Morgunblaðið - 31.05.1985, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 31.05.1985, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1985 43 Kristján Sveinsson — Minning gæti nærst eitthvað, og hann var að til miðnættis. Góður vinur lýsti því þegar Kristján kom í augn- lækningaferð til Patreksfjarðar fyrir allmörgum árum. Hann hafði þá komið þar í augnlækn- ingaferðir í tæp 20 ár, en aldrei unnist tími til að skoða Látra- bjarg. Læknirinn taldi þetta með öllu ótækt, en Kristján tók því víðsfjarri að þet.ta væri hægt. Blessað fólkið væri farið að bíða. Þessi vinur minn sýndi það hug- rekki að fara ekki að vilja Kristjáns (þeir sem þekktu hann vel vissu að hann gat orðið skap- ríkur), en vék sér svo lítið bar á fram á biðstofuna, hvíslaði í eyru fólksins að sig langaði til að sýna Kristjáni Látrabjarg og bað það að heilsa upp a kunningja í pláss- inu og koma aftur síðar um dag- inn. Þannig náði Kristján að sjá Látrabjarg! Eftir að Kristján var orðinn heilsutæpur hin síðustu ár gerði ég stundum tilraunir til að fá hann til að taka sér hvíld frá vinnu og einu sinni gerðist ég svo bjartsýnn að stinga upp á að hann tæki sér viku sumarfrí. Slíkum til- mælum svaraði Kristján með kankvíslegu brosi, klappaði mér á öxlina og sagði: „Þú læknar þetta elsku drengurinn" og skipti síðan um umræðuefni. Það væri lengi hægt að segja sögur af Kristjáni Sveinssyni. All- ar eru þær á einn veg, lýsa ein- stökum öðlingi. Hann krafðist mikils fyrir aðra, einskis fyrir sjálfan sig. Það er hluti af lífs- hamingju að geta sagt: Ég þekkti Kristján Sveinsson. Deila menn um mál að vonum, en mætur er sá, þegar lýkur hildi, og allir muna eftir honum, sem átti’ei flekk á sínum skildi. Lifi æ hjá landsins sonum læknanafnið hans: hinn mildi. (S.S.) Tryggvi Ásmundsson Það var hinn 20. febrúar 1975, sem borgarstjórn Reykjavíkur kaus einróma Kristján Sveinsson, lækni, heiðursborgara Reykjavík- ur og var þá aðeins sr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup, sem bar þann heiðurstitil. Það var ekki að ástæðulausu að svo var. Kristján hafði þá gegnt læknisstarfi í yfir 40 ár við fá- dæma vinsældir og öllum var ljóst að þar fór sérstakur mannkosta- maður, sem Reykjavíkurborg var heiður í að bæri þennan titil. Kristján var fæddur 8. febrúar 1900 og voru foreldrar hans sr. Sveinn Guðmundsson, prestur í Árnesi á Ströndum, og kona hans, Ingibjörg Jónasdóttir. Er öllum ljóst sem til þekktu, að hann erfði mannkosti þeirra hjóna. Yfirveg- un og lærdómsþorsta föður síns og kraft og dugnað móður sinnar. Þessa arfleifð ávaxtaði Kristján með þeim ágætum að störf hans og lífsferill varð svo mörgum sam- borgurum hans til gæfu. Hann lauk læknisnámi við Há- skóla íslands 1927 og framhalds- námi í augnlækningum í Vín 1932. Það var ekki heiglum hent að ljúka svo glæsilegum námsferli á þeim tímum, en Kristján kom svo heim og hóf starf í Reykjavík 1932. Hófst þá hinn stórbrotni lækn- isferill hans. Þar fór saman frá- bær kunnátta i augnlækningum og einstök manngæði, sem hvort tveggja þarf til að ná svo glæstum árangri. Síðan hafa tugþúsundir Islend- inga notið árangurs þessa heið- ursmanns. Þar var veitt frábær þjónusta af kunnáttu og kost- gæfni, oftast án þess að hugsa ná- ið um það, hvort gjald kæmi fyrir. Vinnudagurinn varð því oft lang- ur, því alltaf var öllum sjúklingum veitt þjónusta, þó að kvöld væri komið. Augnsjúkdómar hafa verið sér- staklega tíðir hér á landi og blinda var algengari hér en tíðkaðist í nágrannalöndum. Það var því ómetanlegt að svo snemma skyldu koma hingað heim frá framhalds- námi mjög hæfir augnlæknar, með Kristján Sveinsson í broddi fylkingar, sem sneru vörn í sókn og björguðu sjón fjölmargra ís- lendinga. í endurminningabók Kristjáns augnlæknis eru ómetanlegar minningar um ferðir hans, þar sem hann getur margra ferða út á land, sem urðu til þess að margir sjúklingar áttu kost á að njóta læknisstarfa hans, sem ekki hefði annars