Morgunblaðið - 31.05.1985, Síða 52

Morgunblaðið - 31.05.1985, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUÐAGUR 31. MAÍ 1986 Anderjecht meistari ANDERLECHT varö sigurvegari í belgísku 1. deildarkeppninni ( knattspyrnu. Síðasta umferð var leikin á sunnudag og sigraði Anderlecht þá lið Lokeren, 3—4, á útivelli. Þetta er í 18. sinn sem Anderlecht veröur meistari. Liðið hefur leikiö mjög vel í vetur, hefur 11 stiga forystu á næsta liö og hefur skorað 100 mörk í 34 leikj- um, eða 3,4 mörk að meöaltali í leik, tapað aðeins einum og gert sjö jafntefli. Úrslit leikja um helgina voru þessi: Racing Jet — Ghent 1:1 Seraing — Waterschei 0:3 Kortryk — ST Níklaas 1:4 Antwerpen — FC Brugge 2:1 Lierse — FC Liege 1:1 SK Brugge — Beerschot 0:0 Beveren Waregem 3:1 Standard — FC Mechlin 1:0 Lokeren — Anderlecht 3:4 Lokastaðan í Belgíu er þannig: Anderlecht FC Brugge FCLiege Waregem Beveren Ghent Antwerpen Standard Waterschei Lokeren SK Brugge FC Mechlin J* Kortryk Seraing Uerse Beerschot ST Niklaas Racing Jet 26 7 1 100:25 59 19 10 4 80:46 48 17 12 5 64:36 46 19 7 8 64:35 45 17 7 10 67:32 41 14 12 8 62:36 40 13 13 8 44:46 39 10 13 11 42:43 33 9 14 11 29:37 32 10 10 14 55:59 30 10 5 15 33:51 29 9 10 15 32:54 28 8 11 15 41:64 27 9 8 17 42:64 26 8 11 16 26:58 25 7 10 17 38:60 24 6 9 19 42:78 21 5 9 20 38:76 19 Fjárhagsáætlun næsta árs hljóðar uppá 13,5 milljónir Þing Handknattleikssambands Islands: Morgunblaðið/Július • Frá ársþingi HSÍ f Hafnarfirði um aiðustu helgi. Þingfulltrúar voru fjölmargir og var þingiö hið fjörugasta, enda fjallað um mörg og stór mál. ÁRSÞING HSl fór fram um síö- ustu helgi í Hafnarfirði. Jón Hjaltalín Magnússon var endur- kjörinn formaður HSÍ og öll stjómin að Karli Harry Sigurðs- syni undanskildum. I hans stað kom Jón Kr. Óskarsson. Umræður á þinginu voru mjög fjörugar og mörg mál tekin fyrir. Hæst báru umræöur um skýrslu stjórnar og fjárhagsáætlun næsta árs en hún hljóðar uppá þrettán og hálfa milljón krónur. Þar af er gert ráð fyrir aö 9,2 milljónum veröi variö í karlalandsliðið og undirbún- ing þess fyrir heimsmeistara- keppnina i Sviss á næsta ári. Tveir þingfulltrúar, þeir Ólafur H. Jónsson og Marinó G. Njálsson, komu mjög vel undirbúnir á þingiö og fluttu fjöldann allan af tillögum um breytingar á lögum og voru sumar tillögur þeirra samþykktar en aörar ekki. Sú nýjung var á þinginu aö öll þingritun var sam- stundis færö inn á tölvu og sparaði þaö mikinn tíma. Stjórn HSl veröur meö mörg verkefni á döfinni á næsta starfs- ári. Stefnt veröur aö því aö efla þjónustu viö félögin og fjölmiöla. Flutt veröur í nýtt og betra skrif- stofuhúsnæöi i byrjun júlí á þessu ári. Nýtt tölvukerfi frá Skrifstofu- vélum veröur tekiö í notkun. Þá veröur símaþjónusta bætt. Tveir starfsmenn veröa á fullum launum hjá sambandinu. Jón Erlendsson sér um mótamálin, landsliösmál, og fræöslumál. Einar Magnússon sér um fjáröflun og kynningarmál. Þá veröur ráöinn sendill í hálft starf. Stórt átak veröur gert í fjáröfl- unarmálum HSl. Enda byggir fjár- hagsáætlunin verulega á því aö vel takist til í þeim efnum. Fariö verður af staö meö landshappdrætti í júní og júlí þar sem 15 bilar veröa í verölaun. Þá verður stofnaöur sér- stakur landsliössjóöur með fimm manna stjórn. Stórt átak veröur gert i fræðslu- og kynningarmálum. Fjallaö var um feröamál, tryggingarmál, hús- næöismál og margt fleira. Fram kom á þinginu aö stærri og fleiri verkefni bíöa hinna ýmsu landsliöa í handknattleik á árinu en nokkru sinni fyrr. Þá verður fariö af staö meö handknattleiksskóla í samráöi viö Flugleiöir. Skrifstofuvélar af- henda HSÍ tölvu Handknattleikssambandíö og Skrifstofuvélar hf. hafa gort meö aér samstarfssamning um kynn- ingu é tölvubúnaði Skrifstofuvéla hf. og þjónustu fyrirtækisins og um eflingu handknattleiks é ís- landi. Fær HSÍ tölvubúnaö meö hug- búnaöi fyrir starfsemi Handknatt- leikssambandsins aö verömæti krónur 300.000 frá Skrifstofuvél- um hf. Á blaöamannfundi þar sem full- trúar Skrifstofuvéla afhentu HSÍ tölvuna sögöu þeir meöal annars: Skrifstofuvélar hf. vilja þannig ganga til liös og samstarfs viö HSÍ vegna þátttöku islands í heims- meistarakeppninni 1986 undir kjöroröinu .