Morgunblaðið - 15.06.1985, Síða 23

Morgunblaðið - 15.06.1985, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JtJNl 1986 23 Frædsluþættir frá Geöhjálp Stofnanir ekki stofnanir aðstæður valda því að þessi skólar þurfa að fá mun meiri kennslu- kvóta heldur en þeim er ætlað til þess að geta unnið að þeim breyt- ingum sem vinna þarf að á hverj- um stað, en það ætla ráðamenn seint að skilja." — Svo við snúum okkur að allt öðru. Nú skilst mér að hér í Reykholtsdal séu allmargir bæir sem ekki hafi hitaveitu þrátt fyrir að dalurinn virðist því sem næst vera á suðuhellu. Er eitthvað til í því? „Þetta er rétt að hér eru enn nokkrir bæir sem ekki hafa getað nýtt sér heita vatnið til húshitun- ar, en stórt átak var gert í þeim efnum sl. sumar þegar hitavatns- leiðsla var lögð héðan úr Reyk- holti á eina fimm bæi hér næst okkur í vesturátt. Það er dýrt að leggja leiðslur þetta miklar vega- lengdir á milli bæja og ekki mjög mörg ár síðan bændur sáu sér hag í því að leggja í þann tilkostnað. Það er alltaf erfitt að þoka þessum málum í gegn um það ráðuneyti sem með þessi málefni fara en hefur nú loks tekist og er það vel.“ Ég kveð skólastjórann þar sem við erum staddir í Snorragarði, trén að komast í fullan sumar- skrúða og tilhugalíf fuglanna í fullum gangi. Ég get ekki annað en verið honum sammála í þvi að hér mætti gera meira til þess að minna á sögufrægð staðarins, því að þótt fallegt sé að koma í Reyk- holt þá koma margir á þennan stað í eins konar pílagrímsför og reikna með að sjá meira sem minnir á veru Snorra Sturlusonar en styttu sem Norðmenn gáfu og svo Snorralaug og hluta af Snorragöngum. Höfundur er kennari — eftir Högna ósfcarsson Undanfarinn áratug hefur verið unnið að samanburði á tíðni, ein- kennum og batahorfum geðklofa í 9 þjóðlöndum. Hafa þar verið bor- in saman lönd í hinum efnahags- lega þróaöa hluta heims og svo lönd í þriðja heiminum. f ljós hefur komið, öllum vís- indamönnum til nokkurrar furðu, að batahorfur geðklofa sjúklinga í Nígeríu eru öllu betri en á Vestur- löndum, og er þá um sambærilega sjúklingahópa að ræða. Hefur þetta þótt þeim mun furðulegra þegar haft er í huga, að öll aðstaða til meðferðar, þ.e. sjúkrahús með aðstöðu til bráða- meðferðar og endurhæfingar, sér- þjálfað starfslið, nýjustu lyf og fullkomin tæki til greiningar, stendur langt að baki aðstöðu þeirri sem samanburðarlöndin í vestri þekkja. Sem dæmi má nefna, að Nígería hafði lægsta hlutfall sjúklinga á geðlækni allra samanburðarlandanna og mundu sumir draga þá ályktun, að affærasælast væri að fækka geð- læknum og leggja niður sjúkra- hús! Hæpin niðurstaða. Að minnsta kosti í ljósi þessara staðreynda eins og þær eru kynntar hér að ofan. En niðurstöðurnar ýta á okkur að endurskoða skilgreiningu „í Ijós hefur komið, öll- um vísindamönnum til nokkurrar furðu, aö batahorfur geðklofa sjúklinga í Nígeríu eru öllu betri en á Vestur- löndum, og er þá um sambærilega sjúklinga- hópa að ræða.