Morgunblaðið - 15.06.1985, Side 12

Morgunblaðið - 15.06.1985, Side 12
12 MOftáOTteLAÐlð, LABGARDAGUR Í6. JÚNÍ1985' Að spila sitt stef Bókmenntlr Jóhann Hjálmarsson Gyrðir Elíasson: EINSKONAR HÖFUÐLAUSN. Mál og menning 1985. Gyrðir Elíasson er ungur höf- undur sem sendir frá sér bækur af mikiu kappi. Nýjasta bók hans nefnist Einskonar höfuð- lausn. Gyrðir fer ekki hefðbundnar slóðir í skáldskap. Hann iðkar mest konkret ljóðagerð sem byggir mjög á uppsetningu og er oft í símskeytastíl: geymast í minni færast innar gleymast ekíd ljós ár & dekkri en raðast í fylki á rauðstrika korti mynd úr lofti (fjarlægur dynur frá hreyfli) uns hylur þau(klædd leðri) nóttin tæmi stunda glasið í morgunkaffið Það er allmikil kaldhæðni í ljóðum Gyrðis Elíassonar. Hann dregur upp mynd hversdagsleik- ans með hnitmiðuðum hætti og að því er virðist án hrifningar á amstrinu. Ekki sá fyrsti. Mörg ljóða hans eru eins konar skop- stælingar. Klisjur hversdags- leikans litaðar erlendum slettum (of mörgum) birtast hver af ann- arri. Höfundurinn er gefinn fyrir að leika sér að orðum og hugmyndum, stundum með at- hyglisverðum árangri, en oftar verka Ijóðin eins og skýrslugerð, vekja ekki nýjar kenndir hjá les- andanum. Stundaglasið er tæmt með morgunkaffinu og þannig er um ljóðin. Þau eru laglega orðuð, en fæst af þeim reynast minnis- stæð. Þótt Einskonar höfuðlausn sé þroskaðra verk en það sem áður hefur komið frá höfundinum kveður ekki við nýjan tón að marki. Innan um mælskari ljóð stinga upp kollinum ljóð sem gefa til kynna að nóg sé af yrkis- Gyrðir Elíasson efnum í framtíðinni og þeim megi gera skil á innilegan hátt og án þess að festast í tilgerð. Eitt þessara ljóða hljómar svo: gul eru nætur Ijós & í huga manns efinn & óttinn aö spila sitt stef & hægt eftir lag línunni fetar sig jafnvægur dag ur inn Frábærir blástursapar Hljómplötur Siguröur Sverrisson Blowmonkcys Limping for a generation RCA/Skífan Þau eru nokkur hin svonefndu popp/jass-bönd, sem vakið hafa á sér athygli á undanförnum misser- um fyrir skemmtilega framsetta tónlist, oft á tíðum í anda sveiflunn- ar gömlu góðu. Ég held að ég halli ekki á neinn þótt ég segi Blowmonk- eys standa flestu því, sem ég hef heyrt á þessu sviði, framar. Vart þarf að taka það fram að þessi kvartett er breskur. Blowmonkeys er sveit skipuð fjór- um ungum strákum, tveimur Skot- um, Wales-búa og einum úr austur- hluta Lundúnaborgar. Sveitin hefur verið á sveimi frá því um mitt ár 1981 og í ársbyrjun 1982 sendi hún frá sér fyrstu smáskífuna. Um mitt árið 1983 hafði sveitin náð að vekja það mikla athygli að útsendarar stóru plötufyrirtækjanna fóru að gefa henni hýrt auga. Skipti þó engu þótt meðlimir Blowmonkeys skelltu skollaeyrum við öllum tískubólum og fylgdu sinni eigin sannfæringu í tónlistarsköpuninni. RCA hreppti sveitina að endingu. Þessi breiðskífa Blowmonkeys er að mínu viti fantalega góð. Lögin eru hvert öðru betra og hljóðfæra- leikurinn pottþéttur. Samt blessun- arlega laus við óþarfa fágun en þess í stað geislandi af ferskleika. Þótt tónlist Blowmonkeys hafi verið sett undir jass/popp-hattinn er rokkið aldrei langt undan og brýst stund- um fram og þá af óbeisluðum krafti. Saxofónleikur Neville Henry er í senn góður og snyrtilega útfærður og söngur Dr. Robert er laglegur. Það, sem skapar Blowmonkeys fyrst og fremst sérstakt „sánd“ er stór- góður trommu- og bassaleikur Ant- ony Kiley og Mick Anker. Sannast