfill mun því opna
ýmsar dyr sem hafa verið lokaðar
sjóndöpru fólki og þegar til lengd-
ar lætur spara stórfé vegna
minnkandi þarfar á aðstoð við
blinda nemendur.
Tölvan og blindraletriö
Þriðja leiðin til þess að hafa
samskipti við tölvur er blindra-
letrið. I Þýskalandi, Frakklandi og
Bandaríkjunum hafa verið smíðuð
sérstök lestæki sem unnt er að
tengja við tölvur auk þess sem þau
eru sjálfstæð lestrar- og rit-
vinnslutæki. Er þá annaðhvort
lyklaborð tölvunnar notað til þess
að skrifa texta í minni hennar og
sérstakur skjár fyrir blindraletr-
ið, eða sérstakt lyklaborð, sams
konar og á blindraletursritvél, þ.e.
með 6 lyklum, tengt við tölvuna og
notað til að rita textann og
blindraletrið lesið af sérstökum
skjá eins og áður. Þessi Jaðar-
tæki“ fyrir tölvur má einnig
tengja við venjulegar tölvustýrðar
ritvélar sem skila textanum á
venjulegt letur, en þannig er þessi
grein skrifuð. Síðan má nota þau
til þess að inna af hendi forritun
með tölvum, en þegar til rit-
átt að endast lengur en geirfugl-
inn.
Ekki eru allir eins skapaðir.
Sumir þola að reykja án þess að
verða meint af, aðrir þola að éta
feitt kjöt. Sumir þola áfengan bjór
en aðrir verða drukknir af honum.
Þannig mætti lengi halda áfram.
Tilraunir sem mistakast
Að sögn Jóns óttars mistókst
tilraun mín um árið að snúa ís-
lendingum að feitu sauðakjöti.
Það eru fleiri tilraunir sem hafa
mistekist. Mér er sérstaklega
minnisstæð tilraun Jóns óttars,
sem hann gerði á vegum Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins, sem
mistókst áður en hún var hálfnuð.
Þetta átti að vera „Neytendaþjón-
usta framleiðsluráðs". Gert var
ráð fyrir að hann skrifaði í fyrstu
4 bæklinga. Tveir hafa komið út
og báðir verið lokaðir niður í
geymslu og verða þar sennilega
best geymdir.
Bæklingur nr. 1 kom út í sept-
ember 1984. Ætlunin var að selja
hann á Búvörusýningunni sem þá
stóð yfir. Það seldust tvö eintök.
Þannig tókst dreifing á þeim
bækling. Bæklingur nr. 2 kom út
mánuði síðar. Það hefur ekki verið
gerð tilraun til að dreifa honum.
Það eru allir sammála um sem
hafa séð þessa bæklinga og lesið
að þeir séu best komnir í geymslu.
Arnþór Helgason
„Af þessu greinarkorni
sést vonandi, þótt rugl-
ingslegt sé, ad við
stöndum á þröskuldi
menningarbyltingar í
málum blindra og sjón-
skertra.“
vinnslu kemur vandast málið:
Skjástýringar fyrir blindraletur
eru nokkuð með öðrum hætti en
þegar um venjulegan skjá fyrir
sjáandi fólk er að ræða. Þá kom-
um við enn að sama vandamálinu,
hugbúnaður er ekki fyrir hendi til
þess að almennar tölvur nýtist
blindu fólki. Tæknin er til, en hún
hefur ekki verið aðlöguð vegna
þess hversu fámennur hópur
blindra er.
Um dýrleika hjálpar-
tækja
Það er sameiginlegt öllum þess-
um búnaði að hann er fokdýr. Sem
dæmi má nefna að ritvinnslutækið
sem notað er til að skrifa þessa
grein, kostar um 350.000 kr. án
tolla. Aftur á móti má nefna að
prentarinn, sem ég nota, kostar
um 25.000 kr. Væri hann hins veg-
ar fyrir blindraletur og skrifaði
um 130 stafi á sekúndu eins og
prentarinn minn gerir, myndi
hann ekki kosta undir 600.000 kr.