“ á árangri meðferðar. Það er ákaf- lega þröng skilgreining að telja bata hafa náðst, þegar bráðaein- kenni, þ.e. ofskynjanir, ranghug- myndir, hugsanatruflanir og geð- ofsi, hafa rénað. Eftir eru þá vandamál, sem stinga ekki eins í augu, en sem gera þátttöku í dag- legu lífi erfiða. Má hér nefna niöurbrotna sjálfsmynd, oft tengda lélegum raunveruleika- tengslum, erfið samskipti við upp- runafjölskyldu, vaxandi kvíði eftir því sem sambönd við aðra verða nánari, hvort heldur um er að ræða maka, vini og kunningja eða fólk á vinnustað. Vonleysi, tóm- leikakennd og vantrú á eigin getu fylgir oft í kjölfarið. Þrautalend- ingin verður því oft sú að daga uppi innan meðferðarkerfisins, að verða að stofnanamat, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir annarra að snúa þeirri þróun á betri veg. Hér verður engum einum um kennt. Þegar niðurstöður fyrr- nefndrar rannsóknar voru skoðað- ar nánar, kom í ljós, að megin- ástæður fyrir betri árangri með- ferðar í Nígeríu fólust í meira um- burðarlyndi gagnvart þeim, sem fyrir einhverra hluta sakir skera sig úr; sterkari fjölskyldubönd og stærri fjölskyldueiningar auðveld- uðu útskrift af sjúkrahúsi, meiri stuðningur og samheldni meðal nágranna (t.d í litlum þorpum) reyndust árangursrik m.t.t. vinnu- endurhæfingar, en árangur vinnu- endurhæfingar tengdist líka þeirri staðreynd, að tæknivæðing var skemmra á veg komin í Nígeríu og því greiðari aðgangur að störfum við hæfi í upphafi endurhæfingar. Þróun þjóðfélagsgerðar okkar verður varla snúið við til þess að laga hana að þörfum fatlaðra. En eitt og annað getum við lært af niðurstöðum títtnefndrar rann- sóknar. Margt er þegar gert hér til að auka árangur meðferðar, þ.e. að draga úr fötlun hinna sjúku og auka aðlögunarhæfni þeirra. Með- ferðin þarf að vera fjölbreytt og hafa ýmsa valkosti upp á að bjóða, svo sem einstaklings- og hópvið- töl, fræðslu og meðferð fyrir fjöl- skyldur hinna veiku og iðju- og tómstundaþjálfun. Jafnframt þessu þarf að draga enn frekar úr einangrun geðdeilda og fordómum gagnvart þeim. En þó svo að meðferð á sjúkra- húsi sé nauðsynleg á vissum stig- um geðsjúkdóma, þá hvorki geta né eiga stofnanir að sitja einar að skipulagningu og framkvæmd meðferðar. Stórir þættir í félags- legri endurhæfingu eru oftast bet- ur komnir óháðir sjúkrahúsum, og eru til stuðnings því sjónarmiði ótal dæmi erlendis frá. Má hér nefna hópvinnu — meðferð — sem miðar að aukinni hæfni til sjálfs- hjálpar, tómstundaþjálfun, vinnu- endurhæfingu eftir að sjúklingur hefur náð einhverri vinnugetu, upplýsingastarfsemi og leið- beiningu, og svo mætti lengi telja. Þegar vel tekst til þá dregur úr sjúkdómseinkennum og vellíðan sjúklings og félagsleg hæfni eykst. Draga þá jafnframt úr þörf fyrir kostnaðarsama meðferð. Er það því algjört lykilatriði, að jafnframt því sem hinu formlega geðheilbrigðiskerfi er veittur næg- ur stuðningur til að veita sér- hæfða og markvissa meðferð þannig að vel fari, þá sé stutt dyggilega við bakið á samtökum eins og Geðhjálp til uppbyggingar sinnar starfsemi. Hagsmunir okkar allra eru í húfi. Höfundur er geðlæknir í Reykja- rík. ALEXað nafni. Eftir svona gu< verður vinnan l sagði PáH og si Hvað er nú þetta!? Strax sama kvöld komu þau aftur! Eru þau ekki eitthvað breytt? Hvað hefur gerst. . ? Hvar erum við? iLllil'-v.:;: III* ANDRÉSÍIMA OG PÁLL UPPGÖTVA Andrésína og Páll eru ágœtis fólk hér í bœ, strekkt á stundum eins og fleiri. . . i ■ ■ Dag einn í hádeginu voru þau á vappi við Hlemm og lögðu leið sína á veitingastað V/HŒMM, sími 24631 MATUR ALLAN DAGINN FRA KL. 10.00-23.30 ALLA DAGA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.