íslenskt atvinnulíf styöur handknattleiksliö á heims- mælikvarða". A sama tíma og viö vonumst til aö HSÍ muni hafa fullt gagn af þessu samstarfi viö Skrifstofuvélar hf„ göngum viö til leiks sannfæröir um, aö hinn mikli áhugi, sem fyrir handknattleik er um þessar mund- ir búi til góöan jarðveg fyrir kynn- ingarstarfsemi á vörum okkar og þjónustu. Meöfylgjandi gjöf er stuönings- yfirlýsing viö HSÍ, er tilgreinir tölvubúnaö samtals fyrir upphæö kr. 300.000, sem Skrifstofuvélar hf. munu á næstu dögum afhenda HSÍ til fullrar eignar og frjálsra af- nota. Meginhlutar þessa tölvubúnaöar eru IBM XT tölva, prentari og sá hugbúnaöur, sem HSf þarfnast til starfsemi sinnar. Þaö er von okkar, aö þessi tölvubúnaöur létti HSÍ öll skrif- stofu- og fundastörf ásamt áætlanagerö og skipulagningu. Þaö er ennfremur von okkar, aö í kjölfariö komi mörg fyrirtæki til liös viö HSI undir sama kjöroröi og sjái sér jafnframt sama hag og viö í því aö kynna starfsemi sína viö hlið handknattleiksins. Þannig vonum viö aö allir geti haft hag og fjárhagslegar forsend- ur veröi allavega fyrir hendi til glæsilegs árangurs handknatt- leiksvíkinganna í Sviss á vetri komandi. íslandsmótiö í handknattleik: Leikin veröur tvöföld umférð —úrslitakeppnin hjá 4 liðum felld nidur Á órsþingi HSÍ um síóuatu helgi var samþykkt að gera breytingar é Íslandsmótinu ( handknattleik í 1. deild karla. f stað þess að hafa 4 liða úrslita- keppni í lokin var ákveöiö aö leika tvöfalda umferð. Það veröa því étta lið sem leíka 14 leiki alls og efsta liðið að þeirri keppni lokinni verður íslands- meístarí. Aö öllum likindum veröur fs- landsmótinu í handknattleik lokiö fyrir áramót vegna heimsmeist- arakeppninnar í Sviss sem hefst í lok febrúar. En fyrsti leikur is- lands í þeirri keppni er 25. febrú- ar og þá gegn Asíuþjóðinni í riöl- inum. Eftir áramótin þegar heimsmeistarakeppninni lýkur fer svo bikarkeppnin fram. Morgunblaöið/Július • Handknattleikssamband fslands hefur fengið mjög fullkominn tölvuútbúnað að gjöf frá Skrifstofuvélum hf. Búnað sem kemur til með að nýtast mjðg vel (hinni margþættu starfsemi sambandsins. Á myndinni eru, til hægri, fulltrúar Skrifstofuvéla, sem afhentu H8Í gjöfina og Jón Hjaltalín Magnúason formaður HSÍ og Einar Magnússon starfsmaöur sambandsins. haoimrk? • Tómas Holton Landsliðið í körfuknattleik til Austurríkis ÍSLENSKA landsliðiö í körfu- knattleik sem tekur þátt ( fjög- urra landa móti ( Austurríki um næstu helgi hefur veriö valið. Eftirtaldir leikmenn skipa hóp- inn: Torfi Magnússon, Valur Ingi- mundarson, Pálmar Sigurösson, Tómas Holton, Arni Lárusson, Hreiöar Hreiöarsson, Guöni Guönason, Birgir Mikaelsson, Matthías Matthíasson, Björn Steff- ensen. Einn nýliöi er i hópnum, þaö er Matthias Matthiasson, sem hefur veriö viö nám i Minnesota í Banda- ríkjunum i fjögur ár, ungur og efni- legur leikmaöur. Jón Kr. Gíslason var valinn i hópinn, en hann fékk ekki leyfi til aö fara þessa ferö, vegna prófa í íþróttaskóla íslands þar sem hann stundar nám. Löndin sem taka þátt í móti þessu eru: Austurríki, Tyrkland, Ungverjaland og ísland. Mótiö er haldiö í borginni Wels, sem er skammt frá Linz. í gær var dregiö í riöla í Evrópu- keppni C-þjóöa, í riöli með islend- ingum eru: Skotar, írar, Portúgalir og Norömenn. Leikirnir í þessum riöli fara fram hér á landi í apríl á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.