sagna langt síðan maður hefur heyrt jafn góða samvinnu á þessum vettvangi. Það sama gildir reyndar um samvinnu fjórmenninganna í Blowmonkeys, hún er frábær. Plat- an sömuleiðis. Hvaða bækur eigum við að lesa í sumarleyfinu? JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR Paul Gallico: Mrs Harris Goes to New York Ný útg. Penguin 1985 Þessi bók kom út í fyrsta skiptið fyrir hartnær tuttugu og fimm árum, svo hún er langt frá því að vera ný af nálinni. Hins vegar er hún ein þeirra bóka sem má lesa aftur — og jafnvel aftur. Sama gegnir reyndar um allar bækur Gallicos um ensku ræst- ingakonuna og ævintýrakvendið Ödu Harris. í þessum bókum um frú Harris og vinkonu hennar, frú Butterfield, er svo þekkilegur og vel spunninn söguþráður, frásagnargleðin ótvíræð og kímnin situr í fyrirrúmi. Og það gildir um þær allar, að hvernig svo sem ástandið er: Ada Harris leysir öll vandamál þótt það kosti að vísu ærið erfiði og margslungnar uppákomur, sem eru stundum í það mesta fyrir frú Harris að ekki sé nú minnst á aðra sem við sögu koma. Eins og titillinn gefur til kynna fer frú Harris hér til New York, einkum og sér í lagi til að leita að föður Henrys Brown, átta ára drengs sem býr í ná- grenni við þær frú Butterfield. Hann á ekki sjö dagana sæla hjá fósturforeldrunum, móðirin hef- ur yfirgefið hann og faðirinn er búsettur í Bandaríkjunum. Það er ekki ljóst hvar hann býr né hver hann er, en frú Harris álít- ur að komist hún til Banda- ríkjanna verði henni ekki skota- skuld úr því að hafa upp á föð- urnum sem muni taka Henry Brown fagnandi eftir langan að- skilnað. Ljúf bók og vel skrifuð, sem óhætt er að mæla með. Carolyn Slaughter: A Perfect Woman Útg. Penguin 1985 Sagan fylgir um flest hefð- bundnum hugmyndum, þegar að efninu er komið: þríhyrningur- inn góðkunni illræmdi. Beth og Humphrey hafa búið að ákaflega traustu og ástríku hjónabandi í uppundir tuttugu ár og eiga þrjár dætur. En svo kemur í ljós að það er einhver sprunga i grunninum, Humphrey hefur komið sér upp viðhaldi, Sylviu, sem er byggingarverktaki (segið svo að konur geti ekki unnið öll störf). Beth virðist fljótlega gera sér grein fyrir framhjáhaldi eig- inmanns síns. En þau hafa átt saman svo mörg góð ár og hún er svo óvenjulega skilningsrík og mikilhæf og umburðarlynd, að hún hefur tekið þá afstöðu að þetta skuli ekki eyðileggja hjónabandið. Enda virðist Humphrey ekki geta án hennar verið. Hann getur heldur ekki verið án Sylviu þegar fram í sækir. Framan af minnti þessi saga mig á fjórbók Christians Kampmans um hjónabandið í upplausn. En síðan, svona smátt og smátt án þess nánast lesandi verði þess var leiðir höfundurinn okkur inn á nýstárlegri brautir. Og tekst það mætavel. Óhugnað- urinn og illskan og rotnunin — þetta er allt á lágu nótunum, en svo hnitmiðað og snjallt og er verulega athyglisvert hvernig höfundurinn vinnur úr efninu. Undir lokin hafa allir beðið ósig- ur — en þó er það kannski Beth, þessi blíða og vinalega kona, sem hefur komið fram óhugnanleg- astri hefnd. Og sú spurning, hvað verði nú um persónur lætur Carolyn Slaughter lesanda um að svara. Jill Tweedle: Bliss Útg. Penguin 1985 Þetta er tízkubók í Bandaríkj- unum nú um stundir. Hún segir frá hinni unaðsfögru Lafði Clare La Fontaine sem giftist forset- anum í Ventura, smáríki ein- hversstaðar í Suður-Ameríku. Hún virðist giftast honum vegna peninganna, enda á hann sand af seðlum, gimsteinum og