Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 133. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stórfelldar loft- árásir íraka á 14 borgir í íran 78 manns biðu bana og yfir 300 særðust NíIlómii, U.júni AP. AÐ MINNSTA kosti 78 manns biðu bana í dag í stórfelldum loftárásum íraka á 14 borgir í íran. Beittu írakar bteði flugvélum og eldflaugum í þessum árásum. Skýrði íranska fréttastofan IRNA frá þessu í dag og var þar tekið fram, að auk fallinna hefðu á fjórða hundrað manns særzt. Ljóst þykir, að stríð Irana og íraka sé enn að magnast, því þetta voru mestu loftárásirnar í allri sögu stríðsins. Það hefur nú staðið í 56 mánuði. Samkvæmt frásögn IRNA mátti heyra sprengjur falla á mörgum stöðum í höfuðborginni. Þetta varð þó ekki til þess að koma í veg fyrir fjöldagöngur borgarbúa, en þessi dagur er trú- arlegur hátíðisdagur í lran. I kvöld tilkynnti Saddam Hus- sein, forseti Iraks, að hann hefði fyrirskipað hlé á þessum loftárás- um í tvær vikur frá og með laug- ardagsmorgni. Sagði forsetinn, að markmiðið með þessu væri að fá íransstjórn til þess að „íhuga frið“. Utanríkisráðherra írans, Ali Akbar Velayati, sagði hins vegar í ræðu í kvöld, að franir myndu halda áfram að berjast unz „loka- sigur væri unninn". Símamynd/AP Vestur-Þýzkaland: Talsmaður stjórnar- innar segir af sér Bonn, 14. júni AP. PETER Bönisch, aöaltalsmaður vestur-þýzku stjórnarinnar, sagði af sér í dag vegna réttarrannsóknar gegn honum fyrir meint skattsvik. Var frá þessu skýrt í tilkynningu frá Kohl kanslara í dag, þar sem hann kvaðst harma afsögn Bönisch. Jafn- framt var tilkynnt, að annar maður, Friedhelm Ost, hefði verið skipaður nýr talsmaður stjórnarinnar. Ásakanirnar á hendur Bönisch eru fyrir meint skattsvik frá því fyrir þann tíma, er hann var skipaður talsmaður stjórnarinnar, sem átti sér stað í maí 1983. Bön- isch, sem er 58 ára að aldri, er frá Berlín. Hann var áður ritstjóri blaðanna Bild Zeitung og Die Welt. Peter Bönisch. Mynd þessi var tekin á fimmtudagskvöld á sumarsam- komu fréttamanna í Bonn. I gær sagði hann af sér sem talsmaður stjórnarinnar vegna réttarrannsókn- ar fyrir meint skattsvik. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna ritstörf Bönisch hjá Bild. Þannig hefur komið út bók eftir nóbelsskáldið Heinrich Böll, þar sem fjallað er um þessi skrif Bönisch. Hefur þessi bók verið á metsölulista í Vestur-Þýzkalandi frá því á síðasta á ári. vopnaoir nermenn ur iibanska hernum fylgja konum og bornum, sem fengu að fara ur 1 WA-þotunni a nugveninum í BeirúL Ekkert lát á flugránunum: Þota frá TWA á valdi flugræningja Algeirsborg, 14. jnní AP. FARÞEGAÞOTU frá Trans World Airlines var rænt í dag á leiðinni frá Aþenu til Rómar. Seint í kvöld var vélin á leið austur yfir Miðjarðarhaf eftir nær 5 klukkustunda dvöl á flugvelli i Algeirs- borg, Þar sem 20 manns fengu að fara frá borði. Ekki var vitað hvert för flugræningjanna var heitið. Um borð í vélinni voru enn 80 bandarískir farþegar auk áhafnar. Flugræningjarnir voru tveir og voru þeir vopnaðir handsprengj- um og byssum. Beindu þeir vél- inni fyrst til Beirút í Líbanon, þar sem þeir slepptu 19 konum og börnum lausum, en skipuðu áhöfninni síðan að fljúga vélinni til Alsír, eftir að eldsneyti hafði verið sett á hana. Flugræningj- arnir kröfðust þess að skæruliðar úr röðum shíta, sem eru fangar ísraelsmanna, yrðu látnir lausir. Hótuðu flugræningjarnir að drepa alla þá sem í vélinni væru, ef ekki yrði gengið að kröfum þeirra. Seint í kvöld sagði Steve Forte, talsmaður TWA í Róm, að far- þegaþotan væri á leið austur yfir Miðjarðarhaf, en ekki væri vitað hvert. Hún gæti skipt um stefnu hvenær sem væri. Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti hélt í kvöld skyndifund með fréttamönnum, þar sem hann sagði að allt yrði gert til þess að bjarga farþegum og áhöfn þot- unnar. Sagðist forsetinn þegar hafa skipað sérstaka „neyðar- nefnd", sem leggja ætti á ráðin varðandi aðgerðir. Pólland: Fangelsisdómar yfir þremur af forystumönnum Samstöðu Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga fordæmir dómana (vdansk, 14. júní AP. PÓLSKUR dómstóll dæmdi í dag þrjá af forystumönnum Samstöðu í 2'/j—3‘A árs fangelsi fyrir að hvetja almenning til þess að fara í verkfall. Walesa, leiðtogi Samstöðu, fordæmdi í dag þessa dóma sem „það heimsku- legasta sem stjórnin gat gert,“ og skoraði á Pólverja að „mótmæla öllum tilraunum til að skapa andrúmsloft haturs í landinu“. Það var undirréttur í borginni Gdansk, sem kvað upp dóminn. Voru mennirnir þrír, þeir Adam Michnik, Bogdan Lis og Wladys- law Frasyniuk einnig fundnir sek- ir um þátttöku í ólöglegri verka- lýðsstarfsemi. Var Frasyniuk dæmdur í 3 'A árs fangelsi, Michn- ik í 3 ára og Lis í 2*A árs fangelsi. Verjendur þeirra sögðu í dag, að dómunum yfir þeim öllum yrði áfrýjað. Með þessum dómum er lokið að sinni mestu pólitísku réttarhöld- unum í Póllandi síðan herlög voru sett i landinu í desember 1981 í því skyni að binda enda á starfsemi Samstöðu, fyrstu frjálsu verka- lýðshreyfingarinnar í Austur- Evrópu. Jafnframt fólu þessi rétt- arhöld í sér mestu aðgerðir komm- únistastjórnarinnar i landinu gegn andstæðingum hennar síðan í júlí í fyrra, er framangreindir þrír menn og 600 aðrir pólitískir fangar voru leystir úr fangelsi með sakaruppgjöf. Tilgangur verkfallsins, sem sakborningunum var gefið að sök að hafa efnt til, var að mótmæla áformum stjórnvalda um verð- hækkanir á matvælum. Hætt var við verkfallið, er stjórnvöld féllust á að láta verðhækkanirnar taka gildi smám saman en ekki allar i einu. Alþjóðasamband frjálsra verka- lýðsfélaga fordæmdi dómana í dag. Mennirnir þrír „voru dæmdir fyrir starfsemi, sem var í alla staði lögmæt verkalýðsstarfsemi," sagði i yfirlýsingu frá John Vand- erveken, framkvæmdastjóra al- þjóðasambandsins í dag. Lofa að sleppa Finnunum í dag Kirrat Shmona. farael, 14. júnf AP. YFIRSTJÓRN ísraelshers til- kynnti í kvöld, að 21 Finni, sem verið hefur í gíslingu í heila viku hjá kristnum hægri- mönnum í Suður-Líbanon, verði látinn laus á morgun, laugardag. Tilkynning þessi var birt, eftir að gefið hafði verið í skyn að friðargæzlulið Sam- einuðu þjóðanna myndi beita valdi til að leysa menn- ina úr haldi. Timur Goksel, talsmaður friðargæzluliðs- ins, lýst í kvöld yfir ánægju sinni með þessa tilkynningu, en vildi ekki skýra frá ein- stökum atriðum þess sam- komulags, sem náðst hefði varðandi frelsun Finnanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.