Morgunblaðið - 15.06.1985, Page 6

Morgunblaðið - 15.06.1985, Page 6
& MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1985 ■ .................... Sjá! Hvað varð annars um leikritið hans Toms Stoppard sem átti að flytja á Rás-1 á fimmtudags- kveldið og var auglýst í dagskrá? Ég var sestur fyrír framan gamla lampatækið mitt í „leikritastof- unni“ (heitið er dregið af unn- skiptingastofunni hans Þórbergs) tilbúinn í slaginn, berst þá ekki frá loðmullulegri monohátalara- samstæðunni tónasarg ókunnrar ættar. Já, það var sannarlega vel til fundið hjá þeim í Leiklistar- deildinni að íslenska heiti verks- ins. „Algert næði“. En hvað á ég þá að segja við ykkur lesendur góðir? Það er af nógu að taka í útvarps- og sjónvarpsdagskránni, ekki vantar það og stundum óska ég þess helst að hún berist mér í tímaritsformi myndskreytt og þar falli ekki út eitt einasta orð sem hefir hrotið af vörum útvarps- og sjónvarpsgesta. En við fáum víst ekki stöðvað tímann fremur en hjartsláttinn í brjóstholinu nema slökkva á öllu heila galleríinu, hvað þá að dýrmætustu augna- blikin verði fest á blað einsog til dæmis þegar lítill drengur fær fyrstu stígvélin sín og hann geng- ur út í döggina að sýna heiminum áttunda undur veraldar, en þá er bara heimurinn ekki vaknaður. Hressileg fréttamennska: Það er víst til lítils að barma sér yfir hverfulleikanum, maður má víst þakka fyrir að njóta þeirra forréttinda að fá að upplifa augnablikið, þessa örðu tímans er hverfur með eldingarhraða í ruslabinginn mikla sem enginn veit hvert fer. Við getum að vísu endurheimt augnablikið með hjálp minnisins, segulbandsins, mynd- bandsins og annarra slíkra hjálp- artækja en þar skynjum við aðeins tvívíða framhlið hins horfna veru- leika. Þegar hinn blóðhrái þrívíði veruleiki augnabliksins er einu- sinni horfinn í tímans djúp er einsog hann hafi aldrei verið til, því vissulega er ekkert pláss fyrir hann í upprunalegri mynd i hinu fyrirferðarmikla núi. Sennilega eru fáir menn jafn uppteknir við að gripa i skottið á augnablikinu og blessaðir fréttamennirnir. Eitt sinn lagði ég til hér í blaðinu að sagan yrði fest á myndband, þess gerist ekki þörf, fréttamennirnir skrásetja dag hvern með ýmsu móti þá mannkynssögu er vér les- um í framtíðinni. Sagan sú verður sannferðugri eftir því sem frétta- mennirnir grípa fastar í skottið á augnablikinu. Fréttamaður dags- ins í dag er þannig frábrugðinn sagnariturum fortíðar í því, að hann hefur sjaldnast tíma til að gaumgæfa atburðarásina. Fréttamennskan hér heima Fréttamenn ríkisfjölmiðlanna virðast skilja kall tímans í þessu efni, sem dæmi vil ég nefna að í síðasta fimmtudagskvöldfrétta- tíma útvarps æddi hljóðneminn á milli fréttamannanna Gissurar Sigurðssonar er ræddi uppí Bif- röst um viðbrögð SÍS-fundar- manna við hinu nýsamþykkta út- varpslagafrumvarpi þaðan niður á Alþingi við Austurvöll, en þar biðu jæir Atli Rúnar Halldórsson og Arni Þórður Jónsson, með blóðhráar fréttir af sama frum- varpi. Og nú bíður maður bara eft- ir að sagnfræðingarnir taki til máls og birti okkur í heillegri mynd mannkynssögu ársins í ár. Er annars nema von að það gerist sifellt erfiðara fyrir fólk á miðjum aldri að fá vinnu á þessari öld ógnarhraðans. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP Frá vinstri: Eleanor Parker, Robert Taylor og Victor McLaglen. „Ekki þrautalaust“ — bandarískur vestri !