gulli, svo að hennar bíður sennilega lukku- leg framtíð. Þótt hún sé af góð- um og virtum ættum eru efnin heldur lítil. En i stað þess að lífíð í Ventura verði eins og fal- legur draumur, breytist það fljótlega í martröð þegar hún fer að kynnast ljótum hliðum á eig- inmanni sínum. Hann er sjúkur maður, kynferðislega séð, og hún á sér engrar undankomu auðið nema í eiturlyfjum og hryllingi. En síðan upplifir hún svo stöðu konunnar í Ventura með hinum alvarlegustu afleiðingum, því að forsetinn í Ventura getur ekki búið við að eiginkona hans svipti hann ærunni og hyggur á hefnd- ir. Þetta endar allt með hryllingi og ósköpum og eiginlega stóð mér orðið á sama, eða svona allt að því. Samt er spenna í bókinni og höfundur nær að sumu leyti fram því andrúmslofti sem væntanlega er stefnt að með þessari skrítnu bók. Georges Simenon: Maigret’s Rival Útg. Penguin 1984 Simenon er fyrir löngu orðinn klassískur höfundur. Þótt sumir líti enn svo á, að Maigret-bækur hans séu afþreyingabækur ein- göngu. Vissulega bera þær ein- kenni spennusagna, en þar með lýkur tengslunum, að því er mér finnst. Simenon skrifar út frá allt öðrum forsendum, byggir sögurnar upp á listrænan en ekki flókinn hátt og þótt glæpur sé framinn og Maigret upplýsi oftast málið, skiptir yfirleitt minna máli hver er sá seki; kjarninn er hvers vegna. Þess vegna er til dæmis óhugsandi að lesandi fari að fletta upp á öft- ustu síðurnar til að kanna hver hinn seki er. Enda er því svo far- ið hjá Simenon, að það er ekki alltaf hinn seki, sem er sekur. í Maigret’s Rival eru þrjár úr- vals sögur, auk hinnar fyrst nefndu The Night Club og Maigret in New York. Georges Simenon er belgískur að uppruna. Fæddur í Liége 1903. Hann starfaði sem blaða- maður við Gazette de Liége, hóf síðan að skrifa bækur og mun hafa gefið út á þriðja hundrað skáldsögur, þar af er Maigret lögregluforingi aðalpersóna í tugum þeirra og líklega eru þær öðrum bókum hans þekktari. Hann bjó lengi í Frakklandi og það er sögusvið langflestra bóka hans. Hann býr nú í Lausanne í Sviss. Keid Belert: Hvor kan man plukke roser Útg. Apostorf 1984 Eg minnist þess ekki að hafa lesið aðrar bækur Keld Belerts, en hann hefur sent frá sér smá- sögur, barnabækur, ljóð og skáldsögur. Hér eru ellefu smá- sögur. Þær snúast allar um kon- una — konuna sem hefur ein- angrast, konuna sem er þrúguð, konuna sem veit ekki hver hún er, konuna sem lifir „fyrir utan og við hliðina á sjálfri sér“ eins og höfundur kemst að orði. Dæmi um líðan, frásögn konunn- ar Agnete: „Ég er hraust og sterk. Ég get fengið vinnu á hvað blaði sem mér dettur í hug, því að ég er góður blaðamaður, það hef ég sannað og sýnt, líka seinni árin. En á nóttunni dreymir mig að ég detti niður í eins konar holu sem er svo djúp, að enginn getur náð mér upp. Ég gríp í Leon og bið hann að halda utan um mig og hann gerir það, en ekkert hjálpar. Mig dreymir það sama aftur og aftur. Þá hrópa ég upp yfir mig og börnin vakna og koma og spyrja hvað sé að. Ég segi það sé ekki neitt. Mig hafi verið að dreyma ... Höfundurinn er afar næmur á tilfinningar kvenna og virðist eiga einkar auðvelt með að koma því frá sér sem hann skynjar. Þetta er falleg lesning og lær- dómsrik. Það er ekki verra. I>.U L 0 GALLICO M rs I Iitrrisl Iwm t< > Nt-wAtjrfe e Sú fimmta: Georges Simenon KcldBclcrt____________ Hvor kan man plnkke roser... Ncweíer A

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.