Morgunblaðið - 15.06.1985, Page 22

Morgunblaðið - 15.06.1985, Page 22
22 MORGUNBLAÐID, LAUQARDAGUR 15. JÚNÍ 1985 Reykholt séð frá Eggertsflöt að því er ég best veit hefur þetta aldrei verið kannað til hlítar." Nú er mjög rólegt hérna, varla nemanda að sjá. Eru fáir nemend- ur í Reykholti, og hvaða aldurs- hópar eru hér? „Já, oftast er nú meira líf og fjör hér útivið en í dag og er skýr- ingin sú að 9. bekkingar sem eru yngstu nemendur hér og voru um helmingur nemenda nú í vetur eru búnir að ljúka samræmdu prófun- um og eru farnir til sinna heima, en aðrir nemendur sem eru á fyrsta og öðru ári í áfangakerfi fjölbrautaskólanna eru nú í próf- um og próflestri og þá dettur allt hér i dúna logn og eins og þú segir Reykholt í Borgarfirði Líkan af nýrri kirkju — eftirSnorra Jóhannesson Er undirritaður var á ferð um Borgarfjörðinn, á einum af fyrstu dögum sumarsins, hitti hann á ferðum sínum gamlan Reykhylt- ing og kom m.a. fram í spjalli við hann að þrátt fyrir 50 ára afmæl- ishátíð Héraðsskólans i Reykholti 1981, þá ætti skólinn í raun og veru 80 ára afmæli i haust „vegna þess að alþýðuskólinn á Hvítár- bakka er forveri skólans í Reyk- holti en hann var stofnaður 1905“. Þessi ummæli kveiktu hjá mér löngun til þess að sækja Reykholt heim enda oft talað um Reykholt, sem annan frægasta sögustað á ís- landi eftir Þingvöllum, og lét ég verða að því fyrrgreindan sól- skinsdag. Það er fallegt að lita inn Reyk- holtsdal er hann opnast fyrir þeim sem aka niður Hamrabrekkuna fyrir ofan Kleppjárnsreyki. Steindórsstaðaöxlin skilur að Fiókadal og Reykholtsdal þótt báðir dalirnir séu i Reykholtsdals- hreppi. Yst í dalnum lagði gufu- mökkinn úr Deildartunguhver, sem nú er beislaður til að ylja Akurnesingum og Borgnesingum, hátt í loft upp og virtist næg orka eftir þrátt fyrir þessa beislun enda hverinn talinn einn af vatnsmestu hverum jarðar þótt höfðatölureglu sé sleppt. Einnig var mér sagt að hitavatnsleiðslan, sem ég hafði lengst af ekið sam- hliða allt frá Akranesi, sé lengsta hitaveitulögn í heimi. Reykja- dalsáin liðast á vinstri hönd í vestur og er eitt besta dæmi um „bugður" á íslandi enda mjög fal- legt að sjá hvernig hun bugðast þarna á leið til sjávar. Þegar litið er inn Reykholtsdal- inn til austurs má sjá gufumekki rísa til himins víða í dalnum allt austur að Reykholti þangað sem ferðinn var heitið. Jafnvel í Reykjadalsá, þar sem hún bugðast fyrir sunnan Laugavelli, má sjá gufustrók stíga til himins úr miðri ánni, en þar er árhverinn, Vellir, sem er einn af fáum ósködduðum hverum í Borarfirði. Er maður nálgast Reykholt er fallegt heim að líta og ber þar mest á glæstu skólahúsi, prestsbú- stað og Reykholtskirkju. Fyrir framan skólann er stytta af Snorra Sturlusyni, sem gerði garðinn frægan, en austan við skólann er Snorralaug og göng, sem virðast vera einu minjar um veru Snorra í Reykholti. Greini- lega eru miklar byggingafram- kvæmdir í tengslum við heima- vistir skólans og var verið að ljúka við kjallarahæð á mörg hundruð fermetra húsi, sem tengir saman eldra og nýrra heimavistarhús- næði skólans. Til þess að fræðast meira um staðinn hafði ég upp á skólastjóra héraðsskólans, Ey- steini 0. Jónassyni, og bað hann að ganga með mér um svæðið sem hann fúslega gerði. Ég innti hann fyrst eftir hvort eitthvað væri til í fyrrgreindri fullyrðingu um aldur skólans. „Það er rétt að menntastofnun- in er 80 ára á þessu ári þótt haldið hafi verið upp á 50 ára afmæli Reykholtsskóla haustiö 1981. Al- þýðuskólinn á Hvítárbakka, sem Sigurður Þórólfsson stofnaði 1905 og var fyrsti alþýðuskóli landsins, starfaði óslitið til 1931, er hann var fluttur að Reykholti. Þegar lögin um héraðsskóla voru sett 1929 