Morgunblaðið - 15.06.1985, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.06.1985, Qupperneq 20
20 MQRGUNBLAQH),LAUG ARDAGUR 15. JÚNÍ 1985 Athugasemdir við ný lög um skipulag ferðamála — eftir Björn S. Lárusson Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um skipulag ferðamála. Frumvarpið felur ekki í sér neinar grundvallarbreytingu frá gildandi lögum nr. 60/Í976, nema hvað gert er ráð fyrir að stofnað verði hluta- félag um rekstur Ferðaskrifstofu ríkisins. Nokkrar orðalagsbreyt- ingar og tilfærslur eru gerðar hér og þar. Eg ætla ekki að fara nákvæm- lega í lögin heldur fjalla um þau almennt og þá sérstaklega um 2. kaflann, 7. gr. en hann fjallar um verkefni ferðamálaráðs. Það er viðurkennt að gildandi lög um ferðamál eru orðin úrelt og þess vegna var við því búist að gerðar yrðu verulegar breytingar á þeim. T.d. að gerður yrði skýr greinarmunur á hlutverki þeirra fyrirtækja sem starfa að ferða- þjónustunni og samtökum þeirra, og hlutverki ríkisins. Grundvöllur frumvarpsins hefði gjarnan mátt byggja á eftirfarandi verkefna- skiptingu: 1. Verkefni fyrirtækjanna: Auk reksturs fyrirtækjanna, markaðssetning eigin ferða- þjónustu. 2. Verkefni samtaka fyrirtækj- anna: ýmiskonar fræðsla og námsstefnur, samstarf at- vinnurekenda og verkalýðsfé- laga, og almenningstengsl. 3. Verkefni ríkisins: Markaðssetn- ing atvinnugreinarinnar inn- ávið þ.e. samhæfing og þróun sameiginlegra verkefna. Markaðssetning útávið þ.e. þar sem fara saman hags- munir ríkisins og fyrirtækj- anna. í ljósi þessa virðist 7. grein frumvarpsins eins og í gildandi lögum vera tilviljanakennd upp- talning verkefna ferðamálaráðs. Mörg þessara verkefna væru betur komin í höndum annarra. Ég nefni hér aðeins nokkur dæmi af þeim 13 liðum sem talin eru upp í grein- inni. Liður 5 og 6: „Um skipulag þjálfunar og námskeið fyrir leið- sögumenn og aðila ferðaþjónust- unnar.“ Þetta ætti í reynd að fella inn í menntakerfið og heyra undir menntamálaráðuneytið. Liður 7: „Forganga um hvers- konar þjónustu og upplýsinga- starfsemi fyrir ferðamenn." Þetta er algjörlega hlutverk fyrirtækj- anna og á alls ekki heima hér. Liður 9: „Um samstarf við nátt- úruverndarráð og aðra.“ Þetta þarf ekki að binda í lög. Liður 10: „Frumkvæði að fegrun umhverfis og góðri umgengni á viðkomu og dvalarstöðum ferða- fólks.“ Þetta hlutverk náttúru- verndarráðs og þarf ekki að binda í lög. Liður 11: „Könnun á réttmæti kvartana um misbresti á þjónustu við ferðamenn." Þetta er hlutverk neytendasamtaka og fyrirtækj- anna sjálfra. Hér stæðu að nokkru leyti eftir raunhæf verkefni fyrir ferðamála- ráð í anda áðurnefndra verkefna- skiptingar. Þó hér sé aðeins fjall- að um 6 liði af 13 þá þyrftu aðrir liðir greinarinnar einnig endur- skoðunar við. í 8. grein frumvarpsins, eins og í gildandi löfum, segir að Fríhöfnin í Keflavík skuli greiða 10% af vörusölu til ferðamálaráðs. Ferða- málaráð hefur aldrei fengið nema brot af þessari upphæð og fengið fjármagn beint úr ríkissjóði. Ann- ars er ekki ætlunin að fara nánar út í fjármál ráðsins nema hvað það skýtur dálítið skökku við, að á sama tíma og gera á átak i mark- aðsmálum íslensks atvinnulífs er staða markaðsstjóra ferðamála- ráðs lögð niður. Fulltrúar ferðamálasamtaka utan af landi fá nú sæti í ferða- málaráði auk Reykjavíkurborgar. Þetta er nýmæli en eftir er að reyna á hvort hér sé um verulega breytingu að ræða og þeir hafi einhver áhrif. Geta má þess að samgönguráðuneytið hefur hafnað beiðni ferðamálasamtaka úti á landi um að fjármagna stöðu ferðamálafulltrúa í landshlutun- um. Aðalbreyting laganna er í III kaflanum um Ferðaskrifstofu ríkisins. Henni verður breytt í hlutafélag með þátttöku starfs- fólks og er það vel, enda í and- stöðu við áðurnefnda verkefna- skiptingu að ríkið sé að vasast í ferðaskrifstofurekstri. Þess hefur kannski ekki alltaf verið gætt að sumarhótel, sem Ferðaskrifstofa ríkisins hefur rekið, séu ekki í óeðlilegri samkeppni við nærliggj- andi hótel, sbr. 2. mgr. 12. gr. frumvarpsins. „ÞaÖ er skoðun mín aö frumvarpið sé síst til þess fallið að leysa þessi vandamál ferðaþjónust- unnar þar sem ríkið seilist með því inn á öll svið hennar og firrir fyrirtækin ábyrgð og framtakssemi. Um V kafla laganna, þ.e. um ferðamálasjóð, þarf ekki að fjöl- yrða. Meiningin er góð en engu að síður lánar hann varla af kr. 0 á yfirstandi fjárlögum. Ég hef hingað til viljandi sleppt að fjalla um I kaflann en hann fjallar um tilgang laganna, verði frumvarpið í lögum, en þar segir: „Tilgangur laga þessara er að stuðla að þróun ferðamála, sem atvinnugreinar og skipulagningu ferðaþjónustu fyrir íslenskt og erlent ferðafólk, sem mikilvægs þáttar í íslensku atvinnuð og fé- lagslífi, bæði með hliðsjón af þjóð- hagslegri hagkvæmni og umhverf- isvernd." Um það verður ekki deilt að ferðaþjónustan er mikilvægur þáttur í íslensku atvinnu- og fé- lagslífi. Við samningu frumvarps- ins hefði átt að gera könnun á efnahagslegum og félagslegum áhrifum ferðaþjónustunnar á ís- landi til þess að fá yfirsýn yfir umfang hennar. Ferðaþjónustan er sá atvinnuvegur sem hvað mesta möguleika gefur í atvinnu- lífinu og menn mega ekki láta stutt ferðamannatímabil villa sér sýn því óbein áhrif á tekjur ann- arra atvinnugreina er mikill. Ým- iskonar starfsemi, sem við fyrstu sýn virðist ekkert eiga skylt við ferðamál, byggist beinlínis á því að ferðaþjónusta sé til staðar. Ferðaþjónustan á við ýmisleg vandamál að stríða þar sem ekki verður sakast við ríkisvaldið eða fjárskort. Atvinnugreinin er sjálfri sér sundurþykk, menn troða hver á öðrum. Ferðaþjónust- an hefur ekkert sameiginlegt sölu- kerfi erlendis og samstarf innan- lands er lítið. Landbúnaður og sjávarútvegur hafa með sér slík samtök og enginn fær að selja utan þeirra eða undirbjóða. Það er skoðun mín að frumvarpið sé síst til þess fallið að leysa þessi vanda- mál ferðaþjónustunnar þar sem ríkið seilist með því inn á öll svið hennar og firrir fyrirtækin ábyrgð og framtakssemi. Ef áðurnefnd verkaskipting hefði verið höfð að leiðarljósi hefði betur tekist til og önnur óbein vandamál og fjár- skortur orðið auðleystari. Wifundur er menntaður í skipulagi og markaðsmilum ferðamála og starfar hjá Skrifstofurélum hf. VEIÐIÞÁTTUR Notkun straumflugna fer vaxandi hér á landi Þau eru fjöiskrúðug, fluguboxin hjá fjöldanum öllum af veiðigörpum, þar gefur að líta eftirlætisflugurnar, eftirlætisflugur vinanna, nýju nöfnin og gamlar lúnar, og nafnlausar sem urðu til í vetur sem leið. Laxar þeir sem ganga í íslenskar laxveiðiár í sumar eiga eftir að sjá ótrúlega litadýrð sveima fyrir framan nef sín. Þetta leiðir hugann að þvi hvaða flugur muni slá í gegn í sumar, einhver gömul, einhver ný, engin sérstök. Sumir nota sjaldan eða aldrei þessar frægustu sem flesta laxana gefa, veiða og veiða vel á frum- samdar flugur sem menn fá jafnvel ekki að sjá í boxum þeirra. Gott dæmi um þetta eru straumflugurnar sem nú mega teljast vera í tísku, „Þingeyingur", „Tveir á kamrinum", „Hólmfríð- ur“ og fleiri og fleiri. Þessar gustmiklu flugur fylla nú sýn- ingarkassa í veiðiverslunum og menn kaupa þær og fiska vel á þær. Sumum þykja þær vera að leysa af hóimi túbuflugurnar sem sjálfar „fóru um landið" eins og eldur í sinu á sínum tíma. Ein- staka menn veiddu alltaf á straumflugur en um fjöldahreyf- ingu var varla að ræða fyrr en ákveðinn veiðiklúbbur hér í borg hóf að veiða afar mikið með flug- um af þessu tagi. Það spurðist óhjákvæmilega út, æ fleiri eignuð- ust flugurnar og þar af leiðandi veiddust æ fleiri laxar á þær. Þetta eru fengsælar flugur og það sem skiptir kannski ekki minnstu máli, er, að hver og einn sem hnýt- ir þessar flugur sjálfur er um leið kominn með eigið afbrigði. Klúbb- félagar þeir sem hvað mest hafa veitt á þessar flugur síðustu árin eru með ýmsar flugur í gangi sem allar eru skráðar hjá þeim „Þing- eyingur" eða „Tveir á kamrinum". Og þessir menn höfðu veitt á þess- ar flugur í ein 7—8 ár áður en almenningur fékk þann aðgang að þeim