■■■ Bandarískur 05 vestri frá árinu — 1955, „Ekki þrautalaust", er á dagskrá sjónvarps klukkan 22.05. Leikstjóri er Roy Rowland og með aðalhlutverkin fara Robert Taylor, Ele- anor Parker og Victor Mc- Laglen. Myndin er um veiði- mann, sem ann frelsinu og óbyggðunum og stúlku, sem grípur til sinna ráða til að koma honum í hnapphelduna. Kvikmyndahandbókin vinsæla gefur mynd þess- ari þrjár stjörnur af fjór- um mögulegum. Bókin segir einnig að megin- áhersla myndarinnar sé fyndni og hafi leikstjór- anum tekist vel þar upp, svo að eftir því að dæma geta sjónvarpsáhorfendur hlegið svolítið í kvöld. Þýðandi myndarinnar er Reynir Harðarson. Helgarþáttur ■■■■ Nýr þáttur U00 hefst á rás 1 * klukkan 11.00 í dag, sem nefnist „Helgar- þáttur“, og er hann í um- sjá Páls Heiðars Jónsson- ar. Þátturinn verður viku- lega á dagskrá. Þátturinn fjallar um málefni líðandi stundar, innanlands og utan. Páll Heiðar sagðist sérstak- lega vilja minna hlustend- ur á litla pistla, sem verða í þáttum þessum en þeir kallast „Áminning vik- unnar". Fólk, sem orðið hefur fyrir slysum eða öðrum áföllum kemur í þáttinn og flytur hlust- endum litið spjall til að vekja fólk til umhugsunar um hættur. f dag kemur kona í heimsókn, Guðrún Ásdís Óskarsdóttir, en hún varð fyrir því óláni að missa sjö ára barn sitt í umferð- arslysi. Hennar áminning mun því fjalla um um- ferðarmál frá sjónarmiði aðila, sem beinlínis hefur orðið fyrir áfalli af þess- um völdum. „Plataðir“ ■■■■ Nýr þáttur | rj 00 hefst á rás 2 í A • ~ dag klukkan 17.00 sem nefnist „Platað- ir“. Hann er í umsjá Árna Þorarinssonar. Þrír gestir koma í heimsókn á rásina í beina útsendingu og er ætlunin að þetta verði spjallþáttur með léttu yf- irbragði. Árni sagði í samtali við Morgunblaðið að út- gangspunktur þáttarins væru plötur, sem komið hafa út nýlega — íslensk- ar og erlendar, en einnig verður komið inn á eldri plötur, tónlistarsmekk manna og annað í þvi sambandi. „Gestir þáttarins í dag verða: Bubbi Morteins, Helga Thorberg og Atli Rúnar Halldórsson. Simon Le Bon, söngvari og Andy Taylor, gítarleikari. Duran Duran í Ameríku H „Duran Duran í 05 Ameríku" nefn- ist þáttur, sem er í sjónvarpi klukkan 21.05 í kvöld. Þátturinn er bresk-bandarískur og er- fylgst með Duran Duran- piltunum á hljómleikaferð um Kanada og Bandaríkin árið 1984. Þýðandi er Björn Baldursson. „Ligga ligga lá“ ■^■H Þátturinn 1 A 00 »Ligga ligga lá“ 1**— er á rás 1 klukkan 14.00 í dag í um- sjá Sverris Guðjónssonar. Sverrir sagðist vilja þakka öllum krökkunum fyrir bréfin, sem hann hefur fengið á undanförn- um dögum. „Hrúgast hafa upp hjá mér svör við þess- ari fyrstu hljóðagetraun, sem var leikin sl. laugar- dag, en mig langar til að krakkarnir skrifi meira um sig, hvað þau eru að gera o.s.frv. í dag dreg ég úr réttum lausnum og þá fáum við að vita hver fær verðlaunin. Ég mun leika hljóðin sex í hljóðagetraun númer tvö og geta krakkarnir sent inn svör til Ríkisút- varpsins í þáttinn „Ligga ligga Iá“ eða í þáttinn „Inn og út um gluggann", og það sem fylgja þarf eru nöfn og heimilisföng.. í þættinum verður sag- an um Alladín og töfra- lampann, en nú er farið að síga á seinni hluta henn- ar,“ sagði Sverrir. „Sverrir sagðist enn- fremur vera í vandræðum út af honum Hrannari Má, sem á að vera til að- stoðar í þættinum. Við fórum í dreififlug með landgræðsluvélinni í síð- asta laugardagsþætti og fengum að máta fallhlíf í flugvélinni en Hrannar Már stökk út og ég hef ekkert heyrt til hans síð- an. Ég er nú samt að vona að hann komi í þáttinn í dag vegna þess að við ætl- um að fara í tívolí,“ sagði Sverrir að lokum. ÚTVARP LAUGARDAGUR 15. júnf 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tón- leikar. 