Ritsjáin, sem nefnd var framar í
„Þó eru ýmsir með efa-
semdir bæði um ágæti
bjórsins og óhollustu fit-
unnar.“
Ég tel ekki ástæðu til að tíunda
fleiri tilraunir hjá Jóni Óttari sem
hafa mistekist. Það er ágætt að
eiga það til góða. Það eru þó
ákveðnar tilraunir sem ekki mis-
takast hjá vísindamanninum en
það er þegar hann verðleggur
framlag sitt til vísindanna. Von-
andi á Jón eftir að hressast og
gleymir því ef til vill einhvern
tíma, að ég neitaði að greiða
56.638 kr. fyrir hégóma.
Höfundur er blaóafulltrúi bænda-
samtakanna.
grein þessari, kostar um 150.000
kr., en linsa til að lesa af tölvuskjá
um 30—40.000. -Þannig kostar
heimilistölva blindan einstakling
á bilinu 230—500.000 kr. Þetta háa
verð stafar auðvitað af því hversu
lítið er framleitt af þessum tækj-
um. Tölvustýrð lestæki fyrir
blinda hafa því miður ekki náð al-
mennri útbreiðslu vegna mikils
kostnaðar, en þau gera kleift að
framleiða bækur með blindraletri
á snældum í stað pappírs og
minnkar því fyrirferð bókanna. Er
það skoðun mín að allir þeir, sem
nota blindraletur að staðaldri, eigi
rétt á slíkum tækjum. Þeim er
hægt að útvega bækur í aðgengi-
legu formi og á mun fljótlegri hátt
en með öðrum aðferðum.
Og enn fleygir tækninni fram.
Nýlega sá ég auglýst í bandarísku
tímariti tæki, Omnireader, sem
tengist venjulegum heimilistölv-
um. Hér er um litla myndavél að
ræða sem rennt er yfir blaðsíðuna
og skráir bókstafi í minni tölvunn-
ar. Samkvæmt upplýsingum frá
framleiðendum er hugsanlegt að
breyta þessu tæki án mikils kostn-
aðar fyrir önnur tungumál en
ensku, en óbreytt kostar tækið um
500 dollara eða rúmlega 20.000 kr.
Er þetta sennilega svona ódýrt
vegna þess að það er ekki fram-
leitt sem hjálpartæki, enda getur
ýmsum komið vel að þurfa ekki að
skrifa texta inn í minni tölvu, sem
þegar hefur verið vélritaður. Má
búast við að tækið nái talsverðri
útbreiðslu.
Lokaorð
Af þessu greinarkorni sést von-
andi, þótt ruglingslegt sé, að við
stöndum á þröskuldi menningar-
byltingar í málum blindra og sjón-
skertra. Nú er unnið að markverðu
þróunarverkefni á vegum Blindr-
abókasafns íslands til þess að
auka bókaútgáfu á blindraletri og
Kiwanisklúbburinn Esja er að
safna fé til þess að kaupa tölvu-
búnað í þágu blindra grunnskóla-
nemenda. Vonandi ber öll þessi
viðleitni árangur og gerir blinda
einstaklinga að þátttakendum i
tölvubyltingunni sem loksins er
hafin hérlendis. Einhverjum kann
að þykja það, sem fram kemur í
grein þessari, draumórakennt, en
staðreyndirnar tala sínu máli.
Tölvur hafa þegar verið notaðar
hér á landi til þess að vinna texta
á blindraletri og nú er að koma út
fyrsta bókin, sem unnin er á þann
hátt, en það er „Sjö vindur gráar“
eftir Jakobínu Sigurðardóttur.
Starfsmaður Blindrabókasafns ts-
lands skráöi texta bókarinnar á
Apple Ile tölvu, og með aðgerð,
sem einungis tók fáar mínútur,
var textanum breytt þannig að
stafagildin samsvara íslenska
blindraletursstaðlinum. Sannaði
þessi tilraun, að við getum nú þeg-
ar tekið texta frá almennum
tölvunotendum og breytt honum í
blindraletur. í framtíðinni tekst
vonandi samstarf með Blindra-
bókasafni fslands og bókaútgef-
endum þannig að sá búnaður, sem
nú er verið að afla fjár fyrir, nýt-
ist til þess að auka framboð bóka á
blindraletri. Þannig munu íslend-
ingar verða framarlega í bókaút-
gáfu fyrir blinda.
11. maí 1985.
Feitt kjöt, áfengur bjór
og Jón Óttar Ragnarsson