orðið, þar sem samgöngur voru þá ekki eins greiðar og nú. Það er mikil gæfa hverjum manni að fá að starfa langa og farsæla ævi að verkefni, sem tekur hug manns allan og sjá slíkan árangur af starfi sínu. En þrátt fyrir langan og anna- saman starfsdag á lækningastof- unni að Skólabrú og við vanda- samar augnaðgerðir á Landakots- spítala og Landspítala framan af, þá vannst honum tími til að ann- ast kennslu verðandi lækna í augnsjúkdómum um 20 ára skeið. Var þar ekki aðeins um frábæra kennslu á vandasamri grein lækn- isfræði að ræða, heldur var ekki síður mikilvægt, hve slíkur mannkostamaður hefur mikil áhrif persónulega á verðandi lækna og kenna þeim hvernig á að annast sjúklinga og gera þeim sem mest gagn. Þar hafa fáir gert eins vel og Kristján Sveinsson á sinni löngu starfsævi. Þar kom honum vel, hve ótrú- lega hann var mannglöggur og þekkti sjúklinga sína með nafni, þó að langt liði milli heimsókna. Ég hefi þekkt Kristján frá því að ég var barn, því að þeir voru skólabræður faðir minn og Krist- ján. Var slík einlæg vinátta á milli stúdentanna frá MR 1922, að ég hefi ekki þekkt annað eins. Gleði þeirra á samfundum var einstök, og kom þá vel fram hin létta lund Kristjáns þegar hann þar lék á als oddi. Þá minntust þeir liðinna ánægjustunda'á glað- væran hátt og hin glettna og góð- viljaða frásagnargáfa Kristjáns naut sín best. Kristján var mikill gæfumaður í sínu einkalífi. Hann kvæntist Maríu Þorleifsdóttur árið 1936 og bjuggu þau í hamingjusömu hjónabandi í tæp 30 ár til 1965, er María lést. Syrgði Kristján mikið hina ágætu eiginkonu sína, en þá naut hann mikils stuðnings barna þeirra, Kristjáns og Guðborgar, og vina sinna. Starfið hélt áfram og allt til síð- ustu stundar, því Kristjáni hlotn- aðist slík starfsgleði og hæfni að hann tók á móti sjúklingum og veitti þeim þjónustu allt til síð- ustu stundar. Það er ánægjulegt að hafa kynnst slíkum mannkostamanni í starfi og leik, sem alltaf var mannbætandi og öllum vildi gott gera. Reykvíkingar og landsmenn all- ir eiga Kristjáni Sveinssyni mikl- ar þakkir að færa nú að loknu tæplega 60 ára starfi, þjónustu- starfi. Fyrir hönd borgarstjórnar Reykjavíkur vil ég bera fram. þakkir um leið og við flytjum sam- úðarkveðjur til barna hans og fjöl- skyldna. Páll Gíslason læknir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. Fallinn er frá hinu góða mann- lífi í Reykjavík öðlingurinn og heiðursborgari Reykjavíkur, Kristján Sveinsson. Honum var ljúft að kynnast — hann gerði ávallt mikið fyrir marga og krafð- ist litillar umbunar. Hann stóð á vaktinni til síðustu stundar. Slík- um manni var gott að kynnast og okkur, sem yngri erum, hollt að minnast. Með innilegustu kveðju til allra aðstandenda. Þorkell Valdemarsson VANT EITlí HVAl Hvern vantar ekki ódýrt, ekki að tala um þegar það er líka gott Á Vöruloftinu Sigtúni 3, 2. hæö, hafa oröiö miklar breytingar og þar er nú mjög góöur stórútsölumar kaöu r Opið alla daga frá kl. 10—18 (6) Tilboösverð á herrafötum í minni númerum föstudaga frá kl. 10—19 (7) laugardaga frá kl. 10—16 (4) A börnin í sveitina Úlpur frá kr. 195 Peysur frá kr. 195 Gallabuxur frá kr. 99 Strigaskór kr. 299 Gúmmístígvél kr. 299 Blússur frá kr. 450 íþróttasokkar frá 59 Jogging-gallar barnast. kr. 380 Bolir í úrvali Á herra Samfestingar hvítir kr. 650 Vinnusloppar kr. 350 Stakir jakkar kr. 1.575 Vinnublússur kr. 350 Herrabuxur kr. 540 Vinnubuxur kr. 450 Herrablússur kr. 995 Rafsuöugallar kr. 990 Skyrtur kr. 190 Sokkar kr. 50 Herrarúskinnsjakkar kr. 2.500 Gúmmístígvél kr. 350 Stakir jakkar kr. 995 Reiðstígvél kr. 389 Ný sending af jogging-göllum. Stæröir S-M-L Aklæði og gardínuefni i miklu úrvali A dömur Dömublússur nýjar kr. 350—450 Rykfrakkar kr. 2.500 Dömusamfestingar kr. 900—1.550 Greiöslusloppar kr. 685 Kvenskór frá kr. 295 Dömubuxur frá kr. 450 Mikið úrval af snyrtivörum. Karnabær — Belgjagerðin — Vöruloftið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.