7.55 Ðaglegt mál. Endurt. páttur Valdimars Gunnars- sonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morg- unorð — Torfi Ólafsson tal- ar. 8.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr ). Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Óskalög sjúklinga, frh. 11.00 Helgarþáttur — Páll Heiðar Jónsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 14.00 Ligga ligga lá. Umsjónar- maður: Sverrir Guöjónsson. 14.20 Listagrip. Þáttur um listir og menningarmál I umsjá Sigrúnar Björnsdóttur. 15.20 „Fagurt galaði fuglinn sa". Umsjón: Sigurður Ein- arsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síödegistónleikar: Frá hallartónleikum I Ludwigs- burg sl. haust. Antonio Men- esis og Christina Ortiz leika á selló og píanó. a. Sellósónata op. 19 eftir Sergej Rakhmaninoff. b. Habanera eftir Maurice Ravel. 17.00 Fréttir á ensku. 17.30 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson 19.25 Kalli og sælgætisgerðin Þriðji þáttur. Sænsk teiknimyndasaga i tiu þáttum gerð eftir samnefndri barnabók eftir Roald Dahl. Teikningar: Bengt Arne Runneström. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. Sögumaður Karl Agúst Úlfsson. (Nordvision — Sænska sjón- varpið.) 17.05 Helgarútvarp bamanna. Stjórnandi: Vernharður Linn- et. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Sumarástir — Signý Pálsdóttir. (RUVAK). 20.00 Harmonikuþáttur. Um- sjón: Bjarni Marteinsson. 20.35 Sjálfstætt fólk á Jökul- dalsheiði og grennd. 5. og slðasti þáttur. Höfuöskepn- 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Sambýlingar Þriðji þáttur. Breskur gamanmyndaflokk- ur í sex þáttum. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.05 Duran Duran I Amerlku Bresk-bandariskur sjón- varpsþáttur. I þættinum er fylgst með piltunum I poppsveitinni Duran Duran á hljómleikaferð um Kanada og Bandarlkin árið 1984. ur, dauði og dulmögn. Gunn- ar Valdimarsson tók saman. Lesarar: Guðrún Birna Hannesdóttir, Hjörtur Páls- son, Klemenz Jónsson og Sigþór Marinósson. (Aður útvarpað I júll 1977.) 21.40 Kvöldtónleikar. Þættir úr sígildum tónverkum. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Náttfari — Gestur Einar Jónsson. (RÚVAK). Þýðandi Björn Baldursson. 22.05 Ekki þrautalaust (Many Rivers to Cross) Bandariskur vestri frá 1955. Leikstjóri Roy Rowland. Aðalhlutverk: Robert Taylor, Eleanor Parker og Victor McLaglen. Myndin er um veiðimann sem ann frelsinu og óbyggð- unum og stúlku sem grípur til sinna ráða til að koma hon- um i hnapphelduna. Þýðandi Reynir Harðarson. 23.45 Dagskrárlok 23.35 Eldri dansarnir. 24.00 Miðnæturtónleikar. Um- sjón: Jón Örn Marinósson. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl. 03.00. LAUGARDAGUR 15. júní 20,00—21.00 Sagnalög Stjórnendur: Heiöbjört Jó- hannsdóttir og Sigrlður Gunnarsdóttir. 21.00—22.00 Djassspjall Stjórnandi: Vernharður Linn- et. 22.00—23.00 Léttir (lundu Stjórnandi: Einar Gunnar Einarsson. 23,—24.00 Svifflugur Stjórnandi: Hákon Sigur- jónsson. 24.00—03.00 Næturvaktin Stjórnandi: Kristln Björk Þorsteinsdóttir. (Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar 1.) SJÓNVARP LAUGARDAGUR 15. júní

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.