var Hvítárbakkaskólinn gerður að héraðsskóla svo að ekki er hægt að tala um að nýr skóli hafi verið stofnaður í Reykholti, heldur var hér aðeins um flutning skólasetursins að ræða, enda fóru öll gögn og búnaður Hvítárbakka- skóla upp í Reykholt er hann hóf starfsemi sína á nýjum stað 1931 og nafn hans sem fyrr kennt við staðsetningu." Byggingar — Nú er skólahúsið mjög stórt og glæsilegt miðað við 54 ára gam- alt hús. Geturðu nokkuð frætt mig um sögu þess? „Það er rétt húsið er mjög reisu- legt og fallegt enda teiknað af þá- verandi húsameistara ríkisins Guðjóni Samúelssyni. Einnig teiknaði hann prestsbústaðinn sem reistur var á sama tíma og er alveg í stíl við skólahúsnæðið. Þess ber að geta að 1931 var skóla- húsið byggt til að hýsa 60 nemend- ur, kennslustofur, mötuneyti, skóiastjóra- og starfsmannaíbúð svo og sundlaug. Á árunum 1938—41 var austur-vesturálma skólans lengd um u.þ.b. helming og nemendum fjölgað í um 110. Síðar, eða 1%5—67, var byggt heimavistarhús fyrir 32 nemendur og svo 1972—74 annað fyrir 96 nemendur. Jafnframt var heima- vistarherbergjum fækkað í skóla- húsnæði og færri nemendur settir á hvert herbergi, en oft hafði verið þröng á þingi á gömlu heimavist- unum. Nú er svo komið að gamla húsið er eingöngu kennsluhúsnæði (með sundaðstöðu) og mötuneyti, en eins og þú sérð þarna er verið að byggja mötuneytisálmu sem tengir saman eldri og nýrri heimavistahúsin. Þetta verður mikil bygging en þar munu koma starfsmannaíbúð, forvinnslueld- hús og félagsaðstaða í kjallara, eldhús og stór matsalur sem nýt- ist einnig sem samkomusalur á jarðhæð og svo átta heimavistar- herbergi á annari hæð og getum við þá hýst um 150 nemendur á heimavist. Þetta er sannarlega orðinn langþráður áfangi því ekki er unnt að gera þær umbætur og breytingar í gamla skólahúsinu sem nauðsynlegar eru fyrr en mötuneytisaðstaðan er farin það- an, en samkvæmt áætlun átti þessi bygging að vera risin fyrir 11 árum. Þetta fær mann til þess að hugsa um stórhug og dugnað þeirra sem að stóðu er skólinn var reistur, en það leið ekki nema eitt ár frá því að byggingarfram- kvæmdir hófust þar til kennsla hófst þar. Síðla sumars 1931 var ekki nægilegt fé í byggingarsjóði til þess að reisa íþróttahús. Þá tóku nokkrir hollvinir skólans sig til og útveguðu fjármagn. Má þar nefna Vigfús Guðmundsson veit- ingamann í Borgarnesi sem einn aðalhvatamann, en hann lagði til peninga gegn mjög hagkvæmum greiðsluskilmálum. Fjárins átti síðan að afla með árlegri skemmtisamkomu i Reykholti. Einnig hélt karlakórinn „Bræð- urnir“ samkomur nokkra vetur í sama tilgangi. Húsið var tilbúið aðeins hálfum mánuði eftir að skólahald hófst þá um haustið, en skólinn hafði verið settur 24. október en vígður 7. nóvember og fór athöfnin fram í hinum nýja íþróttasal. Salurinn sem er 18X9 m var þá með myndarlegustu og rúmbestu leikfimisölum landsins. Húsið átti að standa í nokkur ár sem nú eru orðin 54.“ Er við komum í anddyri skólans var þar líkan af kirkju í glerkassa og spurðist ég fyrir um það. „Þetta er líkan sem húsameist- ari ríkisins hefur lagt fram sem tillögu að nýrri kirkju í Reykholti. Núverandi kirkja var byggð 1886 norðan og vestan við fyrri kirkjur sem byggðar voru hús af húsi á sama grunni. Sagt er að Snorri hafi verið grafinn í „útnorður frá kirkjudyrum" en þar er svo merkt- ur Sturlungareitur. Flestum finnst núverandi kirkja hin mesta staðarprýði en um 100 ára aldur segir til sín og eru innviðir fúnir. Tillaga hefur komið um endur- byggingu hennar en sóknarnefnd er heldur á því að reisa nýja á flötinni fyrir vestan þá gömlu. Tengibyggingin er hugsuð sem „Snorraminjasafn" þ.e. aðal mót- tökustaður ferðamanna þar sem þeir geta fengið glögga mynd af sögu staðarins, jafnvel með að- stöðu fyrir fræðimenn til að stunda bókmenntastörf. Eins og þú hefur eflaust orðið var við er skammarlega litið búið að gera hér fyrir ferðamenn sem koma í þúsundatali hvert sumar til þess að sjá sögustaðinn fræga og virð- umst við íslendingar aldrei ætla að læra hvernig laða á að ferða- menn.