Morgunblaðið - 15.06.1985, Side 21

Morgunblaðið - 15.06.1985, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNl 1985 21 Maðkur- inn dýr Skegg er blátt. Vængurinn er svartur og gulur, hárvængur, og er skiptingin þannig, að guli liturinn er ofan á þeim svarta og nema gulu hárin tveimur þriðju hluta hársins í vængnum. Þá eiga væng- irnir að skaga allt að þremur öng- ullengdum aftur úr. Víða í versl- unum eru vængirnir of stuttir og flugan því fjarri því eins veiðileg að margra dómi. Nú, áfram með uppskriftina: Hausinn er rauður þó svartur haus sjáist hjá ýmsum og gefi góða raun. Kinnar eru tvær „lungle cock“ fjaðrir hvor á móti annarri. Þar með er þetta upptal- ið, báðar þessar flugur eru nauða- einfaldar að gerð en eigi að síður baneitraðar laxaflugur. Urriða má einnig taka á báðar þar sem þann gráðuga fisk er á annað borð að finna. — gg MARGIR sem eru að tygja sig í veiðitúrinn þessa dagana vita vart sitt rjúkandi ráð hvernig þeir eigi að ráða fram úr maðkaleysinu. Víðast hvar sitja maðkasalar uppi með tóm- an lager, enda hefur ekki rignt að neinu gagni dögum saman og eftir- spurnin er aldrei meiri heldur en einmitt er þannig viðrar. Garðúðun getur bætt dálítið úr skák en getur aldrei komið almennilega í staðinn fyrir rigningu, því kranavatnið er yfirleitt kaldara en náttúruleg úr- koma. En þegar eftirspurnin er mikil en framboðið ekki að sama skapi gera þeir sem eitthvað eiga sína bestu sölusamninga. Mbl. frétti hjá einum sem lagði í ’ann í miðri vikunni, að hann hefði gengið á milli allra helstu maðkasala borg- arinnar en náð loksins milli 200 og 300 „frekar smáurn" möðkum út á kunningskap eftir að „aðalsalarn- ir“ höfðu allir lokað á hann dyrun- um. Maðkarnir voru „frekar smá- ir“ en eigi að síður kostuðu þeir 6 krónur stykkið. Það mun þó vera fremur sanngjarnt miðað við hvað heyrist að maðkur kosti í þurrka- tíðinni, allt að tíkall stykkið. skattalaga og bendum á að ein- staklingar eigi að geta valið milli sérsköttunar og samsköttunar. Heimilisstörf þarf að meta jafnt á við störf á almennum vinnu- markaði. Landssamband sjálf- stæðiskvenna leggur áherslu á að við yfirstandandi endurskoðun á almannatryggingaiögunum verði tekið tillit til heimavinnandi fólks. Sjálfstæðiskonur leggja áherslu á að jafna foreldraábyrgð og aðra ábyrgð hinna eldri gagnvart æskufólki. Á alþjóðlegu ári æsk- unnar ber að leggja sérstaka áherslu á að byggja upp andlegt og líkamlegt heilbrigði æskufólks landsins. Stefnt verði hið fyrsta að sam- felldum skóladegi i grunnskólum landsins. Þing Landssambands sjálfstæð- iskvenna vill styrkja samstöðu vestrænna lýðræðisþjóða og hvet- ur til gagnkvæmrar afvopnunar undir alþjóðlegu eftirliti. Við styðjum frið byggðan á frelsi, lýðræði og mannréttindum. Við sjálfstæðiskonur leggjum áherslu á að konur og karlar, ein- staklingar og hópar, þéttbýli og dreifbýli vinni saman — allir sem einn — til að gæta sameiginlegra hagsmuna bióðarinnar." Evrópskan eða japanskan? Þing Landssambands sjálfstæðiskvenna: Samræma þarf hlutverk fjölskyld- unnar og þarfir atvinnulffsins HÉR fer á eftir stjórnmálaályktun fimmtánda þings Landssambands sjálfstæóiskvenna, sem var haldió á Isafirði 7.—9. júní sl. „Stjórnarsamstarf Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks hefur staðið í tvö ár og ber að fagna því sem áunnist hefur, þó er því miður enn margt ógert af því sem heitið var í upphafi stjórnarsamstarfs. Þing Landssambands sjálfstæð- iskvenna leggur áherslu á að reynt verði að koma í veg fyrir átök á vinnumarkaðnum í haust svo sem áttu sér stað á síðasta ári. Lagt verði kapp á að yfirstandandi samráðsviðræður ríkisstjórnar- innar og aðila vinnumarkaðarins beri árangur og vinnufriður hald- ist í náinni framtið. Við leggjum ríka áherslu á að í yfirstandandi kjaraviðræðum verði leitað nýrra leiða, horfið frá verðbólgusamningum fyrri tíma, og að kaupmáttur launafólks verði tryggður. { kjölfar efnahagsvanda þjóðar- innar blasa við gífurlegir erfið- leikar í atvinnumálum og rekstri fyrirtækja. Því þarf öfluga sókn til nýsköpunar í atvinnulífi. Framkvæmd komi í stað orða. Atvinnuvegunum verði búin rekstrarskilyrði sem hvetja til aukinnar framleiðni með bættri nýtingu framleiðsluþáttanna, meiri arðsemi og aukinnar áb- yrgðar framleiðenda. I sjávarútvegi verði lögð áhersla á fjölbreyttari úrvinnslu sjávar- afla, nýtingu fleiri tegunda nytja- fiska og vöruvöndun. Bent er á þá þjóðarnauðsyn að sjávarútvegi og fiskvinnslu séu sköpuð þau rekstr- arskilyrði sem þarf til þess að vel rekin fyrirtæki geti boðið starfs- fólki sínu þau kjör sem laði fólk að þessum undirstöðuatvinnuvegum. Áfram sé haldið endurskoðun á málefnum landbúnaðarins með hagsmuni bænda og neytenda í huga. Ráðist verði í nýjar búgrein- ar þar sem rekstrargrundvöllur er fyrir hendi. í iðnaði verði hvatt til aukinnar hagræðingar og sjálfvirkni og þessari atvinnugrein búin þau skilyrði að hún geti verið sam- keppnisfær gagnvart innfluttum iðnvörum. Örtölvubyltingin er hafin og mörg íslensk fyrirtæki hafa tileinkað sér hina nýju tækni. Samkvæmt nýlegri skýrslu hafa konur ekki haslað sér völl sem skyldi innan þessa nýja starfs- sviðs. Atvinnulífið byggir í æ ríkari mæli á aukinni þekkingu og at- vinnuþátttöku beggja kynja. Þess vegna er knýjandi að menntun og hæfileikar hvers einstaklings nýt- ist í starfi án tillits til kynferðis. Jafnframt að brotið verði upp kynbundið náms- og starfsval. Samræma þarf hlutverk fjölskyld- unnar og þarfir atvinnulífsins, til dæmis með sveigjanlegum vinnu- tíma. Á undanförnum árum hefur at- vinnuþátttaka kvenna aukist gíf- urlega. Og má búast við sömu þróun í framtíðinni. Því verður að halda áfram uppbyggingu dagvist- arheimila. Landssamband sjálf- stæðiskvenna telur að hvetja þurfi einkaaðila til að standa að þeirri uppbyggingu ásamt sveitarfélög- um og ríki. Með sama hætti verður að huga að málefnum aldraðra. Hvetja ber fólk til að huga að ellinni í tíma meðal annars með býggingu sjálfseignaríbúða með þjónustu. Sjálfstæðiskonur leggja áherslu á aukið tjáningarfrelsi með af- námi einkaréttar ríkisins á út- varpi. Þær vilja að áfram verði unnið að því að efla stöðu íslenskr- ar tungu, menningar og lista. Standa ber vörð um sjálfseign- arstefnu Sjálfstæðisflokksins í húsnæðismálum og leita lausna á vanda þeirra sem nú eru að koma sér upp húsnæði. Við leggjum áherslu á að neyt- endaþjónusta verði efld á vegum einstaklinga, félagasamtaka og opinberra aðila. Hagur þeirra sem af einhverj- um ástæðum standa höllum fæti í samfélaginu má aldrei vera fyrir borð borinn í íslensku þjóðfélagi. Við fögnum því að fyrsta skref afnáms tekjuskatts komi til fram- kvæmda á þessu ári. Við hvetjum til stöðugrar endurskoðunar Eina leiðin til að standast þá feiknarlega hörðu samkeppni sem ríkir á bílamarkaðinum er að framleiða betri blla en keppinautarnir. Það vita þeir hjá OPEL. Höfuðkostir evrópskra bíla eru góð hönnun, traustur öryggisbúnaður, mikil ending - auk góðra aksturseigin- leika. Hér eru evrópskir bílar taldir standa betur að vígi en aðrir. Þess vegna hafa þeir hjá OPEL lagt mikla rækt við þessa þætti. Þeir hafa einnig gert sér grein fyrir því að eitt veigamesta svarið við framgangi japönsku bílanna er að vanda ÖLL stig framleiðslunnar. Það hefur skilað sér. OPEL KADETT var kosinn bíll ársins 1985 af evrópskum blaðamönnum (og skaut þar mörgum „japönum" aftur fyrir sig) og salan um allan heim hefur gengið frábærlega. Svarið við upphafsspurningunni er því ekki evrópskur, heldur OPEL! BÍLL ÁRSIIMS 1985 BSLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687BOO Mitsubishi, Suzuki, Daihatsu, Isuzu, Mazda, Nissan, Honda, Toyota . . . Þessi nöfn hafa valdið evrópskum bílaframleiðendum ótal andvökunótt- um. Hvernig eiga þeirað bregðast við stöðugum tækninýjungum og útsjónarsemi Japananna? Hvernig geta Evrópumenn haldið sínum hlut, bætt um betur?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.