sem hann hefur í dag. Flug- urnar eru í grundvallaratriðum „Þingeyingar" og „Tveir á kamrin- um“ samkvæmt formúlunni, en þó frábrugðnar á einn eða annan hátt. Undirritaður sá t.d. í boxin hjá Eyþóri Sigmundssyni og Henrik Thorarensen þegar hann sótti þá heim í Laxá á Ásum á dögunum og þar gat að líta æði fjölbreytilegt samansafn af þess- um tveimur flugum og fleiri. Vitn- eskja sem þessi ætti að hvetja menn heldur en hitt til þess að reyna óhræddir eitthvað nýtt, eig- in hugmyndir fremur en að hnýta eða kaupa allt samkvæmt ein- hverri uppskrift sem út af fyrir sig er trúlega góðra gjalda verð. Þessar straumflugur eru eink- um notaðar í vorveiðinni vegna þess að fiskurinn er þá yfirleitt í göngu og vatnið oft kaldara og meira en þegar á sumarið líður. Þær eru einnig gjöfular á haustin er hængarnir fara að komast í „hrygningarstuðið". En þeir sem nota þessar flugur fá líka á þær fisk undir flestum kringumstæð- um, Henrik Thorarensen segist hafa veitt 80 af 100 löxum sinum á siðasta sumri á þvílíkt Þingey- ingströll að fyrstu viðbrögð við þvi eru á þá leið að laxinn hlyti að flýja til sjávar í einni svipan ef því yrði rennt yfir hyl eða streng. Við látum fylgja spjalli þessu upp- skriftina að Þingeying sem er ein- föld að gerð. Einnig fylgir upp- skrift að flugu þeirri sem ýmsir spá að velti Frances af stalli sem aflahæstu flugunni. Það er Black Sheep sem Haraldur Stefánsson fann upp fyrir nokkrum árum. Er það kenning hans að „Svarti sauð- urinn" sé svo góð eftirliking af álaseiði, að laxinn standist hana ekki og taki hana. Hvort sem menn eru hlynntir þeirri kenningu eður ei, þá er þó eigi að síður stað- reynd, að Black Sheep er ótrúlega Skýringin á lax- leysinu í Norðurá? fíTANGVEIÐIMENN eru margir hverjir og raunar flestir hinir mestu kímn- igáfumenn. Þeir geta hlegið að sjálfum sér og öðrum, allt í gamni, og slíkt eykur á skemmtanina sem jieir hafa af veiðum sínum, sérstaklega ef veiðin gengur treglega eins og virðist vera sums staðar nú framan af þessu sumri. Sem kunnugt er hefur aflast lít- ið í Norðurá þessar fyrstu vikur þrátt fyrir að tugir landskunnra veiðimanna flengi ána dag hvern. Það veiðist lítið og er það af þeirri einföldu ástæðu að lítið hefur gengið af fiski. Meðan menn velta fyrir sér hvað sé framundan og hvort það komi yfirleitt nokkur lax í ána í sumar og hvenær vænt- anlegir fiskar sýni sig ef úr því verður á annað borð, þeytist brandari einn manna á milli. Er mikið brosað að honum, en svona hljóðar hann: Spurning: Hvers vegna gengur laxinn ekki í Norð- urá? Svarið: Það er vegna þess að hún er orðin svo dýr ... HULDULAXINN í laugardagsveiðiþætti Morgunblaðsins um daginn var getið um rúmlega 30 punda lax sem menn fengu í ádrátt í Bergsnös í Stóru-Laxá síðastliðið haust og var þess getið að á síðunni mætti sjá „tröllið í greip Geirs Birgis Guðmundssonar", eins og þar stóð. Margir leituðu þessar- ar myndar án árangurs, enda birtist hún ekki fyrir mistök. Hér með bætum við úr því, þetta er huldulaxinn og það er Geir Birgir sem heldur á honum eins og um var talað og hann verður að halda með vinstri hendi í eyruggann á skepnunni til þess að valda henni almennilega og er maðurinn þó enginn veifiskati, þvert á móti. veiðin fluga og mikil brögð að því að laxinn grípi hana strax ef byrj- að er með henni, eða fúlsi við öll- um flugum en bregði hart við þeg- ar sauðurinn kemur í hylinn. Þingeyingur: Bolurinn er grænn, skegg er svart bucktail-efni eða íkornahár. Fleira kæmi til greina. Vængur er gulur, sömuleiðis bucktail-efni og bæði vængur og skegg skaga talsvert aftur fyrir öngulbuginn. Vöfin eru silfruð og haus svartur. Tveir á kamrinum er í aðalatriðum eins, utan að vængurinn er appelsínugulur. Svo eru afbrigðin mörg, litblær mis- munandi, vöfin misjafnlega breið og þétt, vængja- og skegglengd misjöfn, allt eftir sérvisku hvers hnýtara. Black Sheep: Bolurinn er svart ullarband og broddur silfraður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.