“ — Hvað leggur þú til málanna? „Hugmyndin að Snorraminja- safni er mjög góð, en ég hefði talið að fyrir tugum ára hefði átt að vera búið að grafa upp Snorra- göngin sem vitað er að liggja und- ir núverandi íþróttahúsi og ein stoðsúla þess liggur í göngunum miðjum. Éinnig hefur verið komið niður á hleðstuna norðan við íþróttahúsið og gæti uppgröftur ganganna leitt okkur að grunni Snorra-bústaðar sem lá á flötinni norðan við skólahúsið og líklegast í suðvesturhornið á kirkjugarðin- um. Þarna hefði sögualdarbærinn átt að rísa með sýnishornum af vinnuaðstöðu Snorra o.þ.h. í Snorralaug liggur gamli stein- stokkurinn sem veitti vatni úr hvernum Skriflu sem þú sérð þarna austan við eldri heimavist- ina en hann er nú ekki sjáanlegur nema í bláendann við laugina og búið að troða járnleiðslu í gegnum hann því hann féll saman undan þunga vöruflutningabíla er heima- vistarhúsið var byggt. Einnig var komið niður á steinstokk sem mun hafa verið gufuleiðsla úr Skriflu, sl. sumar er verið var að grafa fyrir skolpleiðslum í tengslum við nýbygginguna, en hann liggur nú á um 2 metra dýpi nokkru norðan við fyrrnefndan stokk og stendur hvergi uppúr. Grafa þarf þessa lögn upp að hiuta hjá Skriflu og sýna ferðamönnum því þarna gæti verið um fyrstu gufuleiðslu í eld- hús eða í gufubaðstofu að ræða, en verður maður ekki var við að hér séu um 60 nemendur á aldrinum 17—19 ára þessa stundina." — Framtíðarhorfur héraðs- skólanna. „Því miður verður það að segj- ast eins og er að ráðamenn hafa ekki sem skyldi hugað að málefn- um héraðsskólanna, með þeim af- leiðingum að margir þeirra hafa barist í bökkum með að fá næga aðsókn. Við höfum þó átt því láni að fagna að hér hefur aðsóknin verið næg og oftast ekki hægt að sinna öllum umsóknum. Það má eflaust þakka því hversu snemma við fórum inn á að kenna sam- kvæmt áfangakerfi fjölbrauta- skólanna og höfum haft nána samvinnu við Fjölbrautaskólann á Akranesi. Við kennum eftir sama námsvísi og höfum sömu próf þannig að nemendur héðan hafa átt greiðan aðgang að öllum fjöl- brautaskólum landsins. Hitt verð- ur að viðurkennast að héraðsskól- arnir urðu útundan þegar unnið var að uppbyggingu fjölbrauta- skólanna og voru sumir kæfðir með uppbyggingu þeirra í næsta nágrenni auk þess sem 8. og 9. bekk grunnskólanna sem víða hafði verið stærsti hluti af nem- endum héraðsskólans var kippt inn í nærliggjandi grunnskóla án þess að nokkuð væri unnið að því að styrkja eldri deildir í viðkom- andi skólum. Afleiðingin er því sú að um 5 skólar af 8 héraðsskólum hafa ekki næga aðsókn." — Þýðir þetta að framboð á framhaldsmenntun á landinu sé að verða of mikið og að leggja þurfi þessa skóla niður? „Ekki vil ég segja að framboðið sé of mikið, en það eru of margir að bjóða fram sama námið. Marg- ir sérskólar ná engan veginn að anna eftirspurn þannig að ætla mætti að ef málefni hvers hér- aðsskóla fyrir sig væru skoöuð mætti afmarka ákveðið verkefni fyrir hvern og einn miðað við að- stæður á hverjum stað. Þessu hefði ráðuneytið þurft að vinna að um leið og uppbygging fjölbrauta- skólanna var í brennidepli í stað þess að láta þá sigla sofandi að feigðarósi og ætla hverjum skóla að bjarga sér sjálfum. Það er ekki minnkandi þörf fyrir heimavist- arskóla en breyttar þjóðfélags